Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
2
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
59390
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
Ásta Önnudóttir, sem var vistuð um tveggja ára skeið á meðferðarheimilinu Laugalandi, lýsir því að hún hafi orðið fyrir slíku andlegu ofbeldi þar að það hafi dregið úr henni lífsviljann. Hún hafi verið glaðvært barn en framkoman í hennar garð á heimilinu hafi barið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveimur áratugum síðar, sem hún sé að jafna sig.
3
FréttirMorð í Rauðagerði
15
Anton ennþá með stöðu sakbornings
Lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar segir Anton lausan úr gæsluvarðhaldi en hann hafi enn stöðu sakbornings í rannsókn á morðinu í Rauðagerði 28.
4
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
4105
Landsréttur fellir úr gildi frávísun í máli Jóns Baldvins
Héraðsdómur mun taka mál Jóns Baldvins Hannibalssonar til efnismeðferðar. Málflutningi hans um að meint kynferðisleg áreitni hans sé ekki refsiverð samkvæmt spænskum lögum er hafnað.
5
MenningMetoo
11116
Nýtt leikrit veitir kvenskörungi uppreist æru
„Ég finn mig skylduga til að segja þessa sögu,“ segir Tinna Sverrisdóttir sem grét nánast á hverri æfingu fyrstu vikurnar í undirbúningi fyrir leikrit sem varpar nýju ljósi á ævi Sunnefu Jónsdóttur. Sunnefa var tvídæmd til dauða á 18. öld fyrir blóðskömm.
6
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
22136
Kvikan er að brjóta sér leið upp: Þúsund ára atburður á Reykjanesi
Talið er að eldgos geti hafist á næstu klukkustunum suður af Keili. „Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir að sér virðist kvikan hafa farið stutt upp í sprunguna.
7
Þrautir10 af öllu tagi
2957
309. spurningaþraut: Katrínar, sjómílur, jökull og Halla Signý
Þið finnið þrautina frá í gær hér. * Fyrri aukaspurning: Hvar voru — eftir því sem best er vitað — aðal bækistöðvar þeirrar menningar sem skóp myndina hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hinrik 8. Englandskóngur átti fleiri eiginkonur en algengt er um evrópska kónga. Hve margar? 2. Hve margar þeirra hétu Katrín? 3. Og fyrst við erum á þessum...
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 12. mars.
DraumafangarinnDonald Trump hefur lofað því að endurheimta gömlu Bandaríkin og þar með endurvekja ameríska drauminn. Hér stjakar hann sér á sviðinu við Hvíta húsið, þar sem hann sagði stuðningsmönnum sínum að kosningunum, sem hann tapaði, hefði verið stolið, áður en þeir ruddust inn í þinghúsið í Washington.Mynd: Brendan Smialowski / AFP
Þegar Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna lýstu margir áhyggjum sínum af þróun lýðræðisins. Einn íslenskur flokksformaður kom honum þó til varnar, Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra Íslands. Hann taldi fjölmiðla heims ganga of langt í umfjöllunum um Trump, sem þá hafði gefið út tilskipun um ferðabann múslima frá sex löndum til Bandaríkjanna.
„Mér finnst það vera áhyggjuefni hvernig ímynd Bandaríkjanna er akkúrat í augnablikinu og ég er ekki viss um að það sé allt alveg sanngjarnt sem sagt er í þeirri umræðu. Mér finnst nú vera of langt gengið víða,“ sagði hann og tók fram að þótt hann hefði áhyggjur af spennunni í kringum múslimabann Trumps þætti honum „ekkert að því í sjálfu sér að það komi fram á sjónarsviðið af og til einstaklingar sem eru ekki alveg steyptir úr sama mótinu og allir fyrirrennarar“.
Bjarni BenediktssonFormaður Sjálfstæðisflokksins hafði ekki áhyggjur af kjöri Donalds Trump.
Mynd: Pressphotos
„Ég á ekki von á því að þetta muni hafa neitt nema ágæt áhrif á samskipti Íslands og Bandaríkjanna,“ sagði Bjarni í öðru viðtali um valdatöku Trumps.
Það sem gerðist hins vegar var viðbúin veiking alþjóðasamstarfs, sem kemur verst niður á smáríki eins og Íslandi, óvissa í varnarmálum Íslands, lömun Parísarsamkomulagsins um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum – sem Bjarni taldi nú ekki vera neinn áfellisdóm yfir stefnu Trumps í loftslagsmálum – og efling helstu andlýðræðisafla í heiminum, til dæmis í Tyrklandi, Filippseyjum, Póllandi, Ungverjalandi og síðast en ekki síst Kína, sem nú hefur endanlega kæft lýðræðið í Hong Kong með fjöldahandtökum á grundvelli nýrra öryggislaga.
Bjarni Benediktsson var ekki eini nú-fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins sem sýndi þennan alvarlega dómgreindarbrest og/eða skerta umhyggju fyrir lýðræðisþróun mannkyns.
Davíð OddssonLeiðarahöfundur Morgunblaðsins hefur verið einn fárra á Íslandi til þess að verja Donald Trump og taka undir árásir hans á fjölmiðla.
Mynd: Pressphotos.biz
Íslenska útgerðin sem styður við Trump
Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands til þrettán ára, og nú ritstjóri Morgunblaðsins, hefur stutt málstað Donalds Trump í ritstjórnargreinum á síðustu árum. Hann hefur meðal annars tekið undir sjónarmið Trumps um svindl í forsetakosningunum og gagnrýnt aðra fjölmiðla fyrir að gera ekki slíkt hið sama.
Að sjálfsögðu er tjáningarfrelsi á Íslandi og öllum frjálst að styðja Donald Trump eða annan leiðtoga sem vill brjóta niður lýðræðið, hvort sem það er í eigin þágu eða til að innleiða afturhalds- eða íhaldsstefnu. Í tilfelli Morgunblaðsins er þetta hins vegar ekki bara tjáningarfrelsi heldur nýting auðs til þess að draga upp mynd af heiminum fyrir almenningi sem hentar tilteknum hópi aflögufærra auðmanna. Nokkrir auðugustu útgerðarmenn landsins hafa niðurgreitt rekstur blaðsins um milljón krónur á dag síðustu ár til að hafa ákveðin áhrif á þjóðfélagsumræðuna. Uppsafnaðar niðurgreiðslur útgerðarmanna og tengdra aðila til útgáfufélags Morgunblaðsins nema tæpum tveimur milljörðum á tíu árum, eða tæplega sex þúsund þorskígildistonnum, sem er ekkert slor.
Þannig rennur arðurinn af sameiginlegri auðlind landsmanna að hluta til þess að styðja málstað Donalds Trump í viðleitni hans til að grafa undan lýðræði.
Stuðningur þessa burðarstólpa íslenskrar stjórnmálasögu og viðskiptalífs við Donald Trump hélt áfram löngu eftir forsetakosningarnar sem hann tapaði. Hinn 20. nóvember birtist stuðningsyfirlýsing við ásakanir um kosningasvindl í leiðara Morgunblaðsins og gagnrýni á aðra fjölmiðla fyrir að hafna þeim.
„Nú er spursmálið þetta: Var í þessu tilviki um skipuleg kosningasvik í stórum stíl að ræða af hálfu demókrata?“
Öllum þeim tugum dómsmála sem Trump hefur stofnað til vegna kosningaúrslitanna hefur verið vísað frá. Engar sannanir eru fyrir skipulegum kosningasvikum, en ekki er erfitt að greina andlýðræðislega virkni Trumps og svo ritstjóra Morgunblaðsins, sem geymir hluta af stjórnmálalegri vegferð Íslendinga.
Mótmælendur eða uppreisnarmenn?Stuðningsmenn Donalds Trumps brutust inn í þinghúsið til að stöðva formlega viðurkenningu á kosningaúrslitum.
Mynd: ROBERTO SCHMIDT / AFP
Hvernig lýðræði deyja
Jafnvel þótt meðvirkir og málsvarar haldi því fram, er ekki hægt að segja að það hafi komið á óvart þegar stuðningsmenn Trumps tróðust inn í þinghúsið í Washington til að stöðva formlega staðfestingu á sigri Joe Bidens í forsetakosningunum.
Fræðimenn hafa varað við ólýðræðislegu gildismati Trumps frá upphafi. Í bókinni How Democracies Die, eftir tvo bandaríska fræðimenn, birtist samanburðargreining á falli lýðræðis í mörgum ríkjum heims. Þegar mælikvarðinn var lagður á Donald Trump varð augljóst að hann hafði öll helstu einkenni lýðskrumara sem græfi undan lýðræði. Trump var að mati höfundanna verðandi einræðisherra. Og merkin voru úti um allt.
Þetta eiga þeir leiðtogar sameiginlegt sem afnema lýðræði: Þeir afneita lögmæti andstæðinga sinna með því að ræða um þá eins og óvini og jafnvel glæpamenn. Þeir sýna vilja til þess að víkja frá reglum lýðræðisins, til dæmis með því að viðurkenna ekki kosningaúrslit. Þeir ýta undir ofbeldi af einhverju tagi. Og loks lýsa þeir vilja til að skerða réttindi andstæðinga sinna og samkeppnisaðila, auk fjölmiðla.
Jafnvel áður en hann varð forseti uppfyllti Trump öll skilyrðin með orðræðu sinni og hegðun. Allir sem þekkja vel til stjórnmála áttu að geta séð að hann væri raunveruleg ógn við lýðræði.
En Trump var ekki sjálfur orsökin, heldur fremur sjúkdómseinkenni sem getur valdið dauða lýðræðis.
Orsökin
Að hluta er orsökin sú sama og leiðir af stjórnmálastefnu Bjarna Benediktssonar og Davíðs Oddssonar.
Sýnt hefur verið fram á að efnahagslegur og félagslegur ójöfnuður helst í hendur við lítið traust, hvort sem samanburðurinn er milli ríkja Bandaríkjanna eða ríkja heimsins.
Bandaríkjamönnum er stöðugt seldur svokallaður „exceptionalismi“, að Bandaríkin séu öðruvísi en önnur lönd. Þau eru land tækifæranna, vettvangur ameríska draumsins.
Meira að segja eftir innrásina í þinghúsið var niðurstaða fréttamanna CBS sú að þrátt fyrir niðurlæginguna og samanburðinn við brotin lýðræðisríki, væru Bandaríkin sérstök, vegna þess að í Austur-Evrópu hefðu mótmælendurnir verið skotnir af lögreglu en ekki stuggað út með hægð.
Þetta er hins vegar mýta. Félagslegur hreyfanleiki í Bandaríkjunum er mun minni en í flestum Evrópulöndum. Og þegar eitthvað út af ber í lífi fólks er öryggisnetið gloppótt og þunnt. Þótt Bandaríkin leggi meira í heilbrigðisútgjöld en önnur vestræn ríki, með 17% þjóðarframleiðslu, lifa Bandaríkjamenn mun skemur en fólk af öðrum ríkum þjóðum. Og meðalævilíkur fóru minnkandi á árunum 2014 til 2018. Íslendingar, Frakkar, Ítalir og Svíar lifa til dæmis þremur árum lengur. Ástæðan er að fólk í viðkvæmri stöðu lifir við lélegt heilbrigðiskerfi, dýpri fátækt og faraldur verkjalyfja. Önnur ástæða er borgarskipulag út frá markaðssjónarmiðum í stað heildrænna áhrifa. 12 af hverjum 100 þúsund Bandaríkjamönnum deyja í bílslysi á hverju ári, en aðeins 3 af hverjum 100 þúsund Bretum.
Ástæðan fyrir bágum kjörum og öryggisleysi Bandaríkjamanna er einfaldlega ráðstöfun á fjármunum og valdheimildum ríkisins. Það sem Trump hefur gert er að innleiða miklar skattalækkanir sem henta þeim ríkustu mest og auka þar af leiðandi misskiptingu.
Hinn sjálfmiðaði sölumaður
Goðsögnin um hinn sjálfskapaða mann og ameríska drauminn sem fóstrar hann er hugmyndagrunnur fyrir réttlátri misskiptingu.
Í hreinu markaðshyggjusamfélagi snýst lífið um að selja. Ef fólk nær ekki að selja vöru eða starfskrafta sína tekur við fátækt og hætta á ömurlegum örlögum fyrir alla fjölskylduna.
Í þessu samfélagi er sjálfmiðaði sölumaðurinn líklegur lausnari almennings.
Sannleikurinn er vara á markaði. Sölumaðurinn hefur nýtt sér nýjar markaðsleiðir, þar sem hann hefur milliliðalausan aðgang að neytendum í gegnum samfélagsmiðla. Fjölmiðlar sem rengja hann verða um leið óvinurinn og hann selur þá hugmynd milliliðalaust.
Um leið selur hann sér sinn eigin veruleika sem verður sannur ef hann er keyptur. Þannig hefur Donald Trump hæfileikann til að hífa sig upp á hárinu, eins og sagt var um Munchhausen í ævintýrum hans. Ef svo færi að hann eða MAGA-múgurinn næðu að hindra valdaskipti, yrði söluvara dagsins að sannleika morgundagsins.
Innrásin í Þinghúsið var fyrsta tilfellið frá stríðinu við Breta árin 1812-1815 sem lykilstofnun lýðræðisins var tekin yfir. Hér sjást mótmælendur undir málverki John Trumbulls, “Surrender of Lord Cornwallis”, sem sýnir uppgjöf Breta 1815.
Mynd: SAUL LOEB / AFP
Trump og þróun mannsins
Stuðningurinn við Trump hefur kollvarpað mörgum undirliggjandi kenningum um samtíma okkar.
Klassíska hugmyndin um hinn hagræna mann, homo economicus, gerði ráð fyrir því að maðurinn væri í reynd vél sem hámarkaði eigin hagsmuni og færði til sín sem mest nyt.
Á seinni árum hefur borið meira á hugmyndinni um hinn velviljaða mann, sem gerir margt án beinna eigin hagsmuna og tekur jafnvel ákvarðanir andstætt eigin hagsmunum til að framfylgja réttlæti. Uppgangur Trumps og sú staðreynd að 42% Bandaríkjamanna styðja hann í árásum hans gegn öðrum býður hugmyndinni um velviljaða manninn birginn við fyrstu sýn, en ekki þegar nánar er að gáð.
Undirliggjandi er eðlisbreyting á samskiptum og viðhorfum til annarra. Í samfélagi misskiptingar þar sem traustið er löngu búið að rofna og fólkið nær ekki að sofna inn í ameríska drauminn, er auðvelt að búa til sökudólga. Það kom í hlut hins meinta sjálfskipaða og sjálfhverfa sölumanns að selja og selja stoðvöru hins ameríska draums: Óvininn, ríkið sem rænir fólk að næturlagi, og lausnarann, ríka manninn – holdgvering vilja og drauma almennings.
Þannig hefur ameríski draumurinn óuppfylltur orðið sundrungarafl fremur en sameiningarafl. Á miðvikudagskvöldinu kom síðan flokkur uppvakinna að musteri ríkisvaldsins, þar sem lögð eru drög að draumunum, og heimtaði húsið sitt aftur.
Vaknað
Okkur birtist ekki amerískur draumur, heldur martraðakenndur kæfisvefn, þar sem draumþegar virðast í andnauð, órólegir, með óþol og erfiðleika með einbeitingu og minni. Við hin hrökkvum upp við hroturnar í ameríska kæfisvefninum. Síðasta ár hefur kennt okkur að það sem er gefið er ekki gefið. Það var alltaf vitað að tilfelli Trumps myndi kenna okkur eitthvað um okkar eigið samfélag. Að við myndum sjá söluvörur hans í dreifingu hér á landi hjá þeim sem hefðu lyst á innflutningi, og að viðbrögð annarra myndu sýna okkur á spil þeirra. Við vitum betur hverjir styðja lýðræðið þegar því er ógnað, hverjir sitja hjá sér til hægðarauka í góðlátlegri meðvirkni með valdatöku fólskunnar og hverjir eru tilbúnir að taka til við gröftinn þegar þeim hentar að veikja undirstöður lýðræðis heima og heiman.
Deila
stundin.is/FDSa
Athugasemdir
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Skýr afstaða var tekin þegar fyrstu frásagnir bárust af harðræði á vistheimilunum Varpholti og Laugalandi. Forstjóri Barnaverndarstofu lýsti fullu trausti á hendur meðferðarfulltrúanum. Eftir sat stelpa furðu lostin, en hún lýsir því hvernig hún hafði áður, þá sautján ára gömul, safnað kjarki til að fara á fund forstjórans og greina frá slæmri reynslu af vistheimilinu.
Leiðari
194615
Jón Trausti Reynisson
Harmleikur Katrínar Jakobsdóttur
Ólíkt fyrri forsætisráðherrum talar Katrín Jakobsdóttir ekki niður til fólks.
Sem betur fer er það að verða búið, árið sem hófst með snjóflóðum fyrir vestan og lauk með aurskriðum fyrir austan. Eftir vetur rauðra viðvarana tók veiran við. Um óttann, samkenndina og litlu augnablikin sem skipta máli í lífinu.
Leiðari
26197
Jón Trausti Reynisson
Mistök stjórnvalda í Covid-19-faraldrinum
Við ætluðum að læra að lifa með veirunni, en lærðum hjálparleysi.
Leiðari
98520
Jón Trausti Reynisson
Við ætluðum að vernda þau viðkvæmustu
Á meðan okkur var sagt að við værum almannavarnir, stóðust yfirvöld ekki ábyrgð sína á því að framfylgja höfuðmarkmiði okkar í faraldrinum: Að vernda þá viðkvæmustu. Ástæðan: Það vantaði starfsfólk.
Leiðari
5182
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðir að réttlátara samfélagi
Stundum þurfum við að taka afstöðu gegn því sem okkur þykir rangt, eins og því að börn fari svöng að sofa vegna þess að það er ekki til matur á heimilinu.
Mest lesið
1
RannsóknMorð í Rauðagerði
33155
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
2
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
59390
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
Ásta Önnudóttir, sem var vistuð um tveggja ára skeið á meðferðarheimilinu Laugalandi, lýsir því að hún hafi orðið fyrir slíku andlegu ofbeldi þar að það hafi dregið úr henni lífsviljann. Hún hafi verið glaðvært barn en framkoman í hennar garð á heimilinu hafi barið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveimur áratugum síðar, sem hún sé að jafna sig.
3
FréttirMorð í Rauðagerði
15
Anton ennþá með stöðu sakbornings
Lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar segir Anton lausan úr gæsluvarðhaldi en hann hafi enn stöðu sakbornings í rannsókn á morðinu í Rauðagerði 28.
4
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
4105
Landsréttur fellir úr gildi frávísun í máli Jóns Baldvins
Héraðsdómur mun taka mál Jóns Baldvins Hannibalssonar til efnismeðferðar. Málflutningi hans um að meint kynferðisleg áreitni hans sé ekki refsiverð samkvæmt spænskum lögum er hafnað.
5
MenningMetoo
12123
Nýtt leikrit veitir kvenskörungi uppreist æru
„Ég finn mig skylduga til að segja þessa sögu,“ segir Tinna Sverrisdóttir sem grét nánast á hverri æfingu fyrstu vikurnar í undirbúningi fyrir leikrit sem varpar nýju ljósi á ævi Sunnefu Jónsdóttur. Sunnefa var tvídæmd til dauða á 18. öld fyrir blóðskömm.
6
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
22136
Kvikan er að brjóta sér leið upp: Þúsund ára atburður á Reykjanesi
Talið er að eldgos geti hafist á næstu klukkustunum suður af Keili. „Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir að sér virðist kvikan hafa farið stutt upp í sprunguna.
7
Þrautir10 af öllu tagi
2957
309. spurningaþraut: Katrínar, sjómílur, jökull og Halla Signý
Þið finnið þrautina frá í gær hér. * Fyrri aukaspurning: Hvar voru — eftir því sem best er vitað — aðal bækistöðvar þeirrar menningar sem skóp myndina hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hinrik 8. Englandskóngur átti fleiri eiginkonur en algengt er um evrópska kónga. Hve margar? 2. Hve margar þeirra hétu Katrín? 3. Og fyrst við erum á þessum...
Mest deilt
1
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
59390
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
Ásta Önnudóttir, sem var vistuð um tveggja ára skeið á meðferðarheimilinu Laugalandi, lýsir því að hún hafi orðið fyrir slíku andlegu ofbeldi þar að það hafi dregið úr henni lífsviljann. Hún hafi verið glaðvært barn en framkoman í hennar garð á heimilinu hafi barið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveimur áratugum síðar, sem hún sé að jafna sig.
2
RannsóknMorð í Rauðagerði
33155
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
3
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
22136
Kvikan er að brjóta sér leið upp: Þúsund ára atburður á Reykjanesi
Talið er að eldgos geti hafist á næstu klukkustunum suður af Keili. „Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir að sér virðist kvikan hafa farið stutt upp í sprunguna.
4
MenningMetoo
12123
Nýtt leikrit veitir kvenskörungi uppreist æru
„Ég finn mig skylduga til að segja þessa sögu,“ segir Tinna Sverrisdóttir sem grét nánast á hverri æfingu fyrstu vikurnar í undirbúningi fyrir leikrit sem varpar nýju ljósi á ævi Sunnefu Jónsdóttur. Sunnefa var tvídæmd til dauða á 18. öld fyrir blóðskömm.
5
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
4105
Landsréttur fellir úr gildi frávísun í máli Jóns Baldvins
Héraðsdómur mun taka mál Jóns Baldvins Hannibalssonar til efnismeðferðar. Málflutningi hans um að meint kynferðisleg áreitni hans sé ekki refsiverð samkvæmt spænskum lögum er hafnað.
6
Þrautir10 af öllu tagi
3062
310. spurningaþraut: Hér er spurt um erlendar borgir, hverja af annarri
Hér er þraut gærdagsins! * Allar spurningar dagsins snúast um erlendar borgir. Fyrri aukaspurning: Í hvaða borg má finna styttuna sem sést á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Osló er fjölmennasta borg Noregs. Hver er sú næstfjölmennasta? 2. Oscar Niemeyer var arkitekt sem fékk það draumaverkefni að hanna fjölda stórhýsa og opinberra bygginga í alveg splunkunýrri borg sem...
7
Þrautir10 af öllu tagi
2957
309. spurningaþraut: Katrínar, sjómílur, jökull og Halla Signý
Þið finnið þrautina frá í gær hér. * Fyrri aukaspurning: Hvar voru — eftir því sem best er vitað — aðal bækistöðvar þeirrar menningar sem skóp myndina hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hinrik 8. Englandskóngur átti fleiri eiginkonur en algengt er um evrópska kónga. Hve margar? 2. Hve margar þeirra hétu Katrín? 3. Og fyrst við erum á þessum...
Mest lesið í vikunni
1
RannsóknMorð í Rauðagerði
33155
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur uppfært spálíkan fyrir eldgos á Reykjanesi vegna breyttrar skjálftavirkni í dag.
3
ViðtalHamingjan
37519
Iðkar þakklæti: „Ekkert getur gert okkur hamingjusöm nema við sjálf“
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir segir að hamingjan sé ákvörðun, hún sé einnig ferðalag en ekki ákvörðunarstaður. Hún segist iðka þakklæti daglega með því að taka eftir því góða í kringum sig.
4
FréttirHeimavígi Samherja
1670
Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
Ársreikningar félaga Samherja á Kýpur sýna innbyrðis viðskipti við Þorstein Má Baldvinsson og Helgu Steinunni Guðmundsdóttur. Þau voru sektuð vegna brota á gjaldeyrishaftalögunum eftir hrunið vegna millifærslna inn á reikninga þeirra en þær sektir voru svo afturkallaðar vegna mistaka við setningu laganna.
5
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
59390
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
Ásta Önnudóttir, sem var vistuð um tveggja ára skeið á meðferðarheimilinu Laugalandi, lýsir því að hún hafi orðið fyrir slíku andlegu ofbeldi þar að það hafi dregið úr henni lífsviljann. Hún hafi verið glaðvært barn en framkoman í hennar garð á heimilinu hafi barið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveimur áratugum síðar, sem hún sé að jafna sig.
6
Viðtal
2233
Misstu vinnuna í Covid og opnuðu hringrásarverslun
Hjónin Davíð Örn Jóhannsson og Jana Maren Óskarsdóttir opnuðu hringrásarverslun með fatnað og fylgihluti við Hlemm og vilja stuðla að endurnýtingu á fatnaði.
7
FréttirMorð í Rauðagerði
15
Anton ennþá með stöðu sakbornings
Lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar segir Anton lausan úr gæsluvarðhaldi en hann hafi enn stöðu sakbornings í rannsókn á morðinu í Rauðagerði 28.
Mest lesið í mánuðinum
1
RannsóknMorð í Rauðagerði
33155
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
2
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
127994
„Ég lærði að gráta í þögn“
Á því rúma ári sem Sigurósk Tinna Pálsdóttir var vistuð á meðferðarheimilinu Laugalandi var hún brotin þannig niður að allt hennar líf hefur litast af því. Hún lýsir óttanum og vanlíðaninni sem var viðvarandi á heimilinu. Þegar Tinna greindi frá kynferðisbrotum sem hún hafði orðið fyrir var henni ekki trúað og hún neydd til að biðjast afsökunar á að hafa sagt frá ofbeldinu. „Ég gerði ekki neitt, það voru þau.“
3
Aðsent
991.266
Dagný Halla Ágústsdóttir, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir
Dökka hlið TikTok algóriþmans
Opið bréf til foreldra um notkun barna á TikTok - frá þremur unglingum sem nota TikTok.
4
Viðtal
16460
„Ég var svo bugaður að mig langaði helst að hefja nýtt líf“
Síðasta árið hefur Vilhelm Neto tekið á kvíðanum og loksins komist á rétt ról á leiklistarferlinum.
5
ViðtalHeimavígi Samherja
94548
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
Guðmundur Már Beck, fyrrum starfsmaður Samherja, segir sér hafa liðið mjög illa eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi af framferði Samherja í Namibíu, svo illa að hann lýsir því sem áfalli.
6
Pistill
358871
Bragi Páll Sigurðarson
Hvítur, gagnkynhneigður karlmaður talar frá Reykjavík
Í þessu samfélagi hönnuðu fyrir hvíta, gagnkynhneigða, ófatlaða sæmilega stæða karla, ætti að vera rými fyrir alla hina að hafa jafnháværar raddir.
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur uppfært spálíkan fyrir eldgos á Reykjanesi vegna breyttrar skjálftavirkni í dag.
Nýtt á Stundinni
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
11
Víðir varar við: Fólk reynir að komast á gossvæðið og gæti fest sig
Fólk hefur streymt að afleggjaranum að Keili, sem liggur í átt að mögulegu gossvæði. Kvika er að brjóta sér leið upp á yfirborðið.
Mynd dagsins
4
Tæpir tuttugu milljarðar
Hann virkar ekki stór, hjólreiðamaðurinn sem dáist að Venusi frá Vopnafirði landa loðnu hjá Brim í Akraneshöfn nú í morgun. Íslensk uppsjávarskip mega í ár, eftir tvær dauðar vertíðir, veiða tæp sjötíu þúsund tonn af loðnu, sem gerir um 20 milljarða í útflutningsverðmæti. Verðmætust eru loðnuhrognin, en á seinni myndinni má sjá hvernig þau eru unnin fyrir frystingu á Japansmarkað. Kílóverðið á hrognunum er um 1.650 krónur, sem er met.
StreymiSkjálftahrina á Reykjanesi
212
Almannavarnir biðja fólk um að fara ekki að gossvæðinu
Mikið af fólki er að fara inn á afleggjarann að Keili. „Þetta er mjög krítísk staða,“ segir jarðeðlisfræðingur sem biður um vinnufrið á vettvangi. Varasamt getur verið að fara mjög nálægt gosinu vegna gasmengunar.
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
18
Ákvörðun flugfélaga hvort flug raskast
Hefjist eldgos mun verða óheimilt að fljúga yfir ákvæðið svæði í um hálftíma til klukkutíma. Eftir það er það í höndum flugfélaga hvernig flugi verður háttað.
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
22136
Kvikan er að brjóta sér leið upp: Þúsund ára atburður á Reykjanesi
Talið er að eldgos geti hafist á næstu klukkustunum suður af Keili. „Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir að sér virðist kvikan hafa farið stutt upp í sprunguna.
Greining
68
Britney Spears: Frelsi og fjötrar
Britney Spears skaust upp á himininn sem skærasta poppstjarna þúsaldarinnar. Lólítu-markaðssetning ímyndar hennar var hins vegar byggð á brauðfótum hugmyndafræðilegs ómöguleika. Heimurinn beið eftir því að hún myndi falla. Hún var svipt sjálfræði aðeins tuttugu og sex ára gömul, en #freebritney hreyfingin berst nú fyrir endurnýjun sjálfræðis hennar.
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
4105
Landsréttur fellir úr gildi frávísun í máli Jóns Baldvins
Héraðsdómur mun taka mál Jóns Baldvins Hannibalssonar til efnismeðferðar. Málflutningi hans um að meint kynferðisleg áreitni hans sé ekki refsiverð samkvæmt spænskum lögum er hafnað.
Þrautin í gær snerist um borgir. * Fyrri aukaspurning: Hver á eða átti svarta bílinn sem hér að ofan sést? * Aðalspurningar: 1. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Hann tók við því starfi í þriðja sinn árið 2018. Hvern leysti hann þá af hólmi? 2. Í Netflix-myndinni News of the World leikur roskinn Bandaríkjamaður aðalhlutverkið. Hvað heitir...
Mynd dagsins
121
Þá var kátt í höllinni
Í morgun var byrjað að bólusetja með 4.600 skömmtum frá Pfizer, aldurshópinn 80 ára og eldri í Laugardalshöllinni. Hér er Arnþrúður Arnórsdóttir fædd 1932 að fá sinn fyrsta skammt. Alls hafa nú 12.644 einstaklingar verið full bólusettir gegn Covid-19, frá 29. desember, þegar þeir fyrstu fengu sprautuna. Ísland er í fjórða neðsta sæti í Evrópu með 1.694 smit á hverja 100 þúsund íbúa, Finnar eru lægstir með einungis 981 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Andorra er með flest smit á heimsvísu, eða 14.116 smit á hverja 100 þúsund íbúa.
FréttirMorð í Rauðagerði
15
Anton ennþá með stöðu sakbornings
Lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar segir Anton lausan úr gæsluvarðhaldi en hann hafi enn stöðu sakbornings í rannsókn á morðinu í Rauðagerði 28.
RannsóknMorð í Rauðagerði
33155
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
Þrautir10 af öllu tagi
3062
310. spurningaþraut: Hér er spurt um erlendar borgir, hverja af annarri
Hér er þraut gærdagsins! * Allar spurningar dagsins snúast um erlendar borgir. Fyrri aukaspurning: Í hvaða borg má finna styttuna sem sést á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Osló er fjölmennasta borg Noregs. Hver er sú næstfjölmennasta? 2. Oscar Niemeyer var arkitekt sem fékk það draumaverkefni að hanna fjölda stórhýsa og opinberra bygginga í alveg splunkunýrri borg sem...
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir