Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
2
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
3
Fréttir
11
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
4
Fréttir
Sorgarsaga Söngva Satans
Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie særðist illa í morðtilræði þegar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dögunum. Svo virðist sem árásarmaðurinn, sem er af líbönskum ættum, hafi ætlað sér að uppfylla trúarlega tilskipun leiðtoga Írans frá 1989 sem sagði Rushdie réttdræpan fyrir guðlast í bók sinni Söngvar Satans. Málið á sér langa og sorglega sögu sem er samofin málfrelsi, trúarofstæki og valdatafli í Mið-Austurlöndum.
5
Pistill
1
Illugi Jökulsson
Sorgleg svör Katrínar við orðum Bjarkar
Blaðamaður The Guardian, Chal Ravens, segir að Björk hafi „nánast hrækt“ í reiði sinni þegar hún lýsti svikum þeim sem henni fannst hún hafa upplilfað af hendi Katrínar Jakobsdóttur.
6
Aðsent
Björn Leví Gunnarsson
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Stjórnmálaflokkar eiga ekki að þurfa fjármagn sem dugar til að keyra gríðarlegar auglýsingaherferðir.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 20. ágúst.
DraumafangarinnDonald Trump hefur lofað því að endurheimta gömlu Bandaríkin og þar með endurvekja ameríska drauminn. Hér stjakar hann sér á sviðinu við Hvíta húsið, þar sem hann sagði stuðningsmönnum sínum að kosningunum, sem hann tapaði, hefði verið stolið, áður en þeir ruddust inn í þinghúsið í Washington.Mynd: Brendan Smialowski / AFP
Þegar Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna lýstu margir áhyggjum sínum af þróun lýðræðisins. Einn íslenskur flokksformaður kom honum þó til varnar, Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra Íslands. Hann taldi fjölmiðla heims ganga of langt í umfjöllunum um Trump, sem þá hafði gefið út tilskipun um ferðabann múslima frá sex löndum til Bandaríkjanna.
„Mér finnst það vera áhyggjuefni hvernig ímynd Bandaríkjanna er akkúrat í augnablikinu og ég er ekki viss um að það sé allt alveg sanngjarnt sem sagt er í þeirri umræðu. Mér finnst nú vera of langt gengið víða,“ sagði hann og tók fram að þótt hann hefði áhyggjur af spennunni í kringum múslimabann Trumps þætti honum „ekkert að því í sjálfu sér að það komi fram á sjónarsviðið af og til einstaklingar sem eru ekki alveg steyptir úr sama mótinu og allir fyrirrennarar“.
Bjarni BenediktssonFormaður Sjálfstæðisflokksins hafði ekki áhyggjur af kjöri Donalds Trump.
Mynd: Pressphotos
„Ég á ekki von á því að þetta muni hafa neitt nema ágæt áhrif á samskipti Íslands og Bandaríkjanna,“ sagði Bjarni í öðru viðtali um valdatöku Trumps.
Það sem gerðist hins vegar var viðbúin veiking alþjóðasamstarfs, sem kemur verst niður á smáríki eins og Íslandi, óvissa í varnarmálum Íslands, lömun Parísarsamkomulagsins um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum – sem Bjarni taldi nú ekki vera neinn áfellisdóm yfir stefnu Trumps í loftslagsmálum – og efling helstu andlýðræðisafla í heiminum, til dæmis í Tyrklandi, Filippseyjum, Póllandi, Ungverjalandi og síðast en ekki síst Kína, sem nú hefur endanlega kæft lýðræðið í Hong Kong með fjöldahandtökum á grundvelli nýrra öryggislaga.
Bjarni Benediktsson var ekki eini nú-fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sem sýndi þennan alvarlega dómgreindarbrest og/eða skerta umhyggju fyrir lýðræðisþróun mannkyns.
Davíð OddssonLeiðarahöfundur Morgunblaðsins hefur verið einn fárra á Íslandi til þess að verja Donald Trump og taka undir árásir hans á fjölmiðla.
Mynd: Pressphotos.biz
Íslenska útgerðin sem styður við Trump
Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands til þrettán ára, og nú ritstjóri Morgunblaðsins, hefur stutt málstað Donalds Trump í ritstjórnargreinum á síðustu árum. Hann hefur meðal annars tekið undir sjónarmið Trumps um svindl í forsetakosningunum og gagnrýnt aðra fjölmiðla fyrir að gera ekki slíkt hið sama.
Að sjálfsögðu er tjáningarfrelsi á Íslandi og öllum frjálst að styðja Donald Trump eða annan leiðtoga sem vill brjóta niður lýðræðið, hvort sem það er í eigin þágu eða til að innleiða afturhalds- eða íhaldsstefnu. Í tilfelli Morgunblaðsins er þetta hins vegar ekki bara tjáningarfrelsi heldur nýting auðs til þess að draga upp mynd af heiminum fyrir almenningi sem hentar tilteknum hópi aflögufærra auðmanna. Nokkrir auðugustu útgerðarmenn landsins hafa niðurgreitt rekstur blaðsins um milljón krónur á dag síðustu ár til að hafa ákveðin áhrif á þjóðfélagsumræðuna. Uppsafnaðar niðurgreiðslur útgerðarmanna og tengdra aðila til útgáfufélags Morgunblaðsins nema tæpum tveimur milljörðum á tíu árum, eða tæplega sex þúsund þorskígildistonnum, sem er ekkert slor.
Þannig rennur arðurinn af sameiginlegri auðlind landsmanna að hluta til þess að styðja málstað Donalds Trump í viðleitni hans til að grafa undan lýðræði.
Stuðningur þessa burðarstólpa íslenskrar stjórnmálasögu og viðskiptalífs við Donald Trump hélt áfram löngu eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði. Hinn 20. nóvember birtist stuðningsyfirlýsing við ásakanir um kosningasvindl í leiðara Morgunblaðsins og gagnrýni á aðra fjölmiðla fyrir að hafna þeim.
„Nú er spursmálið þetta: Var í þessu tilviki um skipuleg kosningasvik í stórum stíl að ræða af hálfu demókrata?“
Öllum þeim tugum dómsmála sem Trump hefur stofnað til vegna kosningaúrslitanna hefur verið vísað frá. Engar sannanir eru fyrir skipulegum kosningasvikum, en ekki er erfitt að greina andlýðræðislega virkni Trumps og svo ritstjóra Morgunblaðsins, sem geymir hluta af stjórnmálalegri vegferð Íslendinga.
Mótmælendur eða uppreisnarmenn?Stuðningsmenn Donalds Trumps brutust inn í þinghúsið til að stöðva formlega viðurkenningu á kosningaúrslitum.
Mynd: ROBERTO SCHMIDT / AFP
Hvernig lýðræði deyja
Jafnvel þótt meðvirkir og málsvarar haldi því fram, er ekki hægt að segja að það hafi komið á óvart þegar stuðningsmenn Trumps tróðust inn í þinghúsið í Washington til að stöðva formlega staðfestingu á sigri Joe Bidens í forsetakosningunum.
Fræðimenn hafa varað við ólýðræðislegu gildismati Trumps frá upphafi. Í bókinni How Democracies Die, eftir tvo bandaríska fræðimenn, birtist samanburðargreining á falli lýðræðis í mörgum ríkjum heims. Þegar mælikvarðinn var lagður á Donald Trump varð augljóst að hann hafði öll helstu einkenni lýðskrumara sem græfi undan lýðræði. Trump var að mati höfundanna verðandi einræðisherra. Og merkin voru úti um allt.
Þetta eiga þeir leiðtogar sameiginlegt sem afnema lýðræði: Þeir afneita lögmæti andstæðinga sinna með því að ræða um þá eins og óvini og jafnvel glæpamenn. Þeir sýna vilja til þess að víkja frá reglum lýðræðisins, til dæmis með því að viðurkenna ekki kosningaúrslit. Þeir ýta undir ofbeldi af einhverju tagi. Og loks lýsa þeir vilja til að skerða réttindi andstæðinga sinna og samkeppnisaðila, auk fjölmiðla.
Jafnvel áður en hann varð forseti uppfyllti Trump öll skilyrðin með orðræðu sinni og hegðun. Allir sem þekkja vel til stjórnmála áttu að geta séð að hann væri raunveruleg ógn við lýðræði.
En Trump var ekki sjálfur orsökin, heldur fremur sjúkdómseinkenni sem getur valdið dauða lýðræðis.
Orsökin
Að hluta er orsökin sú sama og leiðir af stjórnmálastefnu Bjarna Benediktssonar og Davíðs Oddssonar.
Sýnt hefur verið fram á að efnahagslegur og félagslegur ójöfnuður helst í hendur við lítið traust, hvort sem samanburðurinn er milli ríkja Bandaríkjanna eða ríkja heimsins.
Bandaríkjamönnum er stöðugt seldur svokallaður „exceptionalismi“, að Bandaríkin séu öðruvísi en önnur lönd. Þau eru land tækifæranna, vettvangur ameríska draumsins.
Meira að segja eftir innrásina í þinghúsið var niðurstaða fréttamanna CBS sú að þrátt fyrir niðurlæginguna og samanburðinn við brotin lýðræðisríki, væru Bandaríkin sérstök, vegna þess að í Austur-Evrópu hefðu mótmælendurnir verið skotnir af lögreglu en ekki stuggað út með hægð.
Þetta er hins vegar mýta. Félagslegur hreyfanleiki í Bandaríkjunum er mun minni en í flestum Evrópulöndum. Og þegar eitthvað út af ber í lífi fólks er öryggisnetið gloppótt og þunnt. Þótt Bandaríkin leggi meira í heilbrigðisútgjöld en önnur vestræn ríki, með 17% þjóðarframleiðslu, lifa Bandaríkjamenn mun skemur en fólk af öðrum ríkum þjóðum. Og meðalævilíkur fóru minnkandi á árunum 2014 til 2018. Íslendingar, Frakkar, Ítalir og Svíar lifa til dæmis þremur árum lengur. Ástæðan er að fólk í viðkvæmri stöðu lifir við lélegt heilbrigðiskerfi, dýpri fátækt og faraldur verkjalyfja. Önnur ástæða er borgarskipulag út frá markaðssjónarmiðum í stað heildrænna áhrifa. 12 af hverjum 100 þúsund Bandaríkjamönnum deyja í bílslysi á hverju ári, en aðeins 3 af hverjum 100 þúsund Bretum.
Ástæðan fyrir bágum kjörum og öryggisleysi Bandaríkjamanna er einfaldlega ráðstöfun á fjármunum og valdheimildum ríkisins. Það sem Trump hefur gert er að innleiða miklar skattalækkanir sem henta þeim ríkustu mest og auka þar af leiðandi misskiptingu.
Hinn sjálfmiðaði sölumaður
Goðsögnin um hinn sjálfskapaða mann og ameríska drauminn sem fóstrar hann er hugmyndagrunnur fyrir réttlátri misskiptingu.
Í hreinu markaðshyggjusamfélagi snýst lífið um að selja. Ef fólk nær ekki að selja vöru eða starfskrafta sína tekur við fátækt og hætta á ömurlegum örlögum fyrir alla fjölskylduna.
Í þessu samfélagi er sjálfmiðaði sölumaðurinn líklegur lausnari almennings.
Sannleikurinn er vara á markaði. Sölumaðurinn hefur nýtt sér nýjar markaðsleiðir, þar sem hann hefur milliliðalausan aðgang að neytendum í gegnum samfélagsmiðla. Fjölmiðlar sem rengja hann verða um leið óvinurinn og hann selur þá hugmynd milliliðalaust.
Um leið selur hann sér sinn eigin veruleika sem verður sannur ef hann er keyptur. Þannig hefur Donald Trump hæfileikann til að hífa sig upp á hárinu, eins og sagt var um Munchhausen í ævintýrum hans. Ef svo færi að hann eða MAGA-múgurinn næðu að hindra valdaskipti, yrði söluvara dagsins að sannleika morgundagsins.
Innrásin í Þinghúsið var fyrsta tilfellið frá stríðinu við Breta árin 1812-1815 sem lykilstofnun lýðræðisins var tekin yfir. Hér sjást mótmælendur undir málverki John Trumbulls, “Surrender of Lord Cornwallis”, sem sýnir uppgjöf Breta 1815.
Mynd: SAUL LOEB / AFP
Trump og þróun mannsins
Stuðningurinn við Trump hefur kollvarpað mörgum undirliggjandi kenningum um samtíma okkar.
Klassíska hugmyndin um hinn hagræna mann, homo economicus, gerði ráð fyrir því að maðurinn væri í reynd vél sem hámarkaði eigin hagsmuni og færði til sín sem mest nyt.
Á seinni árum hefur borið meira á hugmyndinni um hinn velviljaða mann, sem gerir margt án beinna eigin hagsmuna og tekur jafnvel ákvarðanir andstætt eigin hagsmunum til að framfylgja réttlæti. Uppgangur Trumps og sú staðreynd að 42% Bandaríkjamanna styðja hann í árásum hans gegn öðrum býður hugmyndinni um velviljaða manninn birginn við fyrstu sýn, en ekki þegar nánar er að gáð.
Undirliggjandi er eðlisbreyting á samskiptum og viðhorfum til annarra. Í samfélagi misskiptingar þar sem traustið er löngu búið að rofna og fólkið nær ekki að sofna inn í ameríska drauminn, er auðvelt að búa til sökudólga. Það kom í hlut hins meinta sjálfskipaða og sjálfhverfa sölumanns að selja og selja stoðvöru hins ameríska draums: Óvininn, ríkið sem rænir fólk að næturlagi, og lausnarann, ríka manninn – holdgvering vilja og drauma almennings.
Þannig hefur ameríski draumurinn óuppfylltur orðið sundrungarafl fremur en sameiningarafl. Á miðvikudagskvöldinu kom síðan flokkur uppvakinna að musteri ríkisvaldsins, þar sem lögð eru drög að draumunum, og heimtaði húsið sitt aftur.
Vaknað
Okkur birtist ekki amerískur draumur, heldur martraðakenndur kæfisvefn, þar sem draumþegar virðast í andnauð, órólegir, með óþol og erfiðleika með einbeitingu og minni. Við hin hrökkvum upp við hroturnar í ameríska kæfisvefninum. Síðasta ár hefur kennt okkur að það sem er gefið er ekki gefið. Það var alltaf vitað að tilfelli Trumps myndi kenna okkur eitthvað um okkar eigið samfélag. Að við myndum sjá söluvörur hans í dreifingu hér á landi hjá þeim sem hefðu lyst á innflutningi, og að viðbrögð annarra myndu sýna okkur á spil þeirra. Við vitum betur hverjir styðja lýðræðið þegar því er ógnað, hverjir sitja hjá sér til hægðarauka í góðlátlegri meðvirkni með valdatöku fólskunnar og hverjir eru tilbúnir að taka til við gröftinn þegar þeim hentar að veikja undirstöður lýðræðis heima og heiman.
Á Íslandi eru allir skyldir öllum, nema Samherja.
Leiðari
13
Jón Trausti Reynisson
Meistarar málamiðlana
Hvers vegna skilur fólk ekki fórnir Katrínar Jakobsdóttur?
Leiðari
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Hvað kostar kverkatak?
Það að taka þolanda sinn hálstaki er aðferð ofbeldismanna til þess að undirstrika vald sitt, ná stjórn á aðstæðum og fyrirbyggja frekari mótspyrnu. Aðferð til að ógna lífi annarrar manneskju, sýna að þeir hafi lífið í lúkunum, sýna meintan mátt sinn og styrk. En þeir skilja ekki að svona gera bara veikir menn.
Leiðari
2
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Með stríðið í blóðinu
Stríð er ekki bara sprengjurnar sem falla, heldur allt hitt sem býr áfram í líkama og sál þeirra sem lifa það af. Óttinn sem tekur sér bólstað í huga fólks, skelfingin og slæmar minningarnar.
Leiðari
13
Helgi Seljan
Við verðum að treysta fjármálafyrirtækjum
Fulltrúar almennings við einkavæðingu bankakerfisins, virðast skilja ákall um aukið traust til fjármálakerfisins með talsvert öðrum hætti en við flest.
Leiðari
1
Helgi Seljan
Fram fyrir fremstu röð
Á sama tíma í forsætisráðuneytinu við Borgartún.
Mest lesið
1
FréttirEigin konur
1
„Ég sá bara veikan einstakling“
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
2
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
3
Fréttir
11
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
4
Fréttir
Sorgarsaga Söngva Satans
Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie særðist illa í morðtilræði þegar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dögunum. Svo virðist sem árásarmaðurinn, sem er af líbönskum ættum, hafi ætlað sér að uppfylla trúarlega tilskipun leiðtoga Írans frá 1989 sem sagði Rushdie réttdræpan fyrir guðlast í bók sinni Söngvar Satans. Málið á sér langa og sorglega sögu sem er samofin málfrelsi, trúarofstæki og valdatafli í Mið-Austurlöndum.
5
Pistill
1
Illugi Jökulsson
Sorgleg svör Katrínar við orðum Bjarkar
Blaðamaður The Guardian, Chal Ravens, segir að Björk hafi „nánast hrækt“ í reiði sinni þegar hún lýsti svikum þeim sem henni fannst hún hafa upplilfað af hendi Katrínar Jakobsdóttur.
6
Aðsent
Björn Leví Gunnarsson
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Stjórnmálaflokkar eiga ekki að þurfa fjármagn sem dugar til að keyra gríðarlegar auglýsingaherferðir.
7
Flækjusagan
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Páfinn situr enn í Róm, 1
Mest deilt
1
Fréttir
11
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
2
FréttirPanamaskjölin
2
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
Nafnlausi uppljóstrarinn sem hrinti af stað atburðarásinni sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með lekanum á Panamaskjölunum veitir sitt fyrsta viðtal í Der Spiegel. Hann lýsir vonbrigðum með stjórnvöld víða um heim og segir Rússa vilja sig feigan.
3
Fréttir
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Drífa Snædal hefur sagt af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands. Samskipti við kjörna fulltrúa innan verkalýðshreyfingarinnar og blokkamyndun er ástæðan. Í yfirlýsingu segir hún átök innan hreyfingarinnar verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda.
4
Greining
1
Ekki bara pest að kjósa Framsókn
Framsóknarflokkurinn er óvænt orðin heitasta lumma íslenskra stjórnmála. Ungt fólk, sérstaklega ungar konur, virðast laðast að flokknum. Spillingarstimpillinn sem loddi við hann eins og fluga við skít, virðist horfinn. Hvað gerðist? Gengur vofa bæjarradikalanna ljósum logum í flokknum?
5
Fólkið í borginni
2
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
6
Viðtal
2
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
7
Fréttir
3
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
„Drífa veit sjálf að það er langt um liðið síðan grafa fór undan trúverðugleika hennar og stuðningi í baklandi verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um afsögn forseta ASÍ.
Mest lesið í vikunni
1
Fréttir
2
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Hildur Björnsdóttir varði 9,3 milljónum í baráttu sína fyrir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Keppinautur hennar um sætið, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, eyddi 8,8 milljónum. Framboð oddvitans skilaði hagnaði.
2
Fólkið í borginni
2
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
3
FréttirEigin konur
1
„Ég sá bara veikan einstakling“
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
4
MenningHús & Hillbilly
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
Hillbilly hitti Brák Jónsdóttur myndlistarkonu og Þóri Hermann Óskarsson tónlistarmann í byrjun sumars til að ræða listalífið á Norðurlandi.
5
Viðtal
2
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
6
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
7
Fréttir
11
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
Mest lesið í mánuðinum
1
Leiðari
10
Helgi Seljan
Í landi hinna ótengdu aðila
Á Íslandi eru allir skyldir öllum, nema Samherja.
2
ViðtalEin í heiminum
3
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir segir að geðræn veikindi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu afleiðing álags sem fylgi því að vera einhverf án þess að vita það. Stöðugt hafi verið gert lítið úr upplifun hennar og tilfinningum. Hún hætti því alfarið að treysta eigin dómgreind sem leiddi meðal annars til þess að hún varð útsett fyrir ofbeldi.
3
ReynslaEigin konur
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
Freyja Huld fékk símtal um nótt með upplýsingum um að sambýlismaður hennar og barnsfaðir væri að sækja í unglingsstúlkur. Síðar var hann handtekinn fyrir skelfilegt brot. Enn þarf hún að eiga í samskiptum við hann sem barnsföður og veita honum umgengni.
4
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
Besta gönguleið til að nálgast eldgosið í Meradölum liggur vestan megin hraunsins og eftir upphaflegu gosgönguleiðinni. Gengið er frá bílastæði við Suðurstrandarveg. Björgunarsveitin Þorbjörn sendir kort af gönguleiðinni.
5
Afhjúpun
3
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Gyðingahatarar, nýnasistar, stuðningsmenn við innrás Rússa í Úkraínu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af neti hægriöfgahópa.
6
Viðtal
5
Ísland með augum úkraínskrar flóttakonu
Tania Korolenko er ein þeirra rúmlega þúsund einstaklinga sem komið hafa til Íslands í leit að skjóli undan sprengjuregni rússneska innrásarhersins eftir innrásina í Úkraínu. Heima starfrækti hún sumarbúðir fyrir úkraínsk börn, kenndi ensku og gaf fyrir ekki margt löngu út smásagnasafn. Hún hefur haldið dagbók um komu sína og dvöl á Íslandi og ætlar að leyfa lesendum Stundarinnar að fylgjast með kynnum flóttakonu af landi og þjóð.
7
Pistill
1
Þolandi 1639
Verður þú með geranda mínum um verslunarmannahelgina?
Rétt eins og þú er hann eflaust að skipuleggja verslunarmannahelgina sína, því hann er alveg jafn frjáls og hann var áður en hann var fundinn sekur um eitt svívirðilegasta brotið í mannlegu samfélagi.
Nýtt á Stundinni
Flækjusagan
Við gætum haft þrjú tungl! Hvar eru hin tvö?!
Förunautur okkar Jarðarbúa á endalausri hringferð okkar um sólkerfið, Máninn, er svo gamalkunnur og traustur félagi að það er erfitt að ímynda sér hann eitthvað öðruvísi og hvað þá bara einn af mörgum. Við vitum að stóru gasrisarnir utar í sólkerfinu hafa tugi tungla sér til fylgdar — 80 við Júpíter þegar síðast fréttist, 83 við Satúrnus — en tunglið...
Pistill
1
Illugi Jökulsson
Sorgleg svör Katrínar við orðum Bjarkar
Blaðamaður The Guardian, Chal Ravens, segir að Björk hafi „nánast hrækt“ í reiði sinni þegar hún lýsti svikum þeim sem henni fannst hún hafa upplilfað af hendi Katrínar Jakobsdóttur.
Flækjusagan#40
Stríð í þúsund daga
Illugi Jökulsson fór að skoða hverjir væru fyrirmyndirnar að uppáhaldspersónu hans í uppáhaldsskáldsögu hans, Hundrað ára einsemd eftir García Márquez.
Fréttir
11
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
Aðsent
Björn Leví Gunnarsson
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Stjórnmálaflokkar eiga ekki að þurfa fjármagn sem dugar til að keyra gríðarlegar auglýsingaherferðir.
Fréttir
Sorgarsaga Söngva Satans
Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie særðist illa í morðtilræði þegar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dögunum. Svo virðist sem árásarmaðurinn, sem er af líbönskum ættum, hafi ætlað sér að uppfylla trúarlega tilskipun leiðtoga Írans frá 1989 sem sagði Rushdie réttdræpan fyrir guðlast í bók sinni Söngvar Satans. Málið á sér langa og sorglega sögu sem er samofin málfrelsi, trúarofstæki og valdatafli í Mið-Austurlöndum.
Flækjusagan
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Páfinn situr enn í Róm, 1
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
FréttirEigin konur
1
„Ég sá bara veikan einstakling“
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
Viðtal
2
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
MenningHús & Hillbilly
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
Hillbilly hitti Brák Jónsdóttur myndlistarkonu og Þóri Hermann Óskarsson tónlistarmann í byrjun sumars til að ræða listalífið á Norðurlandi.
Fólkið í borginni
2
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir