Þessi grein er rúmlega 4 mánaða gömul.

Fleiri stórframkvæmdir til skoðunar við eldgosið

Hraun­ið dæl­ist nið­ur í Nátt­haga og eru hraun­foss­arn­ir sýni­leg­ir frá þjóð­veg­in­um. Stór­virk­ar vinnu­vél­ar eru á svæð­inu og til skoð­un­ar er að fara í frek­ari fram­kvæmd­ir eft­ir að varn­ar­garð­ar kaf­færð­ust.

Hraun­ið dæl­ist nið­ur í Nátt­haga og eru hraun­foss­arn­ir sýni­leg­ir frá þjóð­veg­in­um. Stór­virk­ar vinnu­vél­ar eru á svæð­inu og til skoð­un­ar er að fara í frek­ari fram­kvæmd­ir eft­ir að varn­ar­garð­ar kaf­færð­ust.

Stórvirkar vinnuvélar eru á eldgosasvæðinu við Geldingadali á sama tíma og hraun rennur í fossum niður hlíðina niður í Nátthaga. Hraunfossarnir eru sýnilegir frá Suðurstrandarvegi og flæðir hraunið í átt að veginum. Hraunið hefur kaffært stíflu sem reist var við austurjaðar til að hindra að það rynni niður í Nátthaga, þangað sem það fossar nú. 

Ríkisstjórnin ákvað að 20 milljónir króna yrðu lagðir í að reisa varnargarða ofan við Nátthaga, en jarðfræðingur sagði í kjölfarið að það væri „út í hött“. 

Nú er í skoðun að reisa fleiri stíflur.

Í samtali við RÚV segir Hörn Hrafnsdóttir umhverfis- og byggingaverkfræðingur hjá Verkís, sem stóð að því að reisa fyrri garðana, að vinna verði hratt til að klára aðgerðir til að verja innviði. „Hvort það verði nýjar stíflur, eða betri einangrun við Mílu-strenginn“ segir hún ekki ljóst. „Þetta er að gerast sæmilega rólega þannig að við höfum alveg vikur til stefnu,“ segir hún. 

„Til þess að stöðva hraun að fullu þyrftum við heilt fjall. Þannig að það þarf aðeins að skoða þetta betur og meta betur hve langt eigi að ganga og hvort skoða eigi einhverjar aðgerðir við Suðurstrandarveginn. Það er líka í umræðunni.“ 

Valtari við hraunfossanaHraunið sést flæða niður í Nátthaga.
Jarðýtur á vettvangiFramkvæmdasjóður ferðamannastaða lagði 10 milljónir króna til lagningar á stíg og annarra verkefna á eldgosasvæðinu. Hér eru jarðýtur skammt frá vestari varnargarðinum við fossana sem renna úr Nafnlausadal í Nátthaga.
Eystri varnargarðarnirTilkynnt var um helgina að hraun hefði runnið yfir varnargarðana. Hægra megin á myndinni sést glitta í það sem enn stendur upp úr af þeim.
Vestari varnargarðarÞótt garðarnir hefðu verið hækkaðir í 8 metra hefur hraunflæðið náð yfir þá.

Eftir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti að 20 milljónir króna yrðu lagðar í að reisa varnargarða eftir ráðgjöf verkfræðinga til að freista þess að hindra flæði í Nátthaga sagði Páll Einarsson jarðfræðingur í samtali við Stöð 2 að það væri sóun. 

„Eins og málið lítur út í dag þá virðist þessi framkvæmd vera út í hött. Það hraun sem er að renna þarna það ætlar ekkert að fara þá leið sem menn vilja að það fari,“ sagði hann og taldi lítinn skaða af hraunrennsli yfir veginn. „Þetta er kannski spurning um hvort það verður teppt umferð um Suðurstrandarveg í einhverjar vikur.“

Þá hefur komið fram í máli verkfræðinga og almannavarna að um sé að ræða dýrmæta þekkingarsköpun. Hins vegar kom fram í tilkynningu almannavarna á föstudag að reynsla væri af gerð slíkra garða á Hawaii og Ítalíu. 

Flæðið ofan í NátthagaHér sést hraunflæðið. Lengst til vinstri er vestari varnargarðurinn en hrunrennslið liggur yfir þann austari og niður dalinn.
FossbrúninHraunið rennur hér úr Nafnlausadal niður bratta hlíð. Í gær svifu þar krummar yfir krunkandi svo bergmálaði milli fjallanna yfir hraunstreyminu.
FossarnirHraunið rennur á auknum hraða niður hlíðina í átt til sjávar.
Hraunið í NátthagaSýn ofan af Langahrygg.
Skríður inn í NátthagaHrauntungan teygir sig langt inn í Nátthaga og virðist ekki hafa lokið sér af ef marka má stöðugt flæði niður hlíðina úr Nafnlausa dalnum.
Nálgast veginnUm tveir kílómetrar eru frá hrauntungunni að Suðurstrandarveginum.
Leiðin til sjávarUm kvöldmatarleytið í gær hafði hraunið teygt sig langt inn í Nátthagann og í átt til Suðurstrandarvegar og sjávar.

Stór hrauntjörn teygir sig frá gígnum

Risastór hrauntjörn hefur myndast austan við stóra gosgíginn, sem fræðimenn kalla gíg 5a. Með þessu hefur hraunið myndað sitt eigið miðlunarlón.

Þessu er lýst í færslu frá Eldfjallafræði- og náttúruvárhópi Háskóla Íslands: „Staðsetning tjarnarinnar er slík að hún getur veitt hrauni, í opnum sem og lokuðum flutningsrásum, niður í Meradali, inn í Geldingadali og niður í Nafnlausadal. Jafnframt, þá vellur gjarnan yfir barmana tjarnarinna í mestu kvikustrókahrinunum.“

Slík hrauntjörn er forsendan fyrir því að hraunskjöldur, eða dyngja, myndist.

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir þetta einkenni um að hraunið gæti varað lengur, að því leytinu til að hrauntjörnin hindri varmatap. „Ég býst nú við því að þetta fari þannig að lónið byggi sig upp og hækki og þannig myndi það smátt og smátt kæfa gíg­inn og þá minnk­ar hitatapið jafn­vel ennþá meira,“ segir hann í samtali við mbl.is í dag, þar sem hann spáir því að kvikustrókavirkni minnki í kjölfarið.

Séð af „pallinum“Hraunið vellur úr risastórri tjörn.
Andardráttur gígsinsUm átta mínútur biðu á milli stróka í gígnum 5a í gær.
HrauntjörninHrauntraðir hafa byggst upp og halda hrauntjörn sem flæðir jafnt og þétt til austurs, þaðan sem hraunið rennur síðan niður Nátthaga til suðurs. Hér rofnaði skarð eftir kröftuga skvettu úr gígnum.
Margt um manninnStöðugt flæði fólks er á gosstöðvarnar. Hér er útsýnið af svokölluðum palli, hæð sem liggur nánast umvafin hrauni milli Geldingadala og Merardala.
Flæðið jókstEðlisbreyting varð á eldgosinu í Geldingadölum þegar virknin færðist yfir í lotubundna stróka, sem eru mun mikilfenglegri en gosvirknin var í upphafi.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Kosningavakt Stundarinnar: Rætt við kjósendur og frambjóðendur
StreymiAlþingiskosningar 2021

Kosn­inga­vakt Stund­ar­inn­ar: Rætt við kjós­end­ur og fram­bjóð­end­ur

Stund­in mun vera með kosn­ing­ar­vakt í all­an dag og í kvöld. Kíkt verð­ur í heim­sókn á kosn­inga­skrif­stof­ur stjórn­mála­flokk­ana og rætt verð­ur það við fram­bjóð­end­ur og stuðn­ings­fólk. Einnig verð­ur rætt við kjós­end­ur víðs veg­ar um höf­uð­borg­ar­svæð­ið.
Vorum ekki undirbúnar fyrir svona harða pólitík
Fréttir

Vor­um ekki und­ir­bún­ar fyr­ir svona harða póli­tík

Ung­ir um­hverf­issinn­ar stóðu fyr­ir Sól­arkvarð­an­um, mæli­kvarða á um­hverf­is­stefn­ur stjórn­mála­flokka fyr­ir kosn­ing­arn­ar. Að­stand­end­ur hans segj­ast ekki hafa átt von á því að mæta rang­færsl­um og harðri póli­tík stjórn­mála­afla vegna þess, en það hafi þurft að grípa til dra­stískra að­gerða til að gera um­hverf­is­vernd að kosn­inga­máli.
Ráðherrar opna veskið á lokasprettinum
FréttirAlþingiskosningar 2021

Ráð­herr­ar opna vesk­ið á loka­sprett­in­um

Á síð­ustu vik­um í að­drag­anda al­þing­is­kosn­inga hafa ráð­herr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar veitt veru­lega fjár­muni til að­greindra verk­efna, kom­ið um­deild­um mál­um í ferli og lof­að að­gerð­um sem leggj­ast mis­vel í fólk. Á sama tíma er þing ekki að störf­um og þing­menn hafa lít­il færi á að sýna fram­kvæmd­ar­vald­inu virkt að­hald.
517. spurningaþraut: Stjórnmálamenn allra landa, sameinist!
Þrautir10 af öllu tagi

517. spurn­inga­þraut: Stjórn­mála­menn allra landa, sam­ein­ist!

Af því í dag eru kosn­ing­ar, þá snú­ast all­ar spurn­ing­ar um kosn­inga­mál. Auka­spurn­ing­arn­ar snú­ast um ís­lenska stjórn­mála­flokka en að­al­spurn­ing­arn­ar um er­lenda stjórn­mála­menn. Fyrri auka­spurn­ing. Hvaða ís­lensk­ur stjórn­mála­flokk­ur hafði merk­ið hér að of­an að ein­kenni sínu? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað hét þessi stjórn­mála­mað­ur? 2.  Hver er þetta? 3.  Hver er þetta? 4.  Og hér má sjá ...? **...
Helstu hneykslismál ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu
Fréttir

Helstu hneykslis­mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar á kjör­tíma­bil­inu

Rík­is­stjórn­in hélt út kjör­tíma­bil­ið þótt spenna hafi mynd­ast í sam­starf­inu og ým­is álita­mál hafi kom­ið upp. Hér eru rifj­uð upp at­vik sem hristu upp í al­menn­ingi og Al­þingi á síð­ustu fjór­um ár­um.
Logi kallar umræðu um Kristrúnu „atlögu að lýðræði“
Fréttir

Logi kall­ar um­ræðu um Kristrúnu „at­lögu að lýð­ræði“

Logi Ein­ars­son, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði „dag­blöð sér­hags­muna­afl­anna“ gera að­för að lýð­ræð­inu með sér­kröf­um á hend­ur Kristrúnu Frosta­dótt­ur um að gefa upp upp­lýs­ing­ar um fjár­hag sinn, eft­ir frétt­ir af hátt í 100 millj­óna króna hagn­aði henn­ar af kauprétt­ar­samn­ing­um. Kristrún sagð­ist hins veg­ar áð­ur skilja gagn­rýn­ina.
„Mér finnst þetta vera alveg ótrúleg upptalning“
FréttirAlþingiskosningar 2021

„Mér finnst þetta vera al­veg ótrú­leg upp­taln­ing“

Bjarni Bene­dikts­son hneyksl­að­ur á spurn­ingu um hneykslis­mál og hvort hann hafi glat­að trausti kjós­enda.
FréttirKosningastundin

Guð­mund­ur Ingi: At­kvæði greitt VG sé at­kvæði greitt gegn hægri stjórn

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son um­hverf­is­ráð­herra geng­ur sátt­ur frá borði þótt Vinstri græn hafi ekki náð mik­il­væg­um mál­efn­um í gegn. Helst sér hann eft­ir mið­há­lend­is­þjóð­garð­in­um en mun halda bar­átt­unni áfram og seg­ir lofts­lags­mál­in vera stærstu verk­efn­in á kom­andi kjör­tíma­bili. Þar þarf að grípa til að­gerða í at­vinnu­líf­inu og friða bæði hluta af landi og hafi.
Skýrar línur í fullyrðingum um efnahagsmál
FréttirAlþingiskosningar 2021

Skýr­ar lín­ur í full­yrð­ing­um um efna­hags­mál

Al­mennt virð­ast þátt­tak­end­ur í Kosn­inga­prófi Stund­ar­inn­ar þeirr­ar skoð­un­ar að hækka ætti skatta á hina efna­meiri og afla rík­is­sjóði meiri tekna. Þá virð­ast þátt­tak­end­ur einnig á því að styðja eigi við fólk í meira mæli.
Lögfestum þjóðarviljann
Blogg

Þorvaldur Gylfason

Lög­fest­um þjóð­ar­vilj­ann

12 Síð­ustu daga hef ég að marg­gefnu til­efni rak­ið mörg dæmi af ís­lenzkri stjórn­mála­spill­ingu, enda er spill­ing nú í fyrsta sinn til um­ræðu í að­drag­anda al­þing­is­kosn­inga. Fjög­ur fram­boð til Al­þing­is af tíu mæla gegn spill­ingu: Pírat­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur­inn, Flokk­ur fólks­ins og Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn. Hin fram­boð­in sex ým­ist þræta fyr­ir spill­ing­una eða þegja um hana. Að­eins 22% fylg­is­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins...
Gerum eitthvað skemmtilegt!
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Ger­um eitt­hvað skemmti­legt!

Já, ger­um nú eitt­hvað skemmti­legt! Og ekki bara skemmti­legt held­ur líka skyn­sam­legt og sið­legt og nauð­syn­legt. Gef­um Sjálf­stæð­is­flokkn­um frí frá land­stjórn­inni. Það er kom­inn tími til.
Fjármálastjóri Samherja í Namibíu: „Það sleppir enginn gullskeiðunum!“
FréttirNý Samherjaskjöl

Fjár­mála­stjóri Sam­herja í Namib­íu: „Það slepp­ir eng­inn gull­skeið­un­um!“

Ingólf­ur Pét­urs­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Sam­herja í Namib­íu, er kom­inn með rétt­ar­stöðu sak­born­ings í rann­sókn máls­ins. Sam­skipti hans og bók­ara hjá Sam­herja sýna þá vitn­eskju sem var um mútu­greiðsl­urn­ar í Namib­íu á með­al starfs­manna Sam­herja sem komu að starf­sem­inni í Namib­íu.