Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Barnaverndarstofa fer yfir mál kvennana sem dvöldu á Laugalandi

Heiða Björg Pálma­dótt­ir, for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, seg­ir að far­ið verði yf­ir mál­efni með­ferð­ar­heim­il­is­ins að Laugalandi, áð­ur í Varp­holti, hjá stofn­un­inni í ljósi um­fjöll­un­ar Stund­ar­inn­ar um meint harð­ræði og of­beldi gegn stúlk­um sem þar voru vist­að­ar á ár­un­um 1997 til 2007. Heiða Björg seg­ir einnig að hún sé boð­in og bú­in að funda með þeim kon­um sem lýst hafa of­beld­inu sem þær hafi orð­ið fyr­ir á heim­il­inu, standi vilji þeirra til þess.

Barnaverndarstofa fer yfir mál kvennana sem dvöldu á Laugalandi
Er tilbúin að funda með konunum Heiða Björg segir að hún sé boðin og búin að hitta konurnar, standi vilji þeirra til þess. Mynd: Heiða Helgadóttir

Eins og greint er frá í nýju tölublaði Stundarinnar lýsir fjöldi kvenna því að þær hafi sætt andlegu og líkamlegu ofbeldi af hálfu Ingjaldar Arnþórssonar, forstöðumanns meðferðarheimilisins í Varpholti og síðar að Laugalandi, meðan þær dvöldu þar. Barnaverndarstofa fékk þegar árið 2000 ábendingar um að ekki væri allt sem skyldi í rekstri meðferðarheimilisins og árið 2001 barst umboðsmanni barna fjöldi ábendinga um ofbeldi og ofríki Ingjalds. Barnaverndarstofa sá ekki tilefni til að hafast að í málinu og Ingjaldur stýrði meðferðarheimilinu að Laugalandi áfram til ársins 2007.

Í grein í DV árið 2007 lýsti Bragi Guðbrandsson, þáverandi forstjóri Barnaverndarstofu, því yfir að Ingjaldur nyti fulls trausts. Tilefnið voru skrif blaðsins um bæði einkahagi Ingjalds en einnig ásakanir um harðræði á meðferðarheimilinu. Í greininni segir Bragi Barnaverndarstofu fordæma umfjöllunina, hún sé rakalaus og byggð á ósannindum. Barnaverndarstofa hafi kannað sannleiksgildi staðhæfinga um líkamlegt ofbeldi að Laugalandi og „vísar þeim á bug sem rakalausum“

„Ég vil byrja á því að hrósa þessum konum sem þarna stíga fram“

Heiða Björg Pálmadóttir, núverandi forstjóri Barnaverndarstofu, segir að Barnaverndarstofa muni fara yfir þau gögn sem séu til hjá stofnuninni um rekstur meðferðarheimilisins í tíð Ingjaldar sem forstöðumanns. „Ég vil byrja á því að hrósa þessum konum sem þarna stíga fram, af því ég veit að það er erfitt að stíga fram og segja frá svona reynslu. Umræða um svona mál er gríðarlega mikilvæg þannig að það er mikilvægt skref sem þær hafa stigið.“

29 prósent lýstu ofbeldi af hálfu starfsmanna

Árið 2012 var gefin út rannsóknarskýrsla sem unnin var fyrir Barnaverndarstofu á afdrifum barna sem höfðu dvalið á meðferðarheimilum Barnaverndarstofu á árunum 2000 til 2007. Í henni kemur meðal annars fram, í niðurstöðukafla, að yfirleitt hafi lítið ofbeldi verið inni á meðferðarheimilum og sumt ofbeldi sem ungmenni sögðust hafa orðið fyrir afhendi starfsmanns „var talið hluti af því að stoppa ósæskilega hegðun barns.“ Í þeim tilfellum sem greint var frá ofbeldi var það bundið við ákveðin heimili.

Í skýrslunni kemur fram að 14 prósent allra barna sem dvöldu á meðferðarheimlum kváðust hafa orðið fyrir ofbeldi, andlegu eða líkamlegu, af hálfu starfsmanns eða starfsmanna. Hlutfallið er enn hærra, 29 prósent, meðal barna sem dvöldu á langtímameðferðarheimilum Barnaverndarstofu, líkt og á Laugalandi. Mjög mismunandi var þó eftir því á hvaða meðferðarheimili börnin dvöldu hvort þau greindu frá ofbeldi af hálfu starfsmanns en í skýrslunni eru þær breytur ekki sundurliðaðar að fullu. Þó er nefnt að hlutfallið hafi verið á bilinu 13 til 50 prósent á þeim heimilum sem um ræðir og var Laugaland eitt þeirra. Þá kemur einnig fram að 29 prósent þeirra barna sem kváðust hafa orðið fyrir ofbeldi sögðu engum frá því á meðan að þau voru á meðferðarheimilinu.

Heiða Björg segir að sú skýrsla hafi síðan verið notuð til að bæta meðferðarstarf Barnaverndarstofu. „Ákveðið hlutfall lýsti einhvers konar vanvirðandi meðferð, illri meðferð og ofbeldi. Það voru settar fram tillögur í þessari skýrslu um hvernig ætti að gera betur og hún hefur verið notuð til að bæta starfsemi meðferðarheimila og gera betur. Þetta voru allt rekstraraðilar sem voru hættir þegar skýrslan kom út þannig að það var svo sem ekki tilefni til beinna viðbragða gegn rekstraraðilum. En vegna þess hversu hátt hlutfall fólks lýsti einhvers konar óæskilegri hegðun þá fengu allir þeir sem gafst kostur að taka þátt í rannsókninni bréf þar sem þeim var boðið að koma í viðtal hjá sérfræðingi sem Barnaverndarstofa réði til verksins, til að lýsa sinni upplifun. Þessi viðtöl fóru fram og hafa verið notuð til að bæta meðferðarstarf.“

Ekki gerð frekari rannsókn á starfsemi meðferðarheimilanna

Gaf þessi skýrsla ekki tilefni til þess að Barnaverndarstofu hæfi rannsókn á starfsemi neinna þessara meðferðarheimila?

„Við þurfum að horfa á að þessi skýrsla var fyrst og fremst notuð til að bæta meðferðarstarfsemi til framtíðar, tilgangurinn var að læra af reynslunni og gera betur. Svo held ég að af því að allir þeir rekstraraðilar sem skýrslan laut að höfðu hætt rekstri hafi þetta ekki gefið tilefni til neinnar beinnar eftirfylgni. Ég geri ráð fyrir að við hefðu ráðist í rannsóknir á starfseminni ef einhverjir viðkomandi rekstraraðilar hefðu ennþá verið starfandi.“

Var það þá ekki svo að slíkar upplýsingar kæmu fram í frásögnum þessara barna að ástæða væri talin til að kanna sérstaklega hvort þau hefðu orðið fyrir ofbeldi eða harðræði á meðan á dvölinni stóð?

„Ég get eiginlega ekki svarað þessari spurningu vegna þess að ég stjórnaði ekki þessari stofnun þá. Að minnsta kosti töldum við ástæðu til að fá þessar frásagnir fram. Við höfum verið að bregðast miklu harðar við á seinni árum þegar upp koma mál sem kalla á skoðun. Þegar við horfum á síðastliðin tíu ár hafa öðru hvoru komið upp mál sem hafa ekki þótt í lagi. Þá hefur verið tekið mjög fast á þeim, þau afgreidd og stundum hefur það leitt til lokunar meðferðarheimila.“

Nú þegar þessar frásagnir kvennanna sem dvöldu á Laugalandi eru komnar fram í dagsljósið, ásamt ýmsum öðrum gögnum. Hvaða skref mun, eða á, Barnaverndarstofa að stíga í því samhengi?

„Ég er nú talsmanneskja þess að fólk rannsaki ekki sjálft sig. Það kemur fram hjá ykkur að félagsmálaráðherra ætli sér að skoða hvað eigi að gera í málinu. Ráðuneytið er samkvæmt lögum okkar eftirlitsaðili. Við munum fagna einhvers konar skoðun á málunum, gögnunum, ég held að það sé alltaf af hinu góða.“

Finnst þér ástæða til þess að bjóða þessum konum til fundar við þig, til að ræða við þær um þeirra upplifun?

„Að sjálfsögðu værum við tilbúin í það, ef að vilji væri fyrir hendi til þess. Við skorumst ekki undan því, það er alveg ljóst.“

Vill ekki fullyrða um hvort mistök hafi verið gerð

Telur þú að forveri þinn í starfi, eða Barnaverndarstofa, hafi gert mistök í þessu máli?

„Ég ætla ekkert að fullyrða um það en við munum náttúrulega skoða hvort viðbrögðin voru eðlileg og læra af því sem hægt er að læra af.“

„Að sjálfsögðu finnst mér eðlilegt að þegar að svona umfjöllun kemur fram þá fari maður yfir þau gögn sem eru til“

Þið munuð sem sagt fara yfir þessi mál og skoða þau gögn sem til eru hjá stofnuninni um rekstur þessa meðferðarheimilis, í Varplandi og á Laugalandi?

„Já, að sjálfsögðu finnst mér eðlilegt að þegar að svona umfjöllun kemur fram þá fari maður yfir þau gögn sem eru til og reyni að draga einhvern lærdóm af því. Það verður að líta til þess að þetta er töluvert gamalt. Við vitum að það hefur mjög margt breyst í meðferðarmálum síðan þetta var, sem betur fer, og líka í mannréttindum barna. Við verðum að líta á það þannig að við séum sem betur fer að horfa á gamlan raunveruleika en ekki stöðuna eins og hún er í dag. Engu að síður er mjög mikilvægt þegar svona upplýsingar koma fram, sama hversu gamlar þær eru, að við drögum lærdóm af þeim og lofum að gera betur í framtíðinni.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Varnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt ofbeldið viðurkennt
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Vilja fá allt of­beld­ið við­ur­kennt

Kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og Laugalandi eru ósátt­ar við þá nið­ur­stöðu að ekki séu vís­bend­ing­ar um að þar hafi ver­ið beitt al­var­legu eða kerf­is­bundnu lík­am­legu of­beldi. Vitn­is­burð­ur á þriðja tug kvenna um að svo hafi ver­ið sé að engu hafð­ur í skýrslu um rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins.
Stelpurnar af Laugalandi skila skömminni
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Stelp­urn­ar af Laugalandi skila skömm­inni

65 börn voru vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu í Varp­holti og á Laugalandi á ár­un­um 1997 til 2007. Þar voru þau beitt kerf­is­bundnu and­legu of­beldi auk þess sem fjöldi þeirra lýs­ir því að hafa ver­ið beitt lík­am­legu of­beldi. Sex­tán kon­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu stíga nú fram og skila skömm­inni þang­að sem hún á heima, til for­stöðu­hjóna heim­il­is­ins á þess­um tíma, starfs­fólks og barna­vernd­ar­yf­ir­valda sem brugð­ust þeim.
Skýrslan um Laugaland: Stúlkurnar voru beittar kerfisbundnu og alvarlegu andlegu ofbeldi
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

Skýrsl­an um Lauga­land: Stúlk­urn­ar voru beitt­ar kerf­is­bundnu og al­var­legu and­legu of­beldi

Nið­ur­staða skýrslu Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un­ar vel­ferð­ar­mála slær því föstu að stúlk­ur sem vist­að­ar voru á með­ferð­ar­heim­il­inu hafi ver­ið beitt­ar and­legu of­beldi. Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem rætt var við lýsti því að hafa ver­ið beitt­ar lík­am­legu of­beldi og fjöldi til við­bót­ar stað­festi að hafa orð­ið vitni að slíku. Barna­vernd­ar­stofa brást hlut­verki sínu.
„Þetta er áframhaldandi ofbeldi“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Þetta er áfram­hald­andi of­beldi“

Kona sem vist­uð var á með­ferð­ar­heim­il­inu Varp­holti og ber að hafa ver­ið beitt of­beldi af Ingj­aldi Arn­þórs­syni, for­stöðu­manni þar, seg­ir vinnu­brögð nefnd­ar sem rann­saka á heim­il­ið fyr­ir neð­an all­ar hell­ur. Aldrei hafi ver­ið haft sam­band við hana til að upp­lýsa um gang mála eða kanna líð­an henn­ar. „Mér finnst að það hefði átt að út­vega okk­ur sál­fræði­þjón­ustu,“ seg­ir Anna María Ing­veld­ur Lar­sen. Hún hef­ur misst alla trú á rann­sókn­inni.

Mest lesið

Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
4
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
8
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.
„Hætta á misferli“ – Alvarlegar athugasemdir KPMG við fjárreiður Blaðamannafélagsins
9
Fréttir

„Hætta á mis­ferli“ – Al­var­leg­ar at­huga­semd­ir KP­MG við fjár­reið­ur Blaða­manna­fé­lags­ins

Fyrr­ver­andi formað­ur og fram­kvæmda­stjóri Blaða­manna­fé­lags Ís­lands milli­færði end­ur­tek­ið á sig fyr­ir­fram­greidd laun sem hann end­ur­greiddi vaxta­laust allt að hálfu ári síð­ar, keypti tíu tölv­ur fyr­ir sig á níu ár­um og greiddi út styrki án sam­þykk­is stjórn­ar. KP­MG ger­ir at­huga­semd­ir við þetta í nýrri skýrslu sem unn­in var að beiðni stjórna BÍ. Hjálm­ar Jóns­son, sem sagt var upp hjá fé­lag­inu í árs­byrj­un, seg­ir þetta allt eiga sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Þetta er móðgun við okkur“
5
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
7
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
8
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
9
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu