Íslendingar búsettir í stórborgum erlendis eru margir hverjir fastir í útgöngubanni þessa dagana. Tilkynnt hefur verið um hertar reglur vegna Covid-19 faraldursins víða um heim og áætlanir um bólusetningu eru gjarnan óskýrar um hvenær kemur að hinum almenna borgara.
Bylgja Babýlons grínisti býr í Edinborg, en Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands, tilkynnti í vikunni um útgöngubann, eða „lockdown“, sem þýðir að fólki er óheimilt að yfirgefa heimili sitt án gildrar ástæðu.
„Þann 19. desember var ég búin að vinna rétt rúma viku á nýjum vinnustað þegar spurðist út að Nicola okkar yrði í beinni eftir smá,“ segir Bylgja. „Það var þess vegna kveikt á sjónvarpinu og beðið eftir slæmu fréttum dagsins. Örfáar hræður sátu inni á barnum að borða, því það er bannað að selja bús, og hún tilkynnti að „næstum því lockdown“ hæfist 26. desember sem myndi vara í þrjár vikur.“
Hún segir þó engan hafa átt von á …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir