Emad Albardawil er einn þeirra 14 og síðar 18 flóttamanna sem Útlendingastofnun svipti allri þjónustu fyrr á þessu ári. Ástæða þess að Útlendingastofnun kippti svona fótunum undan skjólstæðingum sínum var sú að þeir neituðu að fara í Covid-próf, en prófið var forsenda þess að Útlendingastofnun gæti sent Emad og hina flóttamennina aftur til Grikklands. Þar hefðu þeir allir endað á götunni, þar sem grísk stjórnvöld tryggja á engan hátt öryggi, húsaskjól eða atvinnumöguleika þeirra þúsunda einstaklinga sem þangað leita að vernd á hverju ári, en er þess í stað kastað umkomulausum á götuna.
Lífsbarátta Emads einskorðast þó ekki við ákveðin landsvæði eða ríkisstjórnir. Hann fæddist á Gaza, einni óöruggustu landspildu á hnettinum. „Ég er fæddur á Gaza, 7. maí 1986. Þar ólst ég upp. Faðir minn og móðir mín eru einnig fædd á Gaza. Föðurafi minn og -amma fæddust hins vegar í al-Majdal* sem tilheyrir Ísrael í dag. Þau voru …
Athugasemdir