„Ég á rétt rúmlega árs gamlan strák sem hefur ekki hitt ömmu mína og afa síðan í sumar,“ skrifar Bragi Páll Sigurðarson skáld um sóttvarnabrot fjármálaráðherra.
Á sínum yngri árum var Völundur Þorbjörnsson óstýrilátur og sótti í spennu án þess að vita að hann væri með ADHD. Þörfin fyrir athygli ágerðist eftir móðurmissi, spennan stigmagnaðist og ákærur hrönnuðust inn. Í fangelsi fann hann loks frið og upplifði dvölina ekki sem frelsissviptingu heldur endurræsingu. Í kjölfarið upplifði hann ameríska drauminn í Kanada og styður nú við son í kynleiðréttingarferli.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
21248
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
3
Fréttir
69208
Stjórnmálafólki uppálagt að hafa varann á eftir skotárásir
Skotið var á húsnæði Samfylkingarinnar í nótt. Skotárásirnar eru ekki talin einangruð tilvik þar eð skotið hefur verið á húsnæði fleiri stjórnmálaflokka síðustu mánuði og misseri.
4
ViðtalFangar og ADHD
11237
Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
Talið er að sjö til átta prósent fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Nauðsynlegt er að greina ADHD á fyrstu árum grunnskóla og bjóða upp á viðeigandi meðferð, því ómeðhöndlað getur það haft neikvæð áhrif á einstaklinginn og fólkið í kringum hann. Ef barn með ADHD fær ekki aðstoð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir, sem geta orðið mun alvarlegri en ADHD-einkennin.
5
Fólkið í borginni
3298
Breytingin verður að byrja hjá okkur sjálfum
Jósep Freyr Pétursson sagði skilið við einkabílinn og hjólar allan ársins hring.
6
Fréttir
124
Frávísunarkrafa Jóns Baldvins verður tekin aftur fyrir í héraðsdómi
Landsréttur hefur gert ómerka frávísun héraðdsdóms Reykjavíkur á máli Jóns Baldvins Hannibalssonar sem varðar kynferðislega áreitni. Flytja þarf frávísunarmálið að nýju.
7
Mynd dagsins
17
Hundrað fimmtíu og átta ára
Það var norðanbál við Úlfljótsvatn í morgun, en við þetta 4 km langa vatn stendur kirkja sem kennd er við vatnið. Kirkjan sjálf var byggð úr timbri árið 1863 og síðan var turninum bætt við 98 árum seinna. Hún er ein af rúmlega 360 kirkjum í lýðveldinu - það er semsagt eitt guðshús fyrir hverja þúsund íbúa þessa lands. Vatnið er kennt við Úlfljót, fyrsta lögsögumann Íslendinga, en eftir honum voru einnig fyrstu almennu lög landsins nefnd, Úlfljótslög.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. janúar.
FjármálaráðherraGreint var frá því í dagbók lögreglu eftir þorláksmessu að „hæstvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hefði verið í boði þar sem sóttvarnalög voru brotin, en einn gestanna kallaði lögreglu nasista.Mynd: Pressphotos
Það bar til um þessar mundir að drepsótt hafði herjað á landsbyggðina lungað úr árinu. Landsmönnum öllum var sagt að fórna samverustundum með fjölskyldu sinni til þess að saman gætum við öll lágmarkað skaðann af pestinni, verndað okkar veikustu og varist því að heilbrigðiskerfið færi á kaf.
En í mörg hundruð fermetra einbýlishúsi í Garðabænum bjuggu hjón sem vöknuðu á hverjum morgni og sögðu: „Við ætlum bara að gera það sem er ljótt,“ eins og moldríku jarðálfarnir sem þau eru.
Á Þorláksmessu höfðu hjónin farið niður í bæ, eins og Íslendinga er venja og siður. Á leiðinni heim úr bænum fengju hjónin svo símhringingu. Önnur múruð jarðálfahjón voru á sölusýningu í Ásmundarsal og vildu endilega fá Bjarna og frú í smá innlit. Smáinnlit. Sminnlit. Smilit. Smit.
Stoppum nú í smástund. Öll önnur ár væri þetta fullkomlega eðlilegur viðburður. Bara spilltasti stjórnmálamaður í sögu landsins að fara á listaverkasýningu á Þorlák, þar sem enginn á erindi nema allra ríkustu Íslendingarnir.
Bara fullkomlega eðlilegur Bjarni og frú að kíkja á smá listaverkasölu í mundasal með öðrum silfurskeiðungum, með skýrslurnar sem hann „gleymdi“ í vasanum, aura á leynieyjum, með múruðu frændurna alveg hyglda í döðlur, með kátar Flórída-klappstýrur á samviskunni (djók, haha, engin samviska hér á bæ;) og uppærureista barnariðla röltandi um eða kannski fljúgandi frjálsa eins og fugla því æran hefur verið reist svo mikið upp að þeir geta ekki nálgast hana nema kannski helst í flugvél á leiðinni til Tælands þar sem þeir geta riðlast á fleiri börnum án þess að íslenskur almenningur sé að fetta út í það horaðan fingurinn. Kannski þeir skrifi Bjarna og pabba hans póstkort, með mynd af hvítum ströndum og pálmatrjám, frelsi einstaklingsins fegnir, þakkandi fyrir tækifærið til þess að fá annan séns, því þeir voru jú allir svo geggjaðslega duglegir að sýna iðrun fyrir allt barnaníðið sem þeir gerðu óvart.
En við vorum að tala um listasýningu, og það enga venjulega sýningu, onei og ekki. Sölusýningu í Ásmundarsal - ég skal sko lofa þér því að þangað koma fáir frá Vestfjörðum og Suðurnesjum. Við erum að tala um dökk leðursófasett og grá hár og landslag og portrett í stórum og háglansandi römmum og sérsniðin jakkaföt og stór úr og oddmjóir skór og háfætt vínglös og hávær hvellur hlátur skellandi í vandlega skúlptúruðum tönnum sem frussast út með snittum og kannski örfáum kornum af hvítu. Hvítt og kjólar. Böbblí og millur. Jarðálfar á lúxusjeppum. Enginn á þessari sölusýningu þurfti að standa í röð hjá Mæðrastyrksnefnd eða Fjölskylduhjálp fyrir jólin. Enginn þarna þurfti bara rétt aðeins að kíkja á heimabankann í röðinni í Bónus áður en borgað er bara til þess að vera viss um að fá ekki Hafnað. Þetta er hitt fólkið. Þau sem svífa hér um fyrir ofan okkur hin.
„Þá var salurinn nánast tómur, en á næstu fimmtán mínútum gjörsamlega mokuðust inn í hann broddborgarar“
Allavegana. Inn rölta hjónin úr Garðabæ og hvað blasir við þeim? Ef við tökum orðum Bjarna trúanlegum, þá var salurinn nánast tómur, en á næstu fimmtán mínútum gjörsamlega mokuðust inn í hann broddborgarar svo hratt að fjármálaráðherrann bæði blindaðist og hætti að kunna að telja upp á tíu. Greyið Bjaddni. So erfitt a telja. Allar skýrslurnar, öll hlutabréfin, allar klappstýrurnar, allir barnaníðingarnir, allir frændurnir, allt of mikið af fínu fólki á sölusýningu í Ásmundarsal, hvað eru margar afsagnir í því?
En hvað sagði aðilinn sem hringdi inn og tilkynnti um þessa ólöglegu fjöldasamkomu? Hann sagði Bjarna hafa mætt um tíu mínútum áður en hringt var í lögguna, og að hann var enn í salnum þrátíu mínútum seinna, þegar löggan mætti. Tíu plús þrjátíu er augljóslega fimmtán, það veit hver einasti fjármálaráðherra!
Ha? Ætlar einhver að halda því fram að hæstvirtur Bjeddni Bjen hafi kannski ekki sagt hundraðprósent satt og rétt frá öllum málsatvikum? Hvað næst? Að Kristján Þór sé fullhæfur sjávarútvegsráðherra og að aðstoðarmaður Hönnu Birnu hafi einn og óstuddur staðið að lekamálinu? Plís, takið ofan álpappírshattana, ég nenni ekki að hlusta á svona vitleysu. Nei, nei, ekki um jólin.
Þannig að þjóðin er í tæpt ár búin að einangra sig frá ástvinum, leikskólar, skólar, sjúkrahús, íbúakjarnar, allir hólfaskiptir að gera sitt besta samkvæmt krefjandi tilmælum sóttvarnaryfirvalda. Ferðaþjónustan er rotnandi lík. Allir með sprittaðar hendur og kæfandi andlitsgrímur gnístandi tönnum af kvíða og depurð en Bjarni ákveður að bæta í ammoníaksstemninguna á Þorláksmessu með því að sveifla út sólbrúnum skaufanum og míga framan í þjóðina. Og á meðan gulir taumarnir leka niður bringuna á okkur hvíslar hann í eyra okkar „Ég lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn. Gleðileg jól.“
Covid-viðbúnaðurHjúkrunarfræðingur klæðir sig í varnarklæðnað til að bregðast við Covid-19-smitum.
Mynd: Landspítalinn / Þorkell Þorkelsson
Að sjálfsögðu lítur þú ekki svo á, Bjarni. Þó hann væri gripinn á Austurvelli í Grýlubúning með nokkra hvítvoðunga sjóðandi í stórum pott yfir prímus með hrúgu af mergsognum ungbarnabeinum í poka á bakinu myndi hann líka segja, bara í þetta skiptið með skrækri Grýlurödd: „ég lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn, híhíhí.“
„Hann þekkir varla ömmur sínar og afa.“
Og áður en grátkórinn í stuttbuxunum jarmar að nú séu jól, tími fyrirgefninga og kærleika og að maðurinn eigi fjölskyldu, eins og hún sé eitthvað Amma-ruglast spil sem geri hann ónæman fyrir gagnrýni, þá vil ég bjóða ykkur náðasamlegast að fjarlægja tunguna aðeins af oddmjóu skónum hans og hlusta. Við eigum öll fjölskyldur, sum okkar fjölskyldur sem við höfum meinað okkur um að hitta mánuðum saman. Ég á rétt rúmlega árs gamlan strák sem hefur ekki hitt ömmu mína og afa síðan í sumar, og þar áður ekki í margar vikur. Hann þekkir varla ömmur sínar og afa. Eldri borgarar eru að veslast upp á hjúkrunarheimilum. Framhaldsskólanemar eru að glíma við þunglyndi, kvíða og brottfall úr skóla í sögulegu magni. Fólk er að deyja, meðal annars úr covid, án þess að ættingjar þeirra geti hvatt þau. Við eigum öll fjölskyldur og við höfum öll þurft að færa fórnir. Það minnsta sem við getum farið fram á er að fólkið sem biður okkur að færa fórnirnar drullist til þess að gera það þá líka sjálft og sé ekki á snobbfylleríi með öðrum auðmönnum og reyni svo að ljúga sig út úr því þegar það er gripið glóðvolgt.
En bjuggumst við einhvern tímann við því að þetta væri einhver annar ráðherra en Bjarni? Hver hefur ítrekað sýnt að hann telji sig yfir reglurnar hafinn? Hver hefur alltaf logið sig í gegnum spillingar - og hneykslismál til þess að halda völdum? Hver telur sig svo ómissandi að hann geti alveg ómögulega sagt af sér, þó afrekaskráin sé nánast í raun ekkert nema langur, notaður skeinipappír. Ég skal gefa þér vísbendingu: Hann byrjar á B og endar á jarniben@N1.is.
Ekkert sem kemst upp um hann kemur mér á óvart lengur. Sólin rís og sólin sest. Það kemur flóð og fjara og einhverstaðar þar á milli mun koma upp nýtt hneykslismál sem Bjarni Ben er viðriðinn, viðrinið.
Það sem er líka ósagt er fordæmið sem Bjarni setur með þessari hegðun. Á næstu dögum munu þúsundir einstaklinga taka ákvarðanir um hvort þeir ætli að hitta nákomna utan sinnar jólakúlu. Framkoma Bjarna mun gera það líklegra að þessi einstaklingar ákveði að hittast. Sumir þeirra munu vera með covid. Þeir munu smita. Við sjáum uppskeruna hans Bjarna svo í tölunum eftir um hálfan mánuð. Í stað þess að kalla hana fjórðu bylgjuna, legg ég til að kúrvan sem birtist upp úr áramótum verði nefnd Bjarna bylgjan.
Hann hefur nefnilega lyft algjöru grettistaki í því að færa til línu þess sem getur talist eðlileg hegðun stjórnmálamanns, án þess að þurfa að segja af sér. Þessi áskita hans, eins sögulega heimskuleg og kærulaus hún er, er aðeins dropi í haf spillingar og hneykslismála sem tengjast honum. Þetta er einfaldlega það sem gerist, og mun halda áfram að gerast, þegar greindarskertur og siðblindur maður þarf aldrei að takast á við afleiðingar gjörða sinna. Áfram gakk á teflonpönnunni.
Deila
stundin.is/FDRS
Athugasemdir
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
ViðtalFangar og ADHD
4295
Fann frið í fangelsinu
Á sínum yngri árum var Völundur Þorbjörnsson óstýrilátur og sótti í spennu án þess að vita að hann væri með ADHD. Þörfin fyrir athygli ágerðist eftir móðurmissi, spennan stigmagnaðist og ákærur hrönnuðust inn. Í fangelsi fann hann loks frið og upplifði dvölina ekki sem frelsissviptingu heldur endurræsingu. Í kjölfarið upplifði hann ameríska drauminn í Kanada og styður nú við son í kynleiðréttingarferli.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
21250
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
3
Fréttir
69208
Stjórnmálafólki uppálagt að hafa varann á eftir skotárásir
Skotið var á húsnæði Samfylkingarinnar í nótt. Skotárásirnar eru ekki talin einangruð tilvik þar eð skotið hefur verið á húsnæði fleiri stjórnmálaflokka síðustu mánuði og misseri.
4
ViðtalFangar og ADHD
11237
Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
Talið er að sjö til átta prósent fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Nauðsynlegt er að greina ADHD á fyrstu árum grunnskóla og bjóða upp á viðeigandi meðferð, því ómeðhöndlað getur það haft neikvæð áhrif á einstaklinginn og fólkið í kringum hann. Ef barn með ADHD fær ekki aðstoð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir, sem geta orðið mun alvarlegri en ADHD-einkennin.
5
Fólkið í borginni
3299
Breytingin verður að byrja hjá okkur sjálfum
Jósep Freyr Pétursson sagði skilið við einkabílinn og hjólar allan ársins hring.
6
Fréttir
124
Frávísunarkrafa Jóns Baldvins verður tekin aftur fyrir í héraðsdómi
Landsréttur hefur gert ómerka frávísun héraðdsdóms Reykjavíkur á máli Jóns Baldvins Hannibalssonar sem varðar kynferðislega áreitni. Flytja þarf frávísunarmálið að nýju.
7
Mynd dagsins
17
Hundrað fimmtíu og átta ára
Það var norðanbál við Úlfljótsvatn í morgun, en við þetta 4 km langa vatn stendur kirkja sem kennd er við vatnið. Kirkjan sjálf var byggð úr timbri árið 1863 og síðan var turninum bætt við 98 árum seinna. Hún er ein af rúmlega 360 kirkjum í lýðveldinu - það er semsagt eitt guðshús fyrir hverja þúsund íbúa þessa lands. Vatnið er kennt við Úlfljót, fyrsta lögsögumann Íslendinga, en eftir honum voru einnig fyrstu almennu lög landsins nefnd, Úlfljótslög.
Mest deilt
1
ViðtalFangar og ADHD
28565
Föngum nú boðið upp á geðheilbrigðisþjónustu
Geðheilsuteymi fangelsa er nýlegt teymi á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem býður föngum upp á meðferð við geðheilbrigðisvanda svo sem ADHD. Meðferðin er fjölþætt og er boðið upp á samtalsmeðferðir og lyf ef þarf. „ADHD-lyfin draga náttúrlega úr hvatvísinni sem maður vonar að verði til þess að viðkomandi brjóti ekki af sér aftur eða fari að nota vímuefni aftur,“ segir Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur.
2
ViðtalFangar og ADHD
43453
Meirihluti fanga með ADHD: Rétt meðferð gæti komið í veg fyrir afbrot
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, hefur gagnrýnt það úrræðaleysi sem hefur verið í fangelsum landsins varðandi greiningar á meðferð til dæmis við ADHD þótt skriður sé kominn á málið. Hann segir að breyta þurfi um kerfi í fangelsismálum.
3
ViðtalDauðans óvissa eykst
21250
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
4
ViðtalFangar og ADHD
11237
Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
Talið er að sjö til átta prósent fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Nauðsynlegt er að greina ADHD á fyrstu árum grunnskóla og bjóða upp á viðeigandi meðferð, því ómeðhöndlað getur það haft neikvæð áhrif á einstaklinginn og fólkið í kringum hann. Ef barn með ADHD fær ekki aðstoð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir, sem geta orðið mun alvarlegri en ADHD-einkennin.
5
Fréttir
69208
Stjórnmálafólki uppálagt að hafa varann á eftir skotárásir
Skotið var á húsnæði Samfylkingarinnar í nótt. Skotárásirnar eru ekki talin einangruð tilvik þar eð skotið hefur verið á húsnæði fleiri stjórnmálaflokka síðustu mánuði og misseri.
6
ViðtalFangar og ADHD
8132
Betrun ætti að byggja á vísindalegri þekkingu
Haraldur Erlendsson geðlæknir vann á sínum tíma á Litla-Hrauni og gagnrýnir skort á þjónustu við fanga með ADHD hvað varðar geðþjónustu og lyf sem virka. Fangelsiskerfið eigi að byggja á vísindalegri þekkingu um betrun en ekki refsingu eða hefnd, sem gagnast föngum með ADHD lítið.
7
Þrautir10 af öllu tagi
41100
272. spurningaþraut: Berlín, skrímsli og fjölmennasta orrustan
Síðasta þrautin, hér er hún! * Fyrri aukaspurning, hver er konan á málverki Alexanders Ivanovs hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Á árunum 1977-1979 gaf tónlistarmaður einn út þrjár plötur sem í sameiningu eru gjarnan kallaðar „Berlínar-plöturnar“. Hver var þessi tónlistarmaður? 2. William Frederick Cody hét Bandaríkjamaður nokkur, sem fæddist í Iowa árið 1846 en lést í Denver í Colorado...
Mest lesið í vikunni
1
Myndband
57268
Myndbönd sýna flóðið fossa í Háskóla Íslands
„Sem betur fer urðu engin slys á fólki,“ segir upplýsingafulltrúi Veitna. Yfir tvö þúsund tonn af vatni flæddu um háskólasvæðið eftir að lögn brast. Myndband sýnir vatnsflæðið.
2
FréttirSamherjaskjölin
48408
Namibískur lögmaður segir forsetann aðalmanninn í Samherjamálinu
Namibíski lögmaðurinn Maren de Klerk segir að forseti Namibíu Hage Geingob hafi verið aðalmaðurinn í spillingarmálinu sem kallað er Samherjamálið á íslensku. Ef de Klerk segir rétt frá er málið, sem hófst með því að sagt var frá mútugreiðslum Samherja í landinu, dýpra og stærra en áður hefur verið talið og snýst meðal annars um æðsta ráðamann þjóðarinnar.
3
Pistill
15127
Illugi Jökulsson
Stöðvið prentvélarnar! Nýr blár litur er fundinn!
Liturinn YInMn fékk á síðasta ári opinbert samþykki sem nýr litur, fyrsti ólífræni blái liturinn í meira en 200 ár!
4
FréttirSamherjamálið
8103
Namibíski lögmaðurinn í Samherjamálinu: Tilraun „til að ráða mig af dögum“
Namibíski lögmaðurinn Marén de Klerk býr að sögn yfir upplýsingum sem sýna að forseti Namibíu hafi skipulagt greiðslur frá fyrirtækjum eins og Samherja til Swapo-flokksins til að flokkurinn gæti haldið völdum. Hann segir að líf sitt sé í rúst vegna mistaka og að hann vilji hjálpa til við rannsókn Samherjamálsins.
5
ViðtalFangar og ADHD
4295
Fann frið í fangelsinu
Á sínum yngri árum var Völundur Þorbjörnsson óstýrilátur og sótti í spennu án þess að vita að hann væri með ADHD. Þörfin fyrir athygli ágerðist eftir móðurmissi, spennan stigmagnaðist og ákærur hrönnuðust inn. Í fangelsi fann hann loks frið og upplifði dvölina ekki sem frelsissviptingu heldur endurræsingu. Í kjölfarið upplifði hann ameríska drauminn í Kanada og styður nú við son í kynleiðréttingarferli.
6
Fréttir
52313
Rannsókn á Ásmundarsal líklega send ákærusviði í þessari viku
Rannsókn lögreglu á hugsanlegu broti á sóttvarnarlögum í Ásmundarsal á Þorláksmessu er langt komin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra var meðal gesta í salnum.
7
ViðtalDauðans óvissa eykst
21250
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
Mest lesið í mánuðinum
1
Pistill
4443.206
Bragi Páll Sigurðarson
Bjarnabylgjan
„Ég á rétt rúmlega árs gamlan strák sem hefur ekki hitt ömmu mína og afa síðan í sumar,“ skrifar Bragi Páll Sigurðarson skáld um sóttvarnabrot fjármálaráðherra.
2
Myndband
57268
Myndbönd sýna flóðið fossa í Háskóla Íslands
„Sem betur fer urðu engin slys á fólki,“ segir upplýsingafulltrúi Veitna. Yfir tvö þúsund tonn af vatni flæddu um háskólasvæðið eftir að lögn brast. Myndband sýnir vatnsflæðið.
3
FréttirSamherjaskjölin
169469
Sonur Þorsteins Más kemur fram sem talsmaður Samherja
Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, kemur fram sem talsmaður fyrirtækisins í grein þar sem rætt er um markaðssetningu á íslenskum fiski. Fyrr á árinu, í kjölfar Namibíumáls Samherja, var sagt frá því að Þorsteinn Már hefði selt hlutabréf sín í Samherja til barna sinna.
4
PistillUppgjör 2020
841.507
Hallgrímur Helgason
Veiran vill einkarekstur
„Það þarf að kenna fólki að deyja,“ sagði deyjandi faðir hans, á sama tíma og samfélagið lærði að óttast dauðann meira en áður. Hallgrímur Helgson fjallar um lærdóm ársins og þá von að ríkisvaldið læri að setja heilbrigðiskerfið ofar öllu.
5
Fréttir
7652.900
Þau fá listamannalaun 2021
2.150 mánuðum af listamannalaunum var útlhutað til samtals 453 listamanna í dag.
6
ViðtalDauðans óvissa eykst
51580
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
7
Fréttir
3071.313
Kvarta undan tapi og kaupa 150 milljóna króna aukaíbúð
Björn Leifsson, eigandi World Class, hefur hagnast verulega á rekstri líkamsræktarstöðvanna, en vildi að fjármálaráðherra bætti sér upp tap vegna lokana í Covid-faraldrinum. Um sama leyti keypti eiginkona hans og meðeigandi 150 milljóna króna aukaíbúð í Skuggahverfinu.
Hérna er nú hlekkur á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Hvað heitir loftskipið á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hvað heitir ný bók Einars Kárasonar um og með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni? 2. Hvað hét franska rannsóknarskipið undir stjórn Charcots leiðangursstjóra sem fórst út af Mýrunum árið 1936? 3. Lindsay Vonn settist í helgan stein árið 2019...
Viðtal
117
Hamingjan ekki til sölu á netinu
Yrsa Sigurðardóttir er verkfræðingur og rithöfundur sem hefur sérhæft sig í glæpasögum en finnst fátt mikilvægara en hlátur, að finna það sem er skemmtilegt og fyndið.
Bíó Tvíó#189
2
Fullir vasar
Andrea og Steindór ræða kvikmynd Antons Sigurðssonar frá 2018, Fullir vasar.
ViðtalFangar og ADHD
11239
Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
Talið er að sjö til átta prósent fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Nauðsynlegt er að greina ADHD á fyrstu árum grunnskóla og bjóða upp á viðeigandi meðferð, því ómeðhöndlað getur það haft neikvæð áhrif á einstaklinginn og fólkið í kringum hann. Ef barn með ADHD fær ekki aðstoð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir, sem geta orðið mun alvarlegri en ADHD-einkennin.
ViðtalDauðans óvissa eykst
21252
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
Þrautir10 af öllu tagi
3056
273. spurningaþraut: Eugene Onegin og Onedin-fjölskyldan, það er aldeilis!
Jú, hér er þraut gærdagsins. * Aukaspurning nr. 1: Hvað heitir þetta unga skáld? Annaðhvort skírnarnafn eða ættarnafn dugar. * Aðalspurningar: 1. Einn helsti máttarstólpi íslenska landsliðsins í handbolta allt frá 2005 er Alexander Petersson. Hann flutti til Íslands frá öðru landi rétt fyrir aldamótin 2000 og gerðist síðan íslenskur ríkisborgari. Frá hvaða landi kom Alexander? 2. Einu sinni var...
ViðtalFangar og ADHD
8133
Betrun ætti að byggja á vísindalegri þekkingu
Haraldur Erlendsson geðlæknir vann á sínum tíma á Litla-Hrauni og gagnrýnir skort á þjónustu við fanga með ADHD hvað varðar geðþjónustu og lyf sem virka. Fangelsiskerfið eigi að byggja á vísindalegri þekkingu um betrun en ekki refsingu eða hefnd, sem gagnast föngum með ADHD lítið.
ViðtalFangar og ADHD
30582
Föngum nú boðið upp á geðheilbrigðisþjónustu
Geðheilsuteymi fangelsa er nýlegt teymi á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem býður föngum upp á meðferð við geðheilbrigðisvanda svo sem ADHD. Meðferðin er fjölþætt og er boðið upp á samtalsmeðferðir og lyf ef þarf. „ADHD-lyfin draga náttúrlega úr hvatvísinni sem maður vonar að verði til þess að viðkomandi brjóti ekki af sér aftur eða fari að nota vímuefni aftur,“ segir Arndís Vilhjálmsdóttir geðhjúkrunarfræðingur.
ViðtalFangar og ADHD
43454
Meirihluti fanga með ADHD: Rétt meðferð gæti komið í veg fyrir afbrot
Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, hefur gagnrýnt það úrræðaleysi sem hefur verið í fangelsum landsins varðandi greiningar á meðferð til dæmis við ADHD þótt skriður sé kominn á málið. Hann segir að breyta þurfi um kerfi í fangelsismálum.
ViðtalFangar og ADHD
4295
Fann frið í fangelsinu
Á sínum yngri árum var Völundur Þorbjörnsson óstýrilátur og sótti í spennu án þess að vita að hann væri með ADHD. Þörfin fyrir athygli ágerðist eftir móðurmissi, spennan stigmagnaðist og ákærur hrönnuðust inn. Í fangelsi fann hann loks frið og upplifði dvölina ekki sem frelsissviptingu heldur endurræsingu. Í kjölfarið upplifði hann ameríska drauminn í Kanada og styður nú við son í kynleiðréttingarferli.
Þrautir10 af öllu tagi
41100
272. spurningaþraut: Berlín, skrímsli og fjölmennasta orrustan
Síðasta þrautin, hér er hún! * Fyrri aukaspurning, hver er konan á málverki Alexanders Ivanovs hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Á árunum 1977-1979 gaf tónlistarmaður einn út þrjár plötur sem í sameiningu eru gjarnan kallaðar „Berlínar-plöturnar“. Hver var þessi tónlistarmaður? 2. William Frederick Cody hét Bandaríkjamaður nokkur, sem fæddist í Iowa árið 1846 en lést í Denver í Colorado...
Fréttir
124
Frávísunarkrafa Jóns Baldvins verður tekin aftur fyrir í héraðsdómi
Landsréttur hefur gert ómerka frávísun héraðdsdóms Reykjavíkur á máli Jóns Baldvins Hannibalssonar sem varðar kynferðislega áreitni. Flytja þarf frávísunarmálið að nýju.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir