Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ofbeldisumræða heldur áfram eftir skotárásina

Skotárás á bif­reið Dags B. Eggerts­son­ar borg­ar­stjóra við heim­ili hans er höfð í flimt­ing­um á um­ræðu­vett­vöng­um stjórn­mála­flokka á sam­fé­lags­miðl­um. Þar er hvatt til frek­ari skotárása á stjórn­mála­menn.

Dæmi eru um að meðlimir í Facebookhópum Frelsisflokksins, Íslensku þjóðfylkingarinnar og Frjálslynda Lýðræðisflokksins, undir stjórn Guðmundar Franklíns Jónssonar forsetaframbjóðanda, réttlæti eða hvetji til skotárásar eins og þeirrar sem gerð var á bifreið Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í síðustu viku.

Maður á sextugsaldri er grunaður um að hafa skotið á bifreið Dags við heimili hans á Óðinsgötu í síðustu viku. Honum var sleppt úr gæsluvarðhaldi seinni partinn á föstudag.

Í aðdraganda skotárásarinnar hefur átt sér stað langvarandi umræða um að Dagur hefði fengið einkabílastæði frá borginni og að um hálfan milljarð hafi kostað að gera upp torg nærri heimili hans. Ásakanirnar komu meðal annars frá Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, sem las inn á myndband þess efnis. Í kjölfar skotárásarinnar kom fram í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar að hið rétt væri að kostnaður við Óðinstorg hefði verið um 60 milljónir, en framkvæmdir víðar í hverfinu hafi kostað hálfan milljarð. Þá hafi Dagur ekki fengið …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár