Það var norðanbál við Úlfljótsvatn í morgun, en við þetta 4 km langa vatn stendur kirkja sem kennd er við vatnið. Kirkjan sjálf var byggð úr timbri árið 1863 og síðan var turninum bætt við 98 árum seinna. Hún er ein af rúmlega 360 kirkjum í lýðveldinu - það er semsagt eitt guðshús fyrir hverja þúsund íbúa þessa lands. Vatnið er kennt við Úlfljót, fyrsta lögsögumann Íslendinga, en eftir honum voru einnig fyrstu almennu lög landsins nefnd, Úlfljótslög.
Deila
stundin.is/FDTk
Athugasemdir
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Ferðamenn sem koma hingað frá Grænlandi eru nú, einir þjóða, undanþegnir aðgerðum á landamærum og þurfa því hvorki að fara í skimun, sóttkví eða framvísa neikvæðu PCR-prófi. „Það hefur gengið vel, einungis 30 Covid-19 smit verið í öllu landinu." segir Jacob Isbosethsen (mynd) sendiherra Grænlands á Íslandi. Ef jafnmargir hefðu smitast hér og og á Grænlandi hefðu 195 manns fengið Covid-19. Í morgun var talan örlítið hærri, 6049 einstaklingar hafa fengið farsóttina hér heima.
Mynd dagsins
3
Allir á tánum
Það var mikið um að vera við veg 42, vestan Kleifarvatns nú í morgun. Vegagerðin var að kanna aðstæður, starfsmenn á Jarðvársviði Veðurstofu Íslands (mynd) voru að mæla gas á hverasvæðinu í Seltúni, sem og grjóthrun. Þarna voru líka ferðalangar að vonast eftir hinum stóra, kvikmyndagerðarmaður að festa augnablik á filmu, enda höfðu mælst yfir 1000 jarðskjálftar á svæðinu fyrstu tíu tímana í dag. Þar af tveir yfir 3 að stærð, sá stærri átti upptök sín rétt norðan við Seltún, klukkan 03:26 í morgun.
Mynd dagsins
1
Vá... loftlagsvá
Mál málanna í dag er auðvitað jarðskjálftarnir á Reykjanesskaganum, þeirri vá getum við ekki stjórnað. En til lengri tíma eru það auðvitað loftlagsmálin sem taka þarf föstum tökum áður en stefnir í óefni. Og þar getum við haft bein áhrif. Íslensk stjórnvöld hafa sent frá sér uppfærð markmið í loftslagsmálum. Þar kemur fram að Ísland ætlar að minnka losun um...
Mynd dagsins
1
Chelsea týnd í tuttugu tíma
Þriggja mánaða gamla tíkin Chelsea fannst föst í gjótu niðri við höfn eftir að hafa að hafa skroppið út í garð að pissa sl. laugardagskvöld. „Það er ómetanlegt að búa í svona bæ, eins og hér í Vogunum, þar sem hálfur bærinn, ásamt Björgunarsveitinni tók þátt í leitinni,“ segir Viktoría Ólafsdóttir eigandi hvolpsins. Viktoría segir Chelsea hafa tekið á rás í ofsahræðslu, eftir að tvær tertur voru sprengdar í nágrenninu og er þakklát fyrir að hún sé komin heim ósködduð. Chelsea leikur úti við Atlético Madrid í Meistaradeildinni í kvöld, sigurleik fyrir Chelsea í Vogunum.
Mynd dagsins
Hátt yfir hinu háa Alþingi
Svona er útsýnið af efstu hæðinni á nýja hótelinu sem er að rísa á Landsímareitnum milli Austurvallar og Fógetagarðsins. Verklok á Icelandair / Hilton hótelinu eru áætluð þann 1. maí, en hvenær hótelið opnar síðan fyrir gestum og gangandi, fer auðvitað eftir því hvernig tekst að koma böndum á farsóttina. Mest spennandi fyrir okkur heimamenn er endurgerð tónleikasalarins Nasa í sinni upprunalegu mynd.
Mynd dagsins
1
Kristín stýrir vísitölu Willy
Sölumaður Deyr, eftir bandaríska leikskáldið Arthur Miller, verður frumsýnt á morgun (laugardag) á stóra sviði Borgarleikhússins, undir leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur (mynd). Verkið er eitt af stóru leikverkum síðustu aldar og þrátt fyrir að það hafi verið frumsýnt fyrir 72 árum. „Verkið á svo sannarlega við í dag... við horfum upp á tragedíu hins venjulega manns, sem dreymir um að vinna í lotteríinu,“ segir Kristín um höfuðpersónuna Willy Loman, sem leikinn er af Jóhanni Sigurðarsyni.
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur uppfært spálíkan fyrir eldgos á Reykjanesi vegna breyttrar skjálftavirkni í dag.
Viðtal
3
Seldi paprikustjörnur til Kína
Draugur upp úr öðrum draug, fyrsta einkasýning Helenu Margrétar Jónsdóttir, stendur yfir í Hverfisgallerí til 13. mars. Helena leikur sér að víddum. Ofurraunveruleg málverk hennar eru stúdíur í hversdagsleika, formgerð, dýpt og flatneskju. Á verkum hennar má finna klassískt íslenskt sælgæti, eitthvað sem margir teygja sig í þegar þeir eru dálítið þunnir, sem er einkennandi fyrir titilveru sýningarinnar.
Mynd dagsins
9
Glæsilegt hjá Grænlendingum
Ferðamenn sem koma hingað frá Grænlandi eru nú, einir þjóða, undanþegnir aðgerðum á landamærum og þurfa því hvorki að fara í skimun, sóttkví eða framvísa neikvæðu PCR-prófi. „Það hefur gengið vel, einungis 30 Covid-19 smit verið í öllu landinu." segir Jacob Isbosethsen (mynd) sendiherra Grænlands á Íslandi. Ef jafnmargir hefðu smitast hér og og á Grænlandi hefðu 195 manns fengið Covid-19. Í morgun var talan örlítið hærri, 6049 einstaklingar hafa fengið farsóttina hér heima.
Stundarskráin
3
Innsetningar, djass og afmæli
Tónleikar, viðburðir og sýningar á næstunni.
Fréttir
1567
Lítill stuðningur í umsögnum við verðtryggingarfrumvarp
Frumvarp um skref til afnáms verðtryggingar, sem ríkisstjórnin lofaði samhliða lífskjarasamningum, fellur ekki í kramið hjá aðilum vinnumarkaðarins, fjármálafyrirtækjum og Seðlabankanum.
FréttirSamherjaskjölin
771
Losna ekki úr gæsluvarðhaldi fyrir að hafa þegið mútur frá Samherja
Nú er ljóst að Bernhard Esau og Tamson Hatuikulipi verða ekki látnir lausir úr gæsluvarðhaldi í Namibíu. Þeir sitja inni grunaðir um að hafa þegið mútugreiðslur frá Samherja sem Þorsteinn Már Baldvinsson kannast ekki við.
Aðsent
5153
Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir
Mamma þarf líka að vinna
Hverjum gagnast efnahagsaðgerðir stjórnvalda þegar kemur að atvinnumálum?
FréttirLaxeldi
2974
Eigandi Arnarlax boðar „nýja tíma“ með aflandseldi en fagnar samtímis 10 þúsund tonna strandeldi í Djúpinu
Stærsti eigandi Arnarlax, norski laxeldisrisinn Salmar, setur aukinn kraft í þróun á aflandseldi á sama tíma og fyrirtækið fær jákvæð viðbrögð frá yfirvöldum á Íslandi um að stórauka framleiðsluna í fjörðum landsins.
Þrautir10 af öllu tagi
4157
306. spurningaþraut: Tungumálin oromo og amharíska, hvar eru þau töluð?
Gærdagsþrautin, hér. * Aukaspurning: Í hvaða borg er sú hin litríka brú er hér að ofan sést? * 1. Í hvaða landi var Bismarck helstur valdamaður 1871-1890? 2. Í hvaða landi er Chernobyl? 3. Hver keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision bæði 1999 og 2005? 4. Hvaða þjóð varð heimsmeistari í fótbolta karla árið 1970 eftir að hafa unnið Ítali...
FréttirHeimavígi Samherja
1565
Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
Ársreikningar félaga Samherja á Kýpur sýna innbyrðis viðskipti við Þorstein Má Baldvinsson og Helgu Steinunni Guðmundsdóttur. Þau voru sektuð vegna brota á gjaldeyrishaftalögunum eftir hrunið vegna millifærslna inn á reikninga þeirra en þær sektir voru svo afturkallaðar vegna mistaka við setningu laganna.
Mynd dagsins
3
Allir á tánum
Það var mikið um að vera við veg 42, vestan Kleifarvatns nú í morgun. Vegagerðin var að kanna aðstæður, starfsmenn á Jarðvársviði Veðurstofu Íslands (mynd) voru að mæla gas á hverasvæðinu í Seltúni, sem og grjóthrun. Þarna voru líka ferðalangar að vonast eftir hinum stóra, kvikmyndagerðarmaður að festa augnablik á filmu, enda höfðu mælst yfir 1000 jarðskjálftar á svæðinu fyrstu tíu tímana í dag. Þar af tveir yfir 3 að stærð, sá stærri átti upptök sín rétt norðan við Seltún, klukkan 03:26 í morgun.
Þrautir10 af öllu tagi
4060
305. spurningaþraut: Hvað gerðu þeir Viktor, Páll og Óli af sér?
Sko, hér er þrautin frá í gær! * Fyrri aukaspurning. Myndin hér að ofan er tekin 17. júní 1939. Hvað ætli sé þarna að gerast? Hér þurfiði sjálfsagt að giska en svarið verður eigi að síður að vera nokkuð nákvæmt. * Aðalspurningar: 1. Á hvaða reikistjörnu sólkerfisins er mestur hiti? Þá er átt við yfirborðshita. 2. Al Thani-fjölskyldan er auðug...
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir