Þessi grein er rúmlega 3 mánaða gömul.

Saga höfuðpaursins í Samherjamálinu: Einn ríkasti maður Namibíu sem talinn var eiga tæpa 9 milljarða

James Hatuikulipi, sak­born­ing­ur í Sam­herja­mál­inu í Namib­íu, er sagð­ur vera helsti arki­tekt við­skipt­anna við ís­lenska út­gerð­ar­fé­lag­ið. Hann hef­ur sank­að að sér eign­um upp á 9 millj­arða króna á liðn­um ára­tug­um og er Sam­herja­mál­ið bara eitt af spill­ing­ar­mál­un­um sem namib­íska blað­ið The Nami­bi­an seg­ir að hann hafi auðg­ast á.

Saga höfuðpaursins í Samherjamálinu: Einn ríkasti  maður Namibíu sem talinn var eiga tæpa 9 milljarða
Í vélsleðaferð í Eyjafirði James Hatuikulipi sést hér í miðjunni á milli Sacky Shangala og Tamson Hatuikulipi í einni af heimsóknum sínum til Íslands á þeim árum sem þeir voru handgengnir útgerðinni. Samherji bauð þeim í vélsleðaferð í Eyjafirði.

James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibíska ríkisfyrirtæisins Fishcor og höfupaurinn í Samherjamálinu í Namibíu, var einn ríkasti maður landsins þegar greint var frá málinu í nóvember í fyrra og hann var hnepptur í gæsluvarðhald. Hautikulipi var talinn eiga eignir upp á milljarð Namibíudollara, eða tæplega 9 milljarða íslenskra króna. 

Þessar eignir er Hatuikulipi sagður hafa sankað að sér í gegnum árin vegna „tengsla sinna við pólitískt vald“ í Namibíu þar sem hann hafi komið á samstarfsverkefnum á milli fyrirtækja sinna og annarra fyrirtækja, sem jafnvel voru í ríkiseigu, þar sem markmiðið var að hann myndi græða sjálfur. Spillingin og aðstöðubraskið sem Hatuikulipi er grunaður um er víðtækara en svo að það snúist bara um Samherjamálið og greiðslur frá íslenska útgerðarfélaginu.

Frá þessu er greint í fréttaskýringarmyndbandi namibíska blaðsins The Namibian sem ber yfirskriftina „Fishrot mastermind: The rise and fall of James Hatuikulipi“ og í grein með sama heiti. 

Réttarhöldin hefjast í aprílRáttarhöldin yfir James, sem sést hér fyrir miðjun með hvíta COVID-grímu, og félögum hans hefjast í apríl 2021.

Sá eini sem tengdist öllum

James Hatuikulipi er einn af lykilmönnunum í rannsókn Samherjamálsins sem nú stendur yfir í Namibíu og einnig á Íslandi. Rannsóknin á Íslandi er skemmra á veg komin en í Namibíu og hún beinist að starfsmönnum Samherja en ekki að Namibíumönnunum.

Samkvæmt Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstrara í Samherjamálinu, var James lykilmaður í því að skipuleggja hvernig stór hluti mútugreiðslnanna frá Samherja, sem nú eru til rannsóknar, áttu að renna til félags í Dubaí sem hann var skráður fyrir, Tundavala Invest. Þetta Dubaífélag tók við greiðslunum frá Samherja í þeim hluta málsins sem kallast Namgomar þar sem ætluð misnotkun á milliríkjasamningi Namibíu við Angóla, til að tryggja Samherja kvóta, er til rannsóknar.

Í grein The Namibian er það haft ónafngreindum heimildarmanni að James Hatuikulipi sé sá eini af sakborningunum í málinu sem tengist öllum hinum sem skipta máli í þessari sögu. „Hann er sá eini í þessu máli sem tengist öllum hinum sögupersónunum í því.“

James er líka lykilmaður í þeim hluta rannsóknar Samherjamálsins sem snýst um kvótaúthlutanir frá ríkifyrirtækinu Fishcor, sem sér um kvótaúthlutanir fyrir hið opinbera í Namibíu, þar sem hann var stjórnarformaður þess félags. James er einnig talinn hafa misnotað aðstöðu sína þar til að tryggja Samherja kvóta gegn mútugreiðslum.

James er því bæði lykilmaður í þeim hluta rannsóknarinnar sem snýst um Namgomar-kvótann sem Samherji fékk og í þeim hluta sem snýst um Fishcor. 

Myndin sem The Namibian dregur upp af James er því sá að hann hafi verið aðalmaðurinn í ráðabrugginu sem er til rannsóknar: Miðpunktur málsins; sá sem allir þræðirnir í því liggja til og frá.

„Heimur hans féll saman þann 27. nóvember í fyrra. þegar hann var handtekinn fyrir meinta spillingu, fjársvik og peningaþvætti.“

Launin bara hluti af ætluðum eignum

Í myndbandinu, sem er rúmlega 13 mínútna langt, er teiknuð upp örmynd af lífshlaupi James Hatukulipi og sagt að fall hans hafi verið hátt.

The Namibian segir að James hafi verið með 30 milljónir namibíudollara, eða rúmlega 255 milljónir íslenskra króna, í árslaun en eitt af því sem hann gerði var að stýra fjárfestingarfélaginu Investec. Þessi laun sem James fékk með vinnu sinni voru hins vegar aðeins hluti af eignasafni hans miðað við  það sem The Namibian segir: „Heimur hans féll saman þann 27. nóvember í fyrra. þegar hann var handtekinn fyrir meinta spillingu, fjársvik og peningaþvætti," segir í blaðinu.

Hatuikulipi hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá og hefur ríkissaksóknari Namibíu tekið ákvörðun um að ákæra hann og viðskiptafélaga hans fyrir mútuþægni og fleiri brot í Samherjamálinu. Réttarhöldin gegn þeim hefjast í apríl á næsta ári.

Eins og greint var frá í umfjöllunum Kveiks, Stundarinnar, Al Jazeera og Wikileaks í nóvember í fyrra liggja fyrir heimildir sem sýna að félagið Tundavala Invest í Dubaí, sem kalla má aðalfélag Namibíumannanna í þeim hluta Samherjamálsins sem kenndur er við Namgomar-viðskiptin, greiddi út tæplega 2,3 milljónir dollara, um 300 milljónir íslenskra króna, af bankareikningi sínum í Masreq-bankanum þar í landi inn á persónulegan bankareikning James Hatuikulipi í Dubaí. James tók þessa peninga svo út af bankareikningi sínum í fjórum millifærslum.

Þetta voru peningar sem bárust til Tundavala frá Samherja frá því í janúar 2016 og þar til í febrúar 2019. Ekki liggja fyrir heimildir um hvað varð um peningana, tæplega 2 milljónir dollara,  sem bárust til Tundavala frá félögum Samherja á Kýpur frá því í september 2014 og þar til í ársbyrjun 2016.

Undirskilið í umfjöllun The Namibian er að slíkar greiðslur, meðal annars frá Samherja, hafi átt stóran þátt í því að byggja upp auð James Hatuikulipi og gera hann að einum ríkasta manni Namibíu. 

Í greininni segir að stór hluti eigna James í Namibíu hafi verið haldlagður í kjölfar Samherjamálsins.

Byggði íbúðir í MadrídJames er sagður hafa byggt íbúðir í Madríd á Spáni fyrir 12,5 milljarða króna. Myndin sýnir La Puerta del Sol í spænsku höfuðborginni.

Gortaði sig af 12,5 milljarða íbúðum í Madríd

Í myndbandi The Namibian kemur fram að James Hatuikulipi hafi í fyrra, áður en hann var handtekinn eftir umfjöllun fjölmiðla um Samherjamálið, gortað sig af því að hann stæði fyrir byggingu íbúða í Madríd á Spáni fyrir 80 milljónir evra eða tæplega 12,5 milljarða íslenskra króna. Miðað við umfjöllun The Namibian voru íbúðirnar sem James sagðist vera að byggja voru í úthverfi sem „margir fótboltamenn búa í“. Ekki er tekið fram hvaða hverfi um ræðir í Madríd. 

Ef þetta er satt hefur James fjárfest að hluta fyrir þá peninga sem hann hefur eignast í slíkum viðskiptum fyrir utan Namibíu

Sagður hafa sótt jakkaföt forsetansÍ greininni kemur fram að James hafi flutt sérsaumuð jakkaföt Hage Geingob frá London til Namibíu þegar forsetinn gifti sig árið 2015. Þetta er nefnt til sýna tengsl James við Swapo-flokkinn.

Djúp tengsl við Swapo-flokkinn

James Hatuikulipi er 45 ára gamall, fæddur árið 1975, og var faðir hans, Tauno Hatuikulipi, þátttakandi í frelsisbaráttu Namibíu í gegnum frelsishreyfinguna Swapo. Faðir James lést hins vegar með „dularfullum hætti“ þegar James var einungis sex mánaða gamall samkvæmt The Namibian. 

Þessi frelsishreyfing varð síðar að ráðandi stjórnmálaflokknum í landinu eftir að landið fékk loks sjálfstæði frá Suður-Afríku árið 1990. Swapo-flokkurinn er því sambærilegur flokkur og ANC, flokkur Nelson Mandela, í Suður-Afríku. Frá því landið fékk sjálfstæði hefur Swapo alltaf fengið meirihluta í kosningum í landinu.

Samkvæmt umfjöllun The Namibian byrjaði James að rækta tengsl sín við Swapo-flokkinn fyrir um 20 árum. Frændi hans, Tamson Hatuikulipi, var sá maður sem fyrst um sinn stuðlaði að því að Samherji gat komist í þá stöðu að fá kvóta með þeim hætti sem nú er til rannsóknar í Namibíu og á Íslandi. Tamson giftist dóttur Bernhard Esau sjávarútvegsráðherra og byggði valdastaða hans í Namibíu á þeim tengslum. James kom því að Samherjamálinu í gegnum Tamson annars vegar og svo Esau hins vegar vegna þess að pólitísk áhrif Tamson byggðu alfarið á tengslunum við sjávarútvegsráðherrann. 

James er sagður hafa haft það sem ákveðið lokamarkmið með gjörðum sínum að eignast sína eigin einkaþotu með tíð og tíma og að þetta hafi drifið hann áfram í sókn sinni eftir völdum og þeim auði sem með þeim fylgdi í ljósi aðstöðubrasks James. Þessi völd og þessi auðlegð byggja á tengslum James við Swapo-flokkinn sem hann hefur ræktað í gegnum árin, samkvæmt namibíska blaðinu.

Bara hluti sögunnarSá hluti spillingarsögu James Hatuikulipi sem The Namibian teiknar upp snýst bara að hluta um Samherjamálið og greiðslur frá útgerðinni. James sést hér í eiturgrænum jakka við hlið Þorsteins Más Baldvinssonar í Hafnarfjarðarhöfn í einni Íslandsheimsókninni.

Snýst um meira en Samherjamálið

Samherjamálið og greiðslur Samherja til James og félaga hans er hins vegar eingöngu hluti af þeirri spillingarsögu James sem The Namibian teiknar upp. Aðrir hlutar þessarar sögu hafa ekki beint með Ísland eða Samherja að gera þó þeir hafi það óbeint í ljósi þess að það var Samherjamálið sem felldi James Hatuikulipi, svo vísað sé í túlkun The Namibian. 

Orðrétt segir í grein The Namibian að auk tengsla sinna við sjávarútveginn í Namibíu liggi viðskiptahagsmunir James á ýmsum öðrum sviðum: „Hagsmunir Hatuikulipi liggja í byggingu járnbrauta, fasteignum, veisluþjónustubransanum og í fjármálageiranum. Við fyrstu sýn virðast fyrirtæki hans vera rekin með eðlilegum hætti, með skrifstofum, starfsfólki og fjölþættri starfsemi út um allt land. En, við nánari skoðun, kemur í ljós að viðskiptaveldi James var fyrst og fremst byggt á því að hann notaðist við tengsl sín við pólitísk völd.“

The Namibian nefnir tvö dæmi um þetta. Annað dæmið snýst fyrirtæki sem Hatuikulipi stýrði sem fékk úthlutað verki  frá namibíska ríkinu  upp á 120 milljón Namibíudollara árið 2004. Hins vegar fékk annað fyrirtæki hans 150 milljón Namibíudollara verki árið 2011 en það snerist um að gera við gamla járnbrautarteina.

Sú rannsókn á James Hatuikulipi sem nú stendur yfir fyrir að hafa tekið við mútugreiðslum frá Samherja virðist því bara vera toppurinn á ísjakanum og hluti af miklu lengri og stærri spillingarsögu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sjokk að flytja til Reykjavíkur
1
Fólkið í borginni

Sjokk að flytja til Reykja­vík­ur

Amna Hasecic flutti frá Bosn­íu til Hafn­ar í Horna­firði þeg­ar hún var fimm ára. Tví­tug flutti hún svo til Reykja­vík­ur. Í borg­inni full­orðn­að­ist hún og mynd­aði öfl­ugt tengslanet sem hún seg­ir ómet­an­legt.
355. spurningaþraut: Mbappé, Hitler, Armstrong-Jones, Nanna Birk Larsen
2
Þrautir10 af öllu tagi

355. spurn­inga­þraut: Mbappé, Hitler, Armstrong-Jo­nes, Nanna Birk Lar­sen

Hér er hlekk­ur á spurn­inga­þraut gær­dags­ins! * Fyrri auka­spurn­ing: Kon­an, sem hér sést milli sona sinna tveggja ár­ið 1968, varð það ár fyrst kvenna til að gegna ákveðnu ábyrgð­ar­starfi. Hvað hét hún? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Með hvaða fót­boltaliði leik­ur franski snill­ing­ur­inn Kyli­an Mbappé? 2.   Ant­hony Armstrong-Jo­nes hét ljós­mynd­ari einn, bresk­ur að ætt. Hann þótti bæri­leg­ur í sínu fagi, en er...
Fasteignaviðskiptin hringdu engum viðvörunarbjöllum
3
Fréttir

Fast­eigna­við­skipt­in hringdu eng­um við­vör­un­ar­bjöll­um

Dæmi eru um að fast­eigna­sal­ar til­kynni kaup­end­ur eða selj­end­ur fast­eigna til lög­reglu vegna tengsla við fíkni­efna­sölu. Fast­eigna­við­skipti Ant­ons Krist­ins Þórð­ar­son­ar, sem hef­ur ver­ið til op­in­berr­ar um­ræðu vegna tengsla við brot­a­starf­semi, hringdu hins veg­ar eng­um við­vör­un­ar­bjöll­um hjá fast­eigna­söl­unni Miklu­borg.
Mikil ánægja með lög um skipta búsetu barna
4
Fréttir

Mik­il ánægja með lög um skipta bú­setu barna

Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra er hrós­að í há­stert á sam­fé­lags­miðl­um eft­ir að frum­varp henn­ar sem heim­il­ar skrán­ingu barna á tvö heim­ili var sam­þykkt í gær.
Páll Stefánsson
5
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Hettu- og hanska­veð­ur í mið­bæn­um

Zi­va (mynd) sem ég mætti af til­vilj­un á Lauga­veg­in­um, á leið­inni í vinn­una. Hún kem­ur frá Tékklandi (Czechia) og hef­ur bú­ið hér og starf­að í tvö ár sem húð­flúr­ari. „Líf­ið hér er að kom­ast í eðli­legt horf... svona næst­um því, sem er frá­bært". Já eins og veðr­ið í morg­un. Ekta apríl: sól, rok og rign­ing allt á sömu mín­út­unni.
356. spurningaþraut: Hvað hét Svíinn, hverja studdi Byron, og svo framvegis
6
Þrautir10 af öllu tagi

356. spurn­inga­þraut: Hvað hét Sví­inn, hverja studdi Byron, og svo fram­veg­is

Hérna er sko þraut­in síð­an í gær. * Auka­spurn­ing­ar eru tvær, og sú fyrri á við mynd­ina hér að of­an. Úr hvaða kvik­mynd er skjá­skot þetta? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað hét grín­flokk­ur­inn sem þeir til­heyrðu Gra­ham Chapman, John Cleese, Eric Idle, Terry Jo­nes og Michael Pal­in? 2.   Í upp­taln­ing­una hér að of­an vant­ar raun­ar einn með­lim hóps­ins. Hver er sá?...
357. spurningaþraut: Hvar fór fram þessi einkennilega útför?
7
Þrautir10 af öllu tagi

357. spurn­inga­þraut: Hvar fór fram þessi ein­kenni­lega út­för?

Hlekk­ur á þraut gær­dagz­ins. * Fyrri auka­spurn­ing: Í hvaða kvik­mynd kem­ur við sögu sú ein­kenni­lega út­för sem sést á skjá­skot­inu hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   St. Pét­urs­borg stend­ur í óshólm­um fljóts nokk­urs. Hvað heit­ir það fljót? 2.   Hver stofn­aði borg­ina? 3.   Skipt var um nafn á borg­inni þann 1. sept­em­ber 1914. Hvað var hið nýja nafn henn­ar? 4.   „Shahadah“...

Mest deilt

Mikil ánægja með lög um skipta búsetu barna
1
Fréttir

Mik­il ánægja með lög um skipta bú­setu barna

Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra er hrós­að í há­stert á sam­fé­lags­miðl­um eft­ir að frum­varp henn­ar sem heim­il­ar skrán­ingu barna á tvö heim­ili var sam­þykkt í gær.
356. spurningaþraut: Hvað hét Svíinn, hverja studdi Byron, og svo framvegis
2
Þrautir10 af öllu tagi

356. spurn­inga­þraut: Hvað hét Sví­inn, hverja studdi Byron, og svo fram­veg­is

Hérna er sko þraut­in síð­an í gær. * Auka­spurn­ing­ar eru tvær, og sú fyrri á við mynd­ina hér að of­an. Úr hvaða kvik­mynd er skjá­skot þetta? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað hét grín­flokk­ur­inn sem þeir til­heyrðu Gra­ham Chapman, John Cleese, Eric Idle, Terry Jo­nes og Michael Pal­in? 2.   Í upp­taln­ing­una hér að of­an vant­ar raun­ar einn með­lim hóps­ins. Hver er sá?...
355. spurningaþraut: Mbappé, Hitler, Armstrong-Jones, Nanna Birk Larsen
3
Þrautir10 af öllu tagi

355. spurn­inga­þraut: Mbappé, Hitler, Armstrong-Jo­nes, Nanna Birk Lar­sen

Hér er hlekk­ur á spurn­inga­þraut gær­dags­ins! * Fyrri auka­spurn­ing: Kon­an, sem hér sést milli sona sinna tveggja ár­ið 1968, varð það ár fyrst kvenna til að gegna ákveðnu ábyrgð­ar­starfi. Hvað hét hún? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Með hvaða fót­boltaliði leik­ur franski snill­ing­ur­inn Kyli­an Mbappé? 2.   Ant­hony Armstrong-Jo­nes hét ljós­mynd­ari einn, bresk­ur að ætt. Hann þótti bæri­leg­ur í sínu fagi, en er...
357. spurningaþraut: Hvar fór fram þessi einkennilega útför?
4
Þrautir10 af öllu tagi

357. spurn­inga­þraut: Hvar fór fram þessi ein­kenni­lega út­för?

Hlekk­ur á þraut gær­dagz­ins. * Fyrri auka­spurn­ing: Í hvaða kvik­mynd kem­ur við sögu sú ein­kenni­lega út­för sem sést á skjá­skot­inu hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   St. Pét­urs­borg stend­ur í óshólm­um fljóts nokk­urs. Hvað heit­ir það fljót? 2.   Hver stofn­aði borg­ina? 3.   Skipt var um nafn á borg­inni þann 1. sept­em­ber 1914. Hvað var hið nýja nafn henn­ar? 4.   „Shahadah“...
Páll Stefánsson
5
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Hettu- og hanska­veð­ur í mið­bæn­um

Zi­va (mynd) sem ég mætti af til­vilj­un á Lauga­veg­in­um, á leið­inni í vinn­una. Hún kem­ur frá Tékklandi (Czechia) og hef­ur bú­ið hér og starf­að í tvö ár sem húð­flúr­ari. „Líf­ið hér er að kom­ast í eðli­legt horf... svona næst­um því, sem er frá­bært". Já eins og veðr­ið í morg­un. Ekta apríl: sól, rok og rign­ing allt á sömu mín­út­unni.
Þunglyndið rænir draumunum en maníu fylgir stjórnleysi
6
Viðtal

Þung­lynd­ið ræn­ir draum­un­um en man­íu fylg­ir stjórn­leysi

Ey­dís Víg­lunds­dótt­ir greind­ist með fé­lags­fælni, átrösk­un og ADHD, sem kom síð­ar í ljós að var í raun geð­hvarfa­sýki. Hún rokk­ar á milli man­íu og þung­lynd­is, var í þung­lyndi þeg­ar við­tal­ið var tek­ið og sagð­ist þá alltaf vera að týna sér meira og meira. Ef hún hefði ver­ið í man­íu þá hefði henni hún fund­ist eiga heim­inn.
Hamingjan er ferðalag
7
ViðtalHamingjan

Ham­ingj­an er ferða­lag

Hvað er ham­ingj­an fyr­ir þér?

Mest lesið í vikunni

Rannsókn lögreglu beinist að tvíburabræðrum
1
FréttirPeningaþvætti á Íslandi

Rann­sókn lög­reglu bein­ist að tví­bura­bræðr­um

Tví­bura­bræð­ur voru hand­tekn­ir í tengsl­um við um­fangs­mikla rann­sókn lög­reglu, vegna gruns um að­ild að um­fangs­miklu fíkni­efna­máli og pen­inga­þvætti. Hér er fé­laga­rekst­ur þeirra bræðra kort­lagð­ur.
Svona er peningaþvætti stundað á Íslandi
2
ÚttektPeningaþvætti á Íslandi

Svona er pen­inga­þvætti stund­að á Ís­landi

„Það er eins og skatt­ur­inn sé ekk­ert að pæla í þessu,“ seg­ir við­mæl­andi Stund­ar­inn­ar, sem hef­ur stund­að pen­inga­þvætti. Áhætta vegna pen­inga­þvætt­is er helst tengd lög­mönn­um, end­ur­skoð­end­um, fast­eigna­söl­um og bíla­söl­um. Sára­fá­ar ábend­ing­ar ber­ast um grun um pen­inga­þvætti frá þess­um stétt­um, þrátt fyr­ir til­kynn­inga­skyldu.
Hækka verð eftir að hafa greitt sér tæplega 770 milljóna arð úr fyrirtæki í einokunarstöðu
3
Úttekt

Hækka verð eft­ir að hafa greitt sér tæp­lega 770 millj­óna arð úr fyr­ir­tæki í ein­ok­un­ar­stöðu

Ís­lenska léna­fyr­ir­tæk­ið ISNIC hækk­ar verð á .is-lén­um um 5 pró­sent. Fyr­ir­tæk­ið er í ein­ok­un­ar­stöðu með sölu á heima­síð­um sem bera lén­ið og hef­ur Póst- og fjar­skipta­stofn­un bent á að það sé óeðli­legt að einka­fyr­ir­tæki sé í þess­ari stöðu.
Stúlkurnar af Laugalandi segja Ásmund Einar hunsa sig
4
FréttirLaugaland/Varpholt

Stúlk­urn­ar af Laugalandi segja Ásmund Ein­ar hunsa sig

Kon­ur sem lýst hafa því að hafa ver­ið beitt­ar of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi hafa ekki feng­ið svar við tölvu­pósti sem var send­ur Ásmundi Ein­ari Daða­syni fé­lags­mála­ráð­herra fyr­ir átján dög­um síð­an „Það átti greini­lega aldrei að fara fram nein al­vöru rann­sókn,“ seg­ir Gígja Skúla­dótt­ir.
120 þúsund fórust við skurðgröft fyrir 2.500 árum — eða hvað?
5
Flækjusagan

120 þús­und fór­ust við skurð­gröft fyr­ir 2.500 ár­um — eða hvað?

Súez-skurð­ur­inn var í sviðs­ljós­inu eft­ir að risa­skip­ið Ever Gi­ven strand­aði þar. Þessi merki­legi skurð­ur var tek­inn í notk­un 1869 en í mörg þús­und ár höfðu menn leit­ast við að tengja Mið­jarð­ar­haf og Rauða­haf­ið með því að grafa skurð með handafli frá Nílarfljóti um Bitru­vötn og svo til sjáv­ar við Súez-flóa.
Trump skiltið í Mörkinni vísar nú á Kommúnistaávarpið
6
Fréttir

Trump skilt­ið í Mörk­inni vís­ar nú á Komm­ún­ista­ávarp­ið

Frægt skilti at­hafna­manns­ins Við­ars Guðjohnsen sem hvatti veg­far­end­ur til að lesa Morg­un­blað­ið aug­lýs­ir nú leigu­íbúð­ir með mis­vís­andi heima­síðu.
Stefán Ingvar Vigfússon
7
Pistill

Stefán Ingvar Vigfússon

Kapí­tal­ismi fyr­ir kvíða­sjúk­linga

Stefán Ingvar Vig­fús­son, grín­isti og sviðs­höf­und­ur, kynn­ir fimmtán lauflétt skref til þess að tak­ast á við kapí­tal­isma sem kvíða­sjúk­ling­ur

Mest lesið í mánuðinum

Svona var ástandið við eldgosið
1
VettvangurEldgos við Fagradalsfjall

Svona var ástand­ið við eld­gos­ið

Fólk streymdi upp stik­aða stíg­inn að eld­gos­inu í gær eins og kvika upp gos­rás. Ástand­ið minnti meira á úti­há­tíð en nátt­úru­ham­far­ir.
Rannsókn lögreglu beinist að tvíburabræðrum
2
FréttirPeningaþvætti á Íslandi

Rann­sókn lög­reglu bein­ist að tví­bura­bræðr­um

Tví­bura­bræð­ur voru hand­tekn­ir í tengsl­um við um­fangs­mikla rann­sókn lög­reglu, vegna gruns um að­ild að um­fangs­miklu fíkni­efna­máli og pen­inga­þvætti. Hér er fé­laga­rekst­ur þeirra bræðra kort­lagð­ur.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
3
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Þú ert dauð­ur – gæsk­ur

Hvernig RÚV hef­ur brugð­ist hlut­verki sínu.
SMS Róberts til fyrrverandi samstarfsmanna sinna: „Þú ert dauður ég lofa“
4
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

SMS Ró­berts til fyrr­ver­andi sam­starfs­manna sinna: „Þú ert dauð­ur ég lofa“

Ró­bert Wessman, for­stjóri Al­vo­gen, sendi rúm­lega 30 hat­urs­full og ógn­andi SMS-skila­boð til fyrr­ver­andi sam­starfs­manna sinna há Acta­vis. Ástæð­an var að ann­ar þeirra hafði bor­ið vitni í skaða­bóta­máli Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar gegn hon­um ár­ið 2016. Al­vo­gen lét skoða mál­ið en seg­ir eng­in gögn hafa bent til þess að „eitt­hvað væri at­huga­vert við stjórn­un­ar­hætti Ró­berts.“ Stund­in birt­ir gögn­in.
Geldingagígur ekki lengur ræfill og kominn með félaga
5
MyndirEldgos við Fagradalsfjall

Geld­ingagíg­ur ekki leng­ur ræf­ill og kom­inn með fé­laga

Gos­ið í Geld­inga­döl­um gæti ver­ið kom­ið til að vera til lengri tíma. Efna­sam­setn­ing bend­ir til þess að það komi úr möttli jarð­ar og lík­ist frem­ur dyngjugosi held­ur en öðr­um eld­gos­um á sögu­leg­um tíma.
Svona er peningaþvætti stundað á Íslandi
6
ÚttektPeningaþvætti á Íslandi

Svona er pen­inga­þvætti stund­að á Ís­landi

„Það er eins og skatt­ur­inn sé ekk­ert að pæla í þessu,“ seg­ir við­mæl­andi Stund­ar­inn­ar, sem hef­ur stund­að pen­inga­þvætti. Áhætta vegna pen­inga­þvætt­is er helst tengd lög­mönn­um, end­ur­skoð­end­um, fast­eigna­söl­um og bíla­söl­um. Sára­fá­ar ábend­ing­ar ber­ast um grun um pen­inga­þvætti frá þess­um stétt­um, þrátt fyr­ir til­kynn­inga­skyldu.
Útfararstjóri Íslands: Siggi hakkari játar að hafa svikið tugi milljóna króna úr íslenskum fyrirtækjum
7
Rannsókn

Út­far­ar­stjóri Ís­lands: Siggi hakk­ari ját­ar að hafa svik­ið tugi millj­óna króna úr ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um

Sig­urð­ur Þórð­ar­son, eða Siggi hakk­ari eins og hann er kall­að­ur, hef­ur und­an­far­in ár náð að svíkja út tugi millj­óna úr ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um. Sig­urð­ur er skráð­ur fyr­ir fjöld­ann af hluta­fé­lög­um og fé­laga­sam­tök­um sem hann not­ast við. Í við­tali við Stund­ina ját­ar hann svik og skjalafals­an­ir.

Nýtt á Stundinni

Hamingjan er ferðalag
ViðtalHamingjan

Ham­ingj­an er ferða­lag

Hvað er ham­ingj­an fyr­ir þér?
Fasteignaviðskiptin hringdu engum viðvörunarbjöllum
Fréttir

Fast­eigna­við­skipt­in hringdu eng­um við­vör­un­ar­bjöll­um

Dæmi eru um að fast­eigna­sal­ar til­kynni kaup­end­ur eða selj­end­ur fast­eigna til lög­reglu vegna tengsla við fíkni­efna­sölu. Fast­eigna­við­skipti Ant­ons Krist­ins Þórð­ar­son­ar, sem hef­ur ver­ið til op­in­berr­ar um­ræðu vegna tengsla við brot­a­starf­semi, hringdu hins veg­ar eng­um við­vör­un­ar­bjöll­um hjá fast­eigna­söl­unni Miklu­borg.
Þunglyndið rænir draumunum en maníu fylgir stjórnleysi
Viðtal

Þung­lynd­ið ræn­ir draum­un­um en man­íu fylg­ir stjórn­leysi

Ey­dís Víg­lunds­dótt­ir greind­ist með fé­lags­fælni, átrösk­un og ADHD, sem kom síð­ar í ljós að var í raun geð­hvarfa­sýki. Hún rokk­ar á milli man­íu og þung­lynd­is, var í þung­lyndi þeg­ar við­tal­ið var tek­ið og sagð­ist þá alltaf vera að týna sér meira og meira. Ef hún hefði ver­ið í man­íu þá hefði henni hún fund­ist eiga heim­inn.
357. spurningaþraut: Hvar fór fram þessi einkennilega útför?
Þrautir10 af öllu tagi

357. spurn­inga­þraut: Hvar fór fram þessi ein­kenni­lega út­för?

Hlekk­ur á þraut gær­dagz­ins. * Fyrri auka­spurn­ing: Í hvaða kvik­mynd kem­ur við sögu sú ein­kenni­lega út­för sem sést á skjá­skot­inu hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   St. Pét­urs­borg stend­ur í óshólm­um fljóts nokk­urs. Hvað heit­ir það fljót? 2.   Hver stofn­aði borg­ina? 3.   Skipt var um nafn á borg­inni þann 1. sept­em­ber 1914. Hvað var hið nýja nafn henn­ar? 4.   „Shahadah“...
Myndlist tileinkuð Kópavogi og blokkinni sem var heilt þorp
Menning

Mynd­list til­eink­uð Kópa­vogi og blokk­inni sem var heilt þorp

Fjór­ir mynd­list­ar­menn eiga verk á sýn­ing­unni Skýja­borg í Gerð­arsafni en það eru þau Eirún Sig­urð­ar­dótt­ir, Berg­lind Jóna Hlyns­dótt­ir, Bjarki Braga­son og Unn­ar Örn Auð­ar­son. Verk Eirún­ar tengj­ast þeim ár­um sem hún bjó í fjöl­býl­is­hús­inu við Engi­hjálla 3.
Sjokk að flytja til Reykjavíkur
Fólkið í borginni

Sjokk að flytja til Reykja­vík­ur

Amna Hasecic flutti frá Bosn­íu til Hafn­ar í Horna­firði þeg­ar hún var fimm ára. Tví­tug flutti hún svo til Reykja­vík­ur. Í borg­inni full­orðn­að­ist hún og mynd­aði öfl­ugt tengslanet sem hún seg­ir ómet­an­legt.
Covid-19 talið vera ógn varðandi peningaþvætti
FréttirPeningaþvætti á Íslandi

Covid-19 tal­ið vera ógn varð­andi pen­inga­þvætti

Sam­kvæmt nýju áhættumati rík­is­lög­reglu­stjóra á vörn­um gegn pen­inga­þvætti, eru þær breyttu efna­hags­legu að­stæð­ur sem mynd­ast hafa vegna Covid-19, tald­ar geta ógn­að vörn­um gegn pen­inga­þvætti.
356. spurningaþraut: Hvað hét Svíinn, hverja studdi Byron, og svo framvegis
Þrautir10 af öllu tagi

356. spurn­inga­þraut: Hvað hét Sví­inn, hverja studdi Byron, og svo fram­veg­is

Hérna er sko þraut­in síð­an í gær. * Auka­spurn­ing­ar eru tvær, og sú fyrri á við mynd­ina hér að of­an. Úr hvaða kvik­mynd er skjá­skot þetta? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað hét grín­flokk­ur­inn sem þeir til­heyrðu Gra­ham Chapman, John Cleese, Eric Idle, Terry Jo­nes og Michael Pal­in? 2.   Í upp­taln­ing­una hér að of­an vant­ar raun­ar einn með­lim hóps­ins. Hver er sá?...
Hettu- og hanskaveður í miðbænum
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Hettu- og hanska­veð­ur í mið­bæn­um

Zi­va (mynd) sem ég mætti af til­vilj­un á Lauga­veg­in­um, á leið­inni í vinn­una. Hún kem­ur frá Tékklandi (Czechia) og hef­ur bú­ið hér og starf­að í tvö ár sem húð­flúr­ari. „Líf­ið hér er að kom­ast í eðli­legt horf... svona næst­um því, sem er frá­bært". Já eins og veðr­ið í morg­un. Ekta apríl: sól, rok og rign­ing allt á sömu mín­út­unni.
Yfirheyrslur,  misminni og samsæriskenningar. Síðari hluti.  Um samsæris-þjóðsögur í G&G málinu.
Blogg

Stefán Snævarr

Yf­ir­heyrsl­ur, misminni og sam­særis­kenn­ing­ar. Síð­ari hluti. Um sam­sær­is-þjóð­sög­ur í G&G; mál­inu.

Hefj­um leik­inn á því að ræða ad hom­inem rök og al­mennt um sam­særis­kenn­ing­ar. Ad hom­inem rök eru „rök“ sem bein­ast að þeim sem set­ur fram stað­hæf­ingu, ekki stað­hæf­ing­unni sjálfri. Kalla má slíkt „högg und­ir belt­is­stað“. Hvað sam­særis­kenn­ing­ar varð­ar þá eru þær al­þekkt­ar  enda er Net­ið belg­fullt af meira eða minna órök­studd­um sam­særis­kenn­ing­um. Spurn­ing um hvort sam­særi eigi sér stað er...
Yfirheyrslur,  misminni og samsæriskenningar. Fyrri hluti. Um norræn sakamál, mest G&G málið.
Blogg

Stefán Snævarr

Yf­ir­heyrsl­ur, misminni og sam­særis­kenn­ing­ar. Fyrri hluti. Um nor­ræn saka­mál, mest G&G; mál­ið.

Í fyrra vor  end­urlas ég Glæp og refs­ingu, hina miklu skáld­sögu Fjodors Dostoj­evskí. Hún fjall­ar um Rodi­on Raskolni­kov  sem framdi morð af því hann taldi að land­hreins­un hefði ver­ið að hinni  myrtu. Hann væri sér­stök teg­und manna sem væri haf­inn yf­ir lög­in. En Niku­læ nokk­ur ját­ar á sig morð­ið þótt hann hafi ver­ið sak­laus og virt­ist trúa eig­in sekt. Á...
Mikil ánægja með lög um skipta búsetu barna
Fréttir

Mik­il ánægja með lög um skipta bú­setu barna

Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra er hrós­að í há­stert á sam­fé­lags­miðl­um eft­ir að frum­varp henn­ar sem heim­il­ar skrán­ingu barna á tvö heim­ili var sam­þykkt í gær.