Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Ýtt undir offramleiðslu á alþjóðlegum ráðstefnum um hlýnun jarðar

Ráð­stefn­ur þar sem fjall­að er um lofts­lags­mál sem þús­und­ir eða jafn­vel tug­þús­und­ir sækja losa mik­ið magn loft­teg­unda sem valda hlýn­un jarð­ar. Flug­ið er stór þátt­ur en líka mat­seð­ill­inn og ým­is varn­ing­ur. Um 1.500 gest­ir á ráð­stefn­unni Hring­borð Norð­ur­slóða, eða Arctic Circle, fengu gjaf­ir sem fram­leidd­ar voru í Kína og Taív­an. Um­hverf­is­stjórn­un­ar­fræð­ing­ur seg­ir að gagn­semi ráð­stefna þar sem fjall­að er um þá vá sem mann­kyn­ið stend­ur frammi fyr­ir þurfi að vera meiri en skað­sem­in.

Ýtt undir offramleiðslu á alþjóðlegum ráðstefnum um hlýnun jarðar

Undirbúningur fyrir loftslagsráðstefnuna í Glasgow stendur nú sem hæst en hún verður haldin dagana 31. október til 12. nóvember næstkomandi. Eins og aðrar loftslagsráðstefnur Sameinuðu þjóðanna ber þessi heitið COP sem stendur fyrir Conference of the Parties, það er að segja ráðstefna aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna.  Glasgow-ráðstefnan er í daglegu tali kölluð COP26 því hún er sú tuttugasta og sjötta í röð ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Á ráðstefnunni í París árið 2015, eða COP21, komust þjóðir heims að samkomulagi um loftslagsmál. Parísarsáttmálinn svokallaði markaði því tímamót í alþjóðasamstarfi í loftslagsmálum. Nú tæpum sex árum eftir Parísarfundinn er ljóst að enn eiga þjóðir heims langt í land með að ná þeim yfirlýstu markmiðum sínum að halda hlýnun jarðar vel undir tveimur gráðum á Celsíus. 

Eins og á fyrri loftslagsráðstefnum Sameinuðu þjóðanna eru miklar væntingar gerðar til þeirrar sem hefst innan fárra daga í Glasgow. Alok Sharma, forseti …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Mér finnst umræðan tala of lítið um að loka framleiðsluhringum. Við þurfum að sjá til þess að framleiðsla sé lokaður hringur þannig að framleidd vara fari aftur inn í einhvern annan framleiðsluhring. Við verðum að viðurkenna að efnahagslíf okkar byggist líka á sóun. Við fögnum því að matvælaframleiðsla skili arði og þá hugsum við ekkert um hvort maturinn er borðaður eða honum er hent. Við fögnum því að flugfélögin á Íslandi skili arði og þá skiptir ekki máli hvort þau flytja gesti á umhverfisráðstefnur eða ferðamenn til að skoða landið okkar. Umhverfisráðstefnur skila kanski ekki miklum árangri en án þeirra gerist ekkert. Og munum: Þeir sem borða morgunmat á ráðstefnu borða líka morgunmat heima hjá sér.
    0
  • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
    Auðvitað þarf að gæta þess að takmarka "umhverfistúrisma" eins og hægt er. Ráðstefnur eru að einhverju leyti umhverfistúrismi. Hins vegar þufum við á Íslandi að huga að því að allur túrismi er álag á umhverfið en við þurfum túrisma til að standa undir lífsstíl okkar. Verslun milli landa er ábatasöm fyrir alla sérstaklega fyrir íslendinga en hún hefur flutninga í för með sér og eykur útblástur CO2. Málið er að finna lágmarkið fyrir hverja hringrás og sérhver umræða um það er gagnleg.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Arctic Circle-ráðstefnan

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár