Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Brennisteinslykt í Grindavík og Reykjanesbrautinni lokað: „Einhvern veginn er þetta loksins komið“

Reykja­nes­braut­inni er lok­að vegna ágangs áhuga­samra og var­úð­ar­ráð­stafna vegna eld­goss.

<span>Brennisteinslykt í Grindavík og Reykjanesbrautinni lokað:</span> „Einhvern veginn er þetta loksins komið“
Grindavík Mynd sem barst frá íbúa í Grindavík. Mynd: Guðbjartur Agnarsson

Brennisteinslykt finnst nú í Grindavík og almannavarnir beina því til íbúa í Þorlákshöfn að loka gluggum og hækka hita í húsum vegna þess að búast megi við gasmengun í bænum.

Hraun er nú farið að flæða til suðurs og vesturs frá eldgosinu sem hófst í kvöld á sprungu á tveimur eða fleiri stöðum í Geldingagald við Fagradalsfjall. Lítill gosórói finnst, sem þykir óvenjulegt.

Sigurbjörg Vignisdóttir, íbúi í Grindavík, segir að eldgosið veki með henni undarlegar tilfinningar. „Í kvöld byrjaði að gjósa í Geldingagjölu en ekki á þeim stað þar sem vísindamenn höfðu búist við. Einhvern veginn er þetta loksins komið, á sama tíma hélt ég samt að þetta myndi aldrei gerast. En ég hef aldrei verið hrædd, hvorki við jarðskjálftana né við að það byrji að gjósa, en ég veit að það er fullt af fólki í kringum mig sem er skíthrædd.“ 

Hún segir að stemmingin í Grindavík sé misgóð. „Hér er mikil spenna og forvitni, sumir eru hræddir en öðrum þykir þetta spennandi. Það er ákveðinn léttir að gosið sé hafið og ég segi það í von um að skjálftar muni þá róast.“

Hún segir að nú sé mikill reitingur í bænum. „Fólk flykkist út að skoða eldgosið og reyna að fá góðar myndir og myndbönd. Gosið sést vel frá Grindavík og er eins og fallegt sólsetur. Það er einstaklega gott skyggni svo að þetta sérst allt mjög vel.

Sigurbjörg segir jafnframt að það sé gríðarleg mikil ásókn í að komast út á Reykjanesið núna úr Reykjavík. „Vinkona mín þurfti að berjast við að komast til Grindavíkur úr bænum. Brautinni var lokað frá Straumsvík.“

Örtröð á Reykjanesbraut

Reykjanesbrautinni lokað

Íbúi í Reykjanesbæ sem hringdi inn í útsendingu Rúv kvartar undan því að Reykjanesbrautin sé lokuð og fólk komist ekki heim til sín.

„Þetta er bara fáránlegt. Þetta er bara kolvitlaust fólk sem er að reyna að mynda einhvern bjarma. Brautin er stífluð af forvitnu fólki og heimamenn komast ekki heim til sín,“ sagði maðurinn, sem þurfti að hverfa frá vegna lokunar. „Það er ekkert betra að vera í bílunum sínum í gasmengun af eldgosi.“

Eldgosið í Geldingardal við Fagradalsfjall.
EldtungurHér má sjá eldtungur úr gosinu.

Léttir að gosið sé hafið

Undir það tekur Ingibergur Þór Jónasson, sem býr einnig í Grindavík. Hann náði þessum myndum þar sem sést í eldtungur um ellefuleytið í kvöld, þegar hann keyrði inn eftir Suðurstrandavegi í átt að Festisfjalli. Á heimleið lenti hann í umferðarþunga og segir að á Grindarvíkurvegi sé bíll við bíl alla leiðina, bílum lagt í kant við Seltjörn og mikil ásókn sé í að komast út á Reykjanes. 

Hann segir ákveðinn létti fylgja því að gosið sé hafið. „Þetta er búið að vera helvíti hér undanfarna daga og ekkert hægt að sofa vegna skjálftanna. Undanfarna daga hefur verið óþægilega rólegt því ég trúði aldrei öðru en að það myndi byrja að gjósa að lokum.“ Hann hafi óttast að þetta væri lognið á undan storminum, hvort það væri von á stórum skjálfta eða eldgosi. „Á sama tíma finnst mér þetta spennandi, ég elska náttúruna og elska að taka myndir og treysti því að okkur stafi engin ógn af eldgosinu.“

Í skjálftahrinunni hafi á einum tímapunkti liðið tæpir þrír sólarhringar þar sem hann náði ekki meira en tveimur og hálfum tíma í svefni. „Samt búum við í nýju og sterku húsi sem fór ekkert af stað. Þetta var bara komið svo nálægt okkur. Stóri skjálftinn um daginn var nánast undir húsinu mínu.“

Sér eldgosið úr bakgarðinum

Sólný Pálsdóttir, sem býr við jaðar byggðarinnar í Grindavík, segist hafa verið að horfa á sjónvarpið þegar bjarmi kom upp á himninum.

„Við erum alveg róleg. Ekkert drama. En ég er samt að bíða eftir að heyra fréttirnar. Það er útsýnispallur af svölunum hjá mér þar sem ég get séð þetta vel. Þetta er í bakgarðinum mínum, nánast.“

Sólný segir síðustu vikur hafa verið erfiðar. Hún upplifir óþægindi en ekki ógn. „Ég treysti því sem fræðimenn segja að þetta eigi ekki að ógna byggð. Þetta virðist ekki ætla að ógna byggðinni. Ég held að ég þurfi ekki að pakka, eða allavega vona ekki. Vonandi er þetta bara smásprenging og allir öruggir. Það er náttúrulega málið. Miðað við þessa skjálfta hefur maður verið að bíða eftir þessu. Fyrir þá sem upplifa þessa skjálfta er þetta svo mikið álag á taugakerfið. Þetta er kannski ekki ógnvekjandi, en þetta er óþægilega nálægt. Ég er ekki hrædd. Maður er kannski meira í smá ójafnvægi.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
3
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
8
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Án endurgreiðslunnar hefði útgáfa íslenskra bóka sennilega hrunið
9
Fréttir

Án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið

Sal­an á nýj­um bók­um í prent­uðu formi hef­ur dreg­ist mjög mik­ið sam­an og hratt. Sig­þrúð­ur Gunn­ars­dótt­ir, fram­kæmda­stjóri For­lags­ins, tel­ur að án end­ur­greiðsl­unn­ar núna væri stað­an skelfi­leg. Ný­lega var tek­in sam­an skýrsla á veg­um Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­is­ins um áhrif þess­ara laga sem sýni ótví­rætt: „að án end­ur­greiðsl­unn­ar hefði út­gáfa ís­lenskra bóka senni­lega hrun­ið.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
5
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
10
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu