Nýkeypt fjögurra herbergja íbúð forsetahjónanna Guðna Th. Jóhannessonar og Elizu Reid var auglýst til leigu á dögunum á 265 þúsund krónur á mánuði. Fermetraverð leigunnar leggst á 2.816 krónur en meðal fermetraverð sambærilegra íbúða á sama svæði í mars síðastliðnum var 2.307 krónur. Formaður Eflingar segir að hún hefði aldrei getað ímyndað sér að forsetahjónin hefðu geð í sér til að gerast þátttakendur í græðgisvæðingu á leigumarkaði.
„Mér finnst ótrúlegt að fólk sem er í mestri forréttindastöðu í samfélaginu geti ekki hamið sig í græðgi,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, en henni var bent á umrædda leiguauglýsingu á dögunum.
Samkvæmt kaupsamningi eignarinnar, sem er íbúð á þriðju hæð í fjölbýlishúsi á Hringbraut í Reykjavík, greiddu forsetahjónin 47 milljónir króna fyrir eignina. Kaupsamningnum var þinglýst 29. mars síðastliðinn. Íbúðin var skráð til leigu á fasteignavef Vísis 12. mars síðastliðinn en hefur nú verið tekin þaðan út, væntanlega sökum þess að …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir