Mest lesið

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys

Skýrslan um Laugaland frestast enn

Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu

Í fleiri tilvikum en færri eru kosningaáherslur stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram til Alþingis almennar og óútfærðar. Kostnaðarútreikningar fylgja stefnumálum í fæstum tilfellum og mikið vantar upp á að sýnt sé fram á hvernig eigi að fjármagna kosningaloforðin. Hluti flokkanna hefur ekki sett fram kosningastefnu í stórum málaflokkum. Almennt orðaðar stefnuskrár gætu orðið til þess að liðka fyrir stjórnarmyndun.
Stefnumál stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í alþingiskosningunum 25. september næstkomandi eiga það í stórum dráttum sameiginlegt að vera lítt fjármagnaðar og fátt er um stefnumál sem augljóst er að afli ríkissjóði tekna. Óvíða er að finna útreikninga á kostnaði við að hrinda málum í framkvæmd og almennt er mikið um almennt orðaðar áherslur en minna um útfærð og skilgreind kosningaloforð.
Stundin hefur greint kosningastefnur þeirra níu flokka sem ljóst má vera að bjóði fram í öllum kjördæmum í komandi þingkosningum og eigi raunhæfa möguleika á að fá fulltrúa kjörna á þing. Átta þeirra buðu fram í síðustu alþingiskosningum og fengu kjörna fulltrúa á Alþingi. Níundi flokkurinn er Sósíalistaflokkur Íslands sem ekki bauð fram við síðustu alþingiskosningar.
Auk þess sem um er að ræða almennar áherslur í mörgum málaflokkum hjá flokkunum er það einnig svo að sumir flokkanna skila beinlínis auðu í stórum málaflokkum. Þannig er ekkert að finna í málefnaáherslum …
Athugasemdir