Þessi grein er meira en mánaðargömul.

Trump ei meir: Biden er forseti

Joe Biden er form­lega orð­inn for­seti Banda­ríkj­anna. Don­ald Trump er kom­inn til Flórída. Biden mun snúa mörg­um lyk­i­lákvörð­un­um Trumps strax á fyrstu klukku­stund­um for­seta­tíð­ar sinn­ar.

Joe Biden er form­lega orð­inn for­seti Banda­ríkj­anna. Don­ald Trump er kom­inn til Flórída. Biden mun snúa mörg­um lyk­i­lákvörð­un­um Trumps strax á fyrstu klukku­stund­um for­seta­tíð­ar sinn­ar.

Joe Biden er nú formlega orðinn forseti Bandaríkjanna eftir innsetningarathöfn þar sem stjörnur eins og Lady Gaga og Jennifer Lopez sungu bandarísk ættjarðarlög.

Donald Trump, nú fyrrverandi forseti, er kominn til Flórída. Hann er fyrsti Bandaríkjaforsetinn í 150 ár til þess að neita að vera viðstaddur innsetningu eftirmanns síns. Mike Pence varaforseti var hins vegar viðstaddur.

Um leið er Kamala Harris fyrsti kvenkyns varaforseti Bandaríkjanna.

„Þetta er dagur Bandaríkjanna. Þetta er dagur lýðræðisins. Dagur sögu og vonar,“ sagði Biden við innsetninguna. Hann sagði þetta ekki dagur frambjóðandans, heldur lýðræðisins. „Við höfum lært aftur að lýðræðið er dýrmætt.“

„Ég mun berjast jafnötullega fyrir þau sem kusu mig ekki eins og þau sem kusu mig.“
Joe Biden
Innsetningarræða 20. janúar 2021

Biden fjallaði um loftslagsvandann í ræðu sinni og sagði plánetuna gráta á hjálp. Hann boðaði sáttastjórnmál og samheldni og varaði við öfgahyggju. „Stjórnmál þurfa ekki að vera logandi eldur sem eyðir öllu sem á veginum verður,“ sagði hann. „Ég heiti ykkur þessu, að ég verð forseti allra Bandaríkjamanna. Ég mun berjast jafnötullega fyrir þau sem kusu mig ekki eins og þau sem kusu mig.“

Innsetningarræða Bidens var uppgjör við Trumptímann, sem hann lét þó ónefndan.

„Ég mun verja lýðræðið. Ég mun verja stjórnarskrána. Ég mun vernda Bandaríkin,“ sagði hann. „Saman munum við skrifa nýja bandaríska sögu. Um von, en ekki ótta. Um samheldni, en ekki sundgrung. Sögu af ljósi, en ekki myrkri. Sögu af velsæmi og virðingu. Ást og heilun. Mikilfengleika og góðmennsku. Megi þetta verða sagan sem sem leiðir okkur, sagan sem gefur okkur innblástur og segir komandi kynslóðum að við svöruðum kalli sögunnar, að við mættum augnablikinu, að lýðræðið, vonin og sannleikurinn dóu ekki á okkar vakt.“

Barack Obama og Kamala HarrisForsetinn fyrrverandi heilsar Kamölu Harris, varaforseta.

Þótt Donald Trump sé ekki lengur forseti gætir áhrifa hans enn. Hann hefur skipað fjölda embættismanna og fært til í starfi og skipaði þrjá dómara í Hæstarétt. 

Joe Biden hefur hins vegar þegar tekið til við að snúa mörgum ákvörðunum Trumps. Á fyrstu klukkustundum forsetatíðar sinnar mun hann undirrita 17 forsetatilskipanir, valdaúrræði sem Trump hefur beitt í mun meira mæli en forverar hans.

Biden hefur hætt við úrgöngu Bandaríkjanna úr Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) og ákveðið að Anthony Fauci verði formaður sendinefndar Bandaríkjanna þar. 

Biden hefur einnig ákveðið að Bandaríkin verði aðilar að Parísarsamkomulaginu um baráttu gegn loftslagsmálum, sem tekur þó 30 daga að framfylgja. Hann snýr að auki um 100 ákvörðunum Trumps í umhverfismálum.

Ferðabanni gegn íbúum sjö múslimaríkja verður afétt og hætt verður að beina fjármagni neyðarsjóða til uppbyggingar á vegg við landamærin að Mexíkó.

Fyrir utan þessar ákvarðanir hefur Biden skipulagt næstu vikur með þemadögum. Á mánudag í næstu viku verður þemað „kaupum amerískt“, þar sem auknar kröfur verða gerðar til ríkisstofnana um að kaupa bandarískar vörur. Á þriðjudag verður hafin barátta til að útrýma einkareknum fangelsum, á miðvikudag verður loftslagsváin á dagskrá með endurreisn ráðgjafaráðs um vísindi og tækni og á fimmtudag verða heilbrigðismál í brennidepli og þar á meðal aðstoð við þungunarrof. Loks verður á föstudag í næstu viku hafin breyting á meðhöndlun innflytjendamála, meðal annars stofnun starfshóps um sameiningu fjölskyldna sem hafa verið aðskildar af bandarískum yfirvöldum í valdatíð Trumps.

EmbættisvígslanLady Gaga flytur þjóðsönginn með verðandi forseta í bakgrunni.
Farinn af valdastóliDonald Trump nefndi Joe Biden ekki á nafn í kveðjuræðu sinni. Hér er Trump við komuna til Flórída, á leiðinni á Mar-a-Lago golfklúbbinn í Palm Beach.
Lent í FlórídaMelania Trump og eiginmaður hennar, Donald, nýlent í Flórída. Melania braut blað í sögu forsetaembættisins, eins og eiginmaður hennar, þegar hún kaus að kynna ekki híbýli Hvíta hússins fyrir eiginkonu nýs forseta.
Innsetningarræða BidensJoe Biden forseti gerði upp við forsetatíð Donalds Trumps og boðaði andstæð gildi: Samheldni, lýðræði og eigið lítillæti.
InnsetningarathöfninJoe Biden var svarinn í embætti skömmu fyrir fimm í dag.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Þá var kátt í höllinni
Mynd dagsins

Þá var kátt í höll­inni

Í morg­un var byrj­að að bólu­setja með 4.600 skömmt­um frá Pfizer, ald­urs­hóp­inn 80 ára og eldri í Laug­ar­dals­höll­inni. Hér er Arn­þrúð­ur Arn­órs­dótt­ir fædd 1932 að fá sinn fyrsta skammt. Alls hafa nú 12.644 ein­stak­ling­ar ver­ið full bólu­sett­ir gegn Covid-19, frá 29. des­em­ber, þeg­ar þeir fyrstu fengu spraut­una. Ís­land er í fjórða neðsta sæti í Evr­ópu með 1.694 smit á hverja 100 þús­und íbúa, Finn­ar eru lægst­ir með ein­ung­is 981 smit á hverja 100 þús­und íbúa. Andorra er með flest smit á heimsvísu, eða 14.116 smit á hverja 100 þús­und íbúa.
Anton ennþá með stöðu sakbornings
FréttirMorð í Rauðagerði

Ant­on enn­þá með stöðu sak­born­ings

Lög­mað­ur Ant­ons Krist­ins Þór­ar­ins­son­ar seg­ir Ant­on laus­an úr gæslu­varð­haldi en hann hafi enn stöðu sak­born­ings í rann­sókn á morð­inu í Rauða­gerði 28.
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
RannsóknMorð í Rauðagerði

At­hafna­mað­ur­inn Ant­on kort­lagð­ur: Hvað­an koma pen­ing­arn­ir?

Ant­on Krist­inn Þór­ar­ins­son hef­ur yf­ir fjölda ára kom­ið að stofn­un, stjórn og prókúru ým­issa fé­laga sem hafa mest­an sinn hagn­að af sölu og kaup­um fast­eigna. Hann seldi „Garða­bæj­ar­höll“ og bygg­ir nú hús á Arn­ar­nes­inu.
310. spurningaþraut: Hér er spurt um erlendar borgir, hverja af annarri
Þrautir10 af öllu tagi

310. spurn­inga­þraut: Hér er spurt um er­lend­ar borg­ir, hverja af ann­arri

Hér er þraut gær­dags­ins! * All­ar spurn­ing­ar dags­ins snú­ast um er­lend­ar borg­ir. Fyrri auka­spurn­ing: Í hvaða borg má finna stytt­una sem sést á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Osló er fjöl­menn­asta borg Nor­egs. Hver er sú næst­fjöl­menn­asta? 2.   Oscar Niemeyer var arki­tekt sem fékk það drauma­verk­efni að hanna fjölda stór­hýsa og op­in­berra bygg­inga í al­veg splunku­nýrri borg sem...
Skjálfandi jörð
Mynd dagsins

Skjálf­andi jörð

Síð­an skjálfta­hrin­an byrj­aði síð­ast­lið­inn mið­viku­dag hafa rúm­lega 11.500 skjálft­ar mælst á Reykja­nes­inu. Og held­ur er að bæta í því á fyrstu tólf tím­um dags­ins í dag (1. mars) hafa mælst yf­ir 1500 skjálft­ar, þar af 18 af stærð­inni 3.0 eða stærri. Virkn­in í dag er stað­bund­in en flest­ir skjálft­ana eiga upp­tök sín við Keili og Trölla­dyngju, sem er skammt frá Sand­fellsklofa þar sem er mynd dags­ins er tek­in.
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Það eina sem ég vildi var að deyja“

Ásta Önnu­dótt­ir, sem var vist­uð um tveggja ára skeið á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi, lýs­ir því að hún hafi orð­ið fyr­ir slíku and­legu of­beldi þar að það hafi dreg­ið úr henni lífs­vilj­ann. Hún hafi ver­ið glað­vært barn en fram­kom­an í henn­ar garð á heim­il­inu hafi bar­ið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveim­ur ára­tug­um síð­ar, sem hún sé að jafna sig.
Heimilisbókhald Sjálfstæðismanna
Halldór Auðar Svansson
Blogg

Halldór Auðar Svansson

Heim­il­is­bók­hald Sjálf­stæð­is­manna

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, dóms­mála­ráð­herra og þing­kona Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is norð­ur, rit­aði í síð­asta mán­uði grein um Reykja­vík­ur­borg þar sem kunn­ug­leg Val­hall­ar­stef um rekst­ur borg­ar­inn­ar koma fyr­ir. Söng­ur­inn er gam­all og þreytt­ur, hann geng­ur út á að reynt er að sýna fram á að í sam­an­burði við þær ein­ing­ar sem Sjálf­stæð­is­menn eru að reka – rík­is­sjóð og önn­ur sveit­ar­fé­lög – sé allt...
Nýtt leikrit veitir kvenskörungi uppreist æru
MenningMetoo

Nýtt leik­rit veit­ir kven­skör­ungi upp­reist æru

„Ég finn mig skylduga til að segja þessa sögu,“ seg­ir Tinna Sverr­is­dótt­ir sem grét nán­ast á hverri æf­ingu fyrstu vik­urn­ar í und­ir­bún­ingi fyr­ir leik­rit sem varp­ar nýju ljósi á ævi Sun­nefu Jóns­dótt­ur. Sun­nefa var tví­dæmd til dauða á 18. öld fyr­ir blóðskömm.
Gjaldþrotum og nauðungarsölum fækkaði á síðasta ári
Fréttir

Gjald­þrot­um og nauð­ung­ar­söl­um fækk­aði á síð­asta ári

Færri ein­stak­ling­ar voru lýst­ir gjald­þrota á síð­asta ári en ár­in tvö á und­an. Hið sama má segja um nauð­ung­ar­söl­ur á eign­um. Þá fækk­aði fjár­nám­um einnig.
309. spurningaþraut: Katrínar, sjómílur, jökull og Halla Signý
Þrautir10 af öllu tagi

309. spurn­inga­þraut: Katrín­ar, sjó­míl­ur, jök­ull og Halla Signý

Þið finn­ið þraut­ina frá í gær hér. * Fyrri auka­spurn­ing: Hvar voru — eft­ir því sem best er vit­að — að­al bæki­stöðv­ar þeirr­ar menn­ing­ar sem skóp mynd­ina hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hinrik 8. Eng­land­skóng­ur átti fleiri eig­in­kon­ur en al­gengt er um evr­ópska kónga. Hve marg­ar? 2.   Hve marg­ar þeirra hétu Katrín? 3.   Og fyrst við er­um á þess­um...
Það er bannað í Búrma
Illugi Jökulsson
Pistill

Illugi Jökulsson

Það er bann­að í Búrma

„Fasism­inn er í al­vöru á upp­leið,“ skrif­ar Ill­ugi Jök­uls­son um beit­ingu hryðju­verka- og sótt­varna­laga til að kæfa nið­ur lýð­ræði.
Iðkar þakklæti: „Ekkert getur gert okkur hamingjusöm nema við sjálf“
ViðtalHamingjan

Iðk­ar þakk­læti: „Ekk­ert get­ur gert okk­ur ham­ingju­söm nema við sjálf“

Hrafn­hild­ur Haf­steins­dótt­ir seg­ir að ham­ingj­an sé ákvörð­un, hún sé einnig ferða­lag en ekki ákvörð­un­ar­stað­ur. Hún seg­ist iðka þakk­læti dag­lega með því að taka eft­ir því góða í kring­um sig.