Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Auglýsingahlé

Olís bens­ín­stöð­inni í bíla­kjall­ara Hamra­borg­ar Kópa­vogs var lok­að um ára­mót­in en við fá­um þó enn að njóta fag­ur­gula rým­is­ins í nýj­um bún­ingi. Sýn­ing­ar­rým­ið Y hef­ur opn­að dyr sín­ar fyr­ir gest­um og gang­andi þar sem sam­tíma­mynd­list fær að njóta sín.

Y er rekið af myndlistarmanninum Sigurði Atla Sigurðssyni og Olgu Lilju Ólafsdóttur, sem er með Bsc í rekstrarverkfræði og meistaragráðu í fjármálum. Þau hafa bæði reynslu af þessu starfi en þau kynntust við að setja upp Jólasýninguna í Ásmundarsal. Starfsemi Y er styrkt af Olís sem lána rýmið endurgjaldslaust til áramóta, ásamt því að hljóta styrki frá Kópavogsbæ og Borg Brugghús.

Myndlistarmaður og starfsmaður á plani

Gamla bensínstöðin er fallega hannað rými með sérstakan stíl. Hún er kjörin fyrir listasýningar þar sem stórir gluggar eru á þremur hliðum svo jafnvel er hægt að njóta listar allan sólarhringinn, í næturgöngutúrnum eða snögglega á leið í búðina.

Opnunartímar eru hins vegar tveir eftirmiðdagar í viku, miðvikudaga og laugardaga frá 14.00 til 18.00 og eftir samkomulagi. En spurningin sem liggur á allra vörum, eða nösum, er enn bensínlykt? „Dælurnar eru náttúrlega í blússandi bissness. Þegar ég var að vinna þarna fram á kvöld …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hús & Hillbilly

Leirinn er harður kennari
ViðtalHús & Hillbilly

Leir­inn er harð­ur kenn­ari

Hulda Katarína Sveins­dótt­ir og Dagný Berg­lind Gísla­dótt­ir halda úti nám­skeið­inu (Hand)leiðsla – hug­leiðsla og kera­mik, í rými Rvk Ritual á Selja­vegi 2, 101 Reykja­vík. Á nám­skeið­inu blanda þær sam­an tveim­ur heim­um, hug­leiðslu og kera­mik, enda ekki svo mik­ill mun­ur á þessu tvennu, segja þær. Báð­ar at­hafn­ir fá iðk­and­ann til að vera í nú­inu, að eiga stund með sjálf­um sér.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu