Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Segir frambjóðendur nýstofnaðs stjórnmálaafls óttast fjölmiðla

Til­kynnt var um fram­boð Frjáls­lynda lýð­ræð­is­flokks­ins til Al­þing­is­kosn­inga í gær. Formað­ur flokks­ins, Guð­mund­ur Frank­lín Jóns­son, fyrr­ver­andi for­setafram­bjóð­andi, seg­ir flokk­inn ætla að birta lista og stefnu­skrá sein­ast­ur allra flokka af ótta við fjöl­miðla og að aðr­ir stjórn­mála­flokk­ar steli af flokkn­um hug­mynd­um.

Segir frambjóðendur nýstofnaðs stjórnmálaafls óttast fjölmiðla

Frjálslyndi Lýðræðisflokkurinn undir stjórn Guðmundar Franklíns Jónssonar, fyrrum forsetaframbjóðanda, segist ekki ætla að birta þá sem koma til greina á lista flokksins fyrr en allir flokkar hafa birt lista, af ótta við fjölmiðla. Flokkurinn hefur fengið úthlutað listabókstafnum O og verður því auðkenndur sem X-O.

„Það kemur ekki til greina að birta listann núna. Það er fullt af fólki á honum og það er svo hrætt við fjölmiðla og fjölmiðlar rífa fólk niður og fara að rannsaka hvað það hefur gert,“ segir Guðmundur í samtali við Stundina en flokkurinn tilkynnti um framboð sitt í gær. 

Sama segir Guðmundur eiga við stefnuskrá flokksins en með því að fresta því að birta hana segir hann flokkinn vera koma í veg fyrir að aðrir steli hugmyndum þeirra. „Við ætlum að vera síðastir á vettvang og við ætlum að vera síðastir til að birta stefnuskrána. Við ætlum ekki að láta stela af okkur hugmyndum, sem hefur komið fyrir mig áður af Hægri grænum,“ segir Guðmundur.

Öfgafull orðræða

Nýlega birti Stundin grein um öfgafulla orðræðu í kjölfar skotárásar á bifreið Dag B. Eggertssonar borgarstjóra. Á umræðuvettvangi Frjálslynda Lýðræðisflokksins birtust færslur og ummæli sem réttlættu skotárásina. „Við erum búin að fá nóg af þessu spillta pakki. Farið að vinna vinnuna ykkar. Þá væri ekki skotið á ykkur. Hvað, halda þau að við fáum ekki ógeð á þessu elítupakki. Gott mál að hrista aðeins í ykkur,“ segir í einum ummælum sem finna má á umræðuvettvangnum.

Þá birti Guðmundur sjálfur færslu þar sem ábyrgðin á skotárásinni er færð yfir á stjórnmálamenn. „Það er þyngra en tárum taki að vita til þess að einhver sé orðin svo alvarlega staddur að viðkomandi sér ekki annað í stöðunni en að beita „hnefanum“ og í þessu tilfelli skotvopni. En það er ennþá sárara að horfa upp á mikilsmetið fólk skella skuldinni á harðari orðræðu. Við skulum algerlega hafa sökina þar sem hún liggur, en ástæðan fyrir vaxandi harðari umræðu og vaxandi ofbeldi, eru áratuga svik pólitíkusa, slóð brostinna vona þar sem öll loforð um bættan hag þeirra verst settu eru ALLTAF svikin og spilling í íslensku stjórnkerfi,“ segir þar.

Getur ekki borið ábyrgð á ummælum

Guðmundur segist ekki geta borið ábyrgð á ummælum sem birtast á síðunni, þrátt fyrir að vera stjórnandi síðunnar. Varðandi það að hafa deilt færslu sem færir ábyrgðina yfir á stjórnmálamenn segir Guðmundur að hann deili öllu sem hann fær sent. „Ég deili öllu sem á mig er sent. Þetta eru opin skoðanaskipti, það geta allir bara haft allar sínar skoðanir. Ég þarf ekki að vera sammála þeim eða ekki en menn verða að passa sig hvað þeir segja,“ segir hann og kveðst vera ósammála færslunni sem hann deildi. 

„Við ætlum ekki að láta stela af okkur hugmyndum, sem hefur komið fyrir mig áður af Hægri  grænum“

Aðspurður hvers vegna hann deili færslum sem hann er ósammála á umræðuvettvangi flokks undir hans forrystu segir hann málfrelsi vera í landinu svo lengi sem það „meiði ekki aðra“. Sömuleiðis segir hann mjög strangar reglur vera á síðunni. „Það eru mjög harðar reglur á síðunni að það má ekki blóta og það má ekki vera með hatursorðræðu og ef það eru erlendar fréttir þá verða þær að vera þýddar og ef eittthvað brýtur þetta er það tekið út strax. Ég hef þurft að taka út helling af dóti sem aðrir eru að setja þarna inn,“ segir hann. Guðmundur blótar hins vegar oft í pistlum sínum og brýtur þar með reglur síðunnar. 

Þá segist hann enfremur hræðilegt að skotárásin hafi átt sér stað en svona sé þetta. „Það eru allir að verða brjálaðir,“ segir hann.

Lokuð síða vegna ótta um skemmdarverk

Í einum af mörgum pistlum sem Guðmundur deildi inn á vettvanginn, dagsettum þann 31. janúar 2020, sagði hann að hver sem er geti sent hvað sem er inn og stjórnendur síðunnar ákveði hvort það verði birt eða ekki. „Við birtum til dæmis ekki klám,“ sagði hann í pistlinum. 

„Það eru allir að verða brjálaðir“

Vettvangurinn er lokaður og ekki er hægt að deila því sem fer þar fram. Ástæðuna segir Guðmundur vera skemmdarverk. „Við getum ekki haft síðuna opna út af skemmdarverkum. Þeir sem eru með opnar síður geta lent í því að einhver maður sem þolir ekki þetta sem þú ert að gera, setur inn einhverja ógeðslega færslu um eitthvað og tengir alla sem eru á síðunni inn í það og tekur síðan mynd af því. Og (maður) getur síðan fattað það og ákveðið að henda því út en hann myndi síðan koma með það: Sjáið þið hvað er inn á síðunni hérna hjá þeim. Sjáið hvað þau eru ógeðsleg, sjáið hvað þau eru að tala um. Svona vinnur fólk. Þeir sem eru aðalega í þessu eru stjórnmálamennirnir. Þeir eru með marga statusa og ganga undir mörgum nöfnum, eru að njósna um sig, eru að skrifa fallegar greinar um sig, koma með falleg komment um sig og þeir eru að tala illa um hvorn annan og flokkana sína,“ segir Guðmundur Franklín. Hann er einnig ósáttur við Ríkisútvarpið. 

„Og síðan er það Ríkisútvarpið sem stendur í ströngu í að niðurníða þjóðarleiðtoga út í heimi og fólk. Þeir ráðast á fyrirtæki einstaklinga og þjóðarleiðtoga. Þannig að mér finnst skrýtið í allri þessari umræðu, hatursumræðu og öllu þessu bulli, af hverju er ekki horft á Rúv?“ sagði í einum pistlum hans. 

Guðmundur Franklín vakti athygli síðasta sumar þegar hann var eini mótframbjóðandi Guðna Th. Jóhannessonar forseta. Hann kvaðst vilja vinna gegn spillingu ótilgreindrar elítu og auka valdheimildir forseta. Guðmundur Franklín hefur ítrekað lýst stuðningi við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og segir hann vera „alvöru leiðtoga“.

Guðmundur hlaut 7,8% atkvæða í forsetakosningum á síðasta ári, en Guðni Th. Jóhannesson forseti hlaut 92,2% atkvæða.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2021

„Það er enginn dómari í eigin sök“
Fréttir

„Það er eng­inn dóm­ari í eig­in sök“

Magnús Dav­íð Norð­dahl, odd­viti Pírata í norð­vest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­un­um 2021, seg­ir nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um eft­ir­mál kosn­ing­anna ánægju­lega en á sama tíma kvíð­væn­lega. Dóm­ur­inn er áfell­is­dóm­ur yf­ir ís­lensk­um stjórn­völd­um sem nú þurfa að grípa til úr­bóta. Til þess þurfi stjórn­ar­skrár­breyt­ingu.
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
FréttirAlþingiskosningar 2021

Inga Sæ­land vill ekki bregð­ast við ásök­un­um á hend­ur fram­bjóð­anda Flokks fólks­ins

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist ekki vilja bregð­ast við tölvu­pósti þar sem fram­bjóð­andi flokks­ins er sak­að­ur um að hafa brot­ið ít­rek­að á kon­um í gegn­um tíð­ina. Hún seg­ist ekki vita um hvað mál­ið snýst og ætli því ekki að að­haf­ast. Hún seg­ist þó hafa feng­ið ábend­ingu um sama mál nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar. Mis­mun­andi er eft­ir flokk­um hvaða leið­ir eru í boði til þess að koma á fram­færi ábend­ingu eða kvört­un um með­limi flokks­ins. Flokk­ur fólks­ins er til að mynda ekki með slík­ar boð­leið­ir.
Meðlimur í kjörstjórn kærir vegna „gruns um kosningasvik“ í Suðvesturkjördæmi
Fréttir

Með­lim­ur í kjör­stjórn kær­ir vegna „gruns um kosn­inga­svik“ í Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Geir Guð­munds­son, með­lim­ur í kjör­stjórn Kópa­vogs, hef­ur lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vegna fram­kvæmd kosn­inga í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Hann vill að lög­regla rann­saki kjör­gögn áð­ur en þeim er eytt, vegna full­yrð­inga um­boðs­manns Sósí­al­ista­flokks­ins um mis­mun­andi stærð kjör­seðla.
Þrír starfsmenn Hótels Borgarness tóku myndir í tómum talningasal
Fréttir

Þrír starfs­menn Hót­els Borg­ar­ness tóku mynd­ir í tóm­um taln­inga­sal

Starfs­menn Hót­el Borg­ar­nes höfðu óheft­an að­gang að óinn­sigl­uð­um at­kvæð­um í auð­um sal hót­els­ins með­an yfir­kjör­stjórn var ekki á staðn­um eft­ir að fyrstu taln­ingu lauk. Lög­regl­an get­ur ekki stað­fest hvort að starfs­menn­irn­ir hafi far­ið að svæð­inu sem kjör­gögn­in voru geymd vegna þess að starfs­menn­irn­ir hverfa úr sjón­ar­sviði eft­ir­lits­mynda­véla. Þrír starfs­menn tóku mynd­ir af saln­um og þá at­kvæð­um.

Mest lesið

Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
2
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
7
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
9
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
10
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
7
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
9
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár