Það rigndi „gulli“ við eldgosið
Björgunarsveitarmaður Meðlimir í björgunarsveitum á svæðinu báðu fólk að yfirgefa svæðið upp úr klukkan 10 í gærkvöldi. Mynd: Jón Trausti Reynisson
Þessi grein er meira en ársgömul.

Það rigndi „gulli“ við eldgosið

„Ein­stak­lega fal­leg“ vik­ur­korn bár­ust úr eld­gos­inu í Geld­inga­döl­um í gær eða nótt. Norna­hár fund­ust í mos­an­um. Fólk­ið mynd­aði ljós­ar­ás frá gígn­um.

Eldgosið í Geldingadölum skartaði sínu fegursta í gærkvöldi og fólkið sömuleiðis. Ljósadýrðin af mannmergðinni sem yfirgaf gossvæðið í einni rás að beiðni sjálfboðaliðanna í björgunarsveitum  blandaðist saman við rauðlitaðan og appelsínugulan himininn. Boðað hefur verið að lokað verði fyrir aðgang að eldgosinu á morgun, laugardag.

NornahárEldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti þessa mynd af nornahárum nærri gígnum í Geldingadölum.

Í gær eða í nótt átti sér stað fyrsta öskufallið við eldgosið, samkvæmt Eldfjallafræði og náttúruvárhópi Háskóla Íslands. Eldfjallafræðingarnir Ármann Höskuldsson og Þorvaldur Þórðarson fundu gyllt gjall austan við gosstöðvarnar, mest um sentímetri hvert korn. „Gjóskufallið, þar sem það er svo gott sem samfelld þekja, myndar mjóan geira sem nær yfir hraunið austan gígana og nokkra tugi metra upp hlíðina á móti,“ segir í færslu hópsins. Þess ber að geta að gasið af gosinu hefur undanfarið borist í austurátt undan vestanáttinni og því ekki verið aðstæður fyrir fólk að dvelja þar við. Á páskadag er hins vegar spáð norðanátt sem leiðir gasmengun hugsanlega suður yfir hluta núverandi gönguleiðar.

Þá segir að gjóskan sé einstaklega falleg, gulllituð vikurkorn (e. Golden Pumice), sem í raun eru frauð með þéttpökkuðum smáum hringlaga blöðrum. Í sumum tilvikum eru blöðrurnar marghorna, sem er vitnisburður um þroskuð froðu.“

GjalliðÁ meðfylgjandi myndum frá jarðfræðingum á svæðinu sést gyllta gjallið, vikurinn, nefndur „Golden pumice“ á ensku.

Svokallað nornahár hefur um leið fundist, sem myndast þegar kvikan er teygð út í örmjóa strengi, líkt og þegar „deigt toffí“ (þ.e. karamella) er slitin í sundur og dregin út.“ Fyrirbærið verður til þegar gasstreymi teygir á kviku í örþunn hár, líkt og glerull. Nornahár geta veðrast auðveldlega og horfið við ágang fólks.

Um klukkan 10 í gærkvöldi vísuðu björgunarsveitir fólki af svæðinu, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum og myndböndum. Blíðskaparveður var en færi á köflum erfitt. Leðja er á stórum hluta gönguleiðarinnar, mest í dalnum suður af, og í bröttum brekkum er sums staðar þunnt lag af lausamöl ofan á klöpp, sem kippir auðveldlega fótunum undan ferðalöngum. Ekki er lengur gengið upp þar sem reipi hafði verið komið fyrir, sem varð umdeilt vegna áhyggja af því að það bæri með sér covid.

Almenningi verður meinaður aðgangur að svæðinu á morgun vegna þess að spáð er roki og rigningu og jafnvel hríð. „Það má segja að þetta komi sér ágætlega því álag á björgunarsveitarfólk og viðbragðsaðila hefur verið gríðarlegt undanfarna daga og í sjálfu sér er þetta kærkomið. En það er stefnt að því að opna svæðið síðan aftur á páskadagsmorgni klukkan sex,“ sagði Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við RÚV. 

Þrátt fyrir að allt fólk væri farið af svæðinu í gærkvöldi var enn fram eftir nóttu björgunarsveitarfólk frá Vestfjörðum við gönguleiðina að gosinu og sömuleiðis björgunarsveitarfólk við Suðurstrandarveg.

Gosið í gærkvöldiEkki er vitað hvenær fyrsta öskufallið varð en talið er að það hafi verið í gær eða í nótt.Jón Trausti Reynisson
Streymið af gosstöðvunumUndir lok kvölds var stöðugur straumur fólks niður stíginn sem gætt var af björgunarsveitunum.
Björgunarsveitin lokarSumir þeirra síðustu höfðu týnt eigum sínum og leituðu þeirra við hraunið. Björgunarsveitarfólk ræðir hér við viðstadda um brottför.
BjörgunarsveitarmaðurEinn af þeim sem fylgdi því eftir að fólk færi frá gosstöðvunum fyrir nóttina.
LokunBjörgunarsveitir lokuðu fyrir bílaumferð á Suðurstrandarvegi skammt vestan við afleggjara að Vigdísarvöllum frá klukkan sex í gær.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Við gætum haft þrjú tungl! Hvar eru hin tvö?!
Flækjusagan

Við gæt­um haft þrjú tungl! Hvar eru hin tvö?!

Föru­naut­ur okk­ar Jarð­ar­búa á enda­lausri hring­ferð okk­ar um sól­kerf­ið, Mán­inn, er svo gam­al­kunn­ur og traust­ur fé­lagi að það er erfitt að ímynda sér hann eitt­hvað öðru­vísi og hvað þá bara einn af mörg­um. Við vit­um að stóru gasris­arn­ir ut­ar í sól­kerf­inu hafa tugi tungla sér til fylgd­ar — 80 við Júpíter þeg­ar síð­ast frétt­ist, 83 við Sa­t­úrn­us — en tungl­ið...
Sorgleg svör Katrínar við orðum Bjarkar
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Sorg­leg svör Katrín­ar við orð­um Bjark­ar

Blaða­mað­ur The Guar­di­an, Chal Ravens, seg­ir að Björk hafi „nán­ast hrækt“ í reiði sinni þeg­ar hún lýsti svik­um þeim sem henni fannst hún hafa upp­lilfað af hendi Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur.
Stríð í þúsund daga
Flækjusagan#40

Stríð í þús­und daga

Ill­ugi Jök­uls­son fór að skoða hverj­ir væru fyr­ir­mynd­irn­ar að upp­á­hald­s­per­sónu hans í upp­á­halds­skáld­sögu hans, Hundrað ára ein­semd eft­ir García Márqu­ez.
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Fréttir

Katrín Jak­obs­dótt­ir „hef­ur ekk­ert gert fyr­ir um­hverf­ið“

Tón­list­ar­kon­an Björk Guð­munds­dótt­ir seg­ir for­sæt­is­ráð­herra hafa svik­ið lof­orð sem hún gaf um að­gerð­ir í lofts­lags­mál­um.
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Björn Leví Gunnarsson
Aðsent

Björn Leví Gunnarsson

Fólk - og fram­lög til stjórn­mála­flokka

Stjórn­mála­flokk­ar eiga ekki að þurfa fjár­magn sem dug­ar til að keyra gríð­ar­leg­ar aug­lýs­inga­her­ferð­ir.
Sorgarsaga Söngva Satans
Fréttir

Sorg­ar­saga Söngva Satans

Bresk-ind­verski rit­höf­und­ur­inn Salm­an Rus­hdie særð­ist illa í morð­til­ræði þeg­ar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dög­un­um. Svo virð­ist sem árás­ar­mað­ur­inn, sem er af líb­önsk­um ætt­um, hafi ætl­að sér að upp­fylla trú­ar­lega til­skip­un leið­toga Ír­ans frá 1989 sem sagði Rus­hdie rétt­dræp­an fyr­ir guðlast í bók sinni Söngv­ar Satans. Mál­ið á sér langa og sorg­lega sögu sem er samof­in mál­frelsi, trú­arof­stæki og valdatafli í Mið-Aust­ur­lönd­um.
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Flækjusagan

Fyrsti Róm­ar­bisk­up brennd­ur á krossi?

Páfinn sit­ur enn í Róm, 1
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Viðtal

Túlk­ur Gor­bat­sjevs: „Hvernig á að forð­ast þriðju heims­styrj­öld“

Pavel Palazhchen­ko, sem var sov­ésk­ur og síð­ar rúss­nesk­ur diplómati og túlk­ur Gor­bat­sjevs á leið­toga­fund­in­um í Reykja­vík ár­ið 1986, seg­ir að stöðva eigi hern­að­ar­að­gerð­ir í Úkraínu eins fljótt og auð­ið er. 36 ár­um eft­ir fund­inn í Höfða er Palazhchen­ko aft­ur kom­inn í stutta heim­sókn til Reykja­vík­ur og féllst á að ræða við Andrei Mens­hen­in blaða­mann um leið­toga­fund­inn og þær breyt­ing­ar sem urðu í kjöl­far hans, kjarn­orku­vopn og stríð­ið í Úkraínu. Hann seg­ir að eng­ar alls­herj­ar­við­ræð­ur um ör­ygg­is­mál hafi orð­ið milli Rúss­lands og Evr­ópu eft­ir hrun Sov­ét­ríkj­anna.
FréttirEigin konur

„Ég sá bara veik­an ein­stak­ling“

Mað­ur sem var mis­not­að­ur af bróð­ur sín­um um ára­bil lýs­ir því í við­tali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á að­stæð­um eft­ir að mál­ið komst upp.
Í vöku og draumi
Viðtal

Í vöku og draumi

Ýr Þrast­ar­dótt­ir fata­hönn­uð­ur hef­ur vak­ið at­hygli fyr­ir hönn­un sína sem oft má líkja við lista­verk og fyrr á þessu ári opn­aði hún ásamt tveim­ur öðr­um hönn­uð­um versl­un­ina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvik­mynda­skóla Ís­lands og út­skrif­að­ist í vor. Ýr var greind með ADHD fyr­ir um einu og hálfu ári og seg­ist nú skilja hvernig hún hef­ur fún­ker­að í gegn­um ár­in.
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
MenningHús & Hillbilly

Brák og Þór­ir í Freyju­lundi lifa með árs­tíð­un­um

Hill­billy hitti Brák Jóns­dótt­ur mynd­list­ar­konu og Þóri Her­mann Ósk­ars­son tón­list­ar­mann í byrj­un sum­ars til að ræða list­a­líf­ið á Norð­ur­landi.
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Fólkið í borginni

Snýst ekki um trú að hafa þekk­ingu á Biblí­unni

Arn­ald­ur Sig­urðs­son, bóka­vörð­ur á Lands­bóka­safn­inu, tel­ur klass­ísk­ar bók­mennt­ir, einkum Bibl­í­una, grund­völl að læsi.