Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Ég þráði framtíð með þeim“

Guðný Ragn­ars­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur seg­ir líf sitt og lífs­vilja mót­ast af fæð­ingu sona sinna.

„Ég þráði framtíð með þeim“

„Fæðing sona minna mótaði líf mitt til hins betra,“ segir Guðný Ragnarsdóttir hjúkrunarfræðingur. „Þeir kenndu mér skilyrðislausa ást. Bæði elska ég þá skilyrðislaust og svo í seinni tíð finn ég sterkt að þeir elska mig skilyrðislaust til baka. Mér finnst þeir skemmtilegir og ég upplifi mig skemmtilega, hugrakka og góða með þeim.

Þegar frumburðurinn kom í heiminn fann ég tilgang lífsins og jafnframt sterkar þegar seinni drengurinn kom í heiminn. Fæðing þeirra jafnast ekki á við nokkurn annan skapaðan hlut í veröldinni því þær voru svo magnaðar. Að finna styrk minn og ást um leið og ég fékk þá í fangið er það magnaðasta sem ég hef upplifað. Ég finn að ég er sköpuð til að vera móðir og það er minn æðsti tilgangur í lífinu.

Ég fann skilyrðislausa ást mína til þeirra svo sterkt þegar ég lá fyrir dauðanum í krabbameinsmeðferð fyrir nokkrum árum; það varð svo áþreifanlegt þegar ég horfðist í augu við það að missa þá og að þeir gætu misst mig. Ég fann að ég hafði svo margt að gefa og að ég vildi vera til staðar fyrir þá, styðja og styrkja í þeirra lífi. Ég þráði framtíð með þeim.

Fyrir mér er nóg að þeir dragi andann og séu hamingjusamir í hversdagsleikanum, sama hvað þeir taka sér fyrir hendur. Þannig lýsi ég best ást minni til þeirra.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

„Ætli ég hafi ekki verið 12 ára þegar kýrnar voru seldar“
Fólkið í borginni

„Ætli ég hafi ekki ver­ið 12 ára þeg­ar kýrn­ar voru seld­ar“

Ríkey Guð­munds­dótt­ir Ey­dal er safn­fræð­ing­ur og starfar á Borg­ar­sögu­safn­inu í Að­alstræti. Hún er Reyk­vík­ing­ur í húð og hár en býr að þeirri reynslu að stunda bú­skap í sveit með ömmu og afa. Ríkey var tólf ára þeg­ar kýrn­ar á bæn­um voru seld­ar á næsta bæ og amma og afi hættu bú­skap. Ömmu henn­ar fannst erfitt að hætta að sinna dýr­um dægrin löng og dó sjálf stuttu eft­ir að kött­ur­inn á bæn­um dó.
Í sextíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór
Fólkið í borginni

Í sex­tíu ár hef ég spurt mig hvað ég ætla að verða þeg­ar ég verð stór

Sæmund­ur Andrés­son er svo­kall­að­ur þús­und­þjala­smið­ur enda veit hann ekki enn eft­ir sex­tíu ára lífs­göngu hvað hann ætl­ar að verða þeg­ar hann verð­ur stór. Hann spurði sig að þessu sem barn og fann aldrei svar og hef­ur því bæði gert við hitt og þetta, smíð­að leik­mynd­ir, lært að verða bak­ari, unn­ið sem skósmið­ur og sem leik­ari, nú síð­ast í upp­setn­ingu á eig­in verki, Heila­blóð­fall, um reynslu hans og eig­in­konu hans að tak­ast á við það þeg­ar hún fékk heila­blóð­fall.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár