Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Þarf þetta allt að vera til í póstum milli manna?“

Ný gögn sem eru und­ir í rann­sókn­um hér­aðssak­sókn­ara og namib­ískra yf­ir­valda varpa ljósi á hversu víð­tæk þekk­ing var um mútu­greiðsl­ur og hátt­semi Sam­herja í Namib­íu inn­an út­gerð­arris­ans. Frjáls­lega var tal­að um mútu­greiðsl­ur og hót­an­ir í skrif­leg­um sam­skipt­um lyk­il­stjórn­enda. Þor­steinn Már Bald­vins­son fékk stöð­ug­ar upp­lýs­ing­ar um gang mála.

„Þarf þetta allt að vera til í póstum milli manna?“

Áður óbirt gögn innan úr Samherja sýna hversu víðtæk þekking var um mútugreiðslur til háttsettra og vel tengdra Namibíumanna til að verða fyrirtækinu úti um verðmætan fiskveiðikvóta í Namibíu. Talað er opinskátt um að greiða mútur og tölvupóstar sem eru undir í rannsókn íslenskra og namibískra yfirvalda sýna hvernig undirmenn Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra og þá aðaleiganda útgerðarrisans, héldu honum stöðugt upplýstum um þróun mála í Namibíu. Gögnin gefa líka til kynna að Þorsteinn hafi kynnt starfsemina fyrir stjórn Samherja.

Þessi nýju gögn sýna líka að Þorsteinn Már átti fjölmarga fundi, fleiri en áður hefur verið greint frá, í eigin persónu með „hákörlunum“, namibísku ráða- og áhrifamönnunum, sem nú sitja bak við lás og slá í Namibíu og bíða þess að koma fyrir dóm vegna ákæru um mútuþægni. Þá afhjúpast þær aðferðir sem starfsmenn útgerðarinnar notuðu til að halda samskiptum sínum leyndum og viðhorf Þorsteins Más til þess að talað …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • OS
    Olgeir Sigmarsson skrifaði
    Bravó!

    Kominn tími á alvöru fréttamennsku. Haldið áfram á sömu braut, ekki veitir af aðhaldi frá fjölmiðlum.
    0
  • Alexandra Briem skrifaði
    En ótrúlega ömurlegt framferði hjá þessu fólki. Ekki vottur af siðferði eða sómakennd.

    Kjósum ríkisstjórn sem við treystum til að tryggja að þetta mál og önnur sambærileg verði rannsakað til fullnustu.
    0
  • FSK
    Fríða S. Kristinsdóttir skrifaði
    Takk fyrir þessar upplýsingar um mjög svo ógeðfellt mál Samherja gagnvart Namibíu.
    Vel unnið hjá ykkur rannsóknarblaðamenn Stundarinnar.
    0
  • Tímabærar skýringar, ef réttar, á sóðaskap viðskipta íslendinga á fyrirtækjasviði, lögfræðinga, bankastofnana sem og stjórnmálamanna. Sjálfsagt ekki öll kurl til grafar komin en þetta lítur svæsið ut. Takk takk
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Hef enga athugasemd að senda ykkur. Mér finnst þetta bara einstaklega vel af hendi leyst .
    Loksins kemur sannleikurinn í ljós.
    0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Loksins, loksins.!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ný Samherjaskjöl

Skuggi Baldvins hjá Samherja í Namibíu
FréttirNý Samherjaskjöl

Skuggi Bald­vins hjá Sam­herja í Namib­íu

Hlut­verk Bald­vins Þor­steins­son­ar, son­ar Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, hjá út­gerð­ar­fé­lag­inu Sam­herja, hef­ur ekki leg­ið al­veg ljóst fyr­ir á liðn­um ár­um. Hann hef­ur bor­ið hina ýmsu starfstitla og jafn­vel stýrt fé­lagi sem Sam­herji hef­ur keypt en á sama tíma alltaf líka ver­ið með putt­ana í út­gerð­inni á bak við tjöld­in. Þetta sýna rann­sókn­ar­gögn­in í Sam­herja­mál­inu í Namib­íu þar sem nafn Bald­vins kem­ur það mik­ið fyr­ir að ætla má að hann sé eins kon­ar að­stoð­ar­for­stjóri föð­ur síns hjá Sam­herja.
KPMG breytti skýrslu um völd Þorsteins Más vegna „óánægju“ hans
FréttirNý Samherjaskjöl

KP­MG breytti skýrslu um völd Þor­steins Más vegna „óánægju“ hans

End­ur­skoð­enda­fyr­ir­tæk­ið KP­MG breytti skýrslu sinni um stjórn­end­astrúkt­úr Sam­herja­sam­stæð­unn­ar eft­ir að Þor­steinn Már Bald­vins­son lýsti yf­ir óánægju með drög að skýrsl­unni. Embætti hér­aðssak­sókn­ara hef­ur yf­ir­heyrt starfs­mann KP­MG, sem sá um skýrslu­gerð­ina, sem vitni og er ljóst að ákæru­vald­ið hef­ur mik­inn áhuga á vald­sviði Þor­steins Más inn­an Sam­herja.
Jón Óttar sagðist ekki skyldugur til að „fela þetta“ fyrir Samherja í Namibíu
AfhjúpunNý Samherjaskjöl

Jón Ótt­ar sagð­ist ekki skyldug­ur til að „fela þetta“ fyr­ir Sam­herja í Namib­íu

Eitt af því sem Jón Ótt­ar Ólafs­son, ráð­gjafi Sam­herja, gerði ít­rek­að fyr­ir út­gerð­ar­fé­lag­ið var að reyna að stuðla að því að mútu­greiðsl­urn­ar til ráða­mann­anna í Namib­íu færu leynt. Jón Ótt­ar sagð­ist ekki bera skylda til að fela þess­ar greiðsl­ur en hélt samt áfram að gera það í rúm þrjú ár eft­ir að hann hóf störf hjá Sam­herja í Namib­íu.
Bankastjóri og stjórnarmaður Íslandsbanka liðkuðu til fyrir viðskiptum Samherja í Namibíu
AfhjúpunNý Samherjaskjöl

Banka­stjóri og stjórn­ar­mað­ur Ís­lands­banka liðk­uðu til fyr­ir við­skipt­um Sam­herja í Namib­íu

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, fund­aði með stjórn­ar­manni og banka­stjóra Ís­lands­banka, Birnu Ein­ars­dótt­ur, um að­stoð við að stunda fisk­veið­ar í Namib­íu. Fund­ur­inn leiddi til þess að Sam­herji fékk með­mæla­bréf sem sent var til Bern­h­ard Es­au sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra. Birna Ein­ars­dótt­ir seg­ir að hún hafi ein­ung­is ver­ið að að­stoða við­skipta­vin bank­ans og að hún hafi aldrei vit­að til hvers fund­ur­inn leiddi.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu