Það rigndi „gulli“ við eldgosið
Björgunarsveitarmaður Meðlimir í björgunarsveitum á svæðinu báðu fólk að yfirgefa svæðið upp úr klukkan 10 í gærkvöldi. Mynd: Jón Trausti Reynisson
Þessi grein er rúmlega 6 mánaða gömul.

Það rigndi „gulli“ við eldgosið

„Ein­stak­lega fal­leg“ vik­ur­korn bár­ust úr eld­gos­inu í Geld­inga­döl­um í gær eða nótt. Norna­hár fund­ust í mos­an­um. Fólk­ið mynd­aði ljós­ar­ás frá gígn­um.

Eldgosið í Geldingadölum skartaði sínu fegursta í gærkvöldi og fólkið sömuleiðis. Ljósadýrðin af mannmergðinni sem yfirgaf gossvæðið í einni rás að beiðni sjálfboðaliðanna í björgunarsveitum  blandaðist saman við rauðlitaðan og appelsínugulan himininn. Boðað hefur verið að lokað verði fyrir aðgang að eldgosinu á morgun, laugardag.

NornahárEldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands birti þessa mynd af nornahárum nærri gígnum í Geldingadölum.

Í gær eða í nótt átti sér stað fyrsta öskufallið við eldgosið, samkvæmt Eldfjallafræði og náttúruvárhópi Háskóla Íslands. Eldfjallafræðingarnir Ármann Höskuldsson og Þorvaldur Þórðarson fundu gyllt gjall austan við gosstöðvarnar, mest um sentímetri hvert korn. „Gjóskufallið, þar sem það er svo gott sem samfelld þekja, myndar mjóan geira sem nær yfir hraunið austan gígana og nokkra tugi metra upp hlíðina á móti,“ segir í færslu hópsins. Þess ber að geta að gasið af gosinu hefur undanfarið borist í austurátt undan vestanáttinni og því ekki verið aðstæður fyrir fólk að dvelja þar við. Á páskadag er hins vegar spáð norðanátt sem leiðir gasmengun hugsanlega suður yfir hluta núverandi gönguleiðar.

Þá segir að gjóskan sé einstaklega falleg, gulllituð vikurkorn (e. Golden Pumice), sem í raun eru frauð með þéttpökkuðum smáum hringlaga blöðrum. Í sumum tilvikum eru blöðrurnar marghorna, sem er vitnisburður um þroskuð froðu.“

GjalliðÁ meðfylgjandi myndum frá jarðfræðingum á svæðinu sést gyllta gjallið, vikurinn, nefndur „Golden pumice“ á ensku.

Svokallað nornahár hefur um leið fundist, sem myndast þegar kvikan er teygð út í örmjóa strengi, líkt og þegar „deigt toffí“ (þ.e. karamella) er slitin í sundur og dregin út.“ Fyrirbærið verður til þegar gasstreymi teygir á kviku í örþunn hár, líkt og glerull. Nornahár geta veðrast auðveldlega og horfið við ágang fólks.

Um klukkan 10 í gærkvöldi vísuðu björgunarsveitir fólki af svæðinu, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum og myndböndum. Blíðskaparveður var en færi á köflum erfitt. Leðja er á stórum hluta gönguleiðarinnar, mest í dalnum suður af, og í bröttum brekkum er sums staðar þunnt lag af lausamöl ofan á klöpp, sem kippir auðveldlega fótunum undan ferðalöngum. Ekki er lengur gengið upp þar sem reipi hafði verið komið fyrir, sem varð umdeilt vegna áhyggja af því að það bæri með sér covid.

Almenningi verður meinaður aðgangur að svæðinu á morgun vegna þess að spáð er roki og rigningu og jafnvel hríð. „Það má segja að þetta komi sér ágætlega því álag á björgunarsveitarfólk og viðbragðsaðila hefur verið gríðarlegt undanfarna daga og í sjálfu sér er þetta kærkomið. En það er stefnt að því að opna svæðið síðan aftur á páskadagsmorgni klukkan sex,“ sagði Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við RÚV. 

Þrátt fyrir að allt fólk væri farið af svæðinu í gærkvöldi var enn fram eftir nóttu björgunarsveitarfólk frá Vestfjörðum við gönguleiðina að gosinu og sömuleiðis björgunarsveitarfólk við Suðurstrandarveg.

Gosið í gærkvöldiEkki er vitað hvenær fyrsta öskufallið varð en talið er að það hafi verið í gær eða í nótt.Jón Trausti Reynisson
Streymið af gosstöðvunumUndir lok kvölds var stöðugur straumur fólks niður stíginn sem gætt var af björgunarsveitunum.
Björgunarsveitin lokarSumir þeirra síðustu höfðu týnt eigum sínum og leituðu þeirra við hraunið. Björgunarsveitarfólk ræðir hér við viðstadda um brottför.
BjörgunarsveitarmaðurEinn af þeim sem fylgdi því eftir að fólk færi frá gosstöðvunum fyrir nóttina.
LokunBjörgunarsveitir lokuðu fyrir bílaumferð á Suðurstrandarvegi skammt vestan við afleggjara að Vigdísarvöllum frá klukkan sex í gær.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Kosningavakt Stundarinnar: Rætt við kjósendur og frambjóðendur
StreymiAlþingiskosningar 2021

Kosn­inga­vakt Stund­ar­inn­ar: Rætt við kjós­end­ur og fram­bjóð­end­ur

Stund­in mun vera með kosn­ing­ar­vakt í all­an dag og í kvöld. Kíkt verð­ur í heim­sókn á kosn­inga­skrif­stof­ur stjórn­mála­flokk­ana og rætt verð­ur það við fram­bjóð­end­ur og stuðn­ings­fólk. Einnig verð­ur rætt við kjós­end­ur víðs veg­ar um höf­uð­borg­ar­svæð­ið.
Vorum ekki undirbúnar fyrir svona harða pólitík
Fréttir

Vor­um ekki und­ir­bún­ar fyr­ir svona harða póli­tík

Ung­ir um­hverf­issinn­ar stóðu fyr­ir Sól­arkvarð­an­um, mæli­kvarða á um­hverf­is­stefn­ur stjórn­mála­flokka fyr­ir kosn­ing­arn­ar. Að­stand­end­ur hans segj­ast ekki hafa átt von á því að mæta rang­færsl­um og harðri póli­tík stjórn­mála­afla vegna þess, en það hafi þurft að grípa til dra­stískra að­gerða til að gera um­hverf­is­vernd að kosn­inga­máli.
Ráðherrar opna veskið á lokasprettinum
FréttirAlþingiskosningar 2021

Ráð­herr­ar opna vesk­ið á loka­sprett­in­um

Á síð­ustu vik­um í að­drag­anda al­þing­is­kosn­inga hafa ráð­herr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar veitt veru­lega fjár­muni til að­greindra verk­efna, kom­ið um­deild­um mál­um í ferli og lof­að að­gerð­um sem leggj­ast mis­vel í fólk. Á sama tíma er þing ekki að störf­um og þing­menn hafa lít­il færi á að sýna fram­kvæmd­ar­vald­inu virkt að­hald.
517. spurningaþraut: Stjórnmálamenn allra landa, sameinist!
Þrautir10 af öllu tagi

517. spurn­inga­þraut: Stjórn­mála­menn allra landa, sam­ein­ist!

Af því í dag eru kosn­ing­ar, þá snú­ast all­ar spurn­ing­ar um kosn­inga­mál. Auka­spurn­ing­arn­ar snú­ast um ís­lenska stjórn­mála­flokka en að­al­spurn­ing­arn­ar um er­lenda stjórn­mála­menn. Fyrri auka­spurn­ing. Hvaða ís­lensk­ur stjórn­mála­flokk­ur hafði merk­ið hér að of­an að ein­kenni sínu? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað hét þessi stjórn­mála­mað­ur? 2.  Hver er þetta? 3.  Hver er þetta? 4.  Og hér má sjá ...? **...
Helstu hneykslismál ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu
Fréttir

Helstu hneykslis­mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar á kjör­tíma­bil­inu

Rík­is­stjórn­in hélt út kjör­tíma­bil­ið þótt spenna hafi mynd­ast í sam­starf­inu og ým­is álita­mál hafi kom­ið upp. Hér eru rifj­uð upp at­vik sem hristu upp í al­menn­ingi og Al­þingi á síð­ustu fjór­um ár­um.
Logi kallar umræðu um Kristrúnu „atlögu að lýðræði“
Fréttir

Logi kall­ar um­ræðu um Kristrúnu „at­lögu að lýð­ræði“

Logi Ein­ars­son, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði „dag­blöð sér­hags­muna­afl­anna“ gera að­för að lýð­ræð­inu með sér­kröf­um á hend­ur Kristrúnu Frosta­dótt­ur um að gefa upp upp­lýs­ing­ar um fjár­hag sinn, eft­ir frétt­ir af hátt í 100 millj­óna króna hagn­aði henn­ar af kauprétt­ar­samn­ing­um. Kristrún sagð­ist hins veg­ar áð­ur skilja gagn­rýn­ina.
„Mér finnst þetta vera alveg ótrúleg upptalning“
FréttirAlþingiskosningar 2021

„Mér finnst þetta vera al­veg ótrú­leg upp­taln­ing“

Bjarni Bene­dikts­son hneyksl­að­ur á spurn­ingu um hneykslis­mál og hvort hann hafi glat­að trausti kjós­enda.
FréttirKosningastundin

Guð­mund­ur Ingi: At­kvæði greitt VG sé at­kvæði greitt gegn hægri stjórn

Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son um­hverf­is­ráð­herra geng­ur sátt­ur frá borði þótt Vinstri græn hafi ekki náð mik­il­væg­um mál­efn­um í gegn. Helst sér hann eft­ir mið­há­lend­is­þjóð­garð­in­um en mun halda bar­átt­unni áfram og seg­ir lofts­lags­mál­in vera stærstu verk­efn­in á kom­andi kjör­tíma­bili. Þar þarf að grípa til að­gerða í at­vinnu­líf­inu og friða bæði hluta af landi og hafi.
Skýrar línur í fullyrðingum um efnahagsmál
FréttirAlþingiskosningar 2021

Skýr­ar lín­ur í full­yrð­ing­um um efna­hags­mál

Al­mennt virð­ast þátt­tak­end­ur í Kosn­inga­prófi Stund­ar­inn­ar þeirr­ar skoð­un­ar að hækka ætti skatta á hina efna­meiri og afla rík­is­sjóði meiri tekna. Þá virð­ast þátt­tak­end­ur einnig á því að styðja eigi við fólk í meira mæli.
Lögfestum þjóðarviljann
Blogg

Þorvaldur Gylfason

Lög­fest­um þjóð­ar­vilj­ann

12 Síð­ustu daga hef ég að marg­gefnu til­efni rak­ið mörg dæmi af ís­lenzkri stjórn­mála­spill­ingu, enda er spill­ing nú í fyrsta sinn til um­ræðu í að­drag­anda al­þing­is­kosn­inga. Fjög­ur fram­boð til Al­þing­is af tíu mæla gegn spill­ingu: Pírat­ar, Sósí­al­ista­flokk­ur­inn, Flokk­ur fólks­ins og Frjáls­lyndi lýð­ræð­is­flokk­ur­inn. Hin fram­boð­in sex ým­ist þræta fyr­ir spill­ing­una eða þegja um hana. Að­eins 22% fylg­is­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins...
Gerum eitthvað skemmtilegt!
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Ger­um eitt­hvað skemmti­legt!

Já, ger­um nú eitt­hvað skemmti­legt! Og ekki bara skemmti­legt held­ur líka skyn­sam­legt og sið­legt og nauð­syn­legt. Gef­um Sjálf­stæð­is­flokkn­um frí frá land­stjórn­inni. Það er kom­inn tími til.
Fjármálastjóri Samherja í Namibíu: „Það sleppir enginn gullskeiðunum!“
FréttirNý Samherjaskjöl

Fjár­mála­stjóri Sam­herja í Namib­íu: „Það slepp­ir eng­inn gull­skeið­un­um!“

Ingólf­ur Pét­urs­son, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Sam­herja í Namib­íu, er kom­inn með rétt­ar­stöðu sak­born­ings í rann­sókn máls­ins. Sam­skipti hans og bók­ara hjá Sam­herja sýna þá vitn­eskju sem var um mútu­greiðsl­urn­ar í Namib­íu á með­al starfs­manna Sam­herja sem komu að starf­sem­inni í Namib­íu.