Þessi grein er meira en mánaðargömul.

Missti bróður sinn í sundi og vill úrbætur: „Hvað þarf mörg mannslíf til?“

Sigrún Sól Ólafs­dótt­ir seg­ir mik­il­vægt að þrýsta á um úr­bæt­ur á ör­ygg­is­mál­um í sund­laug­um. Þeg­ar þau eru í lagi eigi bana­slys ekki að verða. Þeg­ar bróð­ir henn­ar drukkn­aði var því einnig hald­ið fram að um veik­indi hefði ver­ið að ræða, en krufn­ing leiddi ann­að í ljós. Ekki nóg sé að­hafst til að fyr­ir­byggja slík slys.

Missti bróður sinn í sundi og vill úrbætur: „Hvað þarf mörg mannslíf til?“
Sundlaug Selfoss Mynd: Árborg

„Hvað þarf mörg mannslíf til?“ að knýja á um breytingar á verkferlum og öryggismálum í sundlaugum, spyr Sigrún Sól Ólafsdóttir, sem missti bróður sinn árið 2006 þegar hann drukknaði í sundi. 

Síðastliðinn fimmtudag fannst maður á botni sundlaugar í Sundhöll Reykjavíkur og var úrskurðaður látinn þegar endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Maðurinn hét Guðni Pétur Guðnason og var 31 árs gamall.

Fullyrt að um veikindi væru að ræða

Mbl.is greindi fyrst frá málinu á sunnudag, en þar var haft eftir aðstoðaryfirlögregluþjóni að um veikindi hefði verið að ræða. Síðar sama dag steig faðir Guðna, Guðni Heiðar Guðnason, fram og gerði athugasemdir við þann málflutning, þar sem sonur hans var stálhraustur maður, sem kenndi sér einskis meins og var í sundi með geðfötluðum skjólstæðingi sínum, líkt og hann gerði daglega.

„Ég skil ekki þessi vinnubrögð að fullyrða að um veikindi hafi verið að ræða,“ sagði Guðni, sem sjálfur fékk aðrar skýringar en veittar voru í fjölmiðlum.

Guðni greindi jafnframt frá því að sonur hans hafi legið á botni laugarinnar í sex mínútur áður en brugðist var við. Það er langur tími. Því sé honum spurn hvar sundlaugarverðirnir hafi verið þegar slysið átti sér stað.

Samkvæmt yfirlýsingu Reykjavíkurborgar voru þeir í salnum, en þá spyr Guðni með hverju þeir hafi verið að fylgjast. „Hvaða verk­ferl­ar voru brotn­ir þar? Hvers vegna lá son­ur minn á botn­in­um í sex mín­út­ur?“ spurði hann í samtali við Mbl.is.

Öryggiskerfi hefði getað bjargað lífi sonarins

Í nýjum sundlaugum hafi verið sett upp kerfi sem skynjar hvort eitthvað liggi hreyfingarlaust á botni laugarinnar. Að fimmtán sekúndum liðnum eigi kerfið að gera sundlaugarvörðum viðvart. „Nú veit ég að Sundhöll Reykjavíkur er nýlega uppgerð. Ég spyr af hverju var þetta kerfi ekki sett upp samhliða þeim framkvæmdum? Það er alveg ljóst í mínum huga að ef þetta kerfi hefði verið virkt eða virkað þá hefði ef til vill mátt bjarga lífi hans,“ sagði Guðni síðar í viðtali við Vísi.

Hann tók jafnframt fram að hann sé ekki í leit að sökudólgum, heldur svörum við því hvað kom fyrir son sinn. Rannsókn lögreglu er á frumstigi og beðið er eftir niðurstöðu krufningar. 

Áður ranglega fullyrt um veikindi

Reynsla hann minnir óneitanlega á atburðina sem áttu sér stað árið 2006, þegar Sigrún Sól missti bróður sinn. Í færslu sem hún skrifaði á Facebook í dag segir hún að umræðan sem á sér stað núna, eftir banaslys í Sundhöll Reykjavíkur, hafi hrært upp sárum og erfiðum minningum. Þar bendir hún á að aftur og aftur drukkni fólk í sundlaugum. Dæmi séu jafnvel um að það hafi gerst ítrekað í sömu laugunum. Slys geti gerst en það hljóti að kalla á að öryggismál og verkferlar séu lagaðir.

Í tilfelli bróður hennar hafi einnig verið fullyrt að hann hlyti að hafa verið veikur og fjölskyldan hugsaði slíkt hið sama, þar sem hann var vanur sundmaður. Foreldrar hennar heitnir lögðu sig því fram um að láta þar við sitja og biðluðu til fjölmiðla að fjalla ekki um málið, vegna þess að áfallið fyrir átján ára gamlan sundlaugarstarfsmann sem hafði það hlutverk að gæta öryggis á þessu svæði var svo mikið.

Sigrún bendir einnig á hversu skakkt það væri að 18 ára manneskja sé ein látin bera ábyrgð á öllu útisvæði laugarinnar. Til að vernda þennan starfsmann sögðu foreldrar Sigrúnar fjölskyldu hans að um veikindi hafi verið að ræða. „Og fólk trúði því. Vegna þess að bróðir minn var einhverfur og notaði auk þess sondu. En hann var líkamlega hraustur og hann fór í sund á hverjum einasta degi og synti alltaf á sama tíma, hvernig sem viðraði, á kvöldin, rétt fyrir lokun laugarinnar. Allir þekktu hann þarna - og föstu rútínuna hans.“

Of mikil ábyrgð sett á einn starfsmann

Þetta kvöld var slagveður og bróðir hennar lá í margar mínútur á botni laugarinnar áður en annar sundlaugargestur fann hann. „Krufning leiddi í ljós að ekkert amaði að honum. Þetta var drukknun.“

Viðbrögðin voru heldur fátækleg. Á sínum tíma barst fjölskyldunni blómvöndur frá stjórn laugarinnar og samúðarkveðjur. Engar afsakanir, útskýringar og engum verkferlum breytt. Sigrún reyndi sjálf að spyrjast fyrir en fjölskyldan steig öll varlega til jarðar vegna þess að hún hafði áhyggjur af unglingnum sem hafði tekið á sig sökina og var í áfalli. Sigrún segir þó að þetta hafi svo sannarlega ekki verið hennar sök. Það sé óskiljanlegt að ein manneskja sé látin bera svona mikla ábyrgð, hvað þá þegar hún er svo ung og hefur fengið litla þjálfun.

„Enginn kom“

„Aftur hafa orðið dauðaslys þarna. Mörgum árum eftir dauða bróður míns hef ég sjálf trompast þarna úr reiði sem sundlaugargestur, þegar ég varð vitni að, og kom til hjálpar barni sem átti í erfiðleikum og gleypti mikið vatn.“

Enginn starfsmaður hafi verið sýnilegur, engin viðbrögð fengist en hópur barna hafi verið í uppnámi og talið að vinur sinn væri að drukkna. „Enginn kom,“ skrifar hún og lýsir því hvernig hún ruddist upp í eftirlitsturninn þar sem einn starfsmaður sat, unglingsstúlka sem var að skoða símann sinn. Sigrún lét ekki þar við sitja heldur reyndi hún að ræða við starfsmenn í afgreiðslunni en fékk lítil viðbrögð, segir að þeir hafi yppt öxlum og horft skringilega á hana, þar sem viðbrögð hennar voru kannski sterkari en tilefni var til, vegna forsögunnar, og hún brást í grát. „Það hæfði eflaust ekki tilefni eða stund og stað,“ skrifar hún og bætir því að ekkert hafi verið skoðað í kjölfarið, ekkert gert. „Stuttu síðar varð enn eitt dauðaslysið í þessari sömu laug.“

Að lokum segist hún ekki vera vön að deila svo persónulegum upplýsingum á opinberum vettvangi en það verði að þrýsta úrbætur í öryggismálum í sundlaugum. Yfirklór og vörn dugi ekki til, það þýði ekkert að segja að ýmislegt hafi verið lagað. „Drukknun í sundlaugum á ekki að eiga sér stað. Ef öryggisgæsla og viðbragðsflýtir væri í lagi hefðum við ekki tapað öllum þessum lífum.“

Bróðir minn drukknaði í Sundlaug Selfoss

Færsluna má lesa hér að neðan í heild sinni:

„Fréttir af þessu slysi í Sundhöll Reykjavíkur þar sem ungur maður er hrifsaður á braut hræra upp sárum og erfiðum minningum. Ég samhryggist fjölskyldu hans og vinum innilega. 

Ég hnaut einmitt um fyrsta fréttaflutning af málinu, þar sem lögreglumaður fullyrti að um veikindi hefði verið að ræða.

Aftur og aftur í gegnum árin koma upp slys, drukknun, í sundlaugum. Stundum í sömu laugum. Slys geta gerst. En, það er gersamlega sturlað að ekki sé farið margfalt betur yfir öryggismál og verkferlar lagaðir. Hvað þarf mörg mannslíf til?

Bróðir minn drukknaði í Sundlaug Selfoss árið 2006. 42ja ára gamall.

Þá voru fyrstu viðbrögð þau sömu og hér: „Hann hlýtur að hafa verið veikur.“

Þá hugsuðum við það líka, fjölskyldan hans: „hann hlýtur að hafa veikst.“ Það bara gekk ekki upp að hann gæti einfaldlega drukknað.

Í því tilfelli lögðu foreldrar mínir heitnir sig meira að segja fram um að láta við það sitja útá við, vegna þess að áfall starfsmannsins, sem átti að gæta svæðisins þar sem slysið varð, var svo stórt og mikið. Manneskjan fékk taugaáfall. 18 ára og látin bera ein alla ábyrgð á öllu útisvæði laugarinnar. Við meira að segja biðluðum til þess að fjölmiðlar myndu ekki slá þessu upp því foreldrar mínir óttuðust um heilsu starfsmannsins.

Til að vernda hana. Þau meira að segja sögðu hennar fjölskyldu beinlínis að um veikindi hefði verið að ræða.

Og fólk trúði því. Vegna þess að bróðir minn var einhverfur og notaði auk þess sondu. En hann var líkamlega hraustur og hann fór í sund á hverjum einasta degi og synti alltaf á sama tíma, hvernig sem viðraði á kvöldin, rétt fyrir lokun laugarinnar. Allir þekktu hann þarna - og föstu rútínuna hans.

Þetta kvöld í lok október var slagveður og hann hafði legið þarna margar mínútur og það var annar sundlaugargestur sem fann hann.

Krufning leiddi í ljós að ekkert amaði að honum. Þetta var drukknun.

Á sínum tíma kom einn blómvöndur frá stjórn laugarinnar og samúðarkveðjur. Ekkert um afsökun, útskýringu og engum verkferlum breytt. Ég reyndi að spyrja, en við stigum öll svo varlega til jarðar því við höfðum áhyggjur af unglingnum sem tók á sig sök og var í miklu áfalli. En þetta var svo sannarlega ekki hennar sök. 

Það er óskiljanlegt að ein manneskja, þar að auki ung og lítið þjálfuð, sé sett í svona risaábyrgð. Aftur hafa orðið dauðaslys þarna. Mörgum árum eftir dauða bróður míns hef ég sjálf trompast þarna úr reiði sem sundlaugargestur, þegar ég varð vitni að og kom til hjálpar barni sem átti í erfiðleikum og gleypti mikið vatn. Enginn starfsmaður sýnilegur, enginn viðbrögð og hópur barna í panikki og héldu að vinur sinn væri að drukkna. Enginn kom. 

Ég ruddist upp í turninn þarna úti og þar sat ein unglingsstelpa og var að skoða símann sinn. Eftir á reyndi ég að tala um þetta við starfsmenn í afgreiðslunni og það var bara yppt öxlum. Og horft á mig skringilega. Enda kannski ekki skrýtið því ég brast í grát og það hæfði eflaust ekki tilefni eða stund og stað. Ekkert skoðað - ekkert gert. Stuttu síðar varð enn eitt dauðaslysið í þessari sömu laug.

PS. Ég er ekki vön að deila svo persónulegum upplýsingum á opinberum vettvangi. En ég vona meiri þrýstingur verði settur á að raunverulega séu gerðar úrbætur í öryggismálum í sundlaugum. Ekki bara yfirklór og hrökkva í vörn og segja: „Jú, víst hefur ýmislegt verið lagað.“

Drukknun í sundlaugum á ekki að eiga sér stað. Ef öryggisgæsla og viðbragðsflýtir væri í lagi hefðum við ekki tapað öllum þessum lífum.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
1
RannsóknMorð í Rauðagerði

At­hafna­mað­ur­inn Ant­on kort­lagð­ur: Hvað­an koma pen­ing­arn­ir?

Ant­on Krist­inn Þór­ar­ins­son hef­ur yf­ir fjölda ára kom­ið að stofn­un, stjórn og prókúru ým­issa fé­laga sem hafa mest­an sinn hagn­að af sölu og kaup­um fast­eigna. Hann seldi „Garða­bæj­ar­höll“ og bygg­ir nú hús á Arn­ar­nes­inu.
Iðkar þakklæti: „Ekkert getur gert okkur hamingjusöm nema við sjálf“
2
ViðtalHamingjan

Iðk­ar þakk­læti: „Ekk­ert get­ur gert okk­ur ham­ingju­söm nema við sjálf“

Hrafn­hild­ur Haf­steins­dótt­ir seg­ir að ham­ingj­an sé ákvörð­un, hún sé einnig ferða­lag en ekki ákvörð­un­ar­stað­ur. Hún seg­ist iðka þakk­læti dag­lega með því að taka eft­ir því góða í kring­um sig.
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
3
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Það eina sem ég vildi var að deyja“

Ásta Önnu­dótt­ir, sem var vist­uð um tveggja ára skeið á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi, lýs­ir því að hún hafi orð­ið fyr­ir slíku and­legu of­beldi þar að það hafi dreg­ið úr henni lífs­vilj­ann. Hún hafi ver­ið glað­vært barn en fram­kom­an í henn­ar garð á heim­il­inu hafi bar­ið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveim­ur ára­tug­um síð­ar, sem hún sé að jafna sig.
Losun hvers Íslendings tvöfalt meiri en losun hvers Svía
4
Fréttir

Los­un hvers Ís­lend­ings tvö­falt meiri en los­un hvers Svía

Los­un gróð­ur­hús­loft­teg­unda á Ís­landi væri fimm­falt meiri ef ekki væri fyr­ir end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa hér­lend­is. Engu að síð­ur er los­un á hvern Ís­lend­ing mik­il í al­þjóð­leg­um sam­an­burði.
308. spurningaþraut: North, Saint, Chicago og Psalm?
5
Þrautir10 af öllu tagi

308. spurn­inga­þraut: North, Saint, Chicago og Psalm?

Þraut frá í gær, hlekk­ur. * Fyrri auka­spurn­ing. Á mynd­inni hér að of­an er stjórn­mála­kona ein. Hvað heit­ir hún? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hlaups­ár­dag­inn 29. fe­brú­ar 1996 lauk lengsta hern­að­ar­umsátri um nokkra borg á seinni tím­um. Það hafði stað­ið í þrjú ár, tíu mán­uði, þrjár vik­ur og þrjá daga. Hvaða borg var þetta? 2.   Ár­ið 1066 var háð fræg orr­usta þar...
Illugi Jökulsson
6
Pistill

Illugi Jökulsson

Það er bann­að í Búrma

„Fasism­inn er í al­vöru á upp­leið,“ skrif­ar Ill­ugi Jök­uls­son um beit­ingu hryðju­verka- og sótt­varna­laga til að kæfa nið­ur lýð­ræði.
Anton ennþá með stöðu sakbornings
7
FréttirMorð í Rauðagerði

Ant­on enn­þá með stöðu sak­born­ings

Lög­mað­ur Ant­ons Krist­ins Þór­ar­ins­son­ar seg­ir Ant­on laus­an úr gæslu­varð­haldi en hann hafi enn stöðu sak­born­ings í rann­sókn á morð­inu í Rauða­gerði 28.

Mest deilt

Iðkar þakklæti: „Ekkert getur gert okkur hamingjusöm nema við sjálf“
1
ViðtalHamingjan

Iðk­ar þakk­læti: „Ekk­ert get­ur gert okk­ur ham­ingju­söm nema við sjálf“

Hrafn­hild­ur Haf­steins­dótt­ir seg­ir að ham­ingj­an sé ákvörð­un, hún sé einnig ferða­lag en ekki ákvörð­un­ar­stað­ur. Hún seg­ist iðka þakk­læti dag­lega með því að taka eft­ir því góða í kring­um sig.
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
2
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Það eina sem ég vildi var að deyja“

Ásta Önnu­dótt­ir, sem var vist­uð um tveggja ára skeið á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi, lýs­ir því að hún hafi orð­ið fyr­ir slíku and­legu of­beldi þar að það hafi dreg­ið úr henni lífs­vilj­ann. Hún hafi ver­ið glað­vært barn en fram­kom­an í henn­ar garð á heim­il­inu hafi bar­ið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveim­ur ára­tug­um síð­ar, sem hún sé að jafna sig.
Losun hvers Íslendings tvöfalt meiri en losun hvers Svía
3
Fréttir

Los­un hvers Ís­lend­ings tvö­falt meiri en los­un hvers Svía

Los­un gróð­ur­hús­loft­teg­unda á Ís­landi væri fimm­falt meiri ef ekki væri fyr­ir end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa hér­lend­is. Engu að síð­ur er los­un á hvern Ís­lend­ing mik­il í al­þjóð­leg­um sam­an­burði.
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
4
RannsóknMorð í Rauðagerði

At­hafna­mað­ur­inn Ant­on kort­lagð­ur: Hvað­an koma pen­ing­arn­ir?

Ant­on Krist­inn Þór­ar­ins­son hef­ur yf­ir fjölda ára kom­ið að stofn­un, stjórn og prókúru ým­issa fé­laga sem hafa mest­an sinn hagn­að af sölu og kaup­um fast­eigna. Hann seldi „Garða­bæj­ar­höll“ og bygg­ir nú hús á Arn­ar­nes­inu.
Nýtt leikrit veitir kvenskörungi uppreist æru
5
MenningMetoo

Nýtt leik­rit veit­ir kven­skör­ungi upp­reist æru

„Ég finn mig skylduga til að segja þessa sögu,“ seg­ir Tinna Sverr­is­dótt­ir sem grét nán­ast á hverri æf­ingu fyrstu vik­urn­ar í und­ir­bún­ingi fyr­ir leik­rit sem varp­ar nýju ljósi á ævi Sun­nefu Jóns­dótt­ur. Sun­nefa var tví­dæmd til dauða á 18. öld fyr­ir blóðskömm.
310. spurningaþraut: Hér er spurt um erlendar borgir, hverja af annarri
6
Þrautir10 af öllu tagi

310. spurn­inga­þraut: Hér er spurt um er­lend­ar borg­ir, hverja af ann­arri

Hér er þraut gær­dags­ins! * All­ar spurn­ing­ar dags­ins snú­ast um er­lend­ar borg­ir. Fyrri auka­spurn­ing: Í hvaða borg má finna stytt­una sem sést á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Osló er fjöl­menn­asta borg Nor­egs. Hver er sú næst­fjöl­menn­asta? 2.   Oscar Niemeyer var arki­tekt sem fékk það drauma­verk­efni að hanna fjölda stór­hýsa og op­in­berra bygg­inga í al­veg splunku­nýrri borg sem...
309. spurningaþraut: Katrínar, sjómílur, jökull og Halla Signý
7
Þrautir10 af öllu tagi

309. spurn­inga­þraut: Katrín­ar, sjó­míl­ur, jök­ull og Halla Signý

Þið finn­ið þraut­ina frá í gær hér. * Fyrri auka­spurn­ing: Hvar voru — eft­ir því sem best er vit­að — að­al bæki­stöðv­ar þeirr­ar menn­ing­ar sem skóp mynd­ina hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hinrik 8. Eng­land­skóng­ur átti fleiri eig­in­kon­ur en al­gengt er um evr­ópska kónga. Hve marg­ar? 2.   Hve marg­ar þeirra hétu Katrín? 3.   Og fyrst við er­um á þess­um...

Mest lesið í vikunni

Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
1
RannsóknMorð í Rauðagerði

At­hafna­mað­ur­inn Ant­on kort­lagð­ur: Hvað­an koma pen­ing­arn­ir?

Ant­on Krist­inn Þór­ar­ins­son hef­ur yf­ir fjölda ára kom­ið að stofn­un, stjórn og prókúru ým­issa fé­laga sem hafa mest­an sinn hagn­að af sölu og kaup­um fast­eigna. Hann seldi „Garða­bæj­ar­höll“ og bygg­ir nú hús á Arn­ar­nes­inu.
Nýjasta sviðsmyndin fyrir eldgos gerir ráð fyrir mögulegu hraunflæði yfir Reykjanesbraut
2
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Nýj­asta sviðs­mynd­in fyr­ir eld­gos ger­ir ráð fyr­ir mögu­legu hraun­flæði yf­ir Reykja­nes­braut

Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóp­ur Há­skóla Ís­lands hef­ur upp­fært spálík­an fyr­ir eld­gos á Reykja­nesi vegna breyttr­ar skjálfta­virkni í dag.
Samherji og líkindin við Kaupfélagið: Fólk óttast að tjá sig
3
ViðtalHeimavígi Samherja

Sam­herji og lík­ind­in við Kaup­fé­lag­ið: Fólk ótt­ast að tjá sig

Kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur­inn Grím­ur Há­kon­ar­son kynnt­ist starfs­hátt­um Kaup­fé­lags Skag­firð­inga í gegn­um bæj­ar­búa þeg­ar hann dvaldi þar í mán­uð við rann­sókn­ir fyr­ir kvik­mynd­ina Hér­að­ið.
Óttast stóran Brennisteinsfjallaskjálfta í kjölfar skjálftahrinunnar
4
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Ótt­ast stór­an Brenni­steins­fjalla­skjálfta í kjöl­far skjálfta­hrin­unn­ar

Krist­ín Jóns­dótt­ir, hóp­stjóri nátt­úru­vökt­un­ar á Veð­ur­stofu Ís­lands, var­ar við því að enn stærri skjálfti, yf­ir 6, gæti kom­ið í kjöl­far­ið á skjálfta­hrin­unni á Reykja­nesi.
Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
5
FréttirHeimavígi Samherja

Þor­steinn Már og Helga skuld­uðu fyr­ir­tækj­um Sam­herja í Belís og Kýp­ur millj­ón­ir án gjald­daga

Árs­reikn­ing­ar fé­laga Sam­herja á Kýp­ur sýna inn­byrð­is við­skipti við Þor­stein Má Bald­vins­son og Helgu Stein­unni Guð­munds­dótt­ur. Þau voru sekt­uð vegna brota á gjald­eyr­is­hafta­lög­un­um eft­ir hrun­ið vegna milli­færslna inn á reikn­inga þeirra en þær sekt­ir voru svo aft­ur­kall­að­ar vegna mistaka við setn­ingu lag­anna.
Sendiráð Íslands í Washington dregst inn í  umræðu um bresti sonar Bandaríkjaforseta
6
Fréttir

Sendi­ráð Ís­lands í Washingt­on dregst inn í um­ræðu um bresti son­ar Banda­ríkja­for­seta

Sendi­ráð Ís­lands í Washingt­on er í húsi þar sem Hun­ter Biden. son­ur Banda­ríkja­for­seta, var með skrif­stofu. Hun­ter braut ör­ygg­is­regl­ur húss­ins ít­rek­að og fékk ákúr­ur vegna þeirra sendi­ráða sem eru í hús­inu. Geir H. Haar­de var sendi­herra Ís­lands í Washingt­on á þess­um tíma.
Þorsteinn Már: „Hafi greiðslur átt sér stað sem eru ólögmætar þá voru þær á ábyrgð Jóhannesar Stefánssonar“
7
FréttirSamherjaskjölin

Þor­steinn Már: „Hafi greiðsl­ur átt sér stað sem eru ólög­mæt­ar þá voru þær á ábyrgð Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar“

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, held­ur áfram að kenna Jó­hann­esi Stef­áns­syni ein­um um ætl­að­ar „óeðli­leg­ar“ greiðsl­ur í Namib­íu. Sam­herji hef­ur aldrei út­skýrt hvernig það gat gerst að mútu­greiðsl­ur frá Sam­herja­fé­lög­um til „há­karl­anna“ svököll­uðu héldu áfram í þrjú ár eft­ir að Jó­hann­es hætti hjá Sam­herja.

Mest lesið í mánuðinum

Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
1
RannsóknMorð í Rauðagerði

At­hafna­mað­ur­inn Ant­on kort­lagð­ur: Hvað­an koma pen­ing­arn­ir?

Ant­on Krist­inn Þór­ar­ins­son hef­ur yf­ir fjölda ára kom­ið að stofn­un, stjórn og prókúru ým­issa fé­laga sem hafa mest­an sinn hagn­að af sölu og kaup­um fast­eigna. Hann seldi „Garða­bæj­ar­höll“ og bygg­ir nú hús á Arn­ar­nes­inu.
„Ég lærði að gráta í þögn“
2
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili

„Ég lærði að gráta í þögn“

Á því rúma ári sem Sigurósk Tinna Páls­dótt­ir var vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi var hún brot­in þannig nið­ur að allt henn­ar líf hef­ur lit­ast af því. Hún lýs­ir ótt­an­um og van­líð­an­inni sem var við­var­andi á heim­il­inu. Þeg­ar Tinna greindi frá kyn­ferð­is­brot­um sem hún hafði orð­ið fyr­ir var henni ekki trú­að og hún neydd til að biðj­ast af­sök­un­ar á að hafa sagt frá of­beld­inu. „Ég gerði ekki neitt, það voru þau.“
Dagný Halla Ágústsdóttir
3
Aðsent

Dagný Halla Ágústsdóttir, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir

Dökka hlið TikT­ok al­gór­i­þm­ans

Op­ið bréf til for­eldra um notk­un barna á TikT­ok - frá þrem­ur ung­ling­um sem nota TikT­ok.
„Ég var svo bugaður að mig langaði helst að hefja nýtt líf“
4
Viðtal

„Ég var svo bug­að­ur að mig lang­aði helst að hefja nýtt líf“

Síð­asta ár­ið hef­ur Vil­helm Neto tek­ið á kvíð­an­um og loks­ins kom­ist á rétt ról á leik­list­ar­ferl­in­um.
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
5
ViðtalHeimavígi Samherja

Mað­ur­inn sem plokk­aði Sam­herja­merk­ið af vinnu­föt­un­um sín­um: „Það átti bara að vera til ein skoð­un“

Guð­mund­ur Már Beck, fyrr­um starfs­mað­ur Sam­herja, seg­ir sér hafa lið­ið mjög illa eft­ir að hafa fylgst með frétta­flutn­ingi af fram­ferði Sam­herja í Namib­íu, svo illa að hann lýs­ir því sem áfalli.
Bragi Páll Sigurðarson
6
Pistill

Bragi Páll Sigurðarson

Hvít­ur, gagn­kyn­hneigð­ur karl­mað­ur tal­ar frá Reykja­vík

Í þessu sam­fé­lagi hönn­uðu fyr­ir hvíta, gagn­kyn­hneigða, ófatl­aða sæmi­lega stæða karla, ætti að vera rými fyr­ir alla hina að hafa jafn­há­vær­ar radd­ir.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
7
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Heyrð­ist ekki í henni?

Skýr af­staða var tek­in þeg­ar fyrstu frá­sagn­ir bár­ust af harð­ræði á vistheim­il­un­um Varp­holti og Laugalandi. For­stjóri Barna­vernd­ar­stofu lýsti fullu trausti á hend­ur með­ferð­ar­full­trú­an­um. Eft­ir sat stelpa furðu lost­in, en hún lýs­ir því hvernig hún hafði áð­ur, þá sautján ára göm­ul, safn­að kjarki til að fara á fund for­stjór­ans og greina frá slæmri reynslu af vistheim­il­inu.

Nýtt á Stundinni

Þá var kátt í höllinni
Mynd dagsins

Þá var kátt í höll­inni

Í morg­un var byrj­að að bólu­setja með 4.600 skömmt­um frá Pfizer, ald­urs­hóp­inn 80 ára og eldri í Laug­ar­dals­höll­inni. Hér er Arn­þrúð­ur Arn­órs­dótt­ir fædd 1932 að fá sinn fyrsta skammt. Alls hafa nú 12.644 ein­stak­ling­ar ver­ið full bólu­sett­ir gegn Covid-19, frá 29. des­em­ber, þeg­ar þeir fyrstu fengu spraut­una. Ís­land er í fjórða neðsta sæti í Evr­ópu með 1.694 smit á hverja 100 þús­und íbúa, Finn­ar eru lægst­ir með ein­ung­is 981 smit á hverja 100 þús­und íbúa. Andorra er með flest smit á heimsvísu, eða 14.116 smit á hverja 100 þús­und íbúa.
Anton ennþá með stöðu sakbornings
FréttirMorð í Rauðagerði

Ant­on enn­þá með stöðu sak­born­ings

Lög­mað­ur Ant­ons Krist­ins Þór­ar­ins­son­ar seg­ir Ant­on laus­an úr gæslu­varð­haldi en hann hafi enn stöðu sak­born­ings í rann­sókn á morð­inu í Rauða­gerði 28.
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
RannsóknMorð í Rauðagerði

At­hafna­mað­ur­inn Ant­on kort­lagð­ur: Hvað­an koma pen­ing­arn­ir?

Ant­on Krist­inn Þór­ar­ins­son hef­ur yf­ir fjölda ára kom­ið að stofn­un, stjórn og prókúru ým­issa fé­laga sem hafa mest­an sinn hagn­að af sölu og kaup­um fast­eigna. Hann seldi „Garða­bæj­ar­höll“ og bygg­ir nú hús á Arn­ar­nes­inu.
310. spurningaþraut: Hér er spurt um erlendar borgir, hverja af annarri
Þrautir10 af öllu tagi

310. spurn­inga­þraut: Hér er spurt um er­lend­ar borg­ir, hverja af ann­arri

Hér er þraut gær­dags­ins! * All­ar spurn­ing­ar dags­ins snú­ast um er­lend­ar borg­ir. Fyrri auka­spurn­ing: Í hvaða borg má finna stytt­una sem sést á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Osló er fjöl­menn­asta borg Nor­egs. Hver er sú næst­fjöl­menn­asta? 2.   Oscar Niemeyer var arki­tekt sem fékk það drauma­verk­efni að hanna fjölda stór­hýsa og op­in­berra bygg­inga í al­veg splunku­nýrri borg sem...
Skjálfandi jörð
Mynd dagsins

Skjálf­andi jörð

Síð­an skjálfta­hrin­an byrj­aði síð­ast­lið­inn mið­viku­dag hafa rúm­lega 11.500 skjálft­ar mælst á Reykja­nes­inu. Og held­ur er að bæta í því á fyrstu tólf tím­um dags­ins í dag (1. mars) hafa mælst yf­ir 1500 skjálft­ar, þar af 18 af stærð­inni 3.0 eða stærri. Virkn­in í dag er stað­bund­in en flest­ir skjálft­ana eiga upp­tök sín við Keili og Trölla­dyngju, sem er skammt frá Sand­fellsklofa þar sem er mynd dags­ins er tek­in.
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Það eina sem ég vildi var að deyja“

Ásta Önnu­dótt­ir, sem var vist­uð um tveggja ára skeið á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi, lýs­ir því að hún hafi orð­ið fyr­ir slíku and­legu of­beldi þar að það hafi dreg­ið úr henni lífs­vilj­ann. Hún hafi ver­ið glað­vært barn en fram­kom­an í henn­ar garð á heim­il­inu hafi bar­ið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveim­ur ára­tug­um síð­ar, sem hún sé að jafna sig.
Heimilisbókhald Sjálfstæðismanna
Halldór Auðar Svansson
Blogg

Halldór Auðar Svansson

Heim­il­is­bók­hald Sjálf­stæð­is­manna

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra og þing­kona Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is norð­ur, rit­aði í síð­asta mán­uði grein um Reykja­vík­ur­borg þar sem kunn­ug­leg Val­hall­ar­stef um rekst­ur borg­ar­inn­ar koma fyr­ir. Söng­ur­inn er gam­all og þreytt­ur, hann geng­ur út á að reynt er að sýna fram á að í sam­an­burði við þær ein­ing­ar sem Sjálf­stæð­is­menn eru að reka – rík­is­sjóð og önn­ur sveit­ar­fé­lög – sé allt...
Nýtt leikrit veitir kvenskörungi uppreist æru
MenningMetoo

Nýtt leik­rit veit­ir kven­skör­ungi upp­reist æru

„Ég finn mig skylduga til að segja þessa sögu,“ seg­ir Tinna Sverr­is­dótt­ir sem grét nán­ast á hverri æf­ingu fyrstu vik­urn­ar í und­ir­bún­ingi fyr­ir leik­rit sem varp­ar nýju ljósi á ævi Sun­nefu Jóns­dótt­ur. Sun­nefa var tví­dæmd til dauða á 18. öld fyr­ir blóðskömm.
Gjaldþrotum og nauðungarsölum fækkaði á síðasta ári
Fréttir

Gjald­þrot­um og nauð­ung­ar­söl­um fækk­aði á síð­asta ári

Færri ein­stak­ling­ar voru lýst­ir gjald­þrota á síð­asta ári en ár­in tvö á und­an. Hið sama má segja um nauð­ung­ar­söl­ur á eign­um. Þá fækk­aði fjár­nám­um einnig.
309. spurningaþraut: Katrínar, sjómílur, jökull og Halla Signý
Þrautir10 af öllu tagi

309. spurn­inga­þraut: Katrín­ar, sjó­míl­ur, jök­ull og Halla Signý

Þið finn­ið þraut­ina frá í gær hér. * Fyrri auka­spurn­ing: Hvar voru — eft­ir því sem best er vit­að — að­al bæki­stöðv­ar þeirr­ar menn­ing­ar sem skóp mynd­ina hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hinrik 8. Eng­land­skóng­ur átti fleiri eig­in­kon­ur en al­gengt er um evr­ópska kónga. Hve marg­ar? 2.   Hve marg­ar þeirra hétu Katrín? 3.   Og fyrst við er­um á þess­um...
Það er bannað í Búrma
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Það er bann­að í Búrma

„Fasism­inn er í al­vöru á upp­leið,“ skrif­ar Ill­ugi Jök­uls­son um beit­ingu hryðju­verka- og sótt­varna­laga til að kæfa nið­ur lýð­ræði.
Iðkar þakklæti: „Ekkert getur gert okkur hamingjusöm nema við sjálf“
ViðtalHamingjan

Iðk­ar þakk­læti: „Ekk­ert get­ur gert okk­ur ham­ingju­söm nema við sjálf“

Hrafn­hild­ur Haf­steins­dótt­ir seg­ir að ham­ingj­an sé ákvörð­un, hún sé einnig ferða­lag en ekki ákvörð­un­ar­stað­ur. Hún seg­ist iðka þakk­læti dag­lega með því að taka eft­ir því góða í kring­um sig.