Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Siggi Hakkari kominn í síbrotagæslu

Sig­urð­ur Þórð­ar­son, eða Siggi hakk­ari eins og hann er kall­að­ur, hef­ur und­an­far­in ár náð að svíkja út tugi millj­óna úr ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um. Sig­urð­ur er skráð­ur fyr­ir fjöld­ann af hluta­fé­lög­um og fé­laga­sam­tök­um sem hann not­ast við. Í við­tali við Stund­ina, fyrr á ár­inu, ját­aði hann svik og skjalafals­an­ir.

Siggi Hakkari kominn í síbrotagæslu

Sigurður Þórðarson, eða Siggi hakkari eins og hann er betur þekktur, var dæmdur í síbrotagæslu í þarsíðustu viku. Sigurður situr nú á Litla hrauni. Þetta staðfestir Húnbogi J. Andersen, lögmaður Sigurður, í samtali við Stundina. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var Sigurður handtekinn þann 23. september síðastliðinn, sama dag og hann kom frá Spáni. Hann var svo dæmdur í síbrotagæslu Héraðsdómi Reykjavíkur og sendur strax daginn eftir á Litla Hraun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskaði eftir að Sigurður yrði settur í síbrotagæslu.

Síbrotagæsla er ekki algengt úrræði og er aðeins beitt að sérstökum skilyrðum uppfylltum. Samkvæmt lögum er heimilt að úrskurða sakborning sem er til rannsóknar í síbrotagæslu ef ástæða þykir til að ætla að hann muni halda áfram að fremja lögbrot á meðan viðkomandi mál er til rannsóknar. Tekið er mið af persónulegum og félagslegum aðstæðum, sakarferil og hótunum um áframhaldandi brotastarfsemi. Ákvörðunin á að byggja á heildarmati  málsatvika hverju sinni. Lögunum er fyrst og fremst beitt þegar um síafbrotamenn er að ræða.

Heimildir Stundarinnar herma að ástæðan fyrir því að Sigurður var dæmdur í síbrotagæslu sé fjöldi fjársvikamála og tilrauna til fjársvika sem eru til rannsóknar hjá lögreglu. Þá er til rannsóknar grunur um að hann hafi falsað undirskrift eigin lögmanns til að láta líta út fyrir að greitt hafi verið fé inn á reikninga fyrirækis sem Sigurður er sjálfur hluthafi í.

Sigurður hefur notast við fjölda fyrirtækja og félagasamtaka til að svíkja tugi milljóna króna af einstaklingum og fyrirtækjum á undanförnum árum. Þá hefur hann áður verið dæmdur fyrir fjársvik fyrir tugi milljóna. 

Sveik fé af fjölda fyrirtækja

Meðal þeirra fyrirtækja sem lögreglan er að rannsaka í dag er ferðaþjónustufyrirtækið Northern Tours, en það var stofnað árið 2016 af Dan Sommer og Stefáni Laurence Stefánssyni. Reksturs félagsins var erfiður og skilaði aldrei hagnaði heldur var milljóna tap á rekstrinum á þeim fjórum árum sem það starfaði. 

Ekki var mikil starfsemi í fyrirtækinu á þeim tíma sem það starfaði, en í byrjun september 2019 virðist starfsemin fara á fullt. Stundin hefur undir höndum gögn sem sýna að á eingöngu tveimur mánuðum, í september og október 2019, tókst félaginu að sækja vörur og þjónustu fyrir um 11 milljónir króna. Á þessum tíma var ríkisskattstjóri búinn að tilkynna eigendum fyrirtækisins að árangurslaust fjárnám hefði átt sér stað hjá því. Þá var Creditinfo einnig búið að tilkynna eigendum að þeir væru á leið á vanskilaskrá. Þrátt fyrir þessar tilkynningar fóru eigendur fyrirtækisins að stofna til skulda hjá fyrirtækjum úti um allan bæ. Leigðir voru lúxusbílar fyrir um tvær og hálfa milljón króna á tímabilinu og borðað á veitingastöðum fyrir um 300 þúsund krónur. Þá voru keyptar tölvur og símar fyrir um eina og hálfa milljón króna. 

Sigurður hefur notast við fjölda fyrirtækja undanfarin ár til að svíkja út tugi milljóna króna

Margir tóku þátt í að sækja vörur

Í gögnum sem Stundin hefur undir höndum sést að margir tóku þátt í að panta vörur og þjónustu á reikning Northern Tours. Allt voru þetta aðilar tengdir Sigurði Þórðarsyni og Dan Sommer. Samkvæmt gögnunum voru sóttar þrjár bifreiðar til bílaleigunnar Hertz á einum degi. Dan Sommer sótti tvær og Helgi Snær Kristjánsson eina. Þá náðu Nertil Lila og Helgi Snær Kristjánsson í nokkra síma í Tölvutek fyrir um 300 þúsund krónur. Dan Sommer sótti leikjatölvu og annan tölvubúnað einnig fyrir um 300 þúsund krónur. Í samtali við Stundina segir Dan Sommer að hann hafi eingöngu verið að sækja þessar vörur fyrir Sigurð Inga en ekki sjálfan sig. „Ég var bara að sækja þetta fyrir Sigga, ekki fyrir mig. Hann hringdi í mig og bað mig um að sækja hitt og þetta fyrir sig. Hann var alltaf að vakna svo seint og svona, svo hann bað mig um að sækja hitt og þetta.“ 

Dan Sommer segir að Sigurður hafi keypt félagið af sér um sumarið 2019. Þegar hann var spurður hvað kaupverðið hafi verið og hvort Sigurður hafi í raun greitt fyrir félagið sagðist hann ekki vita það alveg. Samkvæmt tilkynningum til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra kemur fram að Sigurður Ingi hafi ekki verið skráður fyrir félaginu fyrr en í lok nóvember 2019, eftir að búið var að skuldsetja félagið talsvert á þessum tveim mánuðum. Stuttu seinna skráðu Dan Sommer og Stefán Laurence Stefánsson sig úr félaginu alfarið og sat því Sigurður uppi með skuldir félagsins.  

„Hugmyndin með félögunum var að kreista út hverja einustu krónu og á endanum færi það í þrot“
Sigurður Þórðarson
Sigurður játaði fyrir blaðamanni Stundarinnar að eini tilgangur þessara félaga hafi verið til að svíkja út fé

Játning Sigurðar

Sigurður mætti í viðtal hjá Stundinni vegna málsins á sínum tíma. Í byrjun viðtalsins neitaði Sigurður Ingi ítrekað að svara spurningum blaðamanns um úttektir sem voru gerðar fyrir hönd Northern Tours ehf. Eftir nokkuð langt samtal játaði Sigurður Ingi loks allt.

„Hugmyndin með félögunum var að kreista út hverja einustu krónu og á endanum færi það í þrot af því að skatturinn myndi fara fram á gjaldþrotabeiðni og myndi þá leggja út peninginn fyrir því,“ segir Sigurður. „Er þetta ólöglegt? Nei, þetta er mjög siðlaust, ég er sammála því. Ég veit ekki til þess að einhver hafi verið dæmdur fyrir svona.“

Viðurkenndi hann að það hafi átt að ná sem mestu af fyrirtækjum með reikningsviðskiptum við Northern Tours. Aðspurður játaði Sigurður að hann vissi að hvorki hann né fyrirtækið myndi nokkurn tímann fara að greiða fyrir þær vörur sem hann tók út á vegum fyrirtækisins. Eins og kom fram hér að ofan þá náðu Sigurður og félagar hans að svíkja út vörur fyrir um 11 milljónir króna á eingöngu tveggja mánaða tímabili. Þá játaði Sigurður einnig fyrir blaðamanni að hann hafi ítrekað falsað undirskriftir á pappírum sem sendir voru inn til ríkisskattstjóra vegna skráningar félaga sinna og hækkun hlutafjár í félögum í hans eigu.

Er það ekki rétt að þú vissir að allar þessar vörur sem þú og vinir þínir voru að sækja myndu aldrei verða greiddar?

„Já, ég vissi það,“ svaraði Sigurður Ingi. 

Þú falsaðir undirskriftir?

„Já,“ svaraði Sigurður Ingi. 

„Ég veit ekki til þess að einhver hafi verið dæmdur fyrir svona.“
Sigurður Þórðarson

Kærður fyrir að svíkja út kjúkling 

Eftir að Sigurður játaði við blaðamann að hafa svikið um 11 milljónir króna af ýmsum fyrirtækjum, í gegnum Northern Tours, spurði blaðamaður út í öll hin félögin sem Sigurður hefur átt og sett í þrot. Þegar hann var spurður hvort eini tilgangur þessara félaga hafi verið að svíkja fé út úr íslenskum fyrirtækjum játaði hann því. Meðal fyrirtækja sem Sigurður er að nota í dag til að svíkja út vörur er Fiix Innovation ehf. Með því félagi tókst honum meðal annars að svíkja út kjúkling frá Ísfugli fyrir um eina og hálfa milljón í þremur sendingum. Þetta staðfestir Jón Magnús Jónsson, framkvæmdastjóri og eigandi Ísfugls. Í samtali við Stundina segir Jón að fyrirtækið sé búið kæra málið og að það verði farið fyrir dóm á næstu vikum. 

Sigurður Ingi er einnig skráður fyrir mörgum félagasamtökum. Sigurður Ingi hefur einnig notað þau til að svíkja út vörur. Þetta viðurkenndi Sigurður Ingi fyrir blaðamanni Stundarinnar. Eitt þeirra, Litboltafélag Íslands, var notað til að svíkja vörur úr heildsölunni Ásbjörn Ólafsson ehf. Um var að ræða sælgæti og bílahreinsivörur fyrir um 400 þúsund krónur. Í samtali við Stundina segir Guðmundur K. Björnsson, framkvæmdastjóri Ásbjarnar Ólafssonar ehf., að Sigurður Ingi hafi reynt að nota önnur félög í sinni eigu til að reyna að svíkja meira út úr fyrirtækinu, en það hafi verið stoppað af. Í samtali við Stundina viðurkennir Sigurður Ingi að hann hafi notað Litboltafélag Íslands til að svíkja út vörur frá þeim.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
6
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
8
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
6
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
8
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu