Þessi grein er rúmlega 12 mánaða gömul.

Saga höfuðpaursins í Samherjamálinu: Einn ríkasti maður Namibíu sem talinn var eiga tæpa 9 milljarða

James Hatuikulipi, sak­born­ing­ur í Sam­herja­mál­inu í Namib­íu, er sagð­ur vera helsti arki­tekt við­skipt­anna við ís­lenska út­gerð­ar­fé­lag­ið. Hann hef­ur sank­að að sér eign­um upp á 9 millj­arða króna á liðn­um ára­tug­um og er Sam­herja­mál­ið bara eitt af spill­ing­ar­mál­un­um sem namib­íska blað­ið The Nami­bi­an seg­ir að hann hafi auðg­ast á.

Saga höfuðpaursins í Samherjamálinu: Einn ríkasti  maður Namibíu sem talinn var eiga tæpa 9 milljarða
Í vélsleðaferð í Eyjafirði James Hatuikulipi sést hér í miðjunni á milli Sacky Shangala og Tamson Hatuikulipi í einni af heimsóknum sínum til Íslands á þeim árum sem þeir voru handgengnir útgerðinni. Samherji bauð þeim í vélsleðaferð í Eyjafirði.

James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibíska ríkisfyrirtæisins Fishcor og höfupaurinn í Samherjamálinu í Namibíu, var einn ríkasti maður landsins þegar greint var frá málinu í nóvember í fyrra og hann var hnepptur í gæsluvarðhald. Hautikulipi var talinn eiga eignir upp á milljarð Namibíudollara, eða tæplega 9 milljarða íslenskra króna. 

Þessar eignir er Hatuikulipi sagður hafa sankað að sér í gegnum árin vegna „tengsla sinna við pólitískt vald“ í Namibíu þar sem hann hafi komið á samstarfsverkefnum á milli fyrirtækja sinna og annarra fyrirtækja, sem jafnvel voru í ríkiseigu, þar sem markmiðið var að hann myndi græða sjálfur. Spillingin og aðstöðubraskið sem Hatuikulipi er grunaður um er víðtækara en svo að það snúist bara um Samherjamálið og greiðslur frá íslenska útgerðarfélaginu.

Frá þessu er greint í fréttaskýringarmyndbandi namibíska blaðsins The Namibian sem ber yfirskriftina „Fishrot mastermind: The rise and fall of James Hatuikulipi“ og í grein með sama heiti. 

Réttarhöldin hefjast í aprílRáttarhöldin yfir James, sem sést hér fyrir miðjun með hvíta COVID-grímu, og félögum hans hefjast í apríl 2021.

Sá eini sem tengdist öllum

James Hatuikulipi er einn af lykilmönnunum í rannsókn Samherjamálsins sem nú stendur yfir í Namibíu og einnig á Íslandi. Rannsóknin á Íslandi er skemmra á veg komin en í Namibíu og hún beinist að starfsmönnum Samherja en ekki að Namibíumönnunum.

Samkvæmt Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstrara í Samherjamálinu, var James lykilmaður í því að skipuleggja hvernig stór hluti mútugreiðslnanna frá Samherja, sem nú eru til rannsóknar, áttu að renna til félags í Dubaí sem hann var skráður fyrir, Tundavala Invest. Þetta Dubaífélag tók við greiðslunum frá Samherja í þeim hluta málsins sem kallast Namgomar þar sem ætluð misnotkun á milliríkjasamningi Namibíu við Angóla, til að tryggja Samherja kvóta, er til rannsóknar.

Í grein The Namibian er það haft ónafngreindum heimildarmanni að James Hatuikulipi sé sá eini af sakborningunum í málinu sem tengist öllum hinum sem skipta máli í þessari sögu. „Hann er sá eini í þessu máli sem tengist öllum hinum sögupersónunum í því.“

James er líka lykilmaður í þeim hluta rannsóknar Samherjamálsins sem snýst um kvótaúthlutanir frá ríkifyrirtækinu Fishcor, sem sér um kvótaúthlutanir fyrir hið opinbera í Namibíu, þar sem hann var stjórnarformaður þess félags. James er einnig talinn hafa misnotað aðstöðu sína þar til að tryggja Samherja kvóta gegn mútugreiðslum.

James er því bæði lykilmaður í þeim hluta rannsóknarinnar sem snýst um Namgomar-kvótann sem Samherji fékk og í þeim hluta sem snýst um Fishcor. 

Myndin sem The Namibian dregur upp af James er því sá að hann hafi verið aðalmaðurinn í ráðabrugginu sem er til rannsóknar: Miðpunktur málsins; sá sem allir þræðirnir í því liggja til og frá.

„Heimur hans féll saman þann 27. nóvember í fyrra. þegar hann var handtekinn fyrir meinta spillingu, fjársvik og peningaþvætti.“

Launin bara hluti af ætluðum eignum

Í myndbandinu, sem er rúmlega 13 mínútna langt, er teiknuð upp örmynd af lífshlaupi James Hatukulipi og sagt að fall hans hafi verið hátt.

The Namibian segir að James hafi verið með 30 milljónir namibíudollara, eða rúmlega 255 milljónir íslenskra króna, í árslaun en eitt af því sem hann gerði var að stýra fjárfestingarfélaginu Investec. Þessi laun sem James fékk með vinnu sinni voru hins vegar aðeins hluti af eignasafni hans miðað við  það sem The Namibian segir: „Heimur hans féll saman þann 27. nóvember í fyrra. þegar hann var handtekinn fyrir meinta spillingu, fjársvik og peningaþvætti," segir í blaðinu.

Hatuikulipi hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan þá og hefur ríkissaksóknari Namibíu tekið ákvörðun um að ákæra hann og viðskiptafélaga hans fyrir mútuþægni og fleiri brot í Samherjamálinu. Réttarhöldin gegn þeim hefjast í apríl á næsta ári.

Eins og greint var frá í umfjöllunum Kveiks, Stundarinnar, Al Jazeera og Wikileaks í nóvember í fyrra liggja fyrir heimildir sem sýna að félagið Tundavala Invest í Dubaí, sem kalla má aðalfélag Namibíumannanna í þeim hluta Samherjamálsins sem kenndur er við Namgomar-viðskiptin, greiddi út tæplega 2,3 milljónir dollara, um 300 milljónir íslenskra króna, af bankareikningi sínum í Masreq-bankanum þar í landi inn á persónulegan bankareikning James Hatuikulipi í Dubaí. James tók þessa peninga svo út af bankareikningi sínum í fjórum millifærslum.

Þetta voru peningar sem bárust til Tundavala frá Samherja frá því í janúar 2016 og þar til í febrúar 2019. Ekki liggja fyrir heimildir um hvað varð um peningana, tæplega 2 milljónir dollara,  sem bárust til Tundavala frá félögum Samherja á Kýpur frá því í september 2014 og þar til í ársbyrjun 2016.

Undirskilið í umfjöllun The Namibian er að slíkar greiðslur, meðal annars frá Samherja, hafi átt stóran þátt í því að byggja upp auð James Hatuikulipi og gera hann að einum ríkasta manni Namibíu. 

Í greininni segir að stór hluti eigna James í Namibíu hafi verið haldlagður í kjölfar Samherjamálsins.

Byggði íbúðir í MadrídJames er sagður hafa byggt íbúðir í Madríd á Spáni fyrir 12,5 milljarða króna. Myndin sýnir La Puerta del Sol í spænsku höfuðborginni.

Gortaði sig af 12,5 milljarða íbúðum í Madríd

Í myndbandi The Namibian kemur fram að James Hatuikulipi hafi í fyrra, áður en hann var handtekinn eftir umfjöllun fjölmiðla um Samherjamálið, gortað sig af því að hann stæði fyrir byggingu íbúða í Madríd á Spáni fyrir 80 milljónir evra eða tæplega 12,5 milljarða íslenskra króna. Miðað við umfjöllun The Namibian voru íbúðirnar sem James sagðist vera að byggja voru í úthverfi sem „margir fótboltamenn búa í“. Ekki er tekið fram hvaða hverfi um ræðir í Madríd. 

Ef þetta er satt hefur James fjárfest að hluta fyrir þá peninga sem hann hefur eignast í slíkum viðskiptum fyrir utan Namibíu

Sagður hafa sótt jakkaföt forsetansÍ greininni kemur fram að James hafi flutt sérsaumuð jakkaföt Hage Geingob frá London til Namibíu þegar forsetinn gifti sig árið 2015. Þetta er nefnt til sýna tengsl James við Swapo-flokkinn.

Djúp tengsl við Swapo-flokkinn

James Hatuikulipi er 45 ára gamall, fæddur árið 1975, og var faðir hans, Tauno Hatuikulipi, þátttakandi í frelsisbaráttu Namibíu í gegnum frelsishreyfinguna Swapo. Faðir James lést hins vegar með „dularfullum hætti“ þegar James var einungis sex mánaða gamall samkvæmt The Namibian. 

Þessi frelsishreyfing varð síðar að ráðandi stjórnmálaflokknum í landinu eftir að landið fékk loks sjálfstæði frá Suður-Afríku árið 1990. Swapo-flokkurinn er því sambærilegur flokkur og ANC, flokkur Nelson Mandela, í Suður-Afríku. Frá því landið fékk sjálfstæði hefur Swapo alltaf fengið meirihluta í kosningum í landinu.

Samkvæmt umfjöllun The Namibian byrjaði James að rækta tengsl sín við Swapo-flokkinn fyrir um 20 árum. Frændi hans, Tamson Hatuikulipi, var sá maður sem fyrst um sinn stuðlaði að því að Samherji gat komist í þá stöðu að fá kvóta með þeim hætti sem nú er til rannsóknar í Namibíu og á Íslandi. Tamson giftist dóttur Bernhard Esau sjávarútvegsráðherra og byggði valdastaða hans í Namibíu á þeim tengslum. James kom því að Samherjamálinu í gegnum Tamson annars vegar og svo Esau hins vegar vegna þess að pólitísk áhrif Tamson byggðu alfarið á tengslunum við sjávarútvegsráðherrann. 

James er sagður hafa haft það sem ákveðið lokamarkmið með gjörðum sínum að eignast sína eigin einkaþotu með tíð og tíma og að þetta hafi drifið hann áfram í sókn sinni eftir völdum og þeim auði sem með þeim fylgdi í ljósi aðstöðubrasks James. Þessi völd og þessi auðlegð byggja á tengslum James við Swapo-flokkinn sem hann hefur ræktað í gegnum árin, samkvæmt namibíska blaðinu.

Bara hluti sögunnarSá hluti spillingarsögu James Hatuikulipi sem The Namibian teiknar upp snýst bara að hluta um Samherjamálið og greiðslur frá útgerðinni. James sést hér í eiturgrænum jakka við hlið Þorsteins Más Baldvinssonar í Hafnarfjarðarhöfn í einni Íslandsheimsókninni.

Snýst um meira en Samherjamálið

Samherjamálið og greiðslur Samherja til James og félaga hans er hins vegar eingöngu hluti af þeirri spillingarsögu James sem The Namibian teiknar upp. Aðrir hlutar þessarar sögu hafa ekki beint með Ísland eða Samherja að gera þó þeir hafi það óbeint í ljósi þess að það var Samherjamálið sem felldi James Hatuikulipi, svo vísað sé í túlkun The Namibian. 

Orðrétt segir í grein The Namibian að auk tengsla sinna við sjávarútveginn í Namibíu liggi viðskiptahagsmunir James á ýmsum öðrum sviðum: „Hagsmunir Hatuikulipi liggja í byggingu járnbrauta, fasteignum, veisluþjónustubransanum og í fjármálageiranum. Við fyrstu sýn virðast fyrirtæki hans vera rekin með eðlilegum hætti, með skrifstofum, starfsfólki og fjölþættri starfsemi út um allt land. En, við nánari skoðun, kemur í ljós að viðskiptaveldi James var fyrst og fremst byggt á því að hann notaðist við tengsl sín við pólitísk völd.“

The Namibian nefnir tvö dæmi um þetta. Annað dæmið snýst fyrirtæki sem Hatuikulipi stýrði sem fékk úthlutað verki  frá namibíska ríkinu  upp á 120 milljón Namibíudollara árið 2004. Hins vegar fékk annað fyrirtæki hans 150 milljón Namibíudollara verki árið 2011 en það snerist um að gera við gamla járnbrautarteina.

Sú rannsókn á James Hatuikulipi sem nú stendur yfir fyrir að hafa tekið við mútugreiðslum frá Samherja virðist því bara vera toppurinn á ísjakanum og hluti af miklu lengri og stærri spillingarsögu.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lykillinn að langlífi er að koma í ljós
1
Úttekt

Lyk­ill­inn að lang­lífi er að koma í ljós

Það sem vís­inda­rann­sókn­ir sýna að skipti mestu fyr­ir lang­lífi gæti kom­ið á óvart. Margt er á okk­ar for­ræði, en sam­fé­lag­ið í heild get­ur líka skipt máli. Ólaf­ur Helgi Samú­els­son öldrun­ar­lækn­ir seg­ir að hvað áhrifa­rík­asta að­gerð sam­fé­lags­ins í heild til að auka heil­brigði á eldri ár­um, og þar með lang­lífi, sé að draga úr fá­tækt.
Fólk veikist af nálgun okkar gagnvart offitu
2
Fréttir

Fólk veikist af nálg­un okk­ar gagn­vart offitu

Sjúk­dóm­svæð­ing á út­liti fólks get­ur vald­ið heilsu­fars­leg­um skaða sem hef­ur meiri áhrif en lík­ams­þyngd. Tara Mar­grét Vil­hjálms­dótt­ir seg­ir að BMI-stuð­ull­inn valdi tjóni.
Frumkvöðull í endurnýtingu heldur ótrauður áfram í jaðarsamfélaginu við Reykjavík
3
Fréttir

Frum­kvöð­ull í end­ur­nýt­ingu held­ur ótrauð­ur áfram í jað­ar­sam­fé­lag­inu við Reykja­vík

Í meira en hálfa öld hef­ur Valdi safn­að fölln­um hjól­kopp­um, gert við þá og sellt þá til end­ur­nýt­ing­ar. Hann held­ur ótrauð­ur áfram, þrátt fyr­ir kreppu í brans­an­um og þótt hann hafi ekki feng­ið neina Covid-styrki. Valdi og bróð­ir hans lýsa líf­inu í „jað­ar­sam­fé­lag­inu“ við mörk Reykja­vík­ur, sem nú er að ganga í end­ur­nýj­un lífdaga.
Þorvaldur Gylfason
4
PistillEndurtalning í Norðvesturkjördæmi

Þorvaldur Gylfason

Þing­menn sem brjóta lög

Saga helm­inga­skipta­flokk­anna og föru­nauta þeirra er löðr­andi í lög­brot­um langt aft­ur í tím­ann. Ef menn kom­ast upp með slíkt fram­ferði ára­tug fram af ára­tug án þess að telja sig þurfa að ótt­ast af­leið­ing­ar gerða sinna og brota­vilj­inn geng­ur í arf inn­an flokk­anna kyn­slóð fram af kyn­slóð, hvers vegna skyldu þeir þá ekki einnig hafa rangt við í kosn­ing­um, spyr Þor­vald­ur Gylfa­son.
Flögrar á milli Reykjavíkur og Aþenu
5
ViðtalHús & Hillbilly

Flögr­ar á milli Reykja­vík­ur og Aþenu

Rakel McMa­hon rann­sak­ar til­finn­ing­una um öf­ugugga í al­menn­ings­rým­um ásamt Evu Ís­leifs.
„Það er ekkert kúl að vera rithöfundur“
6
Viðtal

„Það er ekk­ert kúl að vera rit­höf­und­ur“

Rit­höf­und­arn­ir Júlía Mar­grét Ein­ars­dótt­ir, Kamilla Ein­ars­dótt­ir og Ein­ar Kára­son eru sam­mála þeg­ar kem­ur að stóru mál­un­um, treysta hvert öðru full­kom­lega og segja sög­ur við öll til­efni. Þau eru öll með nýja skáld­sögu um jól­in.
Landspítalinn svaraði ekki ályktun um kynferðislega áreitni
7
Fréttir

Land­spít­al­inn svar­aði ekki álykt­un um kyn­ferð­is­lega áreitni

Í vor sendu tvö fag­fé­lög lækna, Fé­lag al­mennra lækna og Fé­lag sjúkra­hús­lækna, frá sér álykt­un sem hvatti stjórn­end­ur spít­al­ans til þess að end­ur­skoða verklag sitt er varð­ar kyn­ferð­is­lega áreitni, kyn­bund­ið áreiti og of­beldi á Land­spít­al­an­um. Hvor­ugt fé­lag­ið fékk svar við álykt­un­inni.

Mest deilt

Sagan af Litlu ljót
1
Viðtal

Sag­an af Litlu ljót

Berg­þóra Ein­ars­dótt­ir var köll­uð Litla ljót af Megasi. Henni brá því í brún þeg­ar hún frétti af því að til væri texti eft­ir hann sem ber sama nafn og sá að hann inni­hélt mikla sam­svör­un við at­vik sem hún hafði til­kynnt til lög­reglu ári áð­ur. Fyr­ir sér sé al­veg skýrt að Megas hafi brot­ið á henni í slag­togi við ann­an mann og þeir hafi síð­an fjall­að um at­burð­inn í þessu lagi.
Hjálmar flytja lag við ástarljóð Kára til Valgerðar
2
Fréttir

Hjálm­ar flytja lag við ástar­ljóð Kára til Val­gerð­ar

Kári Stef­áns­son samdi eig­in­konu sinni, Val­gerði Ólafs­dótt­ur, ljóð á sjö­tugsaf­mæl­inu 4. októ­ber síð­ast­lið­inn. Mán­uði síð­ar lést hún. Hljóm­sveit­in Hjálm­ar flyt­ur lag við ljóð Kára til Val­gerð­ar.
Bjarni taldi eðlilegt að vafi um framkvæmd kosninga ylli ógildingu 2011
3
Fréttir

Bjarni taldi eðli­legt að vafi um fram­kvæmd kosn­inga ylli ógild­ingu 2011

Bjarni Bene­dikts­son var harð­orð­ur í um­ræð­um um ógild­ingu kosn­inga til stjórn­laga­þings ár­ið 2011. Með­al ann­ars sagði hann það að „ef menn fá ekki að fylgj­ast með taln­ingu at­kvæða“ ætti það að leiða til ógild­ing­ar. Bjarni greiddi hins veg­ar í gær at­kvæði með því að úr­slit kosn­inga í Norð­vest­ur­kjör­dæmi í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um ættu að standa, þrátt fyr­ir fjöl­marga ann­marka á fram­kvæmd­inni.
Jón Trausti Reynisson
4
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Hvað varð um Vinstri græn?

Hvernig VG sigr­aði stjórn­mál­in en varð síð­an síð­mið­aldra.
Bragi Páll Sigurðarson
5
Pistill

Bragi Páll Sigurðarson

Bestu ár lífs míns

Hvenær er­um við ham­ingju­söm og hvenær ekki? Er hægt að leita ham­ingj­unn­ar eða kem­ur hún til okk­ar? Hversu mik­ið vald höf­um við yf­ir eig­in ör­lög­um? Eig­um við yf­ir höf­uð eitt­hvert til­kall til lífs­gleði?
Forsetinn gagnrýnir þingmenn vegna stjórnarskrárinnar
6
Fréttir

For­set­inn gagn­rýn­ir þing­menn vegna stjórn­ar­skrár­inn­ar

Guðni Th. Jó­hann­es­son for­seti lýsti von­brigð­um með að þing­mönn­um hefði ekki tek­ist að klára breyt­ing­ar á stjórn­ar­skránni. Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra hafði lagt áherslu á sátt á þingi, en ekk­ert varð úr um­bót­um á stjórn­ar­skrá.
Mál Megasar fellt niður án frekari rannsóknar
7
Úttekt

Mál Megas­ar fellt nið­ur án frek­ari rann­sókn­ar

Berg­þóra Ein­ars­dótt­ir til­kynnti meint brot Megas­ar og Gunn­ars Arn­ar til lög­reglu strax ár­ið 2004, en gögn­in fund­ust ekki aft­ur í mála­skrá lög­reglu. Ár­ið 2011 lagði hún fram form­lega kæru en frek­ari rann­sókn fór aldrei fram, þeir voru aldrei kall­að­ir fyr­ir og mál­ið fellt nið­ur þar sem það var tal­ið fyrnt, enda skil­greint sem blygð­un­ar­sem­is­brot. Nið­ur­stað­an var kærð til rík­is­sak­sókn­ara sem taldi mál­ið heyra und­ir nauðg­un­ar­á­kvæð­ið en felldi það einnig nið­ur á grund­velli einn­ar setn­ing­ar.

Mest lesið í vikunni

Hjálmar flytja lag við ástarljóð Kára til Valgerðar
1
Fréttir

Hjálm­ar flytja lag við ástar­ljóð Kára til Val­gerð­ar

Kári Stef­áns­son samdi eig­in­konu sinni, Val­gerði Ólafs­dótt­ur, ljóð á sjö­tugsaf­mæl­inu 4. októ­ber síð­ast­lið­inn. Mán­uði síð­ar lést hún. Hljóm­sveit­in Hjálm­ar flyt­ur lag við ljóð Kára til Val­gerð­ar.
Lykillinn að langlífi er að koma í ljós
2
Úttekt

Lyk­ill­inn að lang­lífi er að koma í ljós

Það sem vís­inda­rann­sókn­ir sýna að skipti mestu fyr­ir lang­lífi gæti kom­ið á óvart. Margt er á okk­ar for­ræði, en sam­fé­lag­ið í heild get­ur líka skipt máli. Ólaf­ur Helgi Samú­els­son öldrun­ar­lækn­ir seg­ir að hvað áhrifa­rík­asta að­gerð sam­fé­lags­ins í heild til að auka heil­brigði á eldri ár­um, og þar með lang­lífi, sé að draga úr fá­tækt.
Mál Megasar fellt niður án frekari rannsóknar
3
Úttekt

Mál Megas­ar fellt nið­ur án frek­ari rann­sókn­ar

Berg­þóra Ein­ars­dótt­ir til­kynnti meint brot Megas­ar og Gunn­ars Arn­ar til lög­reglu strax ár­ið 2004, en gögn­in fund­ust ekki aft­ur í mála­skrá lög­reglu. Ár­ið 2011 lagði hún fram form­lega kæru en frek­ari rann­sókn fór aldrei fram, þeir voru aldrei kall­að­ir fyr­ir og mál­ið fellt nið­ur þar sem það var tal­ið fyrnt, enda skil­greint sem blygð­un­ar­sem­is­brot. Nið­ur­stað­an var kærð til rík­is­sak­sókn­ara sem taldi mál­ið heyra und­ir nauðg­un­ar­á­kvæð­ið en felldi það einnig nið­ur á grund­velli einn­ar setn­ing­ar.
Lögmaður kærður fyrir að misnota aðgang Innheimtustofnunar
4
Fréttir

Lög­mað­ur kærð­ur fyr­ir að mis­nota að­gang Inn­heimtu­stofn­un­ar

Inn­heimtu­stofn­un sveit­ar­fé­laga hef­ur kært lög­fræð­ing fyr­ir að hafa í að minnsta kosti sjö ár not­að að­gang stofn­un­ar­inn­ar að Cred­it­In­fo sem hann er sagð­ur hafa kom­ist yf­ir með ólög­mæt­um hætti. Á tíma­bil­inu á hann að hafa flett upp tug­um kennitalna í kerf­um Cred­it­In­fo og afl­að sér þannig upp­lýs­inga um fjár­hags­leg mál­efni fólks og lög­að­ila.
Bakgrunnur nýs dómsmálaráðherra: Valdefla lögregluna og þrengja rétt til þungunarrofs
5
Greining

Bak­grunn­ur nýs dóms­mála­ráð­herra: Vald­efla lög­regl­una og þrengja rétt til þung­un­ar­rofs

Sjálf­stæð­is­mað­ur­inn Jón Gunn­ars­son hef­ur ver­ið skip­að­ur inn­an­rík­is­ráð­herra í nýrri rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Inn­an þings sem ut­an hef­ur Jón lát­ið sig lög­reglu­mál, sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt kvenna og tálm­un varða, með­al ann­ars.
Þrír í haldi lögreglu eftir aðgerð sérsveitarinnar í Reykjavík í dag
6
Fréttir

Þrír í haldi lög­reglu eft­ir að­gerð sér­sveit­ar­inn­ar í Reykja­vík í dag

Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra var köll­uð að Mána­túni í nótt og að Hverf­is­götu skömmu fyr­ir há­degi. Lög­regla sendi frá sér til­kynn­ingu rétt í þessu þar sem seg­ir að þrír séu í haldi vegna grun­sam­legs hlut­ar sem fannst í ruslagámi í Mána­túni í morg­un.
Lögreglan skoðar hvort það þurfi fleiri skýrslutökur í máli Arons Einars og Eggerts Gunnþórs
7
Fréttir

Lög­regl­an skoð­ar hvort það þurfi fleiri skýrslu­tök­ur í máli Arons Ein­ars og Eggerts Gunn­þórs

Rann­sókn á máli Arons Ein­ars Gunn­ars­son­ar og Eggerts Gunn­þórs Jóns­son­ar, sem voru kærð­ir um að hafa brot­ið á konu í Kaup­manna­höfn fyr­ir 11 ár­um, mið­ar vel að sögn yf­ir­manns kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar. Aron Ein­ar og Eggert Gunn­þór reikna með að mál­ið verði fellt nið­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Sagan af Litlu ljót
1
Viðtal

Sag­an af Litlu ljót

Berg­þóra Ein­ars­dótt­ir var köll­uð Litla ljót af Megasi. Henni brá því í brún þeg­ar hún frétti af því að til væri texti eft­ir hann sem ber sama nafn og sá að hann inni­hélt mikla sam­svör­un við at­vik sem hún hafði til­kynnt til lög­reglu ári áð­ur. Fyr­ir sér sé al­veg skýrt að Megas hafi brot­ið á henni í slag­togi við ann­an mann og þeir hafi síð­an fjall­að um at­burð­inn í þessu lagi.
Lýsir alvarlegum afleiðingum þess að hafa verið áreitt af lækni á Landspítalanum
2
Fréttir

Lýs­ir al­var­leg­um af­leið­ing­um þess að hafa ver­ið áreitt af lækni á Land­spít­al­an­um

Kona sem til­kynnti Björn Loga Þór­ar­ins­son, sér­fræðilækni á Land­spít­al­an­um, form­lega í fe­brú­ar vegna áreitni sem stað­ið hef­ur yf­ir frá því hún var lækna­nemi, seg­ir spít­al­annn hafa brugð­ist sér. Björn var ekki send­ur í leyfi á með­an mál­ið var til með­ferð­ar inn­an spít­al­ans og hon­um var ekki veitt áminn­ing né vik­ið úr starfi eft­ir að spít­al­inn komst að þeirri nið­ur­stöðu að hann hefði kyn­ferð­is­lega áreitt hana. „Það kom fyr­ir að það leið yf­ir mig í vinn­unni og ég grét mik­ið á kvöld­in yf­ir því að þurfa fara í vinn­una dag­inn eft­ir,“ seg­ir hún.
Lífið breyttist á einum degi
3
Fólkið í borginni

Líf­ið breytt­ist á ein­um degi

Una Mar­grét Jóns­dótt­ir dag­skrár­gerð­ar­mað­ur seg­ir líf sitt hafa breyst á ein­um degi ár­ið 1978.
Forstjóri Festar: „Hiti“ á fyrirtækinu vegna máls sem stjórnarformaðurinn er sagður tengjast
4
Fréttir

For­stjóri Fest­ar: „Hiti“ á fyr­ir­tæk­inu vegna máls sem stjórn­ar­formað­ur­inn er sagð­ur tengj­ast

For­stjóri Fest­ar, Eggert Þór Kristó­fers­son, seg­ir að al­menn­ings­hluta­fé­lag­inu hafi borist óform­leg er­indi vegna máls sem stjórn­ar­formað­ur fé­lags­ins, Þórð­ur Már Jó­hann­es­son, hef­ur ver­ið sagð­ur tengj­ast. Eggert vill ekki gefa upp hvort og þá með hvaða hætti um­rætt mál hef­ur ver­ið rætt í stjórn Fest­ar eða milli ein­stakra stjórn­ar­manna.
Jón Karl Stefánsson
5
Aðsent

Jón Karl Stefánsson

Hrun ís­lenska heil­brigðis­kerf­is­ins í töl­um

Það er langt síð­an ís­lenska heil­brigðis­kerf­ið var orð­ið svo veik­burða að það var ekki í stakk bú­ið til að tak­ast á við óvænta við­burði á borð við nátt­úru­ham­far­ir, sjúk­dóms­far­aldra eða al­mennt auk­inn fjölda á veik­ind­um og slys­um, skrif­ar Jón Karl Stef­áns­son.
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
6
FréttirAlþingiskosningar 2021

Inga Sæ­land vill ekki bregð­ast við ásök­un­um á hend­ur fram­bjóð­anda Flokks fólks­ins

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist ekki vilja bregð­ast við tölvu­pósti þar sem fram­bjóð­andi flokks­ins er sak­að­ur um að hafa brot­ið ít­rek­að á kon­um í gegn­um tíð­ina. Hún seg­ist ekki vita um hvað mál­ið snýst og ætli því ekki að að­haf­ast. Hún seg­ist þó hafa feng­ið ábend­ingu um sama mál nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar. Mis­mun­andi er eft­ir flokk­um hvaða leið­ir eru í boði til þess að koma á fram­færi ábend­ingu eða kvört­un um með­limi flokks­ins. Flokk­ur fólks­ins er til að mynda ekki með slík­ar boð­leið­ir.
Annað mál tengt Helga var til umfjöllunar innan Ferðafélags Íslands
7
Fréttir

Ann­að mál tengt Helga var til um­fjöll­un­ar inn­an Ferða­fé­lags Ís­lands

For­svars­menn Ferða­fé­lags Ís­lands fengu upp­lýs­ing­ar um mál tengt Helga Jó­hann­es­syni og konu sem í dag er þrí­tug. Fund­að var með kon­unni. Mál­ið snýst með­al ann­ars um meinta kyn­ferð­is­lega áreitni og fór það í ferli inn­an Ferða­fé­lags Ís­lands. Þetta gerð­ist áð­ur en Helgi hætti hjá Lands­virkj­un. For­seti Ferða­fé­lags Ís­lands, Anna Dóra Sæ­þórs­dótt­ir, seg­ir að hún geti ekki tjáð sig um ein­staka mál en að slík mál fari í ferli inn­an fé­lags­ins.

Nýtt á Stundinni

Aldrei fleiri verið einmana
Fréttir

Aldrei fleiri ver­ið einmana

Yf­ir fjórð­ung­ur ungs fólks lýsti því að það fyndi oft eða mjög oft til ein­mana­leika í síð­asta mán­uði. Kon­ur eru mun oft­ar einmana en karl­ar. Ein­mana­leiki jókst ekki hjá öldr­uð­um í heims­far­aldr­in­um, þvert á það sem marg­ir ótt­uð­ust. Sviðs­stjóri hjá land­læknisembætt­inu seg­ir um nýtt heilsu­far­svanda­mál að ræða.
590. spurningaþraut: Nú leikum við bókarheiti
Þrautir10 af öllu tagi

590. spurn­inga­þraut: Nú leik­um við bók­ar­heiti

Hér er spurt um nöfn á ís­lensk­um skáld­sög­um. Alltaf vant­ar eitt­hvað í bók­ar­heit­ið og þið eig­ið að finna út hvað það er. Auka­spurn­ing­arn­ar snú­ast hins veg­ar um er­lend­ar skáld­sög­ur.  Fyrri auka­spurn­ing: Mynd­in hér að of­an er úr kvik­mynda­gerð skáld­sögu sem heit­ir ... hvað? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Ein af Ís­lend­inga­sög­un­um heit­ir Gunn­laugs saga ...? 2.  Ár­ið 2004 kom út skáld­saga Auð­ar...
Landspítalinn svaraði ekki ályktun um kynferðislega áreitni
Fréttir

Land­spít­al­inn svar­aði ekki álykt­un um kyn­ferð­is­lega áreitni

Í vor sendu tvö fag­fé­lög lækna, Fé­lag al­mennra lækna og Fé­lag sjúkra­hús­lækna, frá sér álykt­un sem hvatti stjórn­end­ur spít­al­ans til þess að end­ur­skoða verklag sitt er varð­ar kyn­ferð­is­lega áreitni, kyn­bund­ið áreiti og of­beldi á Land­spít­al­an­um. Hvor­ugt fé­lag­ið fékk svar við álykt­un­inni.
589. spurningaþraut: Hér er spurt um söngvara, peysuföt, Hoyvik og fagran pilt
Þrautir10 af öllu tagi

589. spurn­inga­þraut: Hér er spurt um söngv­ara, peysu­föt, Hoy­vik og fagran pilt

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað er karl­inn hér að of­an að syngja? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Til­tek­in þjóð eða þjóð­ern­is­hóp­ur er sá fjöl­menn­asti í heimi og tel­ur 1,4 millj­arða manna. 92 pró­sent Kín­verja til­heyra þess­ari þjóð. Hvað nefn­ist hún? 2.  Delaware, Ida­ho, Jef­fer­son, Minnesota, Nebraska, Wyom­ing. Fimm af þess­um land­fræði­heit­um merkja ríki í Banda­ríkj­un­um, en eitt ekki. Hvað af þess­um sex er ekki...
Hverjir eru Hvít-Rússar og hvað er Bélarus?
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

Hverj­ir eru Hvít-Rúss­ar og hvað er Bél­ar­us?

Venju­lega ber lít­ið á Bél­ar­us eða Hvíta-Rússlandi. En það hef­ur breyst eft­ir að Al­ex­and­er Lúka­sénka tók að neyta allra bragða til að halda völd­um. Hér seg­ir af sögu þessa lands.
Frumkvöðull í endurnýtingu heldur ótrauður áfram í jaðarsamfélaginu við Reykjavík
Fréttir

Frum­kvöð­ull í end­ur­nýt­ingu held­ur ótrauð­ur áfram í jað­ar­sam­fé­lag­inu við Reykja­vík

Í meira en hálfa öld hef­ur Valdi safn­að fölln­um hjól­kopp­um, gert við þá og sellt þá til end­ur­nýt­ing­ar. Hann held­ur ótrauð­ur áfram, þrátt fyr­ir kreppu í brans­an­um og þótt hann hafi ekki feng­ið neina Covid-styrki. Valdi og bróð­ir hans lýsa líf­inu í „jað­ar­sam­fé­lag­inu“ við mörk Reykja­vík­ur, sem nú er að ganga í end­ur­nýj­un lífdaga.
Epli á Íslandi eru táknmynd heimsendis
Menning

Epli á Ís­landi eru tákn­mynd heimsend­is

Karl Ág­úst Þor­bergs­son lista­mað­ur fjall­ar um tengsl epla og heimsend­is í hug­vekju sinni fyr­ir við­burðaröð­ina Sjálf­bær samruni – sam­tal lista og vís­inda um sjálf­bærni. Hann seg­ir epla­rækt á Ís­landi vera tákn­mynd heimsend­is því ekki væri hægt að rækta epli hér á landi nema vegna ham­fara­hlýn­un­ar.
Utan Metaversins
Stefán Ingvar Vigfússon
Pistill

Stefán Ingvar Vigfússon

Ut­an Meta­vers­ins

Hvers vegna verð­ur rauð­ur lauk­ur sæt­ari en hvít­ur þeg­ar hann er steikt­ur og hvernig leit­ar mað­ur svara án þess að styðj­ast við in­ter­net­ið?
Fólk veikist af nálgun okkar gagnvart offitu
Fréttir

Fólk veikist af nálg­un okk­ar gagn­vart offitu

Sjúk­dóm­svæð­ing á út­liti fólks get­ur vald­ið heilsu­fars­leg­um skaða sem hef­ur meiri áhrif en lík­ams­þyngd. Tara Mar­grét Vil­hjálms­dótt­ir seg­ir að BMI-stuð­ull­inn valdi tjóni.
588. spurningaþraut: Hér eru leidd saman Sigmundur Brestisson og Chrissie Hynde
Þrautir10 af öllu tagi

588. spurn­inga­þraut: Hér eru leidd sam­an Sig­mund­ur Brest­is­son og Chrissie Hynde

Fyrri auka­spurn­ing: Hvar eru þess­ir knáu hesta­menn stadd­ir — ef að lík­um læt­ur? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað heit­ir höf­uð­borg Bél­ar­us? 2.  Hvað nefn­ist stærsti fót­bolta­völl­ur Kaup­manna­hafn­ar, þjóð­ar­leik­vang­ur þeirra Dana? 3.  Augu­sto Pin­ochet var einu sinni æðsti yf­ir­mað­ur hers­ins í hvaða landi? 4.  Ár­ið 1947 var form­lega stofn­að­ur nýr þétt­býl­is­stað­ur á Ís­landi en þá hafði ver­ið að vaxa á til­tekn­um stað...
Flögrar á milli Reykjavíkur og Aþenu
ViðtalHús & Hillbilly

Flögr­ar á milli Reykja­vík­ur og Aþenu

Rakel McMa­hon rann­sak­ar til­finn­ing­una um öf­ugugga í al­menn­ings­rým­um ásamt Evu Ís­leifs.
„Það er ekkert kúl að vera rithöfundur“
Viðtal

„Það er ekk­ert kúl að vera rit­höf­und­ur“

Rit­höf­und­arn­ir Júlía Mar­grét Ein­ars­dótt­ir, Kamilla Ein­ars­dótt­ir og Ein­ar Kára­son eru sam­mála þeg­ar kem­ur að stóru mál­un­um, treysta hvert öðru full­kom­lega og segja sög­ur við öll til­efni. Þau eru öll með nýja skáld­sögu um jól­in.