Áramótaávörp forsætisráðherra gleymast allajafna hratt og með réttu.
Þau eru enda að mestu leyti tóm froða – með fullri virðingu – um samstöðu, sóknarfæri og mikil tækifæri, kjark og þor, ósnortna náttúru og einstakt eðli Íslendinga.
Svona nokkurn veginn saman talið.
Ávörp Katrínar Jakobsdóttur á gamlárskvöld eru sama marki brennd. Sæmileg tölva með gervigreind hefði sennilega getað soðið þau saman upp úr ávörpum forvera hennar í starfi. Klisjurnar eru þannig.
En samt. Og þó.
Það er alltaf eitthvað í ýmsu.
–– –– –– ––
Fyrst skulum við þó hafa þetta í huga: Forsætisráðherra hverju sinni (hin seinni árin) skrifar og flytur tugi ræðna og greina á hverju ári, en skrifar þær alls ekki sjálfur.
Hann fundar með aðstoðarmönnum sínum, leggur línur og leggur í púkkið, en svo fara aðrir hver að sinni tölvu og skrifa. Að lokum eru textarnir dregnir saman, sirka helmingnum er hent, en restin verður ræða eða grein ráðherrans.
Þannig hefur þetta virkað ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir