Á sínum yngri árum var Völundur Þorbjörnsson óstýrilátur og sótti í spennu án þess að vita að hann væri með ADHD. Þörfin fyrir athygli ágerðist eftir móðurmissi, spennan stigmagnaðist og ákærur hrönnuðust inn. Í fangelsi fann hann loks frið og upplifði dvölina ekki sem frelsissviptingu heldur endurræsingu. Í kjölfarið upplifði hann ameríska drauminn í Kanada og styður nú við son í kynleiðréttingarferli.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
21255
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
3
Fréttir
69208
Stjórnmálafólki uppálagt að hafa varann á eftir skotárásir
Skotið var á húsnæði Samfylkingarinnar í nótt. Skotárásirnar eru ekki talin einangruð tilvik þar eð skotið hefur verið á húsnæði fleiri stjórnmálaflokka síðustu mánuði og misseri.
4
ViðtalFangar og ADHD
12242
Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
Talið er að sjö til átta prósent fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Nauðsynlegt er að greina ADHD á fyrstu árum grunnskóla og bjóða upp á viðeigandi meðferð, því ómeðhöndlað getur það haft neikvæð áhrif á einstaklinginn og fólkið í kringum hann. Ef barn með ADHD fær ekki aðstoð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir, sem geta orðið mun alvarlegri en ADHD-einkennin.
5
Fólkið í borginni
32100
Breytingin verður að byrja hjá okkur sjálfum
Jósep Freyr Pétursson sagði skilið við einkabílinn og hjólar allan ársins hring.
6
Fréttir
124
Frávísunarkrafa Jóns Baldvins verður tekin aftur fyrir í héraðsdómi
Landsréttur hefur gert ómerka frávísun héraðdsdóms Reykjavíkur á máli Jóns Baldvins Hannibalssonar sem varðar kynferðislega áreitni. Flytja þarf frávísunarmálið að nýju.
7
Mynd dagsins
17
Hundrað fimmtíu og átta ára
Það var norðanbál við Úlfljótsvatn í morgun, en við þetta 4 km langa vatn stendur kirkja sem kennd er við vatnið. Kirkjan sjálf var byggð úr timbri árið 1863 og síðan var turninum bætt við 98 árum seinna. Hún er ein af rúmlega 360 kirkjum í lýðveldinu - það er semsagt eitt guðshús fyrir hverja þúsund íbúa þessa lands. Vatnið er kennt við Úlfljót, fyrsta lögsögumann Íslendinga, en eftir honum voru einnig fyrstu almennu lög landsins nefnd, Úlfljótslög.
Þegar mótmæli hófust vegna kerfisbundins kynþáttahaturs undir yfirskriftinni Black Lives Matter brugðust sumir við með því að árétta að öll líf skipti máli, ekki bara svört. Það er formlega rétt, en að sama skapi án samhengis og til þess fallið að afbaka mótmæli réttindasinna gegn róttæku ranglæti.
Sams konar viðbragð hefur tekið sig upp á Íslandi eftir að öfgasinnar á bandi Bandaríkjaforseta yfirbuguðu lögreglu þinghússins í Washington, sumir vel búnir vopnum og með útbúnað til valdbeitingar, ofbeldis og innbrota, í þeim tilgangi að stöðva staðfestingu forsetakosninga og finna þingmennina sem vildu staðfesta þær og láta varaforsetann þola afleiðingar af því að grípa ekki völdin fyrir þá. „Hang Mike Pence,“ kyrjaði innrásarhópurinn.
Endursögn Búsáhaldabyltingarinnar
Elliði VignissonBæjarstjórinn í Ölfusi kemur Alþingi til varnar 13 árum eftir Búsáhaldabyltinguna.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi - Þorlákshöfn og nágrenni - sem hefur eflaust metnað til stærri embætta miðað við áherslumálin, sendi grein á Vísi í gær með fyrirsögninni "Réttlætir árásir öfga vinstrimanna á þinghús á Íslandi en fordæmir árásir öfga hægrimanna á þinghús í Washington". Grein hans virkar sem liður í markaðssetningu á honum hjá tilteknum markhópum. Fleiri hafa fært fram sjónarmið um samsemd Búsáhaldabyltingarinnar og innrásarinnar í Þinghúsið í Washington, en þar sem hann hefur tranað sér fram sem forsprakki þessara sjónarmiða er einfaldast að horfa til hans.
Þess utan er það sem hann er að selja ekki eins saklaust og afmarkaður metnaður eins manns.
Efnisleg niðurstaða greinar Elliða er að öll þinghús skipti máli. Það hafi verið innrás í þinghúsið í Washington, og það hafi verið innrás í þinghúsið á Íslandi, en hræsnisfullt fólk (vinstri menn) leggi það ekki að jöfnu.
Nokkur nauðsynleg atriði samhengis sýna fljótt fram á að bæjarstjórinn í Ölfusi farinn suður á bóginn í málflutningi sínum og fjarlægist grundvallarsamkomulag lýðræðisins.
10 atriði sem sýna ósambærileika
1. Búsáhaldamótmælin voru ástunduð í því nafni að virkja lýðræðið en ekki stöðva framgang þess.
2. Mótmælendur voru almennir og óflokkspólitískir, en ekki sérstakir stuðningsmenn eins flokks eða stjórnmálamanns.
3. Mótmælin komu í kjölfar þess að yfirvöld og helstu forkólfar viðskiptalífsins lugu að almenningi leynt og ljóst.
4. Fjöldi fólks var að tapa eigum sínum, meðal annars með sjálfvirkri eignaupptöku verðtryggingarinnar og annarri beinni eða óbeinni gengistryggingu lánveitenda.
5. Þótt það hafi ekki allt verið þegar þekkt, voru lykilleikendur í stjórnmálum, embættiskerfinu og bankakerfinu að bjarga eigin skinni með aðgengi að innherjaupplýsingum, á meðan almenningur var blekktur um stöðuna.
6. Álfheiður Ingadóttir, fyrrverandi þingkona Vinstri grænna, er ekki sambærileg við Donald Trump og það að hún hafi hugsanlega veifað mótmælendum úr glugga Alþingis á einhverjum mótmælanna, er ekki í líkingu við langvarandi, stöðugar ásakanir eins valdamesta manns heims um kosningasvik og áeggjan hans um aðgerðir gegn vondum þingmönnum, "óvinum fólksins" og fleirum.
7. Mótmælendur voru að reyna að komast inn á þingpalla, svæði sem er opið almenningi, en ekki inn í þingsal til að yfirbuga þingmennina.
8. Mótmælendurnir höfðu ekki lýst vilja til að lífláta stjórnmálamennina inni í byggingunni og voru ekki með búnað til að handsama þá.
9. Fimm létu lífið í innrásinni í Þinghúsið í Washington, einum atburði sem tók nokkrar klukkustundir. Búsáhaldamótmælin stóðu yfir í rúma þrjá mánuði, frá 18. október til 31. janúar 2009, þar til viðskipta- og bankamálaráðherra hafði loks sagt af sér, og ólíkt flestum sambærilegum mótmælaöldum erlendis lést sem betur fer enginn og ofbeldisfullu athæfi var jafnan mætt af öðrum mótmælendum til varnar lögreglu.
10. Það mikilvægasta: Mótmælendur í Búsáhaldabyltingunni voru ekki að þvinga fram valdasamþjöppun, heldur voru þetta valdalausir einstaklingar án flokksbanda að beita sínum takmörkuðu meðölum vopnlausir til að hafa áhrif á stjórnmálamenn sem kröfðust þess að fá vinnufrið þegar pólitískur, efnahagslegur, siðferðislegur og samfélagslegur forsendu- og trúnaðarbrestur var fyrir áframhaldandi störfum þeirra í umboði almennings, að minnsta kosti að mati flestra: 26% studdu ríkisstjórn Geirs Haarde í lok janúar 2009, sem 83% höfðu stutt einu og hálfu ári fyrr.
Tilraun til að ómerkja kosningar
Katrín OddsdóttirHér fyrir miðju með mótmælaspjald.
Mynd: Pressphotos
Elliði bæjarstjóri er einmitt liðsmaður í flokki Geirs, þeim flokki sem hefur setið við völd meira en 80% lýðveldistímans. Í grein sinni fjallar hann um Katrínu Oddsdóttur, sem er formaður Stjórnarskrárfélgasins. Hvað sem hverjum finnst um 12 ára gamla ræðu hennar eða skoðanir hennar á stjórnarskrá, er hún baráttukona fyrir því að niðurstöðum lýðræðislegra, beinna kosninga verði fylgt, kosninga sem flokksmenn Elliða hafa staðið gegn því að virða. Í grein sinni reynir Elliði að grafa undan trúverðugleika baráttunar með því að segja að kosningar hefðu verið ógiltar, en sneiðir hjá því að það voru kosningar til stjórnlagaþings sem Hæstiréttur dæmdi formlega ógildar vegna uppsetningar á kjörstöðum, en enginn hefur ógilt kosningarnar 2012 þar sem almenningur samþykkti að leggja frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá, nema stjórnmálamenn eins og samflokksmenn Elliða.
Whataboutismi
Það er þekkt viðbragð til að draga úr gagnrýninni umræðu með því að benda á eitthvað annað verra, oft kallað whataboutismi. En þetta er meira en að benda á eitthvað annað, þetta er að snúa út úr því sem rætt er um. Auðvitað skipta öll líf máli. Efni mótmælanna var ekki að svört líf ættu að skipta meira máli en hvít, heldur að þau ættu að skipta máli yfirhöfuð, vegna þess að þau eru meðhöndluð sem minna virði. It's OK to be white, er annað. Límmiðum með þessu slagorði hefur til dæmis verið dreift í Reykjavík. En enginn sagði að það væri ekki í lagi að vera hvítur, það þarf bara að vera einstaklingum skaðlaust að vera af öðrum hörundslit.
Og enginn sagði nokkurn tímann að það væri í lagi að vopnaðir öfgamenn reyndu að yfirtaka Alþingi Íslendinga til þess að tryggja áframhaldandi völd forsætisráðherra sem hefði tapað í kosningum, en rakalaust logið því að hann hefði unnið og reynt markvisst að fá embættismenn sem kjörna fulltrúa til að breyta niðurstöðunni og espa upp múg stuðningsmanna til þess að „berjast“ við „vonda fólkið“, „berjast eins og andskotinn“ til að „stöðva stuldinn“.
Við gerum ekki lítið úr því að hópur mótmælenda getur valdið ótta og tjóni. Þingvörður meiddist á öxl við ruðning svokölluðu níumenninganna sem ruddust inn til að komast á áhorfendapallana. Allir bera ábyrgð á sínu athæfi, en það er ekki sambærilegt þegar valdhafar eða valdalausir einstaklingar beita sér.
Atburðir síðustu mánaða í Bandaríkjunum hafa sýnt að lýðræðið hangir á gildismati einstaklinga í lykilstöðum á lykilaugnablikum. Þegar einn brestur eykst kraftur valdasamþjöppunar eins og þyngdarafl. Lýðræðið snýst um að hindra valdasamþjöppun, ekki að stöðva valdeflingu einstaklinga sem valdhafar brjóta gegn. Tilfelli Trumps hefur kennt okkur að viðhorf stjórnmálamanna til lýðræðis er mikilvægara en nokkuð annað sem þeir sýna á sér. Útúrsnúningur Elliða og félaga á lífsspursmálum lýðræðisins er hvorki boðlegur í Þorlákshöfn og nágrenni né öðrum vestrænum lýðræðissamfélögum.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
ViðtalFangar og ADHD
4295
Fann frið í fangelsinu
Á sínum yngri árum var Völundur Þorbjörnsson óstýrilátur og sótti í spennu án þess að vita að hann væri með ADHD. Þörfin fyrir athygli ágerðist eftir móðurmissi, spennan stigmagnaðist og ákærur hrönnuðust inn. Í fangelsi fann hann loks frið og upplifði dvölina ekki sem frelsissviptingu heldur endurræsingu. Í kjölfarið upplifði hann ameríska drauminn í Kanada og styður nú við son í kynleiðréttingarferli.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
21256
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
3
Fréttir
69208
Stjórnmálafólki uppálagt að hafa varann á eftir skotárásir
Skotið var á húsnæði Samfylkingarinnar í nótt. Skotárásirnar eru ekki talin einangruð tilvik þar eð skotið hefur verið á húsnæði fleiri stjórnmálaflokka síðustu mánuði og misseri.
4
ViðtalFangar og ADHD
12243
Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
Talið er að sjö til átta prósent fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Nauðsynlegt er að greina ADHD á fyrstu árum grunnskóla og bjóða upp á viðeigandi meðferð, því ómeðhöndlað getur það haft neikvæð áhrif á einstaklinginn og fólkið í kringum hann. Ef barn með ADHD fær ekki aðstoð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir, sem geta orðið mun alvarlegri en ADHD-einkennin.
5
Fólkið í borginni
32100
Breytingin verður að byrja hjá okkur sjálfum
Jósep Freyr Pétursson sagði skilið við einkabílinn og hjólar allan ársins hring.
6
Fréttir
124
Frávísunarkrafa Jóns Baldvins verður tekin aftur fyrir í héraðsdómi
Landsréttur hefur gert ómerka frávísun héraðdsdóms Reykjavíkur á máli Jóns Baldvins Hannibalssonar sem varðar kynferðislega áreitni. Flytja þarf frávísunarmálið að nýju.
7
Mynd dagsins
17
Hundrað fimmtíu og átta ára
Það var norðanbál við Úlfljótsvatn í morgun, en við þetta 4 km langa vatn stendur kirkja sem kennd er við vatnið. Kirkjan sjálf var byggð úr timbri árið 1863 og síðan var turninum bætt við 98 árum seinna. Hún er ein af rúmlega 360 kirkjum í lýðveldinu - það er semsagt eitt guðshús fyrir hverja þúsund íbúa þessa lands. Vatnið er kennt við Úlfljót, fyrsta lögsögumann Íslendinga, en eftir honum voru einnig fyrstu almennu lög landsins nefnd, Úlfljótslög.
Mest deilt
1
ViðtalFangar og ADHD
30607
Föngum nú boðið upp á geðheilbrigðisþjónustu
Geðheilsuteymi fangelsa er nýlegt teymi á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem býður föngum upp á meðferð við geðheilbrigðisvanda svo sem ADHD. Meðferðin er fjölþætt og er boðið upp á samtalsmeðferðir og lyf ef þarf. „ADHD-lyfin draga náttúrlega úr hvatvísinni sem maður vonar að verði til þess að viðkomandi brjóti ekki af sér aftur eða fari að nota vímuefni aftur,“ segir Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur.
2
ViðtalFangar og ADHD
43456
Meirihluti fanga með ADHD: Rétt meðferð gæti komið í veg fyrir afbrot
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, hefur gagnrýnt það úrræðaleysi sem hefur verið í fangelsum landsins varðandi greiningar á meðferð til dæmis við ADHD þótt skriður sé kominn á málið. Hann segir að breyta þurfi um kerfi í fangelsismálum.
3
ViðtalDauðans óvissa eykst
21256
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
4
ViðtalFangar og ADHD
12243
Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
Talið er að sjö til átta prósent fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Nauðsynlegt er að greina ADHD á fyrstu árum grunnskóla og bjóða upp á viðeigandi meðferð, því ómeðhöndlað getur það haft neikvæð áhrif á einstaklinginn og fólkið í kringum hann. Ef barn með ADHD fær ekki aðstoð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir, sem geta orðið mun alvarlegri en ADHD-einkennin.
5
Fréttir
69208
Stjórnmálafólki uppálagt að hafa varann á eftir skotárásir
Skotið var á húsnæði Samfylkingarinnar í nótt. Skotárásirnar eru ekki talin einangruð tilvik þar eð skotið hefur verið á húsnæði fleiri stjórnmálaflokka síðustu mánuði og misseri.
6
ViðtalFangar og ADHD
8134
Betrun ætti að byggja á vísindalegri þekkingu
Haraldur Erlendsson geðlæknir vann á sínum tíma á Litla-Hrauni og gagnrýnir skort á þjónustu við fanga með ADHD hvað varðar geðþjónustu og lyf sem virka. Fangelsiskerfið eigi að byggja á vísindalegri þekkingu um betrun en ekki refsingu eða hefnd, sem gagnast föngum með ADHD lítið.
7
Þrautir10 af öllu tagi
41100
272. spurningaþraut: Berlín, skrímsli og fjölmennasta orrustan
Síðasta þrautin, hér er hún! * Fyrri aukaspurning, hver er konan á málverki Alexanders Ivanovs hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Á árunum 1977-1979 gaf tónlistarmaður einn út þrjár plötur sem í sameiningu eru gjarnan kallaðar „Berlínar-plöturnar“. Hver var þessi tónlistarmaður? 2. William Frederick Cody hét Bandaríkjamaður nokkur, sem fæddist í Iowa árið 1846 en lést í Denver í Colorado...
Mest lesið í vikunni
1
Myndband
57268
Myndbönd sýna flóðið fossa í Háskóla Íslands
„Sem betur fer urðu engin slys á fólki,“ segir upplýsingafulltrúi Veitna. Yfir tvö þúsund tonn af vatni flæddu um háskólasvæðið eftir að lögn brast. Myndband sýnir vatnsflæðið.
2
FréttirSamherjaskjölin
48408
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
3
Pistill
15127
Illugi Jökulsson
Stöðvið prentvélarnar! Nýr blár litur er fundinn!
Liturinn YInMn fékk á síðasta ári opinbert samþykki sem nýr litur, fyrsti ólífræni blái liturinn í meira en 200 ár!
4
FréttirSamherjamálið
8103
Namibíski lögmaðurinn í Samherjamálinu: Tilraun „til að ráða mig af dögum“
Namibíski lögmaðurinn Marén de Klerk býr að sögn yfir upplýsingum sem sýna að forseti Namibíu hafi skipulagt greiðslur frá fyrirtækjum eins og Samherja til Swapo-flokksins til að flokkurinn gæti haldið völdum. Hann segir að líf sitt sé í rúst vegna mistaka og að hann vilji hjálpa til við rannsókn Samherjamálsins.
5
ViðtalFangar og ADHD
4295
Fann frið í fangelsinu
Á sínum yngri árum var Völundur Þorbjörnsson óstýrilátur og sótti í spennu án þess að vita að hann væri með ADHD. Þörfin fyrir athygli ágerðist eftir móðurmissi, spennan stigmagnaðist og ákærur hrönnuðust inn. Í fangelsi fann hann loks frið og upplifði dvölina ekki sem frelsissviptingu heldur endurræsingu. Í kjölfarið upplifði hann ameríska drauminn í Kanada og styður nú við son í kynleiðréttingarferli.
6
ViðtalDauðans óvissa eykst
21256
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
7
Fréttir
52313
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
Mest lesið í mánuðinum
1
Pistill
4443.206
Bragi Páll Sigurðarson
Bjarnabylgjan
„Ég á rétt rúmlega árs gamlan strák sem hefur ekki hitt ömmu mína og afa síðan í sumar,“ skrifar Bragi Páll Sigurðarson skáld um sóttvarnabrot fjármálaráðherra.
2
Myndband
57268
Myndbönd sýna flóðið fossa í Háskóla Íslands
„Sem betur fer urðu engin slys á fólki,“ segir upplýsingafulltrúi Veitna. Yfir tvö þúsund tonn af vatni flæddu um háskólasvæðið eftir að lögn brast. Myndband sýnir vatnsflæðið.
3
FréttirSamherjaskjölin
169469
Sonur Þorsteins Más kemur fram sem talsmaður Samherja
Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, kemur fram sem talsmaður fyrirtækisins í grein þar sem rætt er um markaðssetningu á íslenskum fiski. Fyrr á árinu, í kjölfar Namibíumáls Samherja, var sagt frá því að Þorsteinn Már hefði selt hlutabréf sín í Samherja til barna sinna.
4
PistillUppgjör 2020
841.507
Hallgrímur Helgason
Veiran vill einkarekstur
„Það þarf að kenna fólki að deyja,“ sagði deyjandi faðir hans, á sama tíma og samfélagið lærði að óttast dauðann meira en áður. Hallgrímur Helgson fjallar um lærdóm ársins og þá von að ríkisvaldið læri að setja heilbrigðiskerfið ofar öllu.
5
Fréttir
7652.900
Þau fá listamannalaun 2021
2.150 mánuðum af listamannalaunum var útlhutað til samtals 453 listamanna í dag.
6
ViðtalDauðans óvissa eykst
51580
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
7
Fréttir
3071.313
Kvarta undan tapi og kaupa 150 milljóna króna aukaíbúð
Björn Leifsson, eigandi World Class, hefur hagnast verulega á rekstri líkamsræktarstöðvanna, en vildi að fjármálaráðherra bætti sér upp tap vegna lokana í Covid-faraldrinum. Um sama leyti keypti eiginkona hans og meðeigandi 150 milljóna króna aukaíbúð í Skuggahverfinu.
Hérna er nú hlekkur á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Hvað heitir loftskipið á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hvað heitir ný bók Einars Kárasonar um og með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni? 2. Hvað hét franska rannsóknarskipið undir stjórn Charcots leiðangursstjóra sem fórst út af Mýrunum árið 1936? 3. Lindsay Vonn settist í helgan stein árið 2019...
Viðtal
118
Hamingjan ekki til sölu á netinu
Yrsa Sigurðardóttir er verkfræðingur og rithöfundur sem hefur sérhæft sig í glæpasögum en finnst fátt mikilvægara en hlátur, að finna það sem er skemmtilegt og fyndið.
Bíó Tvíó#189
3
Fullir vasar
Andrea og Steindór ræða kvikmynd Antons Sigurðssonar frá 2018, Fullir vasar.
ViðtalFangar og ADHD
12243
Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
Talið er að sjö til átta prósent fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Nauðsynlegt er að greina ADHD á fyrstu árum grunnskóla og bjóða upp á viðeigandi meðferð, því ómeðhöndlað getur það haft neikvæð áhrif á einstaklinginn og fólkið í kringum hann. Ef barn með ADHD fær ekki aðstoð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir, sem geta orðið mun alvarlegri en ADHD-einkennin.
ViðtalDauðans óvissa eykst
21256
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
Þrautir10 af öllu tagi
3056
273. spurningaþraut: Eugene Onegin og Onedin-fjölskyldan, það er aldeilis!
Jú, hér er þraut gærdagsins. * Aukaspurning nr. 1: Hvað heitir þetta unga skáld? Annaðhvort skírnarnafn eða ættarnafn dugar. * Aðalspurningar: 1. Einn helsti máttarstólpi íslenska landsliðsins í handbolta allt frá 2005 er Alexander Petersson. Hann flutti til Íslands frá öðru landi rétt fyrir aldamótin 2000 og gerðist síðan íslenskur ríkisborgari. Frá hvaða landi kom Alexander? 2. Einu sinni var...
ViðtalFangar og ADHD
8134
Betrun ætti að byggja á vísindalegri þekkingu
Haraldur Erlendsson geðlæknir vann á sínum tíma á Litla-Hrauni og gagnrýnir skort á þjónustu við fanga með ADHD hvað varðar geðþjónustu og lyf sem virka. Fangelsiskerfið eigi að byggja á vísindalegri þekkingu um betrun en ekki refsingu eða hefnd, sem gagnast föngum með ADHD lítið.
ViðtalFangar og ADHD
30607
Föngum nú boðið upp á geðheilbrigðisþjónustu
Geðheilsuteymi fangelsa er nýlegt teymi á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem býður föngum upp á meðferð við geðheilbrigðisvanda svo sem ADHD. Meðferðin er fjölþætt og er boðið upp á samtalsmeðferðir og lyf ef þarf. „ADHD-lyfin draga náttúrlega úr hvatvísinni sem maður vonar að verði til þess að viðkomandi brjóti ekki af sér aftur eða fari að nota vímuefni aftur,“ segir Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur.
ViðtalFangar og ADHD
43456
Meirihluti fanga með ADHD: Rétt meðferð gæti komið í veg fyrir afbrot
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, hefur gagnrýnt það úrræðaleysi sem hefur verið í fangelsum landsins varðandi greiningar á meðferð til dæmis við ADHD þótt skriður sé kominn á málið. Hann segir að breyta þurfi um kerfi í fangelsismálum.
ViðtalFangar og ADHD
4295
Fann frið í fangelsinu
Á sínum yngri árum var Völundur Þorbjörnsson óstýrilátur og sótti í spennu án þess að vita að hann væri með ADHD. Þörfin fyrir athygli ágerðist eftir móðurmissi, spennan stigmagnaðist og ákærur hrönnuðust inn. Í fangelsi fann hann loks frið og upplifði dvölina ekki sem frelsissviptingu heldur endurræsingu. Í kjölfarið upplifði hann ameríska drauminn í Kanada og styður nú við son í kynleiðréttingarferli.
Þrautir10 af öllu tagi
41100
272. spurningaþraut: Berlín, skrímsli og fjölmennasta orrustan
Síðasta þrautin, hér er hún! * Fyrri aukaspurning, hver er konan á málverki Alexanders Ivanovs hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Á árunum 1977-1979 gaf tónlistarmaður einn út þrjár plötur sem í sameiningu eru gjarnan kallaðar „Berlínar-plöturnar“. Hver var þessi tónlistarmaður? 2. William Frederick Cody hét Bandaríkjamaður nokkur, sem fæddist í Iowa árið 1846 en lést í Denver í Colorado...
Fréttir
124
Frávísunarkrafa Jóns Baldvins verður tekin aftur fyrir í héraðsdómi
Landsréttur hefur gert ómerka frávísun héraðdsdóms Reykjavíkur á máli Jóns Baldvins Hannibalssonar sem varðar kynferðislega áreitni. Flytja þarf frávísunarmálið að nýju.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir