Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Konan sem ógnaði kerfinu

Soffía Al­ex­eiévna hlýt­ur að vera ein­hver maka­laus­asti og öfl­ug­asti per­sónu­leiki sög­unn­ar.

Hún kom úr einhverjum innilokaðasta afkima samfélagsins. Hún tilheyrði einhverjum kúgaðasta hópi þess. Hún var menntunarsnauð og kom varla út undir bert loft nema með andlitið hulið bak við þykka blæju. Ef henni var hleypt milli húsa voru tjöld fyrir glugga á vagninum sem hún ferðaðist í svo hún sæi ekki umheiminn og enginn sæi hana. Henni var bannað að taka þátt í samræðum karlmanna, enda öllum ljóst að hún gat ekki haft neitt til málanna að leggja Hún átti að verja lífi sínu í að sauma viðhafnarskikkjur fyrir karlkyns ættingja sína og háttsetta klerka. Og hún átti að fara með mikið af bænum. Svo átti hún að deyja einhvern tíma, södd lífdaga, jafn innilokuð og hún hafði lifað.

En hún braust út.

Með einhverjum furðulegum hætti tókst Soffíu Alexeiévnu að rífa af sér allar hindranir einhvers niðurnjörvaðasta feðraveldis sem sagan kann frá að greina og ekki aðeins marka sér …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Tvíkynja hérar tákn páska — og Maríu guðsmóður líka?
Flækjusagan

Tví­kynja hér­ar tákn páska — og Maríu guðs­móð­ur líka?

„Af hverju er kan­ín­ur, nú eða frænd­ur þeirra hér­ar, tákn pásk­anna?“ Svar­ið við þeirri spurn­ingu er í aðra rönd­ina mjög ein­falt. Pásk­arn­ir eru í grunn­inn vor­há­tíð sem hald­in er til að fagna því að líf er að kvikna í jörð­inni eft­ir (mis)lang­an vet­ur. Í krist­inni trú er það túlk­að með dauða en síð­an upprisu guðs­son­ar­ins. En líf kvikn­ar ekki að­eins...

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu