Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Svona er peningaþvætti stundað á Íslandi

„Það er eins og skatt­ur­inn sé ekk­ert að pæla í þessu,“ seg­ir við­mæl­andi Stund­ar­inn­ar, sem hef­ur stund­að pen­inga­þvætti. Áhætta vegna pen­inga­þvætt­is er helst tengd lög­mönn­um, end­ur­skoð­end­um, fast­eigna­söl­um og bíla­söl­um. Sára­fá­ar ábend­ing­ar ber­ast um grun um pen­inga­þvætti frá þess­um stétt­um, þrátt fyr­ir til­kynn­inga­skyldu.

Samkvæmt nýútgefnu áhættumati ríkislögreglustjóra á vörnum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, telst áhætta vegna peningaþvættis mest er varðar skattsvik sem frumbrot peningaþvættis, flutning reiðufjár til og frá landinu, reiðufjárviðskipti, einkahlutafélög, peningasendingar, söfnunarkassa og happdrættisvélar.

Birgir Jónasson, löglærður fulltrúi hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra og umsjónarmaður með áhættumatinu, segir í samtali við Stundina að fyrir honum snúist niðurstöðurnar helst að skattsvikum, reiðufé og misnotkun á einkahlutafélögum. Allt er þetta eitthvað, sem samkvæmt áhættumatinu, tengist skipulagðri brotastarfsemi.

Frumbrot peningaþvættis

Peningaþvætti felur í sér ólögmætan ávinning af svokölluðu frumbroti, til að mynda brotum á almennum hegningarlögum eða sérrefsilögum. Áhættumatið skiptir frumbrotum peningaþvættis í tvo flokka, skattsvik og önnur brot.

Birgir segir skattsvik standa ein og sér í áhættumatinu en þau frumbrot geti þó tengst notkun reiðufjár, misnotkun á einkahlutafélögum og skipulagðri brotastarfsemi en dæmi eru um að aðilar sem tengist glæpasamtökum hafi kerfisbundið misnotað virðisaukaskattskerfið með því að svíkja út virðisaukaskatt af ríkinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Peningaþvætti á Íslandi

Fasteignaviðskiptin hringdu engum viðvörunarbjöllum
FréttirPeningaþvætti á Íslandi

Fast­eigna­við­skipt­in hringdu eng­um við­vör­un­ar­bjöll­um

Dæmi eru um að fast­eigna­sal­ar til­kynni kaup­end­ur eða selj­end­ur fast­eigna til lög­reglu vegna tengsla við fíkni­efna­sölu. Fast­eigna­við­skipti Ant­ons Krist­ins Þórð­ar­son­ar, sem hef­ur ver­ið til op­in­berr­ar um­ræðu vegna tengsla við brot­a­starf­semi, hringdu hins veg­ar eng­um við­vör­un­ar­bjöll­um hjá fast­eigna­söl­unni Miklu­borg.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu