Þessi grein er meira en ársgömul.

Fleiri stórframkvæmdir til skoðunar við eldgosið

Hraun­ið dæl­ist nið­ur í Nátt­haga og eru hraun­foss­arn­ir sýni­leg­ir frá þjóð­veg­in­um. Stór­virk­ar vinnu­vél­ar eru á svæð­inu og til skoð­un­ar er að fara í frek­ari fram­kvæmd­ir eft­ir að varn­ar­garð­ar kaf­færð­ust.

Hraun­ið dæl­ist nið­ur í Nátt­haga og eru hraun­foss­arn­ir sýni­leg­ir frá þjóð­veg­in­um. Stór­virk­ar vinnu­vél­ar eru á svæð­inu og til skoð­un­ar er að fara í frek­ari fram­kvæmd­ir eft­ir að varn­ar­garð­ar kaf­færð­ust.

Stórvirkar vinnuvélar eru á eldgosasvæðinu við Geldingadali á sama tíma og hraun rennur í fossum niður hlíðina niður í Nátthaga. Hraunfossarnir eru sýnilegir frá Suðurstrandarvegi og flæðir hraunið í átt að veginum. Hraunið hefur kaffært stíflu sem reist var við austurjaðar til að hindra að það rynni niður í Nátthaga, þangað sem það fossar nú. 

Ríkisstjórnin ákvað að 20 milljónir króna yrðu lagðir í að reisa varnargarða ofan við Nátthaga, en jarðfræðingur sagði í kjölfarið að það væri „út í hött“. 

Nú er í skoðun að reisa fleiri stíflur.

Í samtali við RÚV segir Hörn Hrafnsdóttir umhverfis- og byggingaverkfræðingur hjá Verkís, sem stóð að því að reisa fyrri garðana, að vinna verði hratt til að klára aðgerðir til að verja innviði. „Hvort það verði nýjar stíflur, eða betri einangrun við Mílu-strenginn“ segir hún ekki ljóst. „Þetta er að gerast sæmilega rólega þannig að við höfum alveg vikur til stefnu,“ segir hún. 

„Til þess að stöðva hraun að fullu þyrftum við heilt fjall. Þannig að það þarf aðeins að skoða þetta betur og meta betur hve langt eigi að ganga og hvort skoða eigi einhverjar aðgerðir við Suðurstrandarveginn. Það er líka í umræðunni.“ 

Valtari við hraunfossanaHraunið sést flæða niður í Nátthaga.
Jarðýtur á vettvangiFramkvæmdasjóður ferðamannastaða lagði 10 milljónir króna til lagningar á stíg og annarra verkefna á eldgosasvæðinu. Hér eru jarðýtur skammt frá vestari varnargarðinum við fossana sem renna úr Nafnlausadal í Nátthaga.
Eystri varnargarðarnirTilkynnt var um helgina að hraun hefði runnið yfir varnargarðana. Hægra megin á myndinni sést glitta í það sem enn stendur upp úr af þeim.
Vestari varnargarðarÞótt garðarnir hefðu verið hækkaðir í 8 metra hefur hraunflæðið náð yfir þá.

Eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti að 20 milljónir króna yrðu lagðar í að reisa varnargarða eftir ráðgjöf verkfræðinga til að freista þess að hindra flæði í Nátthaga sagði Páll Einarsson jarðfræðingur í samtali við Stöð 2 að það væri sóun. 

„Eins og málið lítur út í dag þá virðist þessi framkvæmd vera út í hött. Það hraun sem er að renna þarna það ætlar ekkert að fara þá leið sem menn vilja að það fari,“ sagði hann og taldi lítinn skaða af hraunrennsli yfir veginn. „Þetta er kannski spurning um hvort það verður teppt umferð um Suðurstrandarveg í einhverjar vikur.“

Þá hefur komið fram í máli verkfræðinga og almannavarna að um sé að ræða dýrmæta þekkingarsköpun. Hins vegar kom fram í tilkynningu almannavarna á föstudag að reynsla væri af gerð slíkra garða á Hawaii og Ítalíu. 

Flæðið ofan í NátthagaHér sést hraunflæðið. Lengst til vinstri er vestari varnargarðurinn en hrunrennslið liggur yfir þann austari og niður dalinn.
FossbrúninHraunið rennur hér úr Nafnlausadal niður bratta hlíð. Í gær svifu þar krummar yfir krunkandi svo bergmálaði milli fjallanna yfir hraunstreyminu.
FossarnirHraunið rennur á auknum hraða niður hlíðina í átt til sjávar.
Hraunið í NátthagaSýn ofan af Langahrygg.
Skríður inn í NátthagaHrauntungan teygir sig langt inn í Nátthaga og virðist ekki hafa lokið sér af ef marka má stöðugt flæði niður hlíðina úr Nafnlausa dalnum.
Nálgast veginnUm tveir kílómetrar eru frá hrauntungunni að Suðurstrandarveginum.
Leiðin til sjávarUm kvöldmatarleytið í gær hafði hraunið teygt sig langt inn í Nátthagann og í átt til Suðurstrandarvegar og sjávar.

Stór hrauntjörn teygir sig frá gígnum

Risastór hrauntjörn hefur myndast austan við stóra gosgíginn, sem fræðimenn kalla gíg 5a. Með þessu hefur hraunið myndað sitt eigið miðlunarlón.

Þessu er lýst í færslu frá Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands: „Staðsetning tjarnarinnar er slík að hún getur veitt hrauni, í opnum sem og lokuðum flutningsrásum, niður í Meradali, inn í Geldingadali og niður í Nafnlausadal. Jafnframt, þá vellur gjarnan yfir barmana tjarnarinna í mestu kvikustrókahrinunum.“

Slík hrauntjörn er forsendan fyrir því að hraunskjöldur, eða dyngja, myndist.

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir þetta einkenni um að hraunið gæti varað lengur, að því leytinu til að hrauntjörnin hindri varmatap. „Ég býst nú við því að þetta fari þannig að lónið byggi sig upp og hækki og þannig myndi það smátt og smátt kæfa gíg­inn og þá minnk­ar hitatapið jafn­vel ennþá meira,“ segir hann í samtali við mbl.is í dag, þar sem hann spáir því að kvikustrókavirkni minnki í kjölfarið.

Séð af „pallinum“Hraunið vellur úr risastórri tjörn.
Andardráttur gígsinsUm átta mínútur biðu á milli stróka í gígnum 5a í gær.
HrauntjörninHrauntraðir hafa byggst upp og halda hrauntjörn sem flæðir jafnt og þétt til austurs, þaðan sem hraunið rennur síðan niður Nátthaga til suðurs. Hér rofnaði skarð eftir kröftuga skvettu úr gígnum.
Margt um manninnStöðugt flæði fólks er á gosstöðvarnar. Hér er útsýnið af svokölluðum palli, hæð sem liggur nánast umvafin hrauni milli Geldingadala og Merardala.
Flæðið jókstEðlisbreyting varð á eldgosinu í Geldingadölum þegar virknin færðist yfir í lotubundna stróka, sem eru mun mikilfenglegri en gosvirknin var í upphafi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Rússneska sendiherranum stefnt í utanríkisráðuneytið til að taka við skömmum
Fréttir

Rúss­neska sendi­herr­an­um stefnt í ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið til að taka við skömm­um

Ís­lenska ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið kall­aði rúss­neska sendi­herr­ann hér á landi á fund í dag þar sem hon­um var sagt að ís­lenska rík­ið for­dæmid harð­lega til­raun­ir til að inn­lima úkraínsk land­svæði í Rúss­land.
Grunur um manndráp í Ólafsfirði
Fréttir

Grun­ur um mann­dráp í Ól­afs­firði

Lög­regl­an á Noð­ur­landi eystra rann­sak­ar nú hugs­an­legt mann­dráp í Ól­afs­firði og eru fjór­ir menn sem sitja í haldi vegna máls­ins. Grun­ur er að mað­ur­inn hafi lát­ist í kjöl­far þess að vera stung­inn með eggvopni.
Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
10 til 20 milljóna króna munur á lánunum í stöðugu árferði
FréttirHúsnæðismál

10 til 20 millj­óna króna mun­ur á lán­un­um í stöð­ugu ár­ferði

Þeg­ar heild­ar­kostn­að­ur verð­tryggðra og óverð­tryggðra lána eru reikn­uð út frá nú­ver­andi verð­bólgu og vöxt­um á Ís­landi er nið­ur­stað­an að þessi lán eru af­ar dýr. Stund­in hef­ur reikn­að út heild­ar­kostn­að verð­tryggðra og óverð­tryggðra lána upp á 50 millj­ón­ir til 40 ára mið­að við ákveðn­ar for­send­ur. Þeg­ar verð­bólga og vaxta­kostn­að­ur er færð­ur í raun­hæf­ari átt en nú er kem­ur í ljós að mun­ur­inn á kostn­aði við verð­tryggð og óverð­tryggð lán er ekki svo hróp­andi.
Jón Baldvin „hagar sér eins og rándýr“
Fréttir

Jón Bald­vin „hag­ar sér eins og rán­dýr“

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, ráð­herra og borg­ar­stjóri, seg­ir ákveð­ið munst­ur birt­ast í frá­sögn­um af fram­ferði Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar. Hann hafi aldrei við­ur­kennt mis­gjörð­ir sín­ar og enn sé hon­um hamp­að vegna af­reka sinna.
Slæður brenna og klerkar skjálfa í Íran
Fréttir

Slæð­ur brenna og klerk­ar skjálfa í Ír­an

Kon­ur hafa sést brenna slæð­ur í mót­mæl­um gegn rík­is­stjórn Ír­an sem stað­ið hafa yf­ir frá því að bar­áttu­kona fyr­ir rétt­ind­um kvenna lést í varð­haldi lög­reglu. Bú­ið er að loka fyr­ir að­gang að in­ter­net­inu að mestu til að reyna að tor­velda skipu­lag mót­mæl­anna. Frétta­skýrend­ur segja klerka­stjórn­ina ótt­ast að kven­rétt­inda­bar­átt­an geti haft dómínó-áhrif um allt sam­fé­lag­ið.
Er Páleyju lögreglustjóra treystandi fyrir „forvirkum rannsóknarheimildum“?
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Er Páleyju lög­reglu­stjóra treyst­andi fyr­ir „for­virk­um rann­sókn­ar­heim­ild­um“?

Hafi Páli Stein­gríms­syni skip­stóra á Ak­ur­eyri ver­ið eitt­hvert mein gert, þá er sjálfsagt að rann­saka það mál í þaula — og refsa svo mein­vætt­inni, ef rétt reyn­ist. Það er hins veg­ar löngu orð­ið ljóst að það er ekki það sem Páley Borg­þórs­dótt­ir lög­reglu­stjóri á Ak­ur­eyri og henn­ar fólk er að rann­saka. Held­ur hitt hvort og þá hvernig ein­hver gögn úr...
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Stúlkan „hefur einlægan vilja til að verða aumingi og geðsjúk“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stúlk­an „hef­ur ein­læg­an vilja til að verða aum­ingi og geð­sjúk“

Börn á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi voru beitt kerf­is­bundnu, and­legu of­beldi sam­kvæmt nið­ur­stöðu rann­sókn­ar­nefnd­ar. Slá­andi lýs­ing­ar er að finna í fund­ar­gerð­ar­bók­um starfs­manna. Þar er einnig að finna frá­sagn­ir af al­var­legu lík­am­legu of­beldi.
Dæld í mannúðarstefnu sænskra stjórnvalda
Fréttir

Dæld í mann­úð­ar­stefnu sænskra stjórn­valda

Fylgisaukn­ing Sví­þjóð­ar­demó­krata, sem bygg­ir hluta af stefnu sinni á and­stöðu gegn inn­flytj­end­um, er dæld í mann­úð­ar­stefnu sænskra stjórn­valda. Sænsk­ur stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir að sam­kvæmt flokkn­um sé ekki hægt að vera Svíi og múslimi á sama tíma. Formað­ur frjáls­lynda íhalds­flokks­ins Moderata, stend­ur nú frammi fyr­ir því erf­iða verk­efni að mynda hægri­stjórn með stuðn­ingi frá flokkn­um um­deilda.
„Þeir sem tjá sig opinberlega á Íslandi eru í mikilli hættu heima fyrir“
Fréttir

„Þeir sem tjá sig op­in­ber­lega á Ís­landi eru í mik­illi hættu heima fyr­ir“

Rúss­nesk­ir rík­is­borg­ar­ar sem mót­mæla stríð­inu eiga á hættu að verða fyr­ir of­sókn­um í heima­land­inu. Andrei Mens­hen­in blaða­mað­ur seg­ir frá sinni reynslu af rúss­neska sendi­ráð­inu en bend­ir um leið á að ferl­arn­ir sem eru til stað­ar hjá Út­lend­inga­stofn­un geri ekki ráð fyr­ir rúss­nesk­um hæl­is­leit­end­um.
Tíu ár af nýjum vitnisburðum um háttsemi Jóns Baldvins
Greining

Tíu ár af nýj­um vitn­is­burð­um um hátt­semi Jóns Bald­vins

Frá því að Guð­rún­ar Harð­ar­dótt­ir steig fram fyr­ir 10 ár­um síð­an og op­in­ber­aði bréf sem Jón Bald­vin Hanni­bals­son sendi þeg­ar hún var ung­ling­ur hafa tug­ir annarra frá­sagna um hátt­semi hans kom­ið fram. Jón Bald­vin hef­ur reynt að fá fólk til að skrifa und­ir stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu en á sama tíma eiga sér stað ný at­vik þar sem kon­ur upp­lifa hann sem ógn.