Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hvíti hertoginn heldur upp á afmælið

Um þess­ar mund­ir eru 45 ár frá út­gáfu meist­ar­verks Dav­ids Bowie, Stati­on to Stati­on, plata sem mark­aði djúp spor í fer­il tón­list­ar­manns­ins og tón­list­ar­sögu 20. ald­ar. Af því til­efni rýn­ir Sindri Freys­son rit­höf­und­ur í skraut­lega til­urð þessa merki­lega lista­verks þar sem dul­speki, trú­ar­grufl, norn­ir, kól­umb­ískt lyfti­duft og Hitler koma með­al ann­ars við sögu.

Hvíti hertoginn heldur upp á afmælið
45 ára stórvirki Station to Station, meistarastykki Bowie, á afmæli um þessar mundir.

Snjókófið klofnar skyndilega og langt að komin hraðlestin birtist öskrandi, glampandi rýtingur sem rekinn er af alefli inn í næturkyrrð borgarinnar.

Fínlegur maðurinn sem stígur út á brautarpallinn ber með sér að vera aðalborinn. Líklega hertogi að snúa úr sjálfskipaðri útlegð til að vitja ríkmannlegrar gotneskrar hallar í útjaðri borgarinnar. Skuggaleg bygging sem beðið hefur komu hans lengur en þjónarnir, sem hafa allan tímann haldið henni við fægjandi og pússandi spegla og marmara, geta munað. En þeir geta hins vegar ekki fyrir nokkra muni gleymt trylltum veisluhöldunum sem skóku þar gólf og veggi endalausar nætur áður en húsbóndinn hvarf út í buskann án skýringa endur fyrir löngu.

Á höfðinu slúttir barðstór svartur hattur sem skyggir á tvílit og rannsakandi augu. Yfir klæðskerasaumuð svört jakkaföt er kæruleysislega tyllt á herðarnar hvítum ullarfrakka sem rennur saman við kókaínhvíta drífuna sem þyrlast um manninn einsog standi hann í miðri hringiðu sjónvarps eftir útsendingu.

Gesturinn ber með sér dulúð, myrkur og háska, á tálguðum og grannleitum vöngum hvílir vampírískur fölvi og það er einhver óþreyja í svip hans, niðurbæld harka eða ófullnægt hungur. Í stað sálar aðeins frystihólf, full af engu. Öll nærvera hans er þrungin ójarðneskum annarleika og þar sem hann stendur einsamall á pallinum og virðir fyrir sér mannlausa stöðina, minnir hann á soltinn úlf að svipast eftir bráð.

Í borginni sem Bowie hataði

Einhvern veginn framkallast þessar svipmyndir, óræðar og mystískar, þegar maður hugsar til breiðskífunnar Station to Station sem fagnar 45 ára afmæli þessa dagana, ótrúlegt nokk því að hún virðist vart hafa elst um dag. Upphafsskref hennar voru ekki tekin í dularfullri mið-evrópskri borg um hávetur, heldur á sólbökuðum haustdögum í Los Angeles árið 1975, í borginni sem er safn um gjálífi, innantómar glansmyndir og taumlausa sjálfsdýrkun. Borg sem Bowie hataði einsog pláguna.

Hann var nýkominn til baka til borgarinnar eftir sumarlanga dvöl í eyðimörkinni í New Mexico við leik í existensíalísku framtíðarmyndinni The Man Who Fell to Earth, sem fjallar um hvernig háþróuð geimvera í mannslíki verður jarðnesku hóglífi og fíkn að bráð. Framleiðslan var þyrnum stráð; hann fékk matareitrun eftir að hafa drukkið skemmda mjólk og hitinn var lamandi. Fíkn hans var í þokkabót orðin stjórnlaus: Meðan á tökunum stóð kvaðst hafa tekið tíu grömm af kókaíni á dag!

„Ég var jafn tilfinningalega firrtur og framandi og persónan sem ég lék. Þetta var frekar áreynslulaus frammistaða, gott sýnishorn af manni að brotna gjörsamlega niður fyrir framan áhorfendur,” sagði hann seinna meir.

Á milli taka dundaði hann sér við að skrifa handrit bókar sem átti að vera blanda af eigin minningum og hreinræktuðum skáldskap, bútasaumsteppi sýndar og reyndar rimpað saman með geimnál. Handritið nefndist The Return of the Thin White Duke. Hann fékkst líka við að semja tónlist fyrir kvikmyndina, sem hann taldi sig hafa verið ráðinn til að gera, þó að þess væri hvergi getið í samningum hans við framleiðendur. Þegar hann uppgötvaði síðan að þeir höfðu ekki áhuga á tónlistinni fauk heiftarlega í kappann, hann henti lögunum ofan í skúffu og hóf næsta verkefni; að undirbúa nýja plötu, sem síðar fékk heitið Station to Station. Nafnið tengist þó ekki drungalegum lestarstöðvum heldur svonefndum stöðvum krossins, þ.e. fjórtán skilgreindum áföngum eða þrepum í þjáningarför Krists frá þeim tíma sem hann var dæmdur til dauða þangað til hann reis upp frá dauðum.

Hvíta fjallið og svarti galdurinn

Bowie rogaðist sjálfur með þungan kross á þessu skeiði. Hann var aðeins 28 ára gamall þegar þetta var, en að niðurlotum kominn líkamlega, tilfinningalega og andlega. Hjónaband hans, sem hafði verið svo lengi galopið að það var farið að næða á berangri um þá mörgu sem höfðu haft þar viðkomu, var komið að endalokum. Hann hámaði í sig örvandi efni í gríð og erg sem fyrr segir, til að halda sér vakandi sem lengst – enda kvaðst hann hata svefn í viðtali á þessum tíma – og halda afköstunum í hámarki. Hann svaf lítið sem ekkert langtímum saman, var stundum vakandi marga sólarhringa að klífa hvíta fjallið og kafa í svarta galdurinn. Að auki var átröskun hans orðin öllum ljós, um tíma lifði hann á einni papriku og mjólkurfernu á dag og fór niður í 50 kíló að þyngd.

Hann var farinn að upplifa ranghugmyndir, ofsóknaræði og ofskynjanir; í viðtali sem birtist við hann í tímaritinu Rolling Stone á þessu tímabili var blaðamaður viðstaddur þegar Bowie hélt sig sjá líkama falla af himni ofan og brást við með að draga fyrir gluggann og kveikja örskamma stund á svörtu galdrakerti. Venjulegur þriðjudagur …

Hann hafði sökkt sér ofan í trúargrufl og dulspeki, las skrif breska rugludallsins Aleister Crowley í drep, fann samhljóm í talnaspeki og hinni gyðinglegu Kaballah-trú, tók Kirlian-ljósmyndir til að kanna breytingar á orkustreymi sínu fyrir og eftir töku eiturlyfja, og til að bæta gráu ofan á svart daðraði hann við fasískar hugmyndir sem birtust meðal annars í glannalegum fullyrðingum um að hann gæti hæglega orðið fyrirtaks Hitler. Raunar væri Hitler ein fyrsta rokkstjarnan …

Dulspekiáhuginn hafi raunar leitt hann inn í nasísk öngstræti og afkima og hann gaf hverjum sem vildi eintak af bókinni The Occult Reich, sem fjallaði á lítt fræðilegan hátt um dufl nasista við dylhyggjuleg fyrirbæri. Hann teiknaði díabólísk tákn á borð við fimmhyrning og hið kabbalíska tré lífsins á veggi og gólf heimilis síns og skoðaði allar tölur sem urðu á vegi hans með tilliti til merkingar þeirra samkvæmt túlkun talnaspekinnar. Hann hélt því fram að nornir stælu úr honum sæðinu.

Stórvirki knúið af hvítu dufti

Í emjandi hraðlest á leið í geðrof og hungurdauða geystist hann inn í upptökuver í september ásamt fríðum flokki hljóðfæraleikara. Þar fóru fremstir hrynhluti upptökusveitarinnar, þeir Carlos Alomar gítarleikari, Dennis Davis trommuleikari og George Murray bassaleikari.

Textarnir skipta mestu máli, sagði Bowie ákveðinn og sýndi þeim lagahugmyndir sem grunna til að vinna með. Þeir bjuggu síðan í sameiningu til ryþma-grind laganna sem hann klæddi að því loknu með öðrum hljóðfærum og söng. Þessu verki stýrði Bowie í samvinnu við upptökustjórann Harry Maslin, sem pródúserað hafði lögin tvö sem Bowie vann með John Lennon fyrir plötuna Young Americans, en hún hafði komið út í byrjun sama árs og slegið rækilega í gegn.

Og þó að heilsufar Bowie virtist í frjálsu falli var engin miskunn hjá meistaranum þegar inn í Cherokee-hljóðverið í LA var komið. Hann sannaði afdráttarlaust að tilvistarkreppa þarf ekki að jafngilda sköpunarkreppu. Gígantísk lyst hans á kólumbíska lyftiduftinu var óseðjandi og hljómsveitin gekk fyrir sama eldsneytinu í upptökum sem fóru fram daga jafnt sem nætur. Þær einkenndust af tilraunamennsku og sköpunarkrafti og tónlistarmennirnir höfðu sjaldan eða aldrei lifað jafn gjöfular stundir í hljóðveri. Fagmennska og einbeiting Bowie virtist óaðfinnanleg. Þeir hafa allir rifjað upp gleðilegar minningar um þessa haustdaga sem Station to Station var í fæðingu. Allir nema Bowie, sem mundi ekkert eftir þeim. Ekkert.

Platan er hins vegar skínandi stórvirki sem býður allri gleymsku birginn. Ein albesta plata Bowie og dægurtónlistar á 20. öld.

Ákall um ást og merkingu

Kannski er Station to Station ekki alveg saklaus af að vera danteískur könnunarleiðangur um dekadansinn í undirheimum og undirvitund þjakaðrar rokkstjörnu, en fyrst og fremst sameinar hún þó stórar andstæður áreynslulaust. Mýkt og hörku, hlýju og kulda, angurværð og kæti, trylling og kyrrð, von og vonleysi, gleði og sorg. Hún er ákall um ást, ákall um upprisu, ákall um æðri leiðsögn, ákall um mennsku og sjálfsmynd, ákall um merkingu í heimi þar sem framboðið af merkingu er langtum minna en eftirspurnin. Og auðvitað blekkingarnar: It’s not the side-effects of the cocaine! I’m thinking that it must be love.”Lyftum glösum! Lyftum þeim hátt! Skál fyrir afmælisbarninu

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
2
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
6
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
9
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
10
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
8
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
9
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár