Karólína Helga Símonardóttir, eða Helga eins og hún er vanalega kölluð, er 36 ára gömul og kennir félagsvísindi við Kvennaskólann í Reykjavík. Í janúar 2017 lést faðir hennar eftir langa baráttu við krabbamein. Í apríl sama ár lést eiginmaður hennar skyndilega, aðeins 35 ára gamall. Helga segir erfitt að lýsa þessari upplifun. „Þú ert allt í einu mætt í einhvern ólgusjó, eða storm. Þannig er því oft lýst. Aðdragandinn er ólíkur í þessum tilfellum. Pabbi var búinn að glíma við krabbamein í einhvern tíma og maður vissi svo sem að baráttunni færi að ljúka. Svo missi ég manninn minn skyndilega. Þá er eins og maður verði fyrir höggi. Lífið þitt hrynur á þeirri sekúndu sem maður fær fréttirnar,“ segir hún.
Sorgin markaði Helgu djúpt, en hún var fljót að sækja sér hjálp hjá samtökum fyrir fólk sem hefur upplifað slíkan missi. Í dag er hún í stjórn Ljónshjarta, samtaka …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir