Þriggja mánaða gamla tíkin Chelsea fannst föst í gjótu niðri við höfn eftir að hafa að hafa skroppið út í garð að pissa sl. laugardagskvöld. „Það er ómetanlegt að búa í svona bæ, eins og hér í Vogunum, þar sem hálfur bærinn, ásamt Björgunarsveitinni tók þátt í leitinni,“ segir Viktoría Ólafsdóttir eigandi hvolpsins. Viktoría segir Chelsea hafa tekið á rás í ofsahræðslu, eftir að tvær tertur voru sprengdar í nágrenninu og er þakklát fyrir að hún sé komin heim ósködduð. Chelsea leikur úti við Atlético Madrid í Meistaradeildinni í kvöld, sigurleik fyrir Chelsea í Vogunum.
Deila
stundin.is/FDXY
Athugasemdir
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Ziva (mynd) sem ég mætti af tilviljun á Laugaveginum, á leiðinni í vinnuna. Hún kemur frá Tékklandi (Czechia) og hefur búið hér og starfað í tvö ár sem húðflúrari. „Lífið hér er að komast í eðlilegt horf... svona næstum því, sem er frábært". Já eins og veðrið í morgun. Ekta apríl: sól, rok og rigning allt á sömu mínútunni.
Mynd dagsins
3
Páll Stefánsson
Blómlegt blómabú
„Við ræktum hér meira en 3 milljónir blóma á hverju ári,“ segir Áslaug Sveinbjarnardóttir ein af garðyrkjubændunum á Espiflöt í Reykholti. Það gera tæp 10 blóm á hvern einstakling hér í lýðveldinu. „Covid hefur haft áhrif, fólk kaupir meira af blómum, vill hafa heimilið hlýlegra þegar það er svona mikið heima. Pottablómasala hefur líka aukist til muna, en hér erum við bara í afskornum blómum.“
Mynd dagsins
10
Páll Stefánsson
Hvað getur maður sagt?
...maður verður bara orðlaus yfir duttlungum, fegurð og krafti náttúrunnar.
Mynd dagsins
426
Páll Stefánsson
Ótrúlega venjulegur þriðjudagsmorgun
Það er svo gefandi að vakna með borginni og hitta alla menningarpáfa lýðveldisins fyrir utan Kaffifélagið á Skólavörðustíg. Á meðan þeir skeggræddu var einhver sem sönglaði hástöfum niður í Bankastræti. Niður við Tjörn var Bryndísa (mynd) að bíða eftir vinkonu sinni, en þær ætluðu að fara að æfa saman sirkus. Þegar ég gekk svo upp Amtmannstíginn rakst ég á húðflúrsmeistarann Jón Páll (mynd) að mynda viðskiptavin beran að ofan á miðri götunni. Já, ósköp venjulegur þriðjudagsmorgun í höfuðborginni.
Mynd dagsins
1
Páll Stefánsson
Hverir, hvít úlpa og svartur bakpoki
Þessi finnski ferðalangur var að skoða hverasvæðið við Seltún í morgun, á leið sinni að gosinu í Fagradalsfjalli. En Reykjanesskaginn er yngsti hluti Íslands og á honum eru 5 eldstöðvakerfi. Krýsuvíkurkerfið, þar sem hverasvæðið í Seltúni liggur, er talið það hættulegasta vegna nálægðar sinnar við höfuðborgarsvæðið. Fagradalsfjall, vestan við það, var talið það meinlausasta - enda hefur ekki gosið þar í 6.000 ár þangað til nú. Reykjaneseldarnir (1210 til 1240) voru síðustu gos fyrir Geldingadalina, þær hamfarir voru vestast á nesinu, meðal annars myndaðist Eldey í þeirri 30 ára löngu goshrinu.
Mynd dagsins
7
Páll Stefánsson
Sjálfskipuð sóttkví
Þessar furðuverur á ströndinni við Bala, neðan við Hrafnistu, vekja kátínu og undrun. En útvegsbóndinn eða listamaðurinn Jón Guðmundsson sem á fiskihjallann á Bala hefur verið að hreinsa fjöruna og skapað þessar fígúrur, sem flestallar virða sóttvarnareglur Þórólfs og halda góðri tveggja metra fjarlægð.
Dæmi eru um að fasteignasalar tilkynni kaupendur eða seljendur fasteigna til lögreglu vegna tengsla við fíkniefnasölu. Fasteignaviðskipti Antons Kristins Þórðarsonar, sem hefur verið til opinberrar umræðu vegna tengsla við brotastarfsemi, hringdu hins vegar engum viðvörunarbjöllum hjá fasteignasölunni Mikluborg.
Viðtal
15
Þunglyndið rænir draumunum en maníu fylgir stjórnleysi
Eydís Víglundsdóttir greindist með félagsfælni, átröskun og ADHD, sem kom síðar í ljós að var í raun geðhvarfasýki. Hún rokkar á milli maníu og þunglyndis, var í þunglyndi þegar viðtalið var tekið og sagðist þá alltaf vera að týna sér meira og meira. Ef hún hefði verið í maníu þá hefði henni hún fundist eiga heiminn.
Þrautir10 af öllu tagi
4269
357. spurningaþraut: Hvar fór fram þessi einkennilega útför?
Hlekkur á þraut gærdagzins. * Fyrri aukaspurning: Í hvaða kvikmynd kemur við sögu sú einkennilega útför sem sést á skjáskotinu hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. St. Pétursborg stendur í óshólmum fljóts nokkurs. Hvað heitir það fljót? 2. Hver stofnaði borgina? 3. Skipt var um nafn á borginni þann 1. september 1914. Hvað var hið nýja nafn hennar? 4. „Shahadah“...
Menning
18
Myndlist tileinkuð Kópavogi og blokkinni sem var heilt þorp
Fjórir myndlistarmenn eiga verk á sýningunni Skýjaborg í Gerðarsafni en það eru þau Eirún Sigurðardóttir, Berglind Jóna Hlynsdóttir, Bjarki Bragason og Unnar Örn Auðarson. Verk Eirúnar tengjast þeim árum sem hún bjó í fjölbýlishúsinu við Engihjálla 3.
Fólkið í borginni
5
Sjokk að flytja til Reykjavíkur
Amna Hasecic flutti frá Bosníu til Hafnar í Hornafirði þegar hún var fimm ára. Tvítug flutti hún svo til Reykjavíkur. Í borginni fullorðnaðist hún og myndaði öflugt tengslanet sem hún segir ómetanlegt.
FréttirPeningaþvætti á Íslandi
8
Covid-19 talið vera ógn varðandi peningaþvætti
Samkvæmt nýju áhættumati ríkislögreglustjóra á vörnum gegn peningaþvætti, eru þær breyttu efnahagslegu aðstæður sem myndast hafa vegna Covid-19, taldar geta ógnað vörnum gegn peningaþvætti.
Þrautir10 af öllu tagi
4674
356. spurningaþraut: Hvað hét Svíinn, hverja studdi Byron, og svo framvegis
Hérna er sko þrautin síðan í gær. * Aukaspurningar eru tvær, og sú fyrri á við myndina hér að ofan. Úr hvaða kvikmynd er skjáskot þetta? * Aðalspurningar: 1. Hvað hét grínflokkurinn sem þeir tilheyrðu Graham Chapman, John Cleese, Eric Idle, Terry Jones og Michael Palin? 2. Í upptalninguna hér að ofan vantar raunar einn meðlim hópsins. Hver er sá?...
Mynd dagsins
220
Páll Stefánsson
Hettu- og hanskaveður í miðbænum
Ziva (mynd) sem ég mætti af tilviljun á Laugaveginum, á leiðinni í vinnuna. Hún kemur frá Tékklandi (Czechia) og hefur búið hér og starfað í tvö ár sem húðflúrari. „Lífið hér er að komast í eðlilegt horf... svona næstum því, sem er frábært". Já eins og veðrið í morgun. Ekta apríl: sól, rok og rigning allt á sömu mínútunni.
Blogg
16
Stefán Snævarr
Yfirheyrslur, misminni og samsæriskenningar. Síðari hluti. Um samsæris-þjóðsögur í G&G; málinu.
Hefjum leikinn á því að ræða ad hominem rök og almennt um samsæriskenningar. Ad hominem rök eru „rök“ sem beinast að þeim sem setur fram staðhæfingu, ekki staðhæfingunni sjálfri. Kalla má slíkt „högg undir beltisstað“. Hvað samsæriskenningar varðar þá eru þær alþekktar enda er Netið belgfullt af meira eða minna órökstuddum samsæriskenningum. Spurning um hvort samsæri eigi sér stað er...
Blogg
4
Stefán Snævarr
Yfirheyrslur, misminni og samsæriskenningar. Fyrri hluti. Um norræn sakamál, mest G&G; málið.
Í fyrra vor endurlas ég Glæp og refsingu, hina miklu skáldsögu Fjodors Dostojevskí. Hún fjallar um Rodion Raskolnikov sem framdi morð af því hann taldi að landhreinsun hefði verið að hinni myrtu. Hann væri sérstök tegund manna sem væri hafinn yfir lögin. En Nikulæ nokkur játar á sig morðið þótt hann hafi verið saklaus og virtist trúa eigin sekt. Á...
Fréttir
25125
Mikil ánægja með lög um skipta búsetu barna
Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra er hrósað í hástert á samfélagsmiðlum eftir að frumvarp hennar sem heimilar skráningu barna á tvö heimili var samþykkt í gær.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir