Lögmenn og fleiri stofna sérstök félög sem hylja slóðina og langríkasta fólkið birtist með röngum hætti eða ekki á tekjulista Frjálsrar verslunar.
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
2
Fréttir
2
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
Úrvinnslusjóður ætlar ekkert að aðhafast vegna íslenska plastsins sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð. Sendinefnd sem fór á staðinn og komst að þeirri niðurstöðu að þar væri einungis lítið magn af íslensku plasti virðist hafa byggt þá niðurstöðu sína á hæpnum forsendum. Fullyrðingar í skýrslu nefndarinnar standast ekki skoðun.
Mörg hundruð falla í innrás Rússa í Úkraínu á degi hverjum, manntjónið eykst sífellt og ólýsanlegar hörmungar þar víða daglegt brauð. Þess utan eru efnahagslegar hamfarir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raunar hafnar áður en innrásin hófst. Útlitið var svart fyrir en nú er stór hluti landsins ein rjúkandi rúst og vegna landlægrar spillingar mun reynast erfitt að fá fjárhagsaðstoð erlendis frá til uppbyggingar að stríðslokum.
5
Viðtal
Reykvísk skrifstofukona umlukin svartadauða
Auður Haralds rithöfundur segir að Guð sé algjörlega aðgerðarlaus og þess vegna sé titill bókar hennar sem var að koma út: Hvað er Drottinn að drolla? Sagan fjallar um reykvíska skrifstofukonu í nútímanum sem fer í tímaferðalag alla leið aftur til ársins 1346 og lendir inni í miðjum svartadauða.
6
FréttirPlastið fundið
„Það er búið að borga fyrir þetta“
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir að það eigi að endurvinna íslenska plastið sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð, enda sé búið að borga fyrir það.
7
Karlmennskan#96
Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
„Það er erfitt fyrir mig að kjarna gagnrýni á Jordan Peterson því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það vanhæfni hans til að setja sig í spor jaðarsettra hópa eða kvenna.“ segir Unnur Gísladóttir mannfræðingur og framhaldsskólakennari. Unnur hefur lesið allar bækur Jordan Peterson og líklega innbyrt meira magn af efni eftir hann heldur en margur aðdáandinn. Unnur er hins vegar lítill aðdáandi og færir okkur gagnrýni sína þar sem hún varpar femínísku ljósi á málflutning Jordan Peterson.
Fyrir þau sem ekki kannast við manninn þá er hann afar umdeildur prófessor í sálfræði sem virðist ná sérstaklega vel til karlmanna og er vinsæll fyrirlesari um heim allan og kom m.a. fram í Háskólabíó um liðna helgi.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði bakhjarla Karlmennskunnar, Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. júlí.
Tekjublöðin í árFrjáls verslun hefur gefið út í áraraðir með tekjulista. Þar koma þó ekki fram fjármagnstekjur. Sama gildir um DV.
Á hverju ári birta fjölmiðlar upplýsingar sem fólk byggir samræður og mat sitt á um tekjur þekktra Íslendinga. Þessar upplýsingar eru líklega ein af forsendum tekjujafnaðar á Íslandi, en framsetning þeirra í fjölmiðlum er hins vegar takmörkuð og stundum verulega villandi.
Nú þegar Stundin birtir tekjulista er reynt að bregðast við því, en engu að síður þarf að setja fyrirvara við upplýsingarnar sem ekki allir átta sig á.
Það sem ekki birtist
Tekjublað Frjálsrar verslunar hefur til dæmis verið selt í áraraðir sem skrá yfir tekjur Íslendinga, en horfir fram hjá fjármagnstekjum – sem eru helstu tekjur vellauðugra Íslendinga. Sumir Íslendingar vinna nánast enga launavinnu en fá engu að síður verulega háar tekjur í rentu af eignum sínum, hvort sem þau byggðu þær upp sjálf, auðvitað með hjálp starfsfólks, eða erfðu.
Þeir sem virkilega kunna sitt fag – í viðskiptum og lögfræði – birtast síðan ekki endilega réttir á tekjulistum.
Mestu auðæfin birtast ekki
Sumt ríkasta fólk landsins birtist ekki á tekjuskrám. Ástæðan er til dæmis, eins og í tilfelli Guðbjargar Matthíasdóttur, eiganda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum og niðurgreiðanda Morgunblaðsins, að ekki var greiddur út arður það árið, enda duga fyrri arðgreiðslur vel. Á tímabili var hægt að sjá eignir þeirra allra ríkustu, þegar vinstri stjórn Samfylkingar og VG undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar lagði á 1,5–2% auðlegðarskatt á eignir yfir 75 milljónum króna, sem í dag jafngildir 99 milljónum króna.
Í tekjulistanum er Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, skráður með 130 milljónir króna, að meðtöldum fjármagnstekjum, en „aðeins“ um 3 milljónir króna á mánuði ef bara eru teknar launatekjur. Í raunveruleikanum jók Þorsteinn Már hins vegar eignir í félagi sínu um 5,5 milljarða króna á milli áranna 2019 og 2020, eignir sem eru hluti af 54 milljarða króna eigin fé og birtast ekki í skattaskrám nema hann selji.
Lögmenn með samlagsfélög
Þá er ótalin aðferð sem sérfræðingar í skattheimtu, lögfræðingar og listamenn nota í sívaxandi mæli. Það er að stofna svokallað samlagsfélag og taka tekjurnar sínar í gegnum það. Forsagan er sú að fyrir rúmum áratug var stoppað upp í skattagat þegar komið var í veg fyrir að athafnasamt fólk gæti lækkað skattgreiðslur sínar með því að taka tekjur í gegnum einkahlutafélög, láta einkahlutafélögin borga ýmsan kostnað fyrir sig og taka síðan til sín tekjur í formi arðgreiðslna með 22% skatti í stað allt að 46% skatti sem launatekjur. Með nýju reglunum í tíð vinstri stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar átti í stuttu máli að greiða skatt eins og um launatekjur væri að ræða ef arðgreiðslur færu yfir tiltekið hlutfall eigna fyrirtækisins. Eftir þetta fór athafnafólk að flæða úr einkahlutafélögum yfir í þessi samlagsfélög. Afleiðingin var sú að gagnsæið hvarf. Við vitum ekkert um samlagsfélögin. Tökum sem dæmi:
Athafnasamur lögfræðingur, sem hefur komist í umræðuna fyrir að rukka meira en 100 milljónir króna fyrir að gera upp þrotabú, með 50 þúsund krónur á tímann, er aðeins skráður með tekjur upp á rúmlega 800 þúsund krónur á mánuði í tekjublaði Frjálsrar verslunar. Það er ekki vegna þess að hann vann aðeins tvo alvöru vinnudaga á mánuði. Þegar nánar er að gáð er hann að reka samlagsfélag, sem hann á sjálfur 90% og einhver ótilgreindur annar 10%. Samlagsfélagið sjálft er að reka glænýjan Range Rover og annan lúxusbíl.
Reglurnar um samlagsfélög eru hins vegar þannig að ekki þarf að skila ársreikningi til fyrirtækjaskrár, eins og skylt er með einkahlutafélög, og ekki þarf að greiða skatt af greiðslum frá samlagsfélagi til eiganda. Það eina sem þarf að gera er að greiða 37,6% skatt af tekjum. Þannig hefur auðvitað engin áhrif að hærra tekjuþrep tekjuskattskerfisins sé 46,25%. Og það sem meira er, enginn getur vitað neitt um tekjurnar.
Samlagsfélög slá í gegn
Það er því engin tilviljun að samlagsfélögum hefur fjölgað nífalt frá árinu 2007. Þau voru 363 talsins það árið en voru orðin 3.011 í fyrra. Á sama tíma og samlagsfélögum fjölgaði um 830% fjölgaði einkahlutafélögum um 30%.
Ef það er ekki bara að heilla að skattgreiðslurnar lækka – ef tekjurnar eru miklar – er það að gagnsæið er ekkert.
DV gefur út, ásamt Frjálsri verslun sem er í eigu Viðskiptablaðsins, tekjublað sem sýnir tekjur fólks. Af því spretta margar fréttir sem voru endurfluttar hjá RÚV, Vísi.is og Morgunblaðinu. Sumar þeirra eru beinlínis rangar, en aðrar villandi.
Annað dæmi er fréttamaðurinn fyrrverandi, Þorbjörn Þórðarson, sem hætti störfum í fjölmiðlum 2019, gerðist lögmaður og hóf störf í svokallaðri „skæruliðadeild Samherja“. Í tekjulista DV er hann sagður með rúmlega 700 þúsund krónur í mánaðarlaun, rétt yfir meðallaunum, sem mörgum þykir undarlegt miðað við lykilstörf fyrir eitt auðugasta félag landsins. Hann rekur hins vegar samlagsfélag. Hann á 99% í félaginu gegn 1% annars manns. Hafa ber í huga að bannað er að reka samlagsfélag einn. Þannig hafa skattayfirvöld komist að þeirri niðurstöðu í áliti sínu að maður sem átti 99,9% í samlagsfélagi gegn 0,1% annars manns hafi verið að reka samlagsfélag til málamynda til að lækka skattgreiðslur.
Þar sem það eru væntanlega yfir þrjú þúsund samlagsfélög á Íslandi í dag og ekki er hægt að finna þau nema vita hvað þau heita er erfitt að segja hverjir eru með aukatekjur eða allar sínar tekjur í slíkum félögum. Við vitum bara að þegar vissri upphæð er náð borgar sig að taka tekjurnar sínar í gegnum slíkt félag, að hátekjuskatturinn virkar ekki á þau og að með þeim sleppa viðkomandi við að gefa upplýsingar eins og aðrir.
Rangar fréttir úr tekjulistum
Stundum eru mánaðartekjur fólks á tekjulistum ekki réttar af öðrum ástæðum, til dæmis ef viðkomandi hefur skipt um vinnu eða fengið greiddan út uppsagnarfrest eða orlof.
Í önnur skipti eru upplýsingarnar augljóslega villandi af öðrum jaðarástæðum.
Þannig var Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, sagður „skáka þríeykinu“ í launatekjum í frétt MBL, fenginni frá DV. En Björn Ingi var ekki raunverulega með 4 milljónir í mánaðarlaun. Það sem skekkir myndina er að hann hefur átt í vandræðum með skattayfirvöld og fengið á sig dóma vegna viðskiptaflétta.
Sussað á umræðuna
Meðlimir í hinum frelsiselskandi ungliðasamtökum, Sambandi ungra sjálfstæðismanna (SUS), lögðu upp í sjaldséðan aktívisma þegar þeir reyndu á tímabili að hindra að almenningur gæti nýtt upplýsingafrelsið til þess að skoða tekjuskrárnar.
Tekjuskrárnar voru ekki birtar í fyrra, á þeim forsendum að Covid-faraldurinn kæmi í veg fyrir birtinguna. Þær eru ekki birtar rafrænt, heldur eingöngu í útprentuðum eintökum, vegna ákvörðunar innan kerfisins. Árið 2019, þegar upplýsingarnar voru seinast birtar, tók Skatturinn ákvörðun um að birta ekki lengur lista yfir hæstu skattgreiðendur, vegna túlkunar á áliti Persónuverndar og eftir að fyrrverandi ritstjóri Viðskiptablaðsins og formaður Félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, kærði Ríkisskattstjóra fyrir birtingu listans. Björgvin fékk frelsisverðlaun SUS fyrir baráttu sína.
Spéhræðsla fólks á tekjulista er eðlileg og sannarlega er það áhrifamikið fólk sem er andsnúið birtingunni, að minnsta kosti þegar fjármagnstekjur eru teknar með í reikninginn.
Fólk hefur misjafnar skoðanir á réttmæti þess að birta skattaupplýsingar, ýmist út frá gagnsæi og upplýsingafrelsi eða friðhelgi einkalífs. Tekjuskrárnar knýja hins vegar áfram umræðu um réttlæti skattkerfisins og jafnvel samfélagsins alls, meira en óhlutbundin umræða um tölfræði. Þar sem réttlæti er ein af grundvallarforsendum skattlagningar yfirhöfuð byggir umræðan á kjarna málsins. Annað en réttlæti er síðan réttmæti gagnanna sem slíkra, hvort þau endurspegli það sem þau eru sögð gera. Ef upplýsingarnar eru gefnar er hins vegar mikilvægast að þær séu sem réttastar.
Framsetning Stundarinnar byggist á því að birta 1% tekjuhæstu frekar en handvalinn hóp einstaklinga. Fyrrgreindir fyrirvarar eru á gögnunum, til dæmis að hylja má slóðina með samlagsfélögum. Hins vegar birtir Stundin ein fjármagnstekjur til jafns við launatekjur og byggir það á mati um rétt fólks til þess að geta vitað af umsvifum tekjuhæsta 1% samfélagsins. Hér er því kominn, með fullri virðingu og fyrirvörum, listi 3.125 af 312.513 skattgreiðandi Íslendingum sem höfðu hæstar tekjur í fyrra.
Hvers vegna skilur fólk ekki fórnir Katrínar Jakobsdóttur?
Leiðari
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Hvað kostar kverkatak?
Það að taka þolanda sinn hálstaki er aðferð ofbeldismanna til þess að undirstrika vald sitt, ná stjórn á aðstæðum og fyrirbyggja frekari mótspyrnu. Aðferð til að ógna lífi annarrar manneskju, sýna að þeir hafi lífið í lúkunum, sýna meintan mátt sinn og styrk. En þeir skilja ekki að svona gera bara veikir menn.
Leiðari
2
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Með stríðið í blóðinu
Stríð er ekki bara sprengjurnar sem falla, heldur allt hitt sem býr áfram í líkama og sál þeirra sem lifa það af. Óttinn sem tekur sér bólstað í huga fólks, skelfingin og slæmar minningarnar.
Leiðari
13
Helgi Seljan
Við verðum að treysta fjármálafyrirtækjum
Fulltrúar almennings við einkavæðingu bankakerfisins, virðast skilja ákall um aukið traust til fjármálakerfisins með talsvert öðrum hætti en við flest.
Leiðari
1
Helgi Seljan
Fram fyrir fremstu röð
Á sama tíma í forsætisráðuneytinu við Borgartún.
Leiðari
1
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Sjáðu jökulinn hverfa
Það reynist oft erfitt að viðhalda tengslum við það sem skiptir máli, ekki síst á tímum þar sem stöðugt er verið að finna nýjar leiðir til þess að ýta undir tómhyggju sem drífur áfram neyslu.
Mest lesið
1
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
2
Fréttir
2
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
Úrvinnslusjóður ætlar ekkert að aðhafast vegna íslenska plastsins sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð. Sendinefnd sem fór á staðinn og komst að þeirri niðurstöðu að þar væri einungis lítið magn af íslensku plasti virðist hafa byggt þá niðurstöðu sína á hæpnum forsendum. Fullyrðingar í skýrslu nefndarinnar standast ekki skoðun.
Mörg hundruð falla í innrás Rússa í Úkraínu á degi hverjum, manntjónið eykst sífellt og ólýsanlegar hörmungar þar víða daglegt brauð. Þess utan eru efnahagslegar hamfarir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raunar hafnar áður en innrásin hófst. Útlitið var svart fyrir en nú er stór hluti landsins ein rjúkandi rúst og vegna landlægrar spillingar mun reynast erfitt að fá fjárhagsaðstoð erlendis frá til uppbyggingar að stríðslokum.
5
Viðtal
Reykvísk skrifstofukona umlukin svartadauða
Auður Haralds rithöfundur segir að Guð sé algjörlega aðgerðarlaus og þess vegna sé titill bókar hennar sem var að koma út: Hvað er Drottinn að drolla? Sagan fjallar um reykvíska skrifstofukonu í nútímanum sem fer í tímaferðalag alla leið aftur til ársins 1346 og lendir inni í miðjum svartadauða.
6
FréttirPlastið fundið
„Það er búið að borga fyrir þetta“
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir að það eigi að endurvinna íslenska plastið sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð, enda sé búið að borga fyrir það.
7
Karlmennskan#96
Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
„Það er erfitt fyrir mig að kjarna gagnrýni á Jordan Peterson því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það vanhæfni hans til að setja sig í spor jaðarsettra hópa eða kvenna.“ segir Unnur Gísladóttir mannfræðingur og framhaldsskólakennari. Unnur hefur lesið allar bækur Jordan Peterson og líklega innbyrt meira magn af efni eftir hann heldur en margur aðdáandinn. Unnur er hins vegar lítill aðdáandi og færir okkur gagnrýni sína þar sem hún varpar femínísku ljósi á málflutning Jordan Peterson.
Fyrir þau sem ekki kannast við manninn þá er hann afar umdeildur prófessor í sálfræði sem virðist ná sérstaklega vel til karlmanna og er vinsæll fyrirlesari um heim allan og kom m.a. fram í Háskólabíó um liðna helgi.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði bakhjarla Karlmennskunnar, Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop.
Mest deilt
1
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
2
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
3
Fréttir
Konur í Bandaríkjunum hafa verið sviptar réttinum til þungunarrofs
Hæstiréttur Bandaríkjanna snéri við fyrri niðurstöðu sem tryggðu rétt kvenna til að láta rjúfa meðgöngu. Rétturinn var tryggður fyrir fimmtíu árum síðan í máli Roe gegn Wade en nú hefur dómstóllinn ákveðið að stjórnarskrá landsins tryggi ekki sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Fóstureyðingar urðu sjálfkrafa bannaðar í fjölda fylkja við uppkvaðningu dómsins.
4
Leiðari
13
Jón Trausti Reynisson
Meistarar málamiðlana
Hvers vegna skilur fólk ekki fórnir Katrínar Jakobsdóttur?
5
Rannsókn
9
Hvað kom fyrir Kidda?
Hálfri öld eftir að tilkynnt var um bílslys í Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar er lögreglan loks að rannsaka hvað átti sér stað. Lík Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í slysinu, var grafið upp og bein hans rannsökuð. Sonur og hálfbróðir Kristins urðu til þess yfirvöld skoða loksins, margsaga vitni og myndir af vettvangi sem urðu til þess að málið var tekið upp að nýju.
6
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
7
Menning
1
Fundu týndar dagbækur Bíbíar: „Hún fékk aldrei séns“
Sagnfræðingarnir Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon og prófessorinn Guðrún Valgerður Stefánsdóttir fundu nýjar heimildir eftir Bjargeyju Kristjánsdóttur, eða Bíbí, þegar þau voru að kynna nýja bók hennar í Skagafirði. Saga Bjargeyjar er átakanleg en henni var komið fyrir á öldrunarheimili á Blönduósi þegar hún var á fertugsaldri en hún var með efnaskiptasjúkdóm sem lítil þekking var á árið 1927 þegar hún fæddist.
Mest lesið í vikunni
1
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
2
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
3
Eigin Konur#93
„Það bara hrundi allt“
Kristín Sóley Kristinsdóttir, mamma Lilju Bjarklind sem sagði sögu sína í Eigin konum fyrir nokkrum vikum, stígur nú fram í þættinum og talar um ofbeldið sem dóttir hennar varð fyrir og afleiðingar þess. Hún segir að allt hafi hrunið þegar Lilja, þá tólf ára, sagði henni frá því að maður sem stóð til að myndi flytja inn til fjölskyldunnar, hefði beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Kristín Sóley segir mikilvægt að öll fjölskyldan fái viðunandi aðstoð eftir svona áföll því fjölskyldur skemmist þegar börn eru beitt ofbeldi. Hún segir að samfélagið hafi brugðist Lilju og allri fjölskyldunni.
4
Pistill
4
Illugi Jökulsson
Þegar fullorðið fólk gerir sig að fífli
Rétt eins og flokkurinn hefur þegar sannað að hann er ekki lengur vinstrihreyfing með þjónkun sinni við efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins, þá er nú morgunljóst að hann er ekki heldur grænt framboð, skrifar Illugi Jökulsson um Vinstri græn.
5
Fréttir
„Ég lifði tvöföldu lífi þar sem ég þóttist vera harður gaur“
Antonía Arna lýsir léttinum við að koma út sem trans og þungbærri bið eftir kynleiðréttandi aðgerð. Hún hefur beðið í hátt í á þriðja ár. Biðin tærir upp trans fólk og getur valdið alvarlegum andlegum veikindum. Dæmi eru um að trans fólk þurfi að leggjast inn á sjúkrahús sökum þunglyndi vegna þess.
6
Aðsent
1
Bjarni Thor Kristinsson
Um Íslensku óperuna
„Staðreyndir þessa máls eru þær að stjórn óperunnar og óperustjóri hafa fengið flesta íslenska söngvara upp á móti sér, þau hafa gerst sek um að brjóta kjarasamninga og þau hafa bara ekki verið að setja upp óperur undanfarið,“ skrifar Bjarni Thor Kristinsson, óperusöngvari, í pistli um málefni Íslensku óperunnar.
7
GreiningLaxeldi
Stærsta tjónið í íslensku laxeldi: „Þetta eru mikil tíðindi og váleg“
Stærsta tjón vegna sjúkdóma sem hefur komið upp í íslensku sjókvíaeldi leiddi til þess að slátra þurfti tæplega tveimur milljónum laxa hjá Löxum fiskeldi. ISA-veira lagði laxeldi í Færeyjum og Síle í rúst en það var svo byggt upp aftur. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis, segir að fyrirtækið muni læra af reynslunni og auka smitvarnir.
Mest lesið í mánuðinum
1
Rannsókn
9
Hvað kom fyrir Kidda?
Hálfri öld eftir að tilkynnt var um bílslys í Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar er lögreglan loks að rannsaka hvað átti sér stað. Lík Kristins Hauks Jóhannessonar, sem lést í slysinu, var grafið upp og bein hans rannsökuð. Sonur og hálfbróðir Kristins urðu til þess yfirvöld skoða loksins, margsaga vitni og myndir af vettvangi sem urðu til þess að málið var tekið upp að nýju.
2
Fréttir
3
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
Kristín Sóley Kristinsdóttir segist aldrei muni fyrirgefa samfélaginu í Garði fyrir að hafa brugðist dóttur hennar og úthrópað sem lygara eftir að hún greindi frá því þegar hún var tólf ára að maður í bænum hefði beitt hana kynferðisofbeldi, fyrst þegar hún var átta ár gömul. Maðurinn sem var á sextugsaldri á þessum tíma var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað beitt Lilju, dóttur Kristínar Sóleyjar, ofbeldi.
3
Úttekt
3
Varar fólk við dimmum íbúðum í nýjum hverfum
Ekkert hámark er á þéttingu byggðar nærri Borgarlínu. Ásta Logadóttir, einn helsti sérfræðingur í ljósvist á Íslandi, reynir að fá sólarljós og dagsbirtu bundna inn í byggingarreglugerðina. Hún segir það hafa verið sett í hendurnar á almenningi að gæta þess að kaupa ekki fasteignir án heilsusamlegs magns af dagsbirtu.
4
ViðtalÚkraínustríðið
17
Íslenski fréttaritarinn í boðsferð með Rússum: „Ísland ekki á góðri leið“
Haukur Hauksson hefur verið fréttaritari í Moskvu í þrjá áratugi og hefur nú farið í þrjár boðsferðir með rússneska hernum í Austur-Úkraínu. Haukur telur fjöldamorð Rússa í Bucha „hlægilegt dæmi“ um „setup“, en trúir því ekki að rússneski herinn blekki hann.
5
Fréttir
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
Sigga Ey og systurnar héldu uppi málstað trans einstaklinga í Eurovision. Sonur hennar glímdi við mikla vanlíðan þegar hann var að komast á kynþroskaaldur. Þegar hann kom út sem trans rétti hann betur úr sér og varð frjáls.
6
FréttirSamherjaskjölin
5
Toppar ákæru- og lögregluvalds í Namibíu á Íslandi vegna Samherjamáls
Ríkissaksóknari Namibíu og yfirmaður namibísku spillingarlögreglunnar, hafa verið á Íslandi frá því fyrir helgi og fundað með hérlendum rannsakendum Samherjamálsins. Fyrir viku síðan funduðu rannsakendur beggja landa sameiginlega í Haag í Hollandi og skiptust á upplýsingum. Yfirmenn namibísku rannsóknarinnar hafa verið í sendinefnd varaforsetans namibíska, sem fundað hefur um framsalsmál Samherjamanna við íslenska ráðherra.
7
Menning
1
Fundu týndar dagbækur Bíbíar: „Hún fékk aldrei séns“
Sagnfræðingarnir Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon og prófessorinn Guðrún Valgerður Stefánsdóttir fundu nýjar heimildir eftir Bjargeyju Kristjánsdóttur, eða Bíbí, þegar þau voru að kynna nýja bók hennar í Skagafirði. Saga Bjargeyjar er átakanleg en henni var komið fyrir á öldrunarheimili á Blönduósi þegar hún var á fertugsaldri en hún var með efnaskiptasjúkdóm sem lítil þekking var á árið 1927 þegar hún fæddist.
Nýtt á Stundinni
FréttirLaugaland/Varpholt
Skýrslan um Laugaland frestast enn
Til stóð að kynna ráðherrum niðurstöður rannsóknar á því hvort börn hefðu verið beitt ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á morgun, 29. júní. Ekki verður af því og enn er alls óvíst hvenær skýrslan verður gefin út.
Fréttir
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
Með því að birta myndir af líkama sínum hefur Lilja Gísladóttir kallað yfir sig athugasemdir fólks um að hún sé að „ýta undir að aðrir vilji vera feitir.“ Hún segir óskiljanlegt að fólk hafi svo miklar skoðanir á holdafari hennar, og annarra, því það hafi engin áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
ÞrautirSpurningaþrautin
793. spurningaþraut: Nú er eins gott að þið þekkið heiðhvolfið
Fyrri aukaspurning: Hver er á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Í hvaða skáldsögu Halldórs Laxness má lesa um persónuna Ástu Sóllilju? 2. Hvað heitir ameríska teiknimyndaserían Peanuts á íslensku? 3. Í hve mikilli hæð yfir yfirborði Jarðar byrjar heiðhvolfið (á ensku stratosphere)? 4. Hvað hét eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar hinnar seinni? 5. Hver gaf út hljómplötuna Vespertine fyrir 21 ári?...
Fréttir
2
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Sú endurskoðunaráætlun sem lagt var af stað með í rannsókn Ríkisendurskoðunar á sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka snýr fyrst og fremst að Bankasýslu ríkisins. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir að fjármálaráðherra og ráðuneyti hans séu líka undir og að áætlunin taki breytingum eftir því sem rannsókninni vindi fram.
Karlmennskan#96
Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
„Það er erfitt fyrir mig að kjarna gagnrýni á Jordan Peterson því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það vanhæfni hans til að setja sig í spor jaðarsettra hópa eða kvenna.“ segir Unnur Gísladóttir mannfræðingur og framhaldsskólakennari. Unnur hefur lesið allar bækur Jordan Peterson og líklega innbyrt meira magn af efni eftir hann heldur en margur aðdáandinn. Unnur er hins vegar lítill aðdáandi og færir okkur gagnrýni sína þar sem hún varpar femínísku ljósi á málflutning Jordan Peterson.
Fyrir þau sem ekki kannast við manninn þá er hann afar umdeildur prófessor í sálfræði sem virðist ná sérstaklega vel til karlmanna og er vinsæll fyrirlesari um heim allan og kom m.a. fram í Háskólabíó um liðna helgi.
Umsjón: Þorsteinn V. Einarsson
Tónlist: Mr. Silla - Naruto (án söngs)
Þátturinn er í boði bakhjarla Karlmennskunnar, Dominos, Veganbúðarinnar og The Body Shop.
FréttirPlastið fundið
„Það er búið að borga fyrir þetta“
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir að það eigi að endurvinna íslenska plastið sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð, enda sé búið að borga fyrir það.
ÞrautirSpurningaþrautin
1
792. spurningaþraut: Stígvél hér og stígvél þar
Fyrri aukaspurning: Hvað er að gerast á þessari mynd hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hvaða fyrrverandi þingmaður tók við sem ritstjóri Fréttablaðsins í fyrra? 2. William Henry Gates III fæddist í Bandaríkjunum 1952. Faðir hans var vel metinn lögfræðingur og móðir hans kennari og kaupsýslukona. Bæði létu heilmikið að sér kveða í baráttu fyrir skárra samfélagi. En hvað afrekaði...
Mörg hundruð falla í innrás Rússa í Úkraínu á degi hverjum, manntjónið eykst sífellt og ólýsanlegar hörmungar þar víða daglegt brauð. Þess utan eru efnahagslegar hamfarir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raunar hafnar áður en innrásin hófst. Útlitið var svart fyrir en nú er stór hluti landsins ein rjúkandi rúst og vegna landlægrar spillingar mun reynast erfitt að fá fjárhagsaðstoð erlendis frá til uppbyggingar að stríðslokum.
Viðtal
Reykvísk skrifstofukona umlukin svartadauða
Auður Haralds rithöfundur segir að Guð sé algjörlega aðgerðarlaus og þess vegna sé titill bókar hennar sem var að koma út: Hvað er Drottinn að drolla? Sagan fjallar um reykvíska skrifstofukonu í nútímanum sem fer í tímaferðalag alla leið aftur til ársins 1346 og lendir inni í miðjum svartadauða.
Úrvinnslusjóður ætlar ekkert að aðhafast vegna íslenska plastsins sem fannst í vöruhúsi í Svíþjóð. Sendinefnd sem fór á staðinn og komst að þeirri niðurstöðu að þar væri einungis lítið magn af íslensku plasti virðist hafa byggt þá niðurstöðu sína á hæpnum forsendum. Fullyrðingar í skýrslu nefndarinnar standast ekki skoðun.
ÞrautirSpurningaþrautin
791. spurningaþraut: Picasso málaði portrett af ... hvaða konu?
Fyrri aukaspurning: Hvað heitir þetta fjall? * Aðalspurningar: 1. Hvaða vinsæla hljómsveit sendi frá sér plötuna Their Satanic Majesties Request árið 1967? 2. Hver var þá aðal gítarleikari hljómsveitarinnar? 3. Dönsk yfirvöld og sér í lagi forsætisráðherrann hafa nú fengið skömm í hattinn hjá opinberri rannsóknarnefnd í Danmörku vegna framgöngu sinnar í máli sem snerist um ákveðna dýrategund. Hvaða dýr voru...
MenningHús & Hillbilly
Myndi örugglega aldrei fara neitt ef hún vissi allt
Covid-faraldurinn birtist ljóslifandi á nýjasta listaverki listakonunnar Eirúnar Sigurðardóttur, Rauntímareflinum, sem var saumaður meðan á faraldrinum stóð. Refillinn tók mið af stöðu faraldursins á hverjum tíma og var lokaútkoman því ekki fyrirfram ákveðin.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir