Á Hringbrautinni kepptist þessi hjólreiðakappi listilega á móti norðangarranum með forláta hillu. Samkvæmt nýrri reglugerð umhverfis- og samgönguráðherra mega vera allt að fimm manns á einu hjóli, með tengivagni. Ekki má flytja hluti á reiðhjólum sem geta valdið vegfarendum óþægindum. Samkvæmt reglugerðinni skulu reiðhjól vera búin bjöllu, en mega ekki hafa annan búnað sem gefur frá sér hljóð.
Deila
stundin.is/FDUV
Athugasemdir
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Hann virkar ekki stór, hjólreiðamaðurinn sem dáist að Venusi frá Vopnafirði landa loðnu hjá Brim í Akraneshöfn nú í morgun. Íslensk uppsjávarskip mega í ár, eftir tvær dauðar vertíðir, veiða tæp sjötíu þúsund tonn af loðnu, sem gerir um 20 milljarða í útflutningsverðmæti. Verðmætust eru loðnuhrognin, en á seinni myndinni má sjá hvernig þau eru unnin fyrir frystingu á Japansmarkað. Kílóverðið á hrognunum er um 1.650 krónur, sem er met.
Mynd dagsins
121
Þá var kátt í höllinni
Í morgun var byrjað að bólusetja með 4.600 skömmtum frá Pfizer, aldurshópinn 80 ára og eldri í Laugardalshöllinni. Hér er Arnþrúður Arnórsdóttir fædd 1932 að fá sinn fyrsta skammt. Alls hafa nú 12.644 einstaklingar verið full bólusettir gegn Covid-19, frá 29. desember, þegar þeir fyrstu fengu sprautuna. Ísland er í fjórða neðsta sæti í Evrópu með 1.694 smit á hverja 100 þúsund íbúa, Finnar eru lægstir með einungis 981 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Andorra er með flest smit á heimsvísu, eða 14.116 smit á hverja 100 þúsund íbúa.
Mynd dagsins
114
Skjálfandi jörð
Síðan skjálftahrinan byrjaði síðastliðinn miðvikudag hafa rúmlega 11.500 skjálftar mælst á Reykjanesinu. Og heldur er að bæta í því á fyrstu tólf tímum dagsins í dag (1. mars) hafa mælst yfir 1500 skjálftar, þar af 18 af stærðinni 3.0 eða stærri. Virknin í dag er staðbundin en flestir skjálftana eiga upptök sín við Keili og Trölladyngju, sem er skammt frá Sandfellsklofa þar sem er mynd dagsins er tekin.
Mynd dagsins
19
Glæsilegt hjá Grænlendingum
Ferðamenn sem koma hingað frá Grænlandi eru nú, einir þjóða, undanþegnir aðgerðum á landamærum og þurfa því hvorki að fara í skimun, sóttkví eða framvísa neikvæðu PCR-prófi. „Það hefur gengið vel, einungis 30 Covid-19 smit verið í öllu landinu." segir Jacob Isbosethsen (mynd) sendiherra Grænlands á Íslandi. Ef jafnmargir hefðu smitast hér og og á Grænlandi hefðu 195 manns fengið Covid-19. Í morgun var talan örlítið hærri, 6049 einstaklingar hafa fengið farsóttina hér heima.
Mynd dagsins
15
Allir á tánum
Það var mikið um að vera við veg 42, vestan Kleifarvatns nú í morgun. Vegagerðin var að kanna aðstæður, starfsmenn á Jarðvársviði Veðurstofu Íslands (mynd) voru að mæla gas á hverasvæðinu í Seltúni, sem og grjóthrun. Þarna voru líka ferðalangar að vonast eftir hinum stóra, kvikmyndagerðarmaður að festa augnablik á filmu, enda höfðu mælst yfir 1000 jarðskjálftar á svæðinu fyrstu tíu tímana í dag. Þar af tveir yfir 3 að stærð, sá stærri átti upptök sín rétt norðan við Seltún, klukkan 03:26 í morgun.
Mynd dagsins
1
Vá... loftlagsvá
Mál málanna í dag er auðvitað jarðskjálftarnir á Reykjanesskaganum, þeirri vá getum við ekki stjórnað. En til lengri tíma eru það auðvitað loftlagsmálin sem taka þarf föstum tökum áður en stefnir í óefni. Og þar getum við haft bein áhrif. Íslensk stjórnvöld hafa sent frá sér uppfærð markmið í loftslagsmálum. Þar kemur fram að Ísland ætlar að minnka losun um...
Nýtt á Stundinni
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
11
Víðir varar við: Fólk reynir að komast á gossvæðið og gæti fest sig
Fólk hefur streymt að afleggjaranum að Keili, sem liggur í átt að mögulegu gossvæði. Kvika er að brjóta sér leið upp á yfirborðið.
Mynd dagsins
4
Tæpir tuttugu milljarðar
Hann virkar ekki stór, hjólreiðamaðurinn sem dáist að Venusi frá Vopnafirði landa loðnu hjá Brim í Akraneshöfn nú í morgun. Íslensk uppsjávarskip mega í ár, eftir tvær dauðar vertíðir, veiða tæp sjötíu þúsund tonn af loðnu, sem gerir um 20 milljarða í útflutningsverðmæti. Verðmætust eru loðnuhrognin, en á seinni myndinni má sjá hvernig þau eru unnin fyrir frystingu á Japansmarkað. Kílóverðið á hrognunum er um 1.650 krónur, sem er met.
StreymiSkjálftahrina á Reykjanesi
421
Almannavarnir biðja fólk um að fara ekki að gossvæðinu
Mikið af fólki er að fara inn á afleggjarann að Keili. „Þetta er mjög krítísk staða,“ segir jarðeðlisfræðingur sem biður um vinnufrið á vettvangi. Varasamt getur verið að fara mjög nálægt gosinu vegna gasmengunar.
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
210
Ákvörðun flugfélaga hvort flug raskast
Hefjist eldgos mun verða óheimilt að fljúga yfir ákvæðið svæði í um hálftíma til klukkutíma. Eftir það er það í höndum flugfélaga hvernig flugi verður háttað.
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
22142
Kvikan er að brjóta sér leið upp: Þúsund ára atburður á Reykjanesi
Talið er að eldgos geti hafist á næstu klukkustunum suður af Keili. „Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir að sér virðist kvikan hafa farið stutt upp í sprunguna.
Greining
68
Britney Spears: Frelsi og fjötrar
Britney Spears skaust upp á himininn sem skærasta poppstjarna þúsaldarinnar. Lólítu-markaðssetning ímyndar hennar var hins vegar byggð á brauðfótum hugmyndafræðilegs ómöguleika. Heimurinn beið eftir því að hún myndi falla. Hún var svipt sjálfræði aðeins tuttugu og sex ára gömul, en #freebritney hreyfingin berst nú fyrir endurnýjun sjálfræðis hennar.
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
5106
Landsréttur fellir úr gildi frávísun í máli Jóns Baldvins
Héraðsdómur mun taka mál Jóns Baldvins Hannibalssonar til efnismeðferðar. Málflutningi hans um að meint kynferðisleg áreitni hans sé ekki refsiverð samkvæmt spænskum lögum er hafnað.
Þrautin í gær snerist um borgir. * Fyrri aukaspurning: Hver á eða átti svarta bílinn sem hér að ofan sést? * Aðalspurningar: 1. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Hann tók við því starfi í þriðja sinn árið 2018. Hvern leysti hann þá af hólmi? 2. Í Netflix-myndinni News of the World leikur roskinn Bandaríkjamaður aðalhlutverkið. Hvað heitir...
Mynd dagsins
121
Þá var kátt í höllinni
Í morgun var byrjað að bólusetja með 4.600 skömmtum frá Pfizer, aldurshópinn 80 ára og eldri í Laugardalshöllinni. Hér er Arnþrúður Arnórsdóttir fædd 1932 að fá sinn fyrsta skammt. Alls hafa nú 12.644 einstaklingar verið full bólusettir gegn Covid-19, frá 29. desember, þegar þeir fyrstu fengu sprautuna. Ísland er í fjórða neðsta sæti í Evrópu með 1.694 smit á hverja 100 þúsund íbúa, Finnar eru lægstir með einungis 981 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Andorra er með flest smit á heimsvísu, eða 14.116 smit á hverja 100 þúsund íbúa.
FréttirMorð í Rauðagerði
15
Anton ennþá með stöðu sakbornings
Lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar segir Anton lausan úr gæsluvarðhaldi en hann hafi enn stöðu sakbornings í rannsókn á morðinu í Rauðagerði 28.
RannsóknMorð í Rauðagerði
40162
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
Þrautir10 af öllu tagi
3062
310. spurningaþraut: Hér er spurt um erlendar borgir, hverja af annarri
Hér er þraut gærdagsins! * Allar spurningar dagsins snúast um erlendar borgir. Fyrri aukaspurning: Í hvaða borg má finna styttuna sem sést á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Osló er fjölmennasta borg Noregs. Hver er sú næstfjölmennasta? 2. Oscar Niemeyer var arkitekt sem fékk það draumaverkefni að hanna fjölda stórhýsa og opinberra bygginga í alveg splunkunýrri borg sem...
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir