Þessi grein er meira en mánaðargömul.

Norræn samtök heimilislækna fordæma skrif heimilislæknis

Siðanefnd Lækna­fé­lags Ís­lands hef­ur feng­ið ábend­ing­ar vegna niðr­andi um­mæla Guð­mund­ar Páls­son­ar heim­il­is­lækn­is á sam­fé­lags­miðl­um er varð­ar bæði kon­ur og að­ila í minni­hluta­hóp­um. Lækna­fé­lag­ið tek­ur ekki af­stöðu í ein­staka mál­um en sam­tök nor­rænna heim­il­is­lækna gera það hins veg­ar og hafa for­dæmt skrif Guð­mund­ar.

Norræn samtök heimilislækna fordæma skrif heimilislæknis
Guðmundur Pálsson Heimilislæknirinn Guðmundur Pálsson segir lækna mega segja allt, þar á meðal þau niðrandi ummæli sem Guðmundur hefur látið falla á samfélagsmiðlum í garð kvenna

Guðmundur Pálsson, sérfræðingur í heimilislækningum og starfandi heimilislæknir á heilsugæslu Grafarvogs, hefur tjáð sig með niðrandi hætti um konur síðastliðna daga á Facebook síðu sinni vegna þeirra umræðu sem hefur átt sér stað eftir að þolendur kynferðisofbeldis stigu fram og sögðu reynslusögur á samfélagsmiðlum og hófu þar með nýja bylgju af Metoo. Raunar nær afstaða hans til þessa málaflokks lengra aftur í tímann en ummæli hans í garð kvenna og minnihlutahópa ná yfir einhver ár.

Í samtali við Stundina segir Guðmundur að læknar megi tala um allt „bara ekki sjúklinga sína“ og þeir hafi fullan rétt til þess „eins og hver annar borgari“.  Stundin talaði einnig við konu sem ekki vill koma fram undir nafni en hún segist hafa skipt um heilsugæslu meðal annars vegna samskipta sinna við Guðmund, hún geti ekki treyst honum fyrir sér eða konum nálægt sér í ljósi slíkra ummæla. 

Læknafélag Íslands vill ekki taka afstöðu til einstakra mála þegar Stundin óskaði eftir viðbrögðum þess við ummælum Guðmundar. Jóhann Ágúst Sigurðsson, formaður Samtaka Norrænna heimilislækna, fordæmir hins vegar skrif Guðmundar og segir þau stangast á við grunngildi heimilislækna. 

Feminismi er nornakult

„Femínisminn er í raun nornakult, það eru ekki margir sem átta sig á því. Og ekki að undra því hann felur sig og dylur sig og fer í margs konar búninga. Til að halda honum við er talað um jafnrétti, fórnarlömb og nauðgunarkúltúr og feðraveldi. Alls ekki allar konur eru með á vagninum, það er misskilningur, heldur aðeins vonbrigða konur sem hafa orðið fyrir hnjaski ellegar treysta sér ekki í neitt samtal um neitt og vilja ráða öllu sjálfar - og beita valdi og stundum ósannindum til að ná því fram. Þetta hefur smitast út í stjórnmálin okkar heldur betur. Þessu fylgja lygar og vænisýki, fóstureyðingar, skilnaðaráróður, aðskilnaðar hyggja (á milli kynjanna, sem er orðið aðalefni frétta) hefndar hyggja (oft hlegið ef kona hefnir sýn, talið réttmætt) og margt í þá áttina. Þetta er andstætt kristinni trú og góðum lífsgildum, gegn fjölskyldu og börnum. Af hverju konur? Það er mjög erfitt að ,,lesa" þetta fyrirbæri rétt, ofbeldið er dulið, tilfinningalegt, andlegt - og menn hreinlega átta sig ekki. Svo eru margir afkimar, sumt er saklausara en annað. En fyrst og fremst er þetta reiði, kollektív yfirgengileg reiði,“ Það er meðal annars með þessum hætti sem Guðmundur kýs að tjá sig á samfélagsmiðlum.

Ummælin eru þó mun fleiri. 

Þann 13. maí birti hann færslu þess efnis að vinur hans hafi látið hann vita að hann væri að „ganga of nærri konum, óverðskuldað“. Hann taldi það vera rétt ályktað og langaði því að „bera í bætifláka,“ eins og hann orðaði það. „Öll þessi hvössu skrif mín tengdust örlögum Sölva sjónvarpsmanns sem fékk ófagran dóm götunnar og í því framhaldi af því skrifaði ég sísvona, mest til að verja borgaralegt siðað samfélag,“ skrifaði hann á Facebook síðu sína og lét svo ummælin um afstöðu sína fylgja með:

„Við eigum öll að taka afstöðu með SÖLVA en ekki gegn honum, á meðan ekkert er sannað, málið ekki enn tekið fyrir í rétti og dæmt. Hann er frjáls maður og saklaus þangað til hann er dæmdur. Þetta er rétt og siðlegt viðhorf. Það er meira að segja rétt þótt hann síðar reynist sekur.“

„Skrif og skoðanir Guðmundar Pálssonar stangast á við grunngildi heimilislækna“

Í kjölfarið sagði hann að það væri staðreynd að konur verði fyrir órétti og „það er sífellt á þær ráðist og þær verða oft illa úti. Karlar eru oft hömlulausir af kynfýsn, árásarhneigð og ofbeldi í garð kvenna og andskotinn laus í þeim efnum. Það er fáránlegt og gerir mann reiðan. Við sjálfir berum mikla ábyrgð á því að temja kyn okkar, vini okkar, syni okkar og vera harðir í horn að taka ef einhver ætlar að fara hegða sér eins og skepna við konu eða stúlku,“ skrifaði hann. En hann lét ekki þar við sitja því hann skrifaði fljótlega ummæli sjálfur undir færsluna til að útskýra afstöðu sína frekar:

„En það er líka eitthvað brenglað við það setja kynfrelsi kvenna/manna á svo háan stall og möguleika til að hafa mök við hvern sem þeim sýnist, með samþykki beggja. Maður getur ekki varist þeirri hugsun að þetta hafi afleiðingar - enda er það augljóslega hluti vandans. Að konan telji eðlilegt að kveikja elda karlmannsins og bjóða manninum hálfa leið eða lengra, bara til að slökkva svo eldinn ef henni sýnist svo. Jú, menn geta sagt - þarna á karlinn að hlíða og engar refjar! Já, og vissulega geta flestir karlmenn hamið sig - en augljóslega ekki allir. Sumir eru hreinlega brenglaðir á þessu sviði. Það sem ég er að hvetja til, er að konan gæti sín, kyneðlið er villidýrs eðli ef það fer af stað. Þetta hafa allar kynslóðir vitað. Því ekki að taka mark á því?“

„Alls ekki allar konur eru með á vagninum, það er misskilningur, heldur aðeins vonbrigða konur sem hafa orðið fyrir hnjaski ellegar treysta sér ekki í neitt samtal um neitt og vilja ráða öllu sjálfar - og beita valdi og stundum ósannindum til að ná því fram“

Svona væri lengi hægt að halda áfram og Guðmundur tekur ekki einungis afstöðu til þessarar umræðu heldur hefur hann einnig sitt að segja aðra minnihlutahópa eða hópa í viðkvæmri stöðu. Hér má til að mynda sjá afstöðu hans gagnvart útlendingum. 

„Af hverju eru fjölmiðlar ekki heiðarlegir gagnvart þeim sem tjá áhyggjur af fjölda útlendinga í landinu. Hver er ástæðan?“ spyr hann sig. 

„Ég get ekki treyst honum“

Kona sem Stundin ræddi við segist hafa þurft að skipta um heilsugæslu árið 2019 meðal annars vegna niðrandi ummæla Guðmundar í garð kvenna og vegna samskipta sem hún átti við hann sem notandi þjónustunnar á heilsugæslunni.

„Ég hef bæði fengið símatíma hjá honum og hitt á hann,“ segir konan en þegar hún sótti þjónustu sína í heilsugæslu Grafarvogs var hún ekki með fastan heimilislækni og hitti því fleiri en einn lækni með sín mál. Hún hafði fundið fyrir ákveðnum óþægindum í samskiptum við hann sem hún vissi ekki á þeim tíma hver þau voru nákvæmlega.

Eftir að hún fór að sjá hvernig Guðmundur tjáði sig opinberlega á samfélagsmiðlum og í kommentakerfum ákvað hún að hún gæti ekki lengur leitað til hans. „Ég gat ekki lengur treyst honum, ég gat ekki treyst manni sem talar svona um konur og líka samkynhneigða. Áður en ég sá þetta upplifði ég alltaf að hann væri að tala við mig eins og barn og eftir að ég sá þetta hugsaði ég: auðvitað, hann lítur bara á mig sem barn,“ segir hún. 

Hún segir Guðmund tala á mjög niðrandi hátt um konur og samkynhneigða opinberlega og þess vegna myndi hún ekki treysta sér að leita til hans ef hún yrði fyrir ofbeldi. „Segjum að eitthvað myndi koma fyrir mig, ekki það að ég sé í slíkri hættu, en segjum að ég yrði fyrir heimilisofbeldi eða kynferðisofbeldi og læknir sem talar svona opinskátt um það að þetta sé konum að kenna sjálfar og þær þurfi að passa sig og skrifar til dæmis að það að taka einhvern hálstaki sé bara eðlilegt í samskiptum elskenda, ég get ekki treyst þannig manni til að sinna mér eða dóttur minni eða frænkum mínum eða einhverjum öðrum. Maður sem hefur talað eins og hann hefur talað svona um samkynhneigða og konur, ég treysti ekki svona manni,“ segir hún þá. 

Hún segist ekki vera sú eina sem hafi fært sig um heilsugæslu vegna Guðmundar. „Ég bý við hliðina á heilsugæslunni í Grafarvogi en vill samt ekki fara þangað. Hún hefur almennt mjög vont orð á sér. Ég hef heyrt í öðrum konum sem hafa fært sig vegna hans eða hafa óþægilegar sögur af honum,“ segir hún. 

Læknar mega tala um allt

Stundin bauð Guðmundi að svara og segja sína hlið af málinu. Hann segir að læknar megi tala um allt opinberlega fyrir utan sjúklinga sína. „Þeir tala og skrifa um allt mögulegt og það er söguleg hefð fyrir á meðal íslenskra lækna, Dæmin eru Vilmundur landlæknir, Ólafur Ólafsson og nýlegra dæmi Sveinn Rúnar Hauksson. Læknar tala á opinberum vettvangi eins og lögfræðingar og verkfræðingar. Þeir tala um sjúkdóma og fíknir, um lyf, um hjónabönd, um karla og konur, um heilbrigðismál, menntamál, stríð og frið, um Íslendingasögur, íslenskar hetjur og þjóðerni. Allt mögulegt. Og þeir hafa fullan rétt til þess eins og hver annar borgari,“ segir hann í samtali við Stundina. 

Aðspurður hvernig hann vilji svara því að kona hafi skipt um heilsugæslu meðal annars vegna ummæla hans á opinberum vettvangi segir hann að ekki sé óvenjulegt að sjúklingar skipti um lækni, oftast innan sömu stöðvar vegna ýmissa mála. „Oftast vegna þess að þeir fá ekki það sem þeir vilja, þeim finnst þeir mæta misskilningi eða er neitað um eitthvað til dæmis ávanalyf eða svefnlyf,“ segir hann. 

Hann heldur því fram að það sé einsdæmi að manneskja skipti um heilsugæslu eða lækni vegna þess að læknirinn sé einhverrar skoðunar. „Þarna finnst mér sjúklingur ganga of langt,“ segir hann. 

„Ég get ekki treyst þannig manni til að sinna mér eða dóttur minni eða frænkum mínum eða einhverjum öðrum“

Varðandi hlutverk sitt sem læknir segir hann þessar skoðanir hafa engin áhrif á samtöl sín við sjúklinga eða meðferðir varðandi þá. „Ég tek jafnt á móti öllum konum sem körlum, ungum sem gömlum, innlendum sem erlendum og ég veit ekki betur en að sjúklingarnir séu sérlega ánægðir. Ég vil taka það fram að það liggja engar kærur frammi um framkomu mína við sjúklinga svo það sé áréttað. Svo hér er augljóslega um árás að ræða undir beltisstað.“

Hann segir ennfremur að enginn ástæða sé til þess að hann feli skoðanir sínar, þær beinist ekki gegn neinni persónu heldur séu þær hugleiðingar sem eru opnar fyrir athugasemdum. „En hvað með mótbárur þá? Það má segja að maður sé svo heppinn að búa í landi með bæði málfrelsi og prentfrelsi,“ segir hann. 

Guðmundur fagnar því að umræða sé komin í gang vegna ummæla sinna.  „Við skulum aðeins vera róleg, því allir þola ekki andstæðar skoðanir. En það er ómetanlegt að fá þetta fram. Athugaðu að allar þessar skoðanir og hugleiðingar eru réttmætar í frjálsu þjóðfélagi, andstaða við fóstureyðingar einnig og veruleg veruleg illska út í feminisma, sem hefur margar skuggahliðar og eyðileggur líf margra kvenna, barna og karla.“

Læknafélagið tekur ekki afstöðu til skrifana

Stundin leitaði viðbragða Læknafélags Íslands við slíkum skrifum Guðmundar. Reynir Arngrímsson, formaður félagsins, sagði félagið ekki taka afstöðu er varðaði ummæli og framferði einstakra lækna en vísaði í færslu félagsins á Facebook er varðar tjáningu lækna á samfélagsmiðlum. 

Í færslu félagsins segir að „því má aldrei gleyma að færslur á samfélagsmiðlum geta haft afleiðingar fyrir lækna jafnt og aðra, bæði jákvæðar og neikvæðar. Vel undirbúin og fagleg þátttaka í samfélagsmiðlum getur verið árangursrík aðferð til að tengjast kollegum og upplýsa sjúklinga. Slíkar færslur geta aukið traust almennings á læknastéttinni. Með sama hætti þurfa læknar að vera meðvitaðir um það að framkoma þeirra á samfélagsmiðlum getur einnig haft neikvæð áhrif bæði á þá persónulega og traust almennings til lækna. Það sem læknir setur á samfélagsmiðla getur haft áhrif á orðspor viðkomandi bæði meðal sjúklinga og kollega.“

Textinn er fenginn úr leiðbeiningum félagsins um notkun félagsmanna á samfélagsmiðlum. Settar eru fram nokkrar leiðbeiningarreglur til félagsmanna um notkun samfélagsmiðla. Í reglu númer 3 er farið yfir að íhuga vel hvort skynsamlegt er að deila efni á samfélagsmiðlum og í henni segir: „Allir njóta tjáningarfrelsis og skoðanafrelsis en þessum mannréttindum eru takmörk sett. Meiðyrðalöggjöf nær til netsamskipta. Þess vegna er skynsamlegt að forðast athugasemdir um einstaklinga, félög eða stofnanir sem túlka má sem tilefnislaus eða óstaðfest og þar með mögulega meiðandi.“

Þá nær ein reglan eða sú áttunda utan um siðareglur Læknafélags Íslands og vakin er athygli á því að læknar hugi einnig að þeim í öllum samskiptum sínum á samfélagsmiðlum. Í meginreglum siðareglna segir að læknar skuli virða læknisstarfið og sýna ábyrgð í starfi og sýna vammleysi í líferni og starfi. 

Í fyrstu grein siðareglna lækna segir að lækni sé „ósæmandi að takast á hendur nokkra sýslu er skerðir sjálfstæði hans sem læknis og gæta heiðurs læknastéttarinnar jafnt í læknisstörfum sínum sem öðrum athöfnum.“  Í sömu grein kemur fram að „Læknir skal rækja starf sitt af vandvirkni og samviskusemi án tillits til eigin hagsmuna, persónulegra skoðana, stjórnmála, þjóðernis, trúarbragða, kynþátta, kynferðis, kynhneigðar eða annarra utanaðkomandi áhrifa.“ Á þessum grundvelli og öðrum úrskurðar siðanefnd Læknafélags Íslands um brot á siðareglum lækna. Nýlega hefur læknir verið áminntur af nefndinni fyrir ummæli sín á samfélagsmiðlum og hefur Stundin óskað eftir þeim úrskurð frá félaginu. 

„Það sem ég er að hvetja til, er að konan gæti sín, kyneðlið er villidýrs eðli ef það fer af stað“

Í siðareglunum má finna kafla er varðar auglýsingar lækna, vefsíður og fjölmiðla. Í 17. grein siðareglna segir: „Lækni hlýðir að birta nýjungar í fræðigrein sinni með mikilli gát, hann skal gæta fyllstu varkárni í ummælum um fagleg mál og hann skal íhuga ábyrgð sína í því efni, hvort sem hann ræðir við einstakling eða á opinberum vettvangi. Enn fremur er komið inn á það í 19. Grein siðareglna að læknir skuli forðast ummæli sem geti skapað óþarfan eða óréttlætanlegan ótta við sjúkdóma eða órökstudda vantrú á læknisstarfi.

Í því samhengi má líta til ummæla Guðmundar um getnaðarvarnir: „Ung kona í blóma lífsins, segum 18-23 ára ákveður að bindast engum manni (ennþá) heldur fer hún út á lífið á eigin spítur, kaupir eða leigir íbúð og ferð að vinna eða í nám. Varla er neitt óeðlilegt við það? Reynslan sýnir að þessi sólóferð konunnar tekur kannski 10 ár, jafnvel 15 af dýrmætasta tíma hennar. Á þeim tíma er hún hugsanlega með hjálp pillunar í tengslum við nokkra menn en ákveður ekki með framhald, fjölskyldustofnun eða börn, sem gefur eins og flestir vita mesta gæfu og ekkert getur komið í staðinn fyrir, hvorki fyrir einstaklinginn eða samfélagið.“

Í annari færslu talar hann um að kynfræðsla dagsins í dag sé í röngum höndum. Fyrir það fyrsta kynnir hún börn fyrir „alls konar perversjónir“ og gefi „gulgrænt“ ljós á kynlíf fyrir hjónaband sem skaði konur mest. Í færslunni kemur hann inn á pilluna og segir hana ekki hafa aukaverkanir en kynlíf hafi þær. „Betra er að fá að þroskast í friði, einbeita sér að öðru og bíða.“ í þessum tveimur færslum gefur Guðmundur sig út fyrir að vera á móti getnaðarvarnapillunni og grefur þannig undan notkun hennar. 

Hverjum sem er er frjálst að leggja fram kvörtun eða ábendingu til siðanefndarinnar svo hún geti tekið afstöðu til hvers tilviks fyrir sig en að öðru leyti hefur félagið ekki frumkvæði að því að meta ummæli eða framferði lækna á opinberum vettvangi sem gætu á einn eða annan hátt varðað siðareglur félagsins. 

Samtök Norrænna heimilislækna fordæma skrifin

Jóhann Ágúst Sigurðsson, formaður Samtaka Norrænna heimilislækna eða Nordic Federation of General Practice, segir í samtali við Stundina að „skrif og skoðanir Guðmundar Pálssonar stangast á við grunngildi heimilislækna“. 

Í grunngildum heimilislækna segir Jóhann að tekið sé fram að „til þess að varðveita heilsu er mikilvægt að hver og einn njóti réttlætis og virðingar. Þar ber sérstaklega að taka tillit til ójafnvægis eða óréttlætis sem skapast geti vegna kynþáttar/hörundslitar, kyns, kynhegðunar, pólitískra skoðana, atvinnuleysis, trúarbragða, og svo framvegis. Í fyrrnefndum skrifum Guðmundar er vegið að þessum þáttum,“ segir Jóhann.

„Að konan telji eðlilegt að kveikja elda karlmannsins og bjóða manninum hálfa leið eða lengra, bara til að slökkva svo eldinn ef henni sýnist svo“

Þá segir hann að í sömu grein um grunngildin sé bent á að heimilislæknar telji það skyldu sína að tala um eða segja frá ef þeir verði varir við slíkt misrétti í starfi sínu og því telji hann sig vera í þeirri afstöðu að vekja athygli á þessu vandamáli. 

Jóhann segir að Guðmundur hafi tjáningarfrelsi eins og aðrir en það sé alltaf háð þeirri stöðu sem hver og einn sé í. „Þar eð skoðunin tengist oft ekki aðeins persónunni heldur einnig stöðu/fagstétt viðkomandi. Þannig getur til dæmis stjórnmálamaður í valdastöðu ekki tjáð sig um hvað sem er sem persóna, eða hegðað sér hvernig sem er sem persóna, samanber Trump. Læknir er einnig í svipaðri stöðu þar sem fólk getur verið háð honum eða henni vegna heilsu sinnar. Fólk er háð því að læknir sinni vandamálum þeirra óháð þeim þáttum sem ég nefndi hér að ofan. Umræða læknis á Facebook verður þannig bæði tengd persónunni og faginu sem slíku.“

Guðmundur segist spyrja sig hvort afstaða formanns Samtaka Norrænna heimilislækna sé persónulega gegn honum. „En ég veit að hann er á öndverðri pólitískri skoðun,“ segir hann um Jóhann og heldur síðan áfram: „Ekki skil ég þetta en veit að hann Jóhann vinur minn er afar mikið í pólitíska rétttrúnaðinum. Það er ekki gott að blanda því saman við lækningar.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn ganga yfir rjúkandi hraunið í Nátthaga
1
FréttirEldgos við Fagradalsfjall

Ferða­menn ganga yf­ir rjúk­andi hraun­ið í Nátt­haga

„Fólk er að taka svaka­lega áhættu,“ seg­ir nátt­úru­vár­sér­fræð­ing­ur um hóp fólks sem gekk yf­ir hraun­ið í Nátt­haga rétt í þessu. Rennsl­ið hef­ur ekki minnk­að og hraun­ið held­ur áfram að stafl­ast upp.
Landlæknir ítrekaði við ráðherra að óásættanleg staða hefði ekki batnað
2
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Land­lækn­ir ít­rek­aði við ráð­herra að óá­sætt­an­leg staða hefði ekki batn­að

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra varð ekki við beiðni Stund­ar­inn­ar um að veita við­tal um þá þætti er snúa að hlut­verki og ábyrgð ráð­herra á al­var­legri stöðu sem rík­ir á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans. Þess í stað barst skrif­legt svar frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu við þeim spurn­ing­um sem beint var að ráð­herra.
Illugi Jökulsson
3
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

„Til­vera þín verð­ur til­gangs­laus“

Er hægt að kenna kulda og of­beldi í upp­eldi um illsku þeirra Ad­olfs Hitler og Jós­efs Stalín? Sann­leik­ur­inn er reynd­ar sá að Winst­on Churchill naut ekki meiri ást­ar og hlýju á bernsku­ár­um en þeir.
Þorsteinn biðst afsökunar en segir aðeins Jóhannes hafa brotið lög
4
FréttirSamherjaskjölin

Þor­steinn biðst af­sök­un­ar en seg­ir að­eins Jó­hann­es hafa brot­ið lög

Sam­herji og Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri út­gerð­ar­inn­ar biðj­ast af­sök­un­ar á starf­semi fé­lags­ins í Namib­íu. Þetta ger­ir fé­lag­ið í yf­ir­lýs­ingu á vef sín­um sem aug­lýst er í Morg­un­blað­inu og Frétta­blað­inu í dag. Full­yrt er að eng­inn starfs­mað­ur nema upp­ljóstr­ar­inn Jó­hann­es Stef­áns­son hafi fram­ið refsi­verð brot og að tengda­son­ur sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu hafi veitt raun­veru­lega ráð­gjöf.
Stærstur hluti styrkja til FÍFL fer í laun og rekstur lögregluforlags
5
Fréttir

Stærst­ur hluti styrkja til FÍFL fer í laun og rekst­ur lög­reglu­for­lags

Að baki um­deildr­ar fíkni­efna­aug­lýs­ing­ar sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í síð­ustu viku stend­ur Ís­lenska lög­reglu­for­lagið en fyr­ir­tæk­ið tek­ur að sér að safna og inn­heimta styrki fyr­ir hönd Fé­lags ís­lenskra fíkni­efna­lög­reglu­manna. Af þeim styrkj­um sem for­lagið safn­aði fór að­eins minni­hluti af þeim í þann mál­stað sem safn­að var fyr­ir.
Sjávarútvegurinn undanþeginn nýjum lögum um hringrásarhagkerfið
6
RannsóknEndurvinnsla á Íslandi

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn und­an­þeg­inn nýj­um lög­um um hringrás­ar­hag­kerf­ið

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hef­ur slopp­ið við að greiða hundruð millj­óna króna í úr­vinnslu­gjald vegna sér­samn­ings.
„Ég get bara bent á vandamálið“
7
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

„Ég get bara bent á vanda­mál­ið“

Alma D. Möller land­lækn­ir seg­ir hlut­verk embætt­is­ins að benda á þau vanda­mál sem upp komi í heil­brigðis­kerf­inu. Það sé hins veg­ar ekki á henn­ar ábyrgð að gera úr­bæt­ur, það sé heil­brigð­is­stofn­ana og ráð­herra að bregð­ast við.

Mest deilt

„Krónískar hamfarir“ á Landspítalanum
1
ÚttektSpítalinn er sjúklingurinn

„Krón­ísk­ar ham­far­ir“ á Land­spít­al­an­um

Starfs­menn Land­spít­al­ans lýsa því yf­ir að neyð­ar­ástand hafi mynd­ast á sum­um deild­um spít­al­ans vegna álags og mann­eklu. Starfs­menn bráða­mót­tök­unn­ar lýsa vinnu­að­stæð­um sem stríðs­ástandi og aðr­ir starfs­menn spít­al­ans og jafn­vel heilsu­gæsl­unn­ar lýsa því hvernig álag­ið fær­ir sig þang­að.
„Landspítali er vísvitandi að setja sjúklinga og starfsfólk í hættu“
2
ViðtalSpítalinn er sjúklingurinn

„Land­spít­ali er vís­vit­andi að setja sjúk­linga og starfs­fólk í hættu“

Eggert Eyj­ólfs­son, bráða­lækn­ir á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og fé­lags­mað­ur í Fé­lagi bráða­lækna, seg­ir spít­al­ann vís­vit­andi vera að setja sjúk­linga og starfs­fólk spít­al­ans í hættu eins og ástand­ið er þar núna. Í yf­ir­lýs­ingu sem Fé­lag bráða­lækna sendi frá sér vís­ar fé­lag­ið ábyrgð­inni á al­var­leg­um at­vik­um er varða sjúk­linga yf­ir á stjórn spít­al­ans, því að þeirra sögn geta lækn­ar ekki bor­ið ábyrgð á at­vik­um í ástandi sem slíku.
Jón Trausti Reynisson
3
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Bönn og sönn­un í menn­ing­ar­stríð­inu

Af­lýs­ing­ar­menn­ing­in vek­ur spurn­ing­ar um eft­ir­lits­sam­fé­lag, sann­leik­ann, frelsi, vald og ófull­kom­leika.
Kristján Hreinsson
4
Aðsent

Kristján Hreinsson

Blind­göt­ur og bönn­uð orð

Kristján Hreins­son skáld hef­ur áhyggj­ur af því sem hann nefn­ir „ný­femín­isma“ í að­sendri grein.
Rúmlega þúsund læknar skora á stjórnvöld að axla ábyrgð á stöðunni í heilbrigðiskerfinu
5
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Rúm­lega þús­und lækn­ar skora á stjórn­völd að axla ábyrgð á stöð­unni í heil­brigðis­kerf­inu

Svandís Svavars­dótt­ir var „upp­tek­in í öðru“ þeg­ar nokkr­ir lækn­ar mættu með und­ir­skrift­ir þús­und og eins lækn­is sem skor­aði á stjórn­völd að taka ábyrgð á stöð­unni í heil­brigðis­kerf­inu. Einn lækn­anna seg­ir að „mæl­ir­inn sé full­ur“ hjá öll­um vegna úr­ræða­leys­is.
Sjávarútvegurinn undanþeginn nýjum lögum um hringrásarhagkerfið
6
RannsóknEndurvinnsla á Íslandi

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn und­an­þeg­inn nýj­um lög­um um hringrás­ar­hag­kerf­ið

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hef­ur slopp­ið við að greiða hundruð millj­óna króna í úr­vinnslu­gjald vegna sér­samn­ings.
Viðurkenna að hafa haldið upplýsingum frá rannsakendum
7
Fréttir

Við­ur­kenna að hafa hald­ið upp­lýs­ing­um frá rann­sak­end­um

Eim­skip greiða 1,5 millj­arða í sátt vegna ólög­legs sam­ráðs við Sam­skip. Í sátt­inni, sem gerð er við Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, við­ur­kenna stjórn­end­ur fé­lags­ins að gögn­um hafi ver­ið hald­ið frá rann­sak­end­um. Tvö ár eru síð­an stjórn­ar­formað­ur Eim­skips sagði rann­sókn­ina ólög­lega.

Mest lesið í vikunni

Jón Trausti Reynisson
1
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Bönn og sönn­un í menn­ing­ar­stríð­inu

Af­lýs­ing­ar­menn­ing­in vek­ur spurn­ing­ar um eft­ir­lits­sam­fé­lag, sann­leik­ann, frelsi, vald og ófull­kom­leika.
Þolendur kynferðisáreitis á Bessastöðum í leyfi eða hætt
2
Fréttir

Þo­lend­ur kyn­ferð­is­áreit­is á Bessa­stöð­um í leyfi eða hætt

Á Bessa­stöð­um búa þrjár fjöl­skyld­ur; for­seta Ís­lands og tveggja starfs­manna embætt­is­ins. Und­an­far­ið ár hef­ur sam­búð­in ver­ið erf­ið. Ann­ar þess­ara starfs­manna og eig­in­kona hans íhuga að kæra hinn starfs­mann­inn til lög­regl­unn­ar fyr­ir kyn­ferð­is­lega áreitni, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Stund­ar­inn­ar.
„Krónískar hamfarir“ á Landspítalanum
3
ÚttektSpítalinn er sjúklingurinn

„Krón­ísk­ar ham­far­ir“ á Land­spít­al­an­um

Starfs­menn Land­spít­al­ans lýsa því yf­ir að neyð­ar­ástand hafi mynd­ast á sum­um deild­um spít­al­ans vegna álags og mann­eklu. Starfs­menn bráða­mót­tök­unn­ar lýsa vinnu­að­stæð­um sem stríðs­ástandi og aðr­ir starfs­menn spít­al­ans og jafn­vel heilsu­gæsl­unn­ar lýsa því hvernig álag­ið fær­ir sig þang­að.
Viðurkenna að hafa haldið upplýsingum frá rannsakendum
4
Fréttir

Við­ur­kenna að hafa hald­ið upp­lýs­ing­um frá rann­sak­end­um

Eim­skip greiða 1,5 millj­arða í sátt vegna ólög­legs sam­ráðs við Sam­skip. Í sátt­inni, sem gerð er við Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, við­ur­kenna stjórn­end­ur fé­lags­ins að gögn­um hafi ver­ið hald­ið frá rann­sak­end­um. Tvö ár eru síð­an stjórn­ar­formað­ur Eim­skips sagði rann­sókn­ina ólög­lega.
„Landspítali er vísvitandi að setja sjúklinga og starfsfólk í hættu“
5
ViðtalSpítalinn er sjúklingurinn

„Land­spít­ali er vís­vit­andi að setja sjúk­linga og starfs­fólk í hættu“

Eggert Eyj­ólfs­son, bráða­lækn­ir á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og fé­lags­mað­ur í Fé­lagi bráða­lækna, seg­ir spít­al­ann vís­vit­andi vera að setja sjúk­linga og starfs­fólk spít­al­ans í hættu eins og ástand­ið er þar núna. Í yf­ir­lýs­ingu sem Fé­lag bráða­lækna sendi frá sér vís­ar fé­lag­ið ábyrgð­inni á al­var­leg­um at­vik­um er varða sjúk­linga yf­ir á stjórn spít­al­ans, því að þeirra sögn geta lækn­ar ekki bor­ið ábyrgð á at­vik­um í ástandi sem slíku.
Pólverjum á Íslandi fækkar
6
Fréttir

Pól­verj­um á Ís­landi fækk­ar

Lands­menn eru nú í fyrsta sinn orðn­ir fleiri en 370 þús­und. Er­lend­um rík­is­borg­ur­um fjölg­aði á síð­ustu sex mán­uð­um en fækk­un varð í fjöl­menn­ustu hóp­um þeirra. Þetta sýna nýj­ar töl­ur Þjóð­skrár.
Ferðamenn ganga yfir rjúkandi hraunið í Nátthaga
7
FréttirEldgos við Fagradalsfjall

Ferða­menn ganga yf­ir rjúk­andi hraun­ið í Nátt­haga

„Fólk er að taka svaka­lega áhættu,“ seg­ir nátt­úru­vár­sér­fræð­ing­ur um hóp fólks sem gekk yf­ir hraun­ið í Nátt­haga rétt í þessu. Rennsl­ið hef­ur ekki minnk­að og hraun­ið held­ur áfram að stafl­ast upp.

Mest lesið í mánuðinum

Namibíska lögreglan bað Interpol að hafa uppi á nýráðnum fjármálastjóra Orkusölunnar
1
FréttirSamherjaskjölin

Namib­íska lög­regl­an bað In­terpol að hafa uppi á ný­ráðn­um fjár­mála­stjóra Orku­söl­unn­ar

Elísa­bet Ýr Sveins­dótt­ir kom að milli­færsl­um Sam­herja­fé­laga á Kýp­ur inn á leyni­reikn­ing James Hatuikulipi, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns Fis­hcor, í Dúbaí. Til­kynnt var í dag um ráðn­ingu henn­ar í starf fjár­mála­stjóra Orku­söl­unn­ar, sem er að fullu í eigu ís­lenska rík­is­ins.
Jón Trausti Reynisson
2
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Bönn og sönn­un í menn­ing­ar­stríð­inu

Af­lýs­ing­ar­menn­ing­in vek­ur spurn­ing­ar um eft­ir­lits­sam­fé­lag, sann­leik­ann, frelsi, vald og ófull­kom­leika.
Þolendur kynferðisáreitis á Bessastöðum í leyfi eða hætt
3
Fréttir

Þo­lend­ur kyn­ferð­is­áreit­is á Bessa­stöð­um í leyfi eða hætt

Á Bessa­stöð­um búa þrjár fjöl­skyld­ur; for­seta Ís­lands og tveggja starfs­manna embætt­is­ins. Und­an­far­ið ár hef­ur sam­búð­in ver­ið erf­ið. Ann­ar þess­ara starfs­manna og eig­in­kona hans íhuga að kæra hinn starfs­mann­inn til lög­regl­unn­ar fyr­ir kyn­ferð­is­lega áreitni, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Stund­ar­inn­ar.
Hættir eftir „stöðugt áreiti og ofsóknir“
4
Fréttir

Hætt­ir eft­ir „stöð­ugt áreiti og of­sókn­ir“

Helga Björg Ragn­ars­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri skrif­stofu borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara, hef­ur ósk­að eft­ir til­færslu í starfi vegna árása Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur borg­ar­full­trúa í sinn garð. Helga Björg seg­ist með­al ann­ars hafa orð­ið fyr­ir hót­un­um um of­beldi.
Kristján Hreinsson
5
Aðsent

Kristján Hreinsson

Blind­göt­ur og bönn­uð orð

Kristján Hreins­son skáld hef­ur áhyggj­ur af því sem hann nefn­ir „ný­femín­isma“ í að­sendri grein.
Töluðu sig saman um að taka yfir Dropbox Jóhannesar
6
FréttirSamherjaskjölin

Töl­uðu sig sam­an um að taka yf­ir Drop­box Jó­hann­es­ar

„Það þarf að loka net­fang­inu hans og end­urstilla lyk­il­orð­ið á drop­box reikn­ingn­um til að læsa hann úti af því,“ sagði Ingvar Júlí­us­son, fjár­mála­stjóri Sam­herja á Kýp­ur, í skila­boð­um til Örnu McClure, inn­an­hús­lög­fræð­ings út­gerð­ar­inn­ar, og Að­al­steins Helga­son­ar lyk­il­starfs­manns. Jón Ótt­ar Ólafs­son rek­ur ná­kvæm­lega hvernig hann braust inn á Drop­box upp­ljóstr­ar­ans í Namib­íu­mál­inu í yf­ir­lýs­ingu sinni til dóm­stóla.
Skráðu eign í Icelandair ekki í hagsmunaskrá
7
Fréttir

Skráðu eign í Icelanda­ir ekki í hags­muna­skrá

Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, og Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, skráðu hvor­ugt hluta­bréf sín í hags­muna­skrán­ingu al­þing­is­manna eins og regl­ur kveða á um. Um yf­ir­sjón var að ræða, segja þau bæði.

Nýtt á Stundinni

„Verulega óheppilegt og óæskilegt“ að styrkir til lögreglumanna hafi endað í einkafyrirtæki
Fréttir

„Veru­lega óheppi­legt og óæski­legt“ að styrk­ir til lög­reglu­manna hafi end­að í einka­fyr­ir­tæki

Í yf­ir­lýs­ingu frá Ís­lenska lög­reglu­for­laginu biðst fyr­ir­tæk­ið af­sök­un­ar á því að nokk­ur fyr­ir­tæki, sveit­ar­fé­lög og sam­tök hafi ver­ið skráð í aug­lýs­ingu á veg­um FÍFL. Lög­reglu­stjóri sem styrkt hef­ur fjár­söfn­un í gegn­um for­lagið gagn­rýn­ir að stærst­ur hluti styrks­ins hafi end­að í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins.
424. spurningaþraut: Ju Wenjun, Louise Glück og fleiri
Þrautir10 af öllu tagi

424. spurn­inga­þraut: Ju Wenj­un, Louise Glück og fleiri

Hér neðst er hlekk­ur á síð­ustu þraut, tak­ið eft­ir því. * Fyrri auka­spurn­ing: Hver er karl­inn á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað kall­ast hinir breyti­legu vind­ar á Indlandi og Suð­aust­ur-As­íu sem færa stund­um með sér mik­ið regn? 2.  Í hvaða heims­álfu er land­ið Bel­ize? 3.  Hvað er hnall­þóra? 4.  Í eina tíð deildu menn á Ís­landi um...
Stærstur hluti styrkja til FÍFL fer í laun og rekstur lögregluforlags
Fréttir

Stærst­ur hluti styrkja til FÍFL fer í laun og rekst­ur lög­reglu­for­lags

Að baki um­deildr­ar fíkni­efna­aug­lýs­ing­ar sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í síð­ustu viku stend­ur Ís­lenska lög­reglu­for­lagið en fyr­ir­tæk­ið tek­ur að sér að safna og inn­heimta styrki fyr­ir hönd Fé­lags ís­lenskra fíkni­efna­lög­reglu­manna. Af þeim styrkj­um sem for­lagið safn­aði fór að­eins minni­hluti af þeim í þann mál­stað sem safn­að var fyr­ir.
Rúmlega þúsund læknar skora á stjórnvöld að axla ábyrgð á stöðunni í heilbrigðiskerfinu
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Rúm­lega þús­und lækn­ar skora á stjórn­völd að axla ábyrgð á stöð­unni í heil­brigðis­kerf­inu

Svandís Svavars­dótt­ir var „upp­tek­in í öðru“ þeg­ar nokkr­ir lækn­ar mættu með und­ir­skrift­ir þús­und og eins lækn­is sem skor­aði á stjórn­völd að taka ábyrgð á stöð­unni í heil­brigðis­kerf­inu. Einn lækn­anna seg­ir að „mæl­ir­inn sé full­ur“ hjá öll­um vegna úr­ræða­leys­is.
Lögmaður Ballarin orðinn eigandi helmingshlutar nýja WOW
Fréttir

Lög­mað­ur Ball­ar­in orð­inn eig­andi helm­ings­hlut­ar nýja WOW

Páll Ág­úst Ólafs­son, lög­mað­ur og tals­mað­ur Michele Ball­ar­in, sem keypti eign­ir þrota­bús WOW air ár­ið 2019 er orð­inn eig­andi helm­ings hluta­fjár í fé­lag­inu sem stend­ur að baki hinu nýja WOW. Fé­lag­ið er sagt hafa sótt um flugrekstr­ar­leyfi hjá Sam­göngu­stofu.
Hver ertu?
Blogg

Léttara líf

Hver ertu?

Þeg­ar stórt er spurt er fátt um svör. Þeg­ar ég hef spurt fólk þess­ar­ar spurn­ing­ar þá fæ ég iðu­lega svar­ið við spurn­ing­unni „Við hvað vinn­irðu?“ Það finnst mér mjög áhuga­vert en jafn­framt ansi dap­urt. Flest­ir skil­greina hver þeir eru út frá því við hvað þeir starfa. Þetta sýn­ir hversu stórt hlut­verk vinn­an spil­ar í lífi okk­ar, og allt of stórt...
Hvað finnst vegagerðinni um Kötlu?
Blogg

Listflakkarinn

Hvað finnst vega­gerð­inni um Kötlu?

Ný­ver­ið birt­ist aug­lýs­ing í boði FÍFL (fé­lag ís­lenskra fíkni­efna­lög­reglu­manna) í morg­un­blað­inu. Það mætti í sjálfu sér velta fyr­ir sér hvers vegna jafn lítt les­ið blað, með jafn­háu aug­lýs­inga­verði verð­ur ít­rek­að fyr­ir val­inu hjá rík­is­stofn­un­um þeg­ar þær aug­lýsa eða kaupa sér áskrift­ir, en við skul­um geyma þær pæl­ing­ar í bili. Aug­lýs­ing­in lít­ur í fyrstu út fyr­ir að vera for­varn­ar-aug­lýs­ing ætl­uð ung­menn­um...
423. spurningaþraut: Báðar aukaspurningar eru sprottnar frá Kötlu
Þrautir10 af öllu tagi

423. spurn­inga­þraut: Báð­ar auka­spurn­ing­ar eru sprottn­ar frá Kötlu

Hlekk­ur á síð­ustu (og næstu) þraut er hér neðst. * Auka­spurn­ing­ar eru báð­ar sprottn­ar úr sjón­varps­serí­unni Kötlu. Hér að of­an sjást drang­ar nokkr­ir sem ganga í sjó fram við Vík í Mýr­dal, þar sem Katla ger­ist. Hvað heita þeir? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Und­ir hvaða jökli er eld­stöð­in Katla? 2.  Hvaða ár lauk síð­ari heims­styrj­öld­inni? 3.  Barn­ung stúlka með fræga slöngu­lokka...
Eimskipsmenn enn til rannsóknar eftir sátt og milljarðasekt
Fréttir

Eim­skips­menn enn til rann­sókn­ar eft­ir sátt og millj­arða­sekt

Rann­sókn yf­ir­valda á lög­brot­um Eim­skips er enn í gangi jafn­vel þó að fyr­ir­tæk­ið hafi gert sátt við Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið. Mál starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur ver­ið á borði hér­aðssak­sókn­ara og fyr­ir­renn­ara síð­an ár­ið 2014. Sam­skip svar­ar engu um sína hlið máls­ins.
Læknanemar krefjast aðgerða
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Lækna­nem­ar krefjast að­gerða

Tíu lækna­nem­ar sendu í gær fram­kvæmda­stjórn Land­spít­ala bréf þar sem þau biðla hana að gera strax ráð­staf­an­ir til að tryggja full­nægj­andi mönn­un á bráða­mót­töku.
Þorsteinn biðst afsökunar en segir aðeins Jóhannes hafa brotið lög
FréttirSamherjaskjölin

Þor­steinn biðst af­sök­un­ar en seg­ir að­eins Jó­hann­es hafa brot­ið lög

Sam­herji og Þor­steinn Már Bald­vins­son for­stjóri út­gerð­ar­inn­ar biðj­ast af­sök­un­ar á starf­semi fé­lags­ins í Namib­íu. Þetta ger­ir fé­lag­ið í yf­ir­lýs­ingu á vef sín­um sem aug­lýst er í Morg­un­blað­inu og Frétta­blað­inu í dag. Full­yrt er að eng­inn starfs­mað­ur nema upp­ljóstr­ar­inn Jó­hann­es Stef­áns­son hafi fram­ið refsi­verð brot og að tengda­son­ur sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu hafi veitt raun­veru­lega ráð­gjöf.
Sjávarútvegurinn undanþeginn nýjum lögum um hringrásarhagkerfið
RannsóknEndurvinnsla á Íslandi

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn und­an­þeg­inn nýj­um lög­um um hringrás­ar­hag­kerf­ið

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn hef­ur slopp­ið við að greiða hundruð millj­óna króna í úr­vinnslu­gjald vegna sér­samn­ings.