Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Hagsmunir fárra sterkra ráði of miklu

Á sama tíma og risa­vaxn­ar sekt­ir hafa ver­ið lagð­ar á ís­lensk fyr­ir­tæki vegna sam­keppn­islaga­brota vilja Sam­tök at­vinnu­lífs­ins rann­saka Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið og ráð­herra tak­marka heim­ild­ir þess. Páll Gunn­ar Páls­son, for­stjóri eft­ir­lits­ins, seg­ir hags­muni þeirra sem mest eiga ráða miklu á Ís­landi og að há­vær gagn­rýni end­ur­spegli það. Sam­keppn­is­regl­ur séu sér­stak­lega mik­il­væg­ar fyr­ir lít­ið land eins og Ís­land, þvert á það sem op­in­ber um­ræða gefi til kynna. Eft­ir­lit hafi ver­ið tal­að nið­ur af þeim sömu og semja regl­urn­ar sem eiga að gilda.

„Það að leyfa stórum fyrirtækjum eða fyrirtækjum sem vilja starfa saman að gera hvað sem er, gerir það að verkum að þau fyrirtæki komast í aðstöðu til þess að skapa eigendum sínum auð, þá á kostnað viðskiptavina sinna,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Stofnunin sem hann leiðir er nýverið búin að leggja 1.500 milljóna króna sekt á Eimskipafélag Íslands vegna víðtæks ólöglegs samráðs við keppinaut fyrirtækisins, Samskip, að undangenginni einni umfangsmestu rannsókn sem eftirlitið hefur ráðist í. 

Allt frá því að Samkeppniseftirlitið framkvæmdi húsleit hjá fyrirtækjunum árið 2013 hafa stjórnendur Eimskips mótmælt aðgerðum eftirlitsins og hagsmunasamtök sem skipafélagið á aðild að hafa endurómað þá gagnrýni. Allt þar til í maí á þessu ári þegar stjórnendur Eimskips gengu til sátta við eftirlitið, viðurkenndu brot sín og samþykktu að grípa til aðgerða og greiða áðurnefnda sekt. Hún er sú stærsta sem nokkurt fyrirtæki á Íslandi hefur greitt vegna samkeppnislagabrota. 

Gagnrýnin vegna …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár