Þessi grein er rúmlega 2 mánaða gömul.

Töluðu sig saman um að taka yfir Dropbox Jóhannesar

„Það þarf að loka net­fang­inu hans og end­urstilla lyk­il­orð­ið á drop­box reikn­ingn­um til að læsa hann úti af því,“ sagði Ingvar Júlí­us­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kýp­ur, í skila­boð­um til Örnu McClure, inn­an­hús­lög­fræð­ings út­gerð­ar­inn­ar, og Að­al­steins Helga­son­ar lyk­il­starfs­manns. Jón Ótt­ar Ólafs­son rek­ur ná­kvæm­lega hvernig hann braust inn á Drop­box upp­ljóstr­ar­ans í Namib­íu­mál­inu í yf­ir­lýs­ingu sinni til dóm­stóla.

Töluðu sig saman um að taka yfir Dropbox Jóhannesar

Jón Óttar Ólafsson, rannsakandi Samherja, sótti gögn inn á Dropbox-geymsluský Jóhannesar Stefánssonar í kjölfar þess að hann steig fram og ljóstraði upp um Namibíumálið svokallaða. Þetta er staðfest í yfirlýsingu hans sjálfs til namibískra dómstóla. 

„Ég opnaði að nýju í fyrsta sinn drop-box sem ég hafði lokað í júlí 2016. Það hafði aldrei verið greint af neinum allan þennan tíma,“ segir Jón Óttar í yfirlýsingu sinni. 

Þessi yfirlýsing Jóns Óttars, sem og annarra lykilstarfsmanna útgerðarinnar, var send namibískum dómstólum 31. apríl síðastliðinn. Í yfirlýsingunum er allri ábyrgð á mútugreiðslum og öðru ólöglegu vísað á Jóhannes sjálfan en þó á sama tíma dregið í efa að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.

Yfirlýsingar Jóns Óttars og Örnu Bryndísar Baldvins McClure, innanhúslögfræðings Samherja, lýsa nokkuð ítarlega hvernig þau komust yfir Dropbox-reikning Jóhannesar og hvenær þau sóttu þangað gögn. Samkvæmt upplýsingum Stundarinnar var um að ræða persónulegan aðgang hans, ekki geymslusvæði á vegum fyrirtækisins. 

Það skal tekið fram að í gögnum málsins er búið að þýða íslenskan póstinn yfir á ensku og er þetta þýðing af þeim texta á íslensku.

Ingvar fullyrti að inni á þessum dropbox-reikningi væri að finna skjöl sem tengdust starfseminni í Namibíu. Engu að síður var um að ræða persónulegt geymsluský Jóhannesar. 

Skoðaði gögnin eftir uppljóstrun

Arna lýsir því svo í yfirlýsingu sinni að Samherjafólk hafi munað eftir þessum reikningi eftir uppljóstrun Namibíumálsins. 

„Í janúar 2020 mundum við eftir Dropbox reikningi sem hafði verið lokaður síðan 21. júlí 2016 og endurræstum það. Fram að því hafði Dropboxið verið lokað og gleymt. Enginn hafði aðgang að því síðan því var lokað í júlí 2016,“ segir Arna í sinni yfirlýsingu. 

„Eftir ásakanir herra Stefánssonar og fjölmiðlateymisins í slagtogi með honum birtust fór ég í gegnum tölvupósta herra Stefánssonar sem og dropboxið hans frá 2016 sem hafði verið opnað að nýju,“ lýsir hún. 

Telja sig sjá kókaínpoka

Bæði Arna og Jón Óttar fullyrða að myndir í þessu geymsluskýi sanni að Jóhannes hafi neytt vímuefna og átt samskipti við vændiskonur. Ekki er þó að sjá í yfirlýsingum þeirra hvernig þau komast að þessari niðurstöðu. 

Á tveimur myndböndum segjast þau einfaldlega hafa borið kennsl á hvítt efni á hótelherbergi Jóhannesar sem líkist poka af kókaíni. Í yfirlýsingum sínum telja þau þessar myndir sína fram á að Jóhannes hafi verið óreglumaður og að yfirlýsingar Samherja þess efnis hafi átt rétt á sér. 

Að öðru leyti virðist ekki vísað í þau gögn sem hafi fundist á Dropbox reikningnum.

Ásakanir um eiturlyfjaneyslu virðast þó ekki tengjast efnisatriðum Namibíumálsins, sem snýst um að Samherji hafi greitt áhrifamönnum þar í landi fyrir aðgang að verðmætum hestamakrílskvóta.

Sex einstaklingar sæta nú ákæru vegna þessa í Namibíu og eru þau málaferli tilefni yfirlýsinga Samherjafólksins. 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Upplifði þriggja ára meiðyrðamál sem fjárkúgun
Fréttir

Upp­lifði þriggja ára meið­yrða­mál sem fjár­kúg­un

Hild­ur Arn­ar hvet­ur fólk til að semja ekki fái það stefnu frá Vil­hjálmi H. Vil­hjálms­syni lög­manni fyr­ir meið­yrði. Eft­ir þriggja ára mála­ferli var hún sýkn­uð í Hæsta­rétti fyr­ir að lýsa kyn­ferð­isof­beldi fjöl­skyldu­með­lims og skóla­fé­laga í lok­uð­um Face­book-hóp. Vil­hjálm­ur seg­ir mál­ið hafa ver­ið rek­ið hratt og ör­ugg­lega og í sam­ræmi við lög og regl­ur.
463. spurningaþraut: Hér er óvenju mikið um tónlist af öllu tagi
Þrautir10 af öllu tagi

463. spurn­inga­þraut: Hér er óvenju mik­ið um tónlist af öllu tagi

Á efri mynd­inni má sjá einn af leik­mönn­um fót­boltaliðs Bayern München. Hvað heit­ir kon­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  The Blockheads heit­ir hljóm­sveit á Bretlandi, sem víð­kunn er fyr­ir gleðisöng­inn ódauð­lega frá 1978, Hit Me with Your Rhythm Stick. Hljóm­sveit­in held­ur áfram að flytja þetta lag (og fleiri) við stöð­ug fagn­að­ar­læti, þótt að­al­söngv­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar hafi dá­ið úr krabba­meini fyr­ir 21 ári. Hvað hét...
Afganistan: Til hvers og hvað nú?
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Af­gan­ist­an: Til hvers og hvað nú?

Þann 11.sept­em­ber á þessu ári verða 20 ár lið­in frá einni al­ræmd­ustu hryðju­verka­árás sem gerð hef­ur ver­ið, en það er árás Al-Kaída sam­tak­anna á Tví­bura­t­urn­ana í New York. Turn­ar þess­ir voru að mörgu leyti tákn­mynd Banda­ríkj­anna, kapí­tal­isma og vest­rænna lifn­að­ar­hátta. Osama Bin Laden var leið­togi Al Kaída á þess­um tíma og var þeg­ar þarna var kom­ið hundelt­ur af banda­rísk­um yf­ir­völd­um,...
Hershöfðinginn í völundarhúsi sínu?
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Hers­höfð­ing­inn í völ­und­ar­húsi sínu?

Ill­ugi Jök­uls­son var ekki par ánægð­ur með svar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur um hvort hún ætti að biðj­ast af­sök­un­ar á „kolrangri sótt­varn­ar­stefnu“.
Forsjá eða eftirsjá?
Blogg

Léttara líf

For­sjá eða eft­ir­sjá?

Líf­ið er stutt og full af eft­ir­sjá. Oft­ast sér mað­ur eft­ir þeim tæki­fær­um sem mað­ur missti af, leið­irn­ar í líf­inu sem mað­ur fór ekki og þeim ákvörð­un­um sem mað­ur tók ekki.  Oft er mað­ur svo hrædd­ur um að taka rang­ar ákvarð­an­ir og þor­ir því ekki að fram­kvæma hluti sem mað­ur gæti séð eft­ir. En þá lif­ir mað­ur með „hvað ef...“...
Tónlistarfólk orðið langþreytt á tónleikaþurrð: „Tilkynnti á deginum sem fyrsta Covid-smitið greindist“
MenningCovid-19

Tón­listar­fólk orð­ið lang­þreytt á tón­leika­þurrð: „Til­kynnti á deg­in­um sem fyrsta Covid-smit­ið greind­ist“

Tekjutap og and­leg þurrð eru af­leið­ing­ar þess að tón­listar­fólk get­ur ekki kom­ið fram í sam­komu­banni. „Mér líð­ur alltaf eins og þeg­ar ég til­kynni nýja dag­setn­ingu að þá hrynji af stað ný bylgja,“ seg­ir tón­list­ar­kon­an GDRN. Stuð­tón­leika­hljóm­sveit­in Celebs hef­ur aldrei leik­ið sína fyrstu stuð­tón­leika.
462. spurningaþraut: Hvaðan komu þrjár dularfullar vígvélar?
Þrautir10 af öllu tagi

462. spurn­inga­þraut: Hvað­an komu þrjár dul­ar­full­ar víg­vél­ar?

Þessi fyrsta þraut ág­úst­mán­að­ar hefst á plöntu­fræð­um. Á mynd­inni hér að of­an má sjá lit­rík blóm plöntu sem kall­ast ....? Tek­ið skal fram að al­geng­asta nafn þess­ar­ar plöntu er í raun­inni er­lent töku­orð, en þið meg­ið sæma ykk­ur lár­við­arstigi ef þið þekk­ið hið ramm­ís­lenska nafn henn­ar. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í tveim­ur vin­sæl­um hryll­ings­mynd­um sem heita á ensku A Quiet Place...
Tími takmarkana, ringulreiðar og rússíbana tilfinninga
Helga Dögg Ólafsdóttir
Pistill

Helga Dögg Ólafsdóttir

Tími tak­mark­ana, ringul­reið­ar og rúss­íbana til­finn­inga

Helga Dögg Ólafs­dótt­ir skrif­ar um skil­grein­ingu á hug­tak­inu „frelsi“ á tím­um far­ald­urs.
Hremmingar fjölskyldu Assange
Viðtal

Hremm­ing­ar fjöl­skyldu Assange

Stella Mor­is, unn­usta Ju­li­an Assange, stofn­anda Wiki­leaks, er stödd á land­inu og biðl­ar til Ís­lend­inga að berj­ast fyr­ir frels­un hans. Hún vill að Katrín Jak­obs­dótt­ir hafi per­sónu­leg af­skipti af mál­inu.
461. spurningaþraut: Að spila á píanó fyrir fjóra syngjandi karla
Þrautir10 af öllu tagi

461. spurn­inga­þraut: Að spila á pí­anó fyr­ir fjóra syngj­andi karla

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er kon­an sem sit­ur hér og leik­ur á pí­anó und­ir fögr­um söng fjög­urra karla? (Kannski sjást þeir ekki all­ir í sum­um tækj­um, en treyst­ið mér: þeir eru fjór­ir. Aft­ur á móti er hrein ágisk­un hjá mér að söng­ur­inn sé fag­ur.) * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  „Compu­ter says no“ eða „tölv­an seg­ir nei“ er núorð­ið al­kunn­ur frasi sem fel­ur í...
Myndlist á Ísafirði, músík fyrir mannréttindi og flugeldasýning
Stundarskráin

Mynd­list á Ísa­firði, mús­ík fyr­ir mann­rétt­indi og flug­elda­sýn­ing

Tón­leik­ar, við­burð­ir og sýn­ing­ar sem eru á döf­inni dag­ana 30. júlí til 19. ág­úst
Telur stjórnvöld firra sig ábyrgð með því að færa hana á sóttvarnalækni
FréttirCovid-19

Tel­ur stjórn­völd firra sig ábyrgð með því að færa hana á sótt­varna­lækni

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata, seg­ir á ábyrgð stjórn­valda að pota meira í til­lög­ur Þórólfs sem að mati hans stóð sig ekki þeg­ar tak­mörk­un­um var aflétt 1. júlí.