Sjónvarpsstöðin N4 á Akureyri hefur unnið dagskrárefni fyrir og um Samherja í gegnum tíðina, sem hefur verið sýnt á stöðinni og er nú aðgengilegt á Youtube. Samherji er óbeinn hluthafi í N4 í gegnum útgerðina Síldarvinnsluna og Fjárfestingarfélagið Vör ehf. N4 gefur einnig út N4-blaðið og stundar svo eigin framleiðslu.
Sumt efnið á N4 hefur verið kostað af Samherja, meðal annars þættir um nýtt fiskvinnsluhús útgerðarinnar á Dalvík í fyrra, á meðan annað efni, eins og þáttur um rannsókn Seðlabanka Íslands á Samherja árið 2015, hefur yfir sér yfirbragð fréttaefnis.
Þættirnir og innslögin sem N4 hefur unnið um Samherja í gegnum árin eru orðin mörg, meðal annars gerði stöðin þátt um það þegar Samherji seldi Afríkuútgerð sína til rússnesks útgerðarmanns árið 2013. Í því tilfelli fór blaðamaður N4 til Kanaríeyja, þar sem Afríkuútgerðin var gerð út, og gerði innslag um söluna. Einn af útgangspunktum þessa innslags var að Samherji …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir