Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Ég upplifði alla málsmeðferðina eins og ég væri fangi refsivörslukerfisins“

María Árna­dótt­ir er ein níu kvenna sem kær­a ís­lenska rík­ið til Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu fyr­ir brot á rétti til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar í mál­um er varða kyn­bund­ið of­beldi. Í máli henn­ar lá fyr­ir játn­ing en vegna seina­gangs lög­reglu var hluti þess fyrnd­ur og rest­in felld nið­ur án rök­stuðn­ings. Við yf­ir­ferð lög­manns á nið­ur­felld­um mál­um komu í ljós marg­vís­leg­ar brota­lam­ir við rann­sókn og máls­með­ferð.

„Ég upplifði alla málsmeðferðina eins og ég væri fangi refsivörslukerfisins“

María Árnadóttir er ein níu kvenna sem hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu fyrir að hafa brotið á rétti sínum til réttlátrar málsmeðferðar þegar hún kærði líkamsárásir og hótun í nánu sambandi. 

Ástæðan er sú að þegar hún kærði niðurfellingu lögreglu, sem hafði hvorki veitt rökstuðning né afhent umbeðin gögn, til ríkissaksóknara kom í ljós að málið hafði aldrei verið rannsakað. Vitni voru ekki kölluð til fyrr en eftir að lögreglan hafði sagt rannsókn málsins lokið, sakborningi var ekki kynnt sakarefni fyrr en átta mánuðum eftir að kæra var lögð fram, áverkavottorð var aldrei sótt né heldur önnur mikilsverð gögn. Málsmeðferð dróst engu að síður svo á langinn að líkamsárásarbrotin fyrndust í höndum lögreglu þrátt fyrir að játning geranda lægi fyrir og afsökunarbeiðni af hans hálfu. Ríkissaksóknari gerði margvíslegar athugasemdir við framgöngu lögreglu og að maðurinn var að lokum sakfelldur fyrir hótunarbrot, sem var eina brotið sem ekki var fyrnt. 

Allt varð þetta til þess að auka enn frekar á streitu og vanlíðan Maríu, sem hefur glímt við margvíslegar og alvarlegar afleiðingar. Hún greindi frá reynslu sinni á blaðamannafundi sem haldinn var á vegum 13 kvennasamtaka fyrr í dag, þar sem farið var yfir hvernig ríkið brýtur ítrekað á rétti kvenna til réttlátrar málsmeðferðar í málum er varða kynbundið ofbeldi. 

Fékk ekkert svar 

Eftir að María hafði lagt fram kæru tók við margra mánaða bið þar sem hún fékk nánast engar upplýsingar um gang málsins. Hún segir að það hafi verið verulega streituvaldandi, en brotaþoli hefur engan lagalegan rétt á gögnum máls við rannsókn líkt og sakborningur. Brotaþoli getur þar af leiðandi ekki fylgst með því hvort búið sé að sækja gögn, kynna sakborningi sakarefni, ræða við vitni og þess háttar. „Ég sendi ítrekað tölvupósta til rannsakenda um hvort svo væri og að ég hefði áhyggjur af fyrningu í máli af því að ég vissi ekki hvort búið væri að kynna sakborningi sakarefni. Mér var sífellt sagt að það væri verið að reyna að ná í hann í síma. Ég bað rannsakanda meðal annars um að staðfesta hvenær fyrningarfrestur myndi rofna í málinu en fékk ekkert svar.“

Sumarið 2018, rúmlega sjö mánuðum eftir kæru, fékk hún vitneskju um að rannsókn væri lokið. Hún vissi hins vegar að það gæti ekki staðist þar sem hvorki hafði verið rætt við bein né óbein vitni í málinu. „Ég og réttargæslulögmaður minn mótmæltum ákaft og var þá loks haft samband við vitni í máli, um 9 mánuðum eftir að kæra var lögð fram. Skýrsla var ekki tekin af sakborningi fyrr en í september 2018, rúmlega átta mánuðum eftir kæru, en ég lagði fram kæru í desember 2017,“ segir María en brotin áttu sér stað árið 2016. „Þá voru líkamsárásarbrotin í raun fyrnd, án þess að mér væri kunnugt um það á þeim tíma.“ Hún segist alltaf hafa vitað að það væri eitthvað bogið við rannsóknina en sig hafi skort kæruheimild til að bregðast við því. „Þessari vanlíðan fylgdi gríðarleg vanmáttartilfinning.“

Gekk á reiði

Í lok apríl 2019, um einu og hálfu ári eftir kæru, fékk hún bréf frá saksóknarfulltrúa hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að málið þætti ekki líklegt til sakfellis og var það fellt niður í heild sinni. „Ég gekk á reiði fyrstu vikuna eftir niðurfellingu og fór yfir lagalega sönnunarstöðu sem ég vissi að væri sterk,“ segir hún og vísar til þess að játning og afsökunarbeiðni hafi legið fyrir, tveir samskiptaseðlar frá lækni um áverka og ljósmyndir af áverkum sem spegluðu lýsingu áverka á samskiptaseðlum. Sömuleiðis hafi legið fyrir staðfesting frá Bjarkahlíð um að hún hefði sótt þar samtalsmeðferð frá árinu 2017. Öll þessi gögn lagði hún sjálf fyrir við kæruna árið 2017. 

Niðurfellingin hafði gríðarleg áhrif á Maríu. „Rúmlega viku eftir niðurfellingu máls þá gafst líkaminn upp vegna langvarandi streitu og ég fékk alvarlegt taugaáfall eftir þriggja daga vöku, grát og vanlíðan.“ Næstu þrjá mánuði var hún frá vinnu og var sett á svefn- og kvíðalyf. Í kjölfar taugaáfallsins missti hún minnið að hluta, jaðarsjónina og var ekki í ástandi til að keyra bifreið í nokkra mánuði því líkamskerfið var ofhlaðið álagi. „Ég var keyrð til Bjarkahlíðar í taugaáfallinu þar sem þrír starfsmenn tóku á móti mér og sáu vel í hvaða ástandi ég var. Ráðlagði teymisstjóri Bjarkahlíðar mér að fara í sértæka EMDR-áfallastreituröskunarmeðferð.“

Hún ákvað að kæra niðurfellingu máls til ríkissaksóknar og óska eftir málsgögnum ásamt rökstuðningi fyrir niðurfellingunni. „Mér var synjað um gögnin, sem fer gegn stjórnsýslulögum, fyrirmælum saksóknara og túlkun Umboðsmanns Alþingis um réttaráhrif niðurfellingar sem felur í sér að afhenda beri gögn við niðurfellingu sé þess óskað. Ég fékk heldur engan rökstuðning fyrir niðurfellingunni.“ 

Athugasemdir ríkissaksóknara

Ríkissaksóknari var ósammála ákærusviði um niðurfellingu málsins og taldi næg sönnunargögn í máli til að ákæra í öllum kæruliðum, sagði María á blaðamannafundinum, en sökum fyrningar var ekki lengur hægt að ákæra vegna líkamsárásarbrotanna. Lagði ríkissaksóknari því fyrir lögreglu að gefa út ákæru vegna hótunar, sem var eini ákæruliðurinn sem hafði ekki fyrnst við rannsókn málsins. „Jafnframt áréttaði ríkissaksóknari gildandi reglur um afhendingu gagna sem voru brotnar gegn mér. Ríkissaksóknara fannst aðfinnsluvert að rökstuðningur niðurfellingu hafði ekki verið veittur þar sem lögreglustjóra er skylt samkvæmt lögum að veita hann. Ég fékk aldrei þennan rökstuðning. Auk þess taldi ríkissaksóknari ástæða til að gera grein fyrir rannsókn lögreglu í máli. Í ljós kom að málið hafði aldrei verið rannsakað. Áverkavottorð voru ekki sótt, né önnur nauðsynleg gögn, staðfestingar eða vottorð. Það var enn eitt áfallið. Það var svakalega vanvirðandi og niðurlægjandi að sjá svart á hvítu að málið hafði ekki verið rannsakað, sem er sérstaklega erfitt þegar um er að ræða svona persónulegt brot, sem ofbeldi í nánu sambandi er.“

Missti rétt til réttargæslulögmanns

Lögreglustjóri gaf út ákæru í hótunarbroti en þegar málið var dómtekið kom í ljós að hún hafði misst rétt til réttargæslulögmanns vegna klofning málsins. Heimild til réttargæslulögmanns fylgdi líkamsárásarbrotum sem fyrntust í höndum lögreglu, en ekki hótunarbrótinu. „Það var enn eitt áfallið. Á sama tíma missti ég heimild mína til að biðja um að láta víkja geranda úr dómsal við skýrslutöku mína fyrir dómi. Sat ég því með saksóknara á vinstri hönd, sem braut á rétti mínum til gagna og rökstuðnings fyrir niðurfellingu, og sakborning mér á hægri hönd. Það var þrautin þyngri að komast í gegnum málflutning í þessum aðstæðum.“ 

Sakborningur var sakfelldur fyrir hótunarbrot í héraði og áfrýjaði dómnum til Landsréttar í ágúst 2020. Enn er ekki komin dagsetning frá Landsretti um málflutningsdag. María sér því ekki enn fyrir endann á málinu, sem hefur kostað hana gríðarlega mikið: „Ég sat uppi með mörg hundruð þúsund króna reikning fyrir lögfræðiþjónustu sem ég þurfti að greiða úr eigin vasa, þar sem ég naut ekki lengur aðstoðar réttargæslulögmanns. Því til viðbótar hef ég greitt á þriðja hundruð þúsund fyrir sértæka EMDR-áfallastreitunarröskunarmeðferð vegna afleiðinga brota geranda og ákæruvalds, og tugi þúsunda í lyfjakostnað.“ 

Refsað með áfalli ofan í áfall

Fyrir utan vanmáttartilfinninguna sem fylgdi því að hafa ekki stjórn á aðstæðum. „Ég upplifði alla málsmeðferðina eins og ég væri fangi refsivörslukerfisins sem brást mér algjörlega og refsaði mér stöðugt með áfalli ofan í áfall.“

Hún greindist með alvarlega áfallastreituröskun sem hún segir að hafi verið sér lífshættuleg, bæði vegna mikils álags á hjarta og æðakerfi vegna langvarandi streitu, ásamt mikilli andlegri vanlíðan „sem ítrekað, eftir taugaáfall, ýtti þeim hugsunum að mér að gefast upp fyrir þessum aðstæðum og lífinu,“ segir hún.

Það var ekki allt: „Ég greindist með álagsháþrýsting vegna streitu sem mældist fyrst 2017, ég kipptist til við minnstu hreyfingu og hljóð og var allan sólarhringinn viðbúin árás, sem eru sjálfvirk varnaráhrif eftir að hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Þetta er skelfilegur staður að vera á en þetta hefur verið líf mitt í mörg ár. Vegna mikils álags og streitu þurfti ég að gera hlé á meistaranámi mínu í lögfræði. Vegna álags á hjarta og æðakerfið þurfti ég að fara í ófrjósemisaðgerð til að minnka hættu á blóðtappamyndun. Afleiðingarnar eru miklu víðtækari en ég næ að tíunda hér.“

Segja íslenska ríkið brjóta kerfisbundið á konum

Samandregið olli málsmeðferðin henni gríðarlegu andlegu, líkamlegu og fjárhagslegu tjóni og málinu er ekki enn lokið fyrir dómstólum hér á landi árið 2021. Streituástandið hefur því varað í fjögur ár. „Með því að vekja athygli á málsmeðferðinni í mínu máli er ég að leggja mitt af mörkum til að koma í veg fyrir að aðrir brotaþolar þurfi að ganga þessi þungu skref sem ég gekk.“ 

Hún er ekki ein. Hún bendir á að hinar kærurnar beri vitni um að fleiri mál hafi hlotið hroðalega málsmeðferð. Allar konurnar níu kærðu kynbundið ofbeldi, ýmist nauðganir, heimilisofbeldi eða kynferðislega áreitni, þegar þær voru á aldrinum 17-24 ára. Málin voru öll felld niður af ákæruvaldinu.

Þegar auglýst var eftir konum til að kæra íslenska ríkið bárust á annan tug mála, en Mannréttindadómstóllinn gerir kröfu um að kærendur hafi tæmt úrræði innanlands áður en leitað er til dómsins. Í flestum kærunum er vísað í eftirfarandi ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu; um réttinn til lífs, réttláta málsmeðferð, friðhelgi einkalífs, áhrifaríkt og raunhæft úrræði, bann gegn mismunun og bann við pyndingum og vanvirðandi meðferð. 

Í fréttatilkynningu um málið kemur fram að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi afmarkað hlutverk og vísi langflestum málum frá. Væntingar um að fá efnislega niðurstöðu kærendum í hag séu því stilltar í hóf. Hins vegar sýni málin „hvernig íslenska ríkið brýtur kerfisbundið gegn rétti kvenna sem kæra kynbundið ofbeldi og bregst þannig skyldum sínum til að tryggja rétt kvenna á Íslandi til réttlátrar málsmeðferðar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu,“  líkt og fram kemur í fréttatilkynningu um málið, sem send var út undir yfirskriftinni: „13% réttlæti er ekki nóg“. 

Vísað er í tölur sem sýna að langflestar tilkynningar kvenna um ofbeldi til lögreglu fara aldrei fyrir dóm, eða aðeins 17% tilkynntra nauðgunarmála. Restin er ýmist felld niður af saksóknara eða lögregla hættir rannsókn. Aðeins 13% enduðu með sakfellingu.

„Ætlunin með að senda kærurnar til Mannréttindadómstólsins er að vekja athygli á kerfisbundnum vanda og láta íslenska ríkið svara fyrir það á alþjóðavettvangi hvers vegna staða kvenna sem brotaþolar í ofbeldisbrotum á Íslandi er svo veik sem raun ber vitni,“ segir í tilkynningunni. 

Af blaðamannafundinumSteinunn og María biðluðu til stjórnvalda að ráðast í úrbætur á stöðu brotaþola kynbundins ofbeldis. Sigrún Ingibjörg lögmaður benti á margvíslegar brotalamir í rannsókn og málsmeðferð niðurfelldra mála.

Brotalamir í rannsókn og meðferð málanna

Flestar kærurnar voru lagðar fram hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður á Rétti, sendi kærurnar til Mannréttindadómstólsins og segir að við yfirferð á málunum hafi komið í ljós ýmsar brotalamir í rannsókn og meðferð málanna innan réttarvörslukerfisins. Þessar brotalamir varða helst rannsókn lögreglu, mat á sönnunargögnum og túlkun á vilja löggjafans.

Þar má nefna alvarlega annmarka á rannsókn lögreglu, þar sem mál fyrntist í höndum lögreglu á meðan það var til rannsóknar vegna þess hve lengi dróst að boða sakborning í skýrslutöku. Almennt hafi málin tekið allt of langan tíma í rannsókn lögreglu. Sakborningar höfðu marga mánuði til að undirbúa sig fyrir skýrslutöku og samræma frásagnir vegna seinagangs lögreglu við rannsókn mála. Vitni sem höfðu lykilþýðingu í málum voru ekki boðuð í skýrslutöku og litið var framhjá skýrslum vitna sem studdu við frásögn brotaþola.

Sönnunargögn höfðu lítið gildi

Lítið sem ekkert sönnunargildi var lagt í þau sönnunargögn sem til staðar eru í málunum. Oftast gerast er ofbeldi beitt á bakvið luktar dyr og þau sönnunargögn sem voru þolendum tiltæk, einkum vottorð sálfræðinga, voru ekki tekin alvarlega. Bent var á að það samræmist ekki lagabreytingu á Alþingi þar sem áhersla er lögð bæði á líkamlegar og andlegar afleiðingar. Líkamlegir áverkar virðast heldur ekki teljast fullnægjandi. Dæmi voru um að það hefði þótt ósannað að brotaþolinn hefði veitt mótspyrnu þrátt fyrir líkamlega áverka. Í öðrum tilvikum var litið fram hjá sönnunargögnum á vettvangi, svo sem myndum eða myndbandsupptökum tekin á síma sem og ummerkjum eins og brotnum gluggum. Játningar sakborninga voru ekki teknar til greina. Neitun sakbornings virðist vega þyngra en framburður brotaþola sem studdur er með vitnum og sönnunargögnum og er það mikil hindrun gegn réttlátri málsmeðferð fyrir brotaþola.

Ofbeldi sannað en málið fellt niður

Er það mat lögmannsins að gengið sé gegn vilja löggjafans við túlkun laganna. Í mörgum málum hafi verið einblínt á hvort að sakborningur hafi mátt gera sér grein fyrir því að brotaþoli hafi ekki veitt samþykki, til dæmis sökum ölvunarástands, fremur en á það hvort hann hafi fengið samþykki, eins og lögin kveða á um. Þrátt fyrir að í nýrri nauðgunarlöggjöf komi fram að það teljist brot ef blekkingum er beitt til að ná fram samþykki hafi saksóknari litið svo á að ekki væri unnt að ganga lengra í túlkun en eldri lög og fyrri framkvæmd gerði ráð fyrir. Í einu máli þótti sannað að um ofbeldi hefði verið að ræða en þar sem ofbeldið þótti ekki nægilega alvarlegt var það talið fyrnt og fellt niður. 

Komast sjaldnast inn í dómsal 

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, tók einnig til máls á fundinum. „Í dag ætlum við að ræða um réttarkerfið, kerfið sem við höfum búið til sem er ætlað að færa okkur réttlæti sé brotið á okkur með einhverjum hætti. Hugmyndin er auðvitað að vernda borgarana gegn glæpum og að dæma þá sem brjóta af sér til refsingar. En staðan er sú að réttarkerfið gerir lítið sem ekkert til þess að vernda konur gegn kynbundnu ofbeldi og það sem verra er, er að það er upplifun margra kvenna af réttarkerfinu að þær séu einfaldlega beittar enn frekara ofbeldi af kerfinu, reyni þær að leita þangað eftir úrlausn sinna mála. Þetta er fullkomlega óásættanlegt og við eigum ekki að leyfa þessu að viðgangast,“ segir Steinunn. 

Hún vísar í tölurnar. „Þegar við skoðum tölur um hvernig ofbeldisbrotum gegn konum reiðir af í kerfinu þá sést svart á hvítu að þau eru langflest felld niður og komast sjaldnast inn í dómsal. Dómarinn, sem er sá sem á að skera úr um sekt eða sakleysi sakbornings, fær aðeins um brotabrot þeirra mála sem konur tilkynna til lögreglu.“ Lögreglan fái líka bara að heyra um brotabrot þeirra mála sem þjónustuaðilar fyrir brotaþola heyra af, því margar konur leiti aldrei réttar síns. 

Kerfi hannað af körlum

„Það getur alveg verið skiljanlegt að konur kæri ekki málin sín og það geta legið margar persónulegar eða samfélagslegar ástæður þar að baki. Ein þeirra á ekki og má ekki vera sú að þeim sé sýnd svo mikil vanvirðing við rannsókn lögreglu og meðferð saksóknara á málum þeirra að þær treysti sér ekki til að kæra. En því miður er þetta það sem margar konur upplifa. Þetta er partur af því kerfisbundna misrétti sem konur verða fyrir í réttarkerfinu.“

Ástæðan sé ekki sú að réttarkerfið sé uppfullt af vondu fólki heldur sé kerfið hannað af körlum, fyrir karla og um karla. „Þannig að upplifun og reynsla kvenna passar illa þarna inn og þó að það sé búin að plástra eitt og annað þá dugir það skammt. Mál kvenna eru kerfisbundið felld niður og þær fá ekki áheyrn dómstóla.“ 

Krefjast úrbóta

Að lokum segir María að meðferðin í máli hennar sýnir hversu mikilvægt sé að bæta réttarstöðu brotaþola. Það þurfi að setja upp upplýsingakerfi fyrir brotaþola sem sýnir stöðu máls hverju sinni, veita brotaþola aðgengi að gögnum máls á rannsóknarstigi, kæruheimild á rannsóknarstigi telji brotaþoli að verið sé að fyrirgera rétti á réttlátri málsmeðferð og tryggja að brotaþoli njóti áfram aðstoðar réttargæslulögmanns þó svo að málið klofni. Eins þurfi að lögfesta skaðabótaábyrgð þegar slæleg vinnubrögð lögreglu og ákæruvalds valda því að ekki er hægt að ákæra í máli og veita brotaþolendum í einhverjum tilvikum gjafsókn til að sækja einkamál gegn gerendum sínum.

Undir þessi sjónarmið tekur kvennahreyfingin, þessi þrettán samtök sem stóðu fyrir blaðamannafundinum í dag, sem krefjast þess að ríkið axli ábyrgð og ráðist í eftirfarandi úrbætur:

  • Að brotaþolar sem kæra kynferðisbrot eða ofbeldi í nánum samböndum verði veitt aðild að sakamálinu, ekki síst í því skyni að styrkja réttarstöðu þeirra gagnvart ríkinu.
  • Að auknu fjármagni sé veitt í rannsókn og saksókn mála sem varða kynferðisbrot og ofbeldi í nánum samböndum í þeim tilgangi að auka gæði málsmeðferðarinnar og stytta málsmeðferðartíma.
  • Að dómurum, saksóknurum og lögreglu sé veitt fræðsla um vilja löggjafans varðandi þau ákvæði sem snúa að kynferðisbrotum og ofbeldi í nánum samböndum, og þá sérstaklega um nauðgunarákvæðið sem byggir nú á samþykki.
  • Að brotaþolar í kynferðisbrotamálum og málum er varða ofbeldi í nánum samböndum hafi rétt á gjafsókn og ríkissjóður ábyrgist dæmdar bætur í einkamálum gegn tjónvöldum með sambærilegum hætti og kveðið er á um í lögum um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota. Þetta myndi veita brotaþolum aukinn möguleika á lagalegri viðurkenningu á því óréttlæti sem þær voru beittar, sé sakamálarannsókn á broti gegn þeim hætt eða mál fellt niður.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
1
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Milljarðar kvenna sem passa ekki inn í útlitsboxið
7
Fréttir

Millj­arð­ar kvenna sem passa ekki inn í út­lits­box­ið

Þó svo að hættu­lega grannt „heróín-lúkk“ sé ekki leng­ur í tísku og að Bridget Jo­nes sé ekki leng­ur tal­in feit, eru út­lit­s­kröf­ur til nú­tíma­kvenna enn óraun­hæf­ar, seg­ir pró­fess­or í fé­lags­sál­fræði. Hún er þó bjart­sýn: „Ég þekki ekki dæmi um að áð­ur hafi ver­ið kyn­slóð sem er vís­vit­andi að berj­ast gegn því að fólk sé smán­að út af út­liti.“
Varð vitni að handtöku í leigubílstjóramálinu
9
FréttirÁ vettvangi

Varð vitni að hand­töku í leigu­bíl­stjóra­mál­inu

Í fe­brú­ar var leigu­bíl­stjóri hand­tek­inn, en hann var grun­að­ur um al­var­legt kyn­ferð­is­brot gegn konu sem hafði ver­ið far­þegi í bíl hans. Blaða­mað­ur­inn Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son fékk að fylgja lög­reglu eft­ir við rann­sókn máls­ins. En hann varð með­al ann­ars vitni að hand­töku ann­ars sak­born­ings­ins og fékk að sjá meint­an vett­vang glæps­ins.
Birgir segir mistök að ekki sé gert ráð fyrir nýrri kvennadeild á nýja Landspítalanum
10
Fréttir

Birg­ir seg­ir mis­tök að ekki sé gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild á nýja Land­spít­al­an­um

Í störf­um þings­ins ræddu þing­menn ým­is mál. Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir gagn­rýndi Sam­fylk­ing­una, Birg­ir Þór­ar­ins­son benti á myglu­vanda­mál Land­spít­al­ans og sér­stak­lega þá stöðu sem er kom­in upp á kvenna­deild­inni. Gagn­rýndi hann að ekki væri gert ráð fyr­ir nýrri kvenna­deild í bygg­ingu nýja Land­spít­al­ans. Jó­hann Páll Jó­hann­es­son benti á að eins og stað­an er í dag geti smá­lána­fyr­ir­tæki not­fært sér neyð fólks og grætt á þeirra stöðu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
4
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár