Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Saga af harðræði og ofbeldi í áratug

Gögn sýna að ít­rek­að var greint frá því að stúlk­ur sem vist­að­ar voru í Varp­holti og á Laugalandi teldu sig beitt­ar harð­ræði og að þær uppp­lifðu of­beldi. Skjalfest er að þeg­ar ár­ið 2000 var kvart­að til Barna­vernd­ar­stofu og ít­rek­að eft­ir það bár­ust upp­lýs­ing­ar af sama meiði.

Saga af harðræði og ofbeldi í áratug
Saga Laugalands undir Ingjaldi Fjöldi kvenna bera Ingjald Arnþórsson, fyrrverandi forstöðumanns meðferðarheimilisins í Varpholti og síðar að Laugalandi, þungum sökum.

Sjö konur hafa stigið fram í Stundinni og lýst því að þær hafi verið beittar harðræði, andlegu og líkamlegu ofbeldi meðan þær voru vistaðar á meðferðarheimilinu sem var rekið í Varpholti og síðar á Laugalandi í Eyjafirði. Meðferðarheimilin voru rekin af sama aðila, Ingjaldi Arnþórssyni, á árunum 1997 til 2007. Gögn frá umboðsmanni barna sýna að fyrstu tilkynningar um aðstæðurnar bárust árið 2000, og ítrekað eftir það. Stúlkur sem höfðu dvalið á meðferðarheimilinu fóru á fund umboðsmanns barna. Önnur segist hafa fundað með forstjóra Barnaverndarstofu til að greina frá reynslu sinni af meðferðarheimilinu. Sannleiksgildi frásagna þeirra var ekki kannað og meðferðarheimilið var rekið áfram undir sömu formerkjum. Ingjaldur hafnar öllum ásökunum á hendur sér, en ellefu nafngreindar konur og fleiri ónafngreindar hafa óskað eftir því við ráðherra að rannsókn fari fram á vistheimilunum. 

Í tímalínunni hér að neðan eru lýsingar kvennana raktar ásamt öðrum gögnum sem skjalfest eru. 

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu