Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ríkissaksóknari Namibíu bjartsýn á aðstoð íslenskra stjórnvalda við að saksækja Samherjamenn

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu, Martha Imalwa, er bjart­sýn á sam­vinnu við Ís­land við sak­sókn gegn þrem­ur Sam­herja­mönn­um. Helgi Magnús Gunn­ars­son að­stoð­ar­rík­is­sak­sókn­ari seg­ir sam­starf við Namib­íu hafa átt sér á grund­velli rétt­ar­beiðna en að Ís­land fram­selji ekki rík­is­borg­ara sína til Namib­íu.

Ríkissaksóknari Namibíu bjartsýn á aðstoð íslenskra stjórnvalda við að saksækja Samherjamenn
Aðstoða namibísk yfirvöld Embætti ríkissaksóknara hefur aðstoðaðað við rannsókn Samherjamálsins í Namibíu. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sjást hér. Mynd: Pressphotos.biz - (GeiriX)

Ríkissaksóknarinn í Namibíu, Martha Imalwa, er bjarstýn á að íslensk stjórnvöld muni aðstoð þarlend yfirvöld við að saksækja þrjá núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja sem embætti hennar hefur ákveðið að ákæra í rannsókn Samherjamálsins þar í landi. Imalwa talar um að samstarf Namibíu og Íslands við rannsókn málsins, sem kallað er Fishrot á ensku, hafi gengið vel hingað til. Hún telur að íslensk yfirvöld muni leggja sitt af mörkum í vinnu ákæruvaldsins í Namibíu þrátt fyrir að ekki sé finna samning um framsal sakborninga á milli Íslands og Namibíu. Frá þessu er greint í namibíska blaðinu The Namibian í dag og er vísað í viðtal sem blaðið tók við Iwalwa í gær. 

Forsíða The Namibian í dagSaksóknarinn sagður vera með Íslendinga í neti sínu.

Eins og greint var frá í íslenskum og namibískum fjölmiðlum á föstudaginn stendur til að embætti ríkissaksóknara Namibíu ákæri þá Aðalstein Helgason, Ingvar Júlíusson og Egill Helga Árnason fyrir aðkomu sína að mútugreiðslum til stjórnmála- og áhrifamanna í rekstri Samherja í Namibíu sem stóð yfir frá 2012 til 2019. Kveikur, Stundin, Wikileaks og Al Jazeera greindu frá málinu í nóvember 2019. 

Þegar Stundin spurði Aðalstein Helgason að því í nóvember 2019 hvort hann hefði fyrirskipað mútugreiðslur í Namibíu sagði hann að það væru lygar: „Það eru lygar.“

Samherji sagði í frétt á heimasíðu sinni fyrir helgi að ákærurnar ættu ekki við rök að styðjast og félagið myndi taka til varna af fullum krafti: „Ef ákæra verður gefin út á hendur áðurnefndum fyrirtækjum gefst Samherja þá fyrst kostur á að koma fram vörnum sínum en slíkri ákæru verður varist af fullum krafti.“

Gott samstarf við ÍslandRíkissaksóknari Namibíu, Martha Imalwa, lýsir góðu samstarfi við Ísland í rannsókn Samherjamálsins.

Imalwa: Samkomulag á vegum Sameinuðu þjóðanna

Réttarhöldin í málinu hefjast í apríl og eru alls 26 einstaklingar og fyrirtæki sem munu sæta ákæru. Þar eru 6 Namibíumenn, hinir svokölluðu „hákarlar“, 11 fyrirtæki á þeirra vegum, Íslendingarnir 3 og 5 fyrirtæki í eigu Samherja: Esja Holding, Mermaria Seafood Namibia, Saga Seafood, Esja Investment og Heinaste Investments. 

„Ég veit að Ísland mun vinna með okkur“
Martha Imalwa

Í samtali við The Namibian segir ríkissaksóknarinn að hún sé fullviss um að íslensk stjórnvöld, væntanlega embætti héraðssaksóknara í Reykjavík, muni sjá til að þremenningarnir íslensku komi fyrir dóminn í Namibíu í apríl. „Ég veit að Ísland mun vinna með okkur,“ segir hún við blaðið. 

Þrátt fyrir skort á framsalssamningi á milli landanna þá eru bæði löndin aðilar að samningum á vegum Sameinuðu þjóðanna um varnir gegn spillingu og skipulagðri glæpastarfsemi og segir Imalwa að samvinnan gæti farið á grundvelli þeirra. 

Hún segir enn fremur að mögulegt sé að saksóknin geti átt sér stað í öðru landi jafnvel þó ákæra sé gefin út í Namibíu. 

Ekki er alveg ljóst hvað Imalwa á við með þessum orðum sínum og virðist hún fyrst og fremst vera að velta fyrir sér möguleikum. 

Fjársvik og peningaþvættiÍslendingarnir þrír verða ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti meðal annars samkvæmt ákæruskjalinu sem lagt var fyrir dóm í síðustu viku.

Ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti

Í ákærunni kemur fram að Íslendingarnir þrír verði ákærðir fyrir fjársvik eða tilraun til fjársvik auk peningaþvættis. Fjórmenningarnir Bernhard Esau, Sacky Shanghala, James Hatuikulipi og Tamson Hatuikulipi verða einnig ákærðir fyrir þessi brot. Esau og Shangala verða ákærðir fyrir að misnota opinber embætti sín með spilltum hætti fyrir fjárhagslegan ávinning og allir hinir ákærðu, fyrir utan einn sakborning, verða ákærðir fyrir hlutdeild í þessum brotum ráðherranna fyrrverandi. 

„Lögin segja skýrt að íslensk stjórnvöld framselja ekki íslenska ríkisborgara til Namibíu,“
Helgi Magnús Gunnarsson

Íslenskir ríkisborgarar ekki framseldir til Namibíu

Ólafur Hauksson héraðssaksóknari segir að hann geti ekki tjáð sig um einstaka ummæli ríkissaksóknarans þar sem trúnaður ríki um það samstarf sem fram fer við önnur lönd. Hann segir að þar sem um er að ræða rannsókn sem fram fer í Namibíu þá sé það namibískra yfirvalda að tjá sig um málið. 

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari á Íslandi, segir að samvinnan við namibísk yfirvöld hafi farið fram á grundvelli réttarbeiðna frá Namibíu og þessar beiðnir hafi farið frá embætti ríkissaksóknara til embættis héraðssaksóknara sem rannsakar málið á Íslandi.

Aðspurður út í orð ríkissaksóknara Namibíu um samvinnuna við íslensk stjórnvöld um saksóknina gegn Samherjamönnunum segir Helgi Magnús að það muni ekki koma til þess að Ísland framselji íslenska ríkisborgara til Namibíu vegna þess að slíkt sé lögbrot.  „Lögin segja skýrt að íslensk stjórnvöld framselja ekki íslenska ríkisborgara til Namibíu,“ segir hann.  

Hvað nákvæmlega Imalwa á við með ummælum sínum um íslensk yfirvöld muni aðstoða við að Samherjamennirnir svari til saka fyrir dómi í Namibíu liggur því ekki alveg ljóst fyrir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.
Namibískir sjómenn stefna Samherjamanni eftir tveggja ára bið eftir bótum
FréttirSamherjaskjölin

Namib­ísk­ir sjó­menn stefna Sam­herja­manni eft­ir tveggja ára bið eft­ir bót­um

Á þriðja tug namib­ískra sjó­manna sem voru dæmd­ar bæt­ur vegna ólög­mætr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, hafa enn ekki feng­ið þær greidd­ar. Lög­mað­ur þeirra gagn­rýn­ir for­svars­menn Sam­herja fyr­ir að gang­ast ekki við ábyrgð sinni og hef­ur nú stefnt ein­um stjórn­anda Sam­herja og dótt­ur­fé­lagi þess, fyr­ir dóm í Namib­íu.
Inga þakkar Samherja fyrir en telur að kvótakerfið hafi lagt landið í auðn
FréttirSamherjaskjölin

Inga þakk­ar Sam­herja fyr­ir en tel­ur að kvóta­kerf­ið hafi lagt land­ið í auðn

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist hafa slíðr­að sitt póli­tíska sverð þeg­ar hún söng á Fiski­deg­in­um mikla á Dal­vík um helg­ina. Hún skrif­ar þakk­ar­grein í Mogg­ann í dag og þakk­ar Sam­herja fyr­ir Fiski­dag­inn. Sam­kvæmt Ingu kom hún ekki fram á Fiski­deg­in­um sem stjórn­mála­mað­ur held­ur sem mann­eskja í sum­ar­fríi.

Mest lesið

Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
2
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Ofuráhersla á að minnka feitt fólk en samt þyngjumst við
3
Viðtal

Of­uráhersla á að minnka feitt fólk en samt þyngj­umst við

Doktor í nær­ing­ar­fræði, aðjunkt í fag­inu og fé­lags­ráð­gjafi segja of­urá­herslu á þyngd inn­an heil­brigðis­kerf­is­ins geta leitt til átrask­ana, and­legr­ar van­líð­an­ar og vannær­ing­ar. Kon­urn­ar hafa áhyggj­ur af stökki í notk­un lyfja við offitu sem hafi ekki ver­ið rann­sök­uð til langs tíma. Tug­ir skjól­stæð­inga doktors­ins sem hætt hafa á lyfj­un­um hafa þyngst hratt í kjöl­far­ið og upp­lif­að stjórn­leysi í kring­um mat.
,,Aðgerðin hafði aldrei verið framkvæmd“
4
ÚttektStríðið um líkamann

,,Að­gerð­in hafði aldrei ver­ið fram­kvæmd“

Kona sem taldi sig hafa geng­ist und­ir skurð­að­gerð vegna offitu á sjúkra­húsi er­lend­is fékk síð­ar stað­fest af lækni hér­lend­is að að­gerð­in hefði ekki ver­ið fram­kvæmd. Lækn­ir kon­unn­ar seg­ir að maga­spegl­un hafi strax sýnt það. Lög­fræð­ing­ar sjúkra­húss­ins ytra segja þetta af og frá og hót­uðu kon­unni lög­sókn ef hún op­in­ber­aði nafn lækn­is­ins eða sjúkra­húss­ins.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
5
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Flakkaði milli fjölskyldumeðlima á meðan hún var í menntaskóla
7
Fréttir

Flakk­aði milli fjöl­skyldu­með­lima á með­an hún var í mennta­skóla

Það er þing­kon­unni Lilju Rann­veigu Sig­ur­geirs­dótt­ur hjart­ans mál að koma upp heima­vist á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Hún var sjálf nem­andi sem flutti í bæ­inn til að stunda nám við Verzl­un­ar­skóla Ís­lands og þekk­ir það því af eig­in raun að geta ekki kom­ið sér al­menni­lega fyr­ir á með­an nám­inu stend­ur. Hún seg­ir það skipta máli að það sé heima­vist á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að tryggja jafn­rétti fyr­ir alla á land­inu þeg­ar kem­ur að námi.
Telja mikið eignarhald hagnaðardrifinna leigufélaga skýra skarpar verðhækkanir á Suðurnesjum
9
FréttirLeigumarkaðurinn

Telja mik­ið eign­ar­hald hagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga skýra skarp­ar verð­hækk­an­ir á Suð­ur­nesj­um

Leigu­verð held­ur áfram að hækka víð­ast hvar á land­inu sam­kvæmt nýj­asta mán­að­ar­riti Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unn­ar. At­hygli vek­ur að verð fyr­ir leigu­íbúð­ir á Suð­ur­nesj­um hef­ur hækk­að óvenju hratt á síð­ustu sex mán­uð­um. Telja skýrslu­höf­und­ar að það megi rekja til óvenju hás hlut­falls leigu­íbúða í eigu ein­stak­linga og hagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
3
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
7
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
9
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
10
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár