„Ég á rétt rúmlega árs gamlan strák sem hefur ekki hitt ömmu mína og afa síðan í sumar,“ skrifar Bragi Páll Sigurðarson skáld um sóttvarnabrot fjármálaráðherra.
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
2
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
3
Fréttir
11
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
4
Fréttir
Sorgarsaga Söngva Satans
Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie særðist illa í morðtilræði þegar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dögunum. Svo virðist sem árásarmaðurinn, sem er af líbönskum ættum, hafi ætlað sér að uppfylla trúarlega tilskipun leiðtoga Írans frá 1989 sem sagði Rushdie réttdræpan fyrir guðlast í bók sinni Söngvar Satans. Málið á sér langa og sorglega sögu sem er samofin málfrelsi, trúarofstæki og valdatafli í Mið-Austurlöndum.
5
Pistill
1
Illugi Jökulsson
Sorgleg svör Katrínar við orðum Bjarkar
Blaðamaður The Guardian, Chal Ravens, segir að Björk hafi „nánast hrækt“ í reiði sinni þegar hún lýsti svikum þeim sem henni fannst hún hafa upplilfað af hendi Katrínar Jakobsdóttur.
6
Aðsent
Björn Leví Gunnarsson
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Stjórnmálaflokkar eiga ekki að þurfa fjármagn sem dugar til að keyra gríðarlegar auglýsingaherferðir.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 20. ágúst.
FjármálaráðherraGreint var frá því í dagbók lögreglu eftir þorláksmessu að „hæstvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hefði verið í boði þar sem sóttvarnalög voru brotin, en einn gestanna kallaði lögreglu nasista.Mynd: Pressphotos
Það bar til um þessar mundir að drepsótt hafði herjað á landsbyggðina lungað úr árinu. Landsmönnum öllum var sagt að fórna samverustundum með fjölskyldu sinni til þess að saman gætum við öll lágmarkað skaðann af pestinni, verndað okkar veikustu og varist því að heilbrigðiskerfið færi á kaf.
En í mörg hundruð fermetra einbýlishúsi í Garðabænum bjuggu hjón sem vöknuðu á hverjum morgni og sögðu: „Við ætlum bara að gera það sem er ljótt,“ eins og moldríku jarðálfarnir sem þau eru.
Á Þorláksmessu höfðu hjónin farið niður í bæ, eins og Íslendinga er venja og siður. Á leiðinni heim úr bænum fengju hjónin svo símhringingu. Önnur múruð jarðálfahjón voru á sölusýningu í Ásmundarsal og vildu endilega fá Bjarna og frú í smá innlit. Smáinnlit. Sminnlit. Smilit. Smit.
Stoppum nú í smástund. Öll önnur ár væri þetta fullkomlega eðlilegur viðburður. Bara spilltasti stjórnmálamaður í sögu landsins að fara á listaverkasýningu á Þorlák, þar sem enginn á erindi nema allra ríkustu Íslendingarnir.
Bara fullkomlega eðlilegur Bjarni og frú að kíkja á smá listaverkasölu í mundasal með öðrum silfurskeiðungum, með skýrslurnar sem hann „gleymdi“ í vasanum, aura á leynieyjum, með múruðu frændurna alveg hyglda í döðlur, með kátar Flórída-klappstýrur á samviskunni (djók, haha, engin samviska hér á bæ;) og uppærureista barnariðla röltandi um eða kannski fljúgandi frjálsa eins og fugla því æran hefur verið reist svo mikið upp að þeir geta ekki nálgast hana nema kannski helst í flugvél á leiðinni til Tælands þar sem þeir geta riðlast á fleiri börnum án þess að íslenskur almenningur sé að fetta út í það horaðan fingurinn. Kannski þeir skrifi Bjarna og pabba hans póstkort, með mynd af hvítum ströndum og pálmatrjám, frelsi einstaklingsins fegnir, þakkandi fyrir tækifærið til þess að fá annan séns, því þeir voru jú allir svo geggjaðslega duglegir að sýna iðrun fyrir allt barnaníðið sem þeir gerðu óvart.
En við vorum að tala um listasýningu, og það enga venjulega sýningu, onei og ekki. Sölusýningu í Ásmundarsal - ég skal sko lofa þér því að þangað koma fáir frá Vestfjörðum og Suðurnesjum. Við erum að tala um dökk leðursófasett og grá hár og landslag og portrett í stórum og háglansandi römmum og sérsniðin jakkaföt og stór úr og oddmjóir skór og háfætt vínglös og hávær hvellur hlátur skellandi í vandlega skúlptúruðum tönnum sem frussast út með snittum og kannski örfáum kornum af hvítu. Hvítt og kjólar. Böbblí og millur. Jarðálfar á lúxusjeppum. Enginn á þessari sölusýningu þurfti að standa í röð hjá Mæðrastyrksnefnd eða Fjölskylduhjálp fyrir jólin. Enginn þarna þurfti bara rétt aðeins að kíkja á heimabankann í röðinni í Bónus áður en borgað er bara til þess að vera viss um að fá ekki Hafnað. Þetta er hitt fólkið. Þau sem svífa hér um fyrir ofan okkur hin.
„Þá var salurinn nánast tómur, en á næstu fimmtán mínútum gjörsamlega mokuðust inn í hann broddborgarar“
Allavegana. Inn rölta hjónin úr Garðabæ og hvað blasir við þeim? Ef við tökum orðum Bjarna trúanlegum, þá var salurinn nánast tómur, en á næstu fimmtán mínútum gjörsamlega mokuðust inn í hann broddborgarar svo hratt að fjármálaráðherrann bæði blindaðist og hætti að kunna að telja upp á tíu. Greyið Bjaddni. So erfitt a telja. Allar skýrslurnar, öll hlutabréfin, allar klappstýrurnar, allir barnaníðingarnir, allir frændurnir, allt of mikið af fínu fólki á sölusýningu í Ásmundarsal, hvað eru margar afsagnir í því?
En hvað sagði aðilinn sem hringdi inn og tilkynnti um þessa ólöglegu fjöldasamkomu? Hann sagði Bjarna hafa mætt um tíu mínútum áður en hringt var í lögguna, og að hann var enn í salnum þrátíu mínútum seinna, þegar löggan mætti. Tíu plús þrjátíu er augljóslega fimmtán, það veit hver einasti fjármálaráðherra!
Ha? Ætlar einhver að halda því fram að hæstvirtur Bjeddni Bjen hafi kannski ekki sagt hundraðprósent satt og rétt frá öllum málsatvikum? Hvað næst? Að Kristján Þór sé fullhæfur sjávarútvegsráðherra og að aðstoðarmaður Hönnu Birnu hafi einn og óstuddur staðið að lekamálinu? Plís, takið ofan álpappírshattana, ég nenni ekki að hlusta á svona vitleysu. Nei, nei, ekki um jólin.
Þannig að þjóðin er í tæpt ár búin að einangra sig frá ástvinum, leikskólar, skólar, sjúkrahús, íbúakjarnar, allir hólfaskiptir að gera sitt besta samkvæmt krefjandi tilmælum sóttvarnaryfirvalda. Ferðaþjónustan er rotnandi lík. Allir með sprittaðar hendur og kæfandi andlitsgrímur gnístandi tönnum af kvíða og depurð en Bjarni ákveður að bæta í ammoníaksstemninguna á Þorláksmessu með því að sveifla út sólbrúnum skaufanum og míga framan í þjóðina. Og á meðan gulir taumarnir leka niður bringuna á okkur hvíslar hann í eyra okkar „Ég lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn. Gleðileg jól.“
Covid-viðbúnaðurHjúkrunarfræðingur klæðir sig í varnarklæðnað til að bregðast við Covid-19-smitum.
Mynd: Landspítalinn / Þorkell Þorkelsson
Að sjálfsögðu lítur þú ekki svo á, Bjarni. Þó hann væri gripinn á Austurvelli í Grýlubúning með nokkra hvítvoðunga sjóðandi í stórum pott yfir prímus með hrúgu af mergsognum ungbarnabeinum í poka á bakinu myndi hann líka segja, bara í þetta skiptið með skrækri Grýlurödd: „ég lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn, híhíhí.“
„Hann þekkir varla ömmur sínar og afa.“
Og áður en grátkórinn í stuttbuxunum jarmar að nú séu jól, tími fyrirgefninga og kærleika og að maðurinn eigi fjölskyldu, eins og hún sé eitthvað Amma-ruglast spil sem geri hann ónæman fyrir gagnrýni, þá vil ég bjóða ykkur náðasamlegast að fjarlægja tunguna aðeins af oddmjóu skónum hans og hlusta. Við eigum öll fjölskyldur, sum okkar fjölskyldur sem við höfum meinað okkur um að hitta mánuðum saman. Ég á rétt rúmlega árs gamlan strák sem hefur ekki hitt ömmu mína og afa síðan í sumar, og þar áður ekki í margar vikur. Hann þekkir varla ömmur sínar og afa. Eldri borgarar eru að veslast upp á hjúkrunarheimilum. Framhaldsskólanemar eru að glíma við þunglyndi, kvíða og brottfall úr skóla í sögulegu magni. Fólk er að deyja, meðal annars úr covid, án þess að ættingjar þeirra geti hvatt þau. Við eigum öll fjölskyldur og við höfum öll þurft að færa fórnir. Það minnsta sem við getum farið fram á er að fólkið sem biður okkur að færa fórnirnar drullist til þess að gera það þá líka sjálft og sé ekki á snobbfylleríi með öðrum auðmönnum og reyni svo að ljúga sig út úr því þegar það er gripið glóðvolgt.
En bjuggumst við einhvern tímann við því að þetta væri einhver annar ráðherra en Bjarni? Hver hefur ítrekað sýnt að hann telji sig yfir reglurnar hafinn? Hver hefur alltaf logið sig í gegnum spillingar - og hneykslismál til þess að halda völdum? Hver telur sig svo ómissandi að hann geti alveg ómögulega sagt af sér, þó afrekaskráin sé nánast í raun ekkert nema langur, notaður skeinipappír. Ég skal gefa þér vísbendingu: Hann byrjar á B og endar á jarniben@N1.is.
Ekkert sem kemst upp um hann kemur mér á óvart lengur. Sólin rís og sólin sest. Það kemur flóð og fjara og einhverstaðar þar á milli mun koma upp nýtt hneykslismál sem Bjarni Ben er viðriðinn, viðrinið.
Það sem er líka ósagt er fordæmið sem Bjarni setur með þessari hegðun. Á næstu dögum munu þúsundir einstaklinga taka ákvarðanir um hvort þeir ætli að hitta nákomna utan sinnar jólakúlu. Framkoma Bjarna mun gera það líklegra að þessi einstaklingar ákveði að hittast. Sumir þeirra munu vera með covid. Þeir munu smita. Við sjáum uppskeruna hans Bjarna svo í tölunum eftir um hálfan mánuð. Í stað þess að kalla hana fjórðu bylgjuna, legg ég til að kúrvan sem birtist upp úr áramótum verði nefnd Bjarna bylgjan.
Hann hefur nefnilega lyft algjöru grettistaki í því að færa til línu þess sem getur talist eðlileg hegðun stjórnmálamanns, án þess að þurfa að segja af sér. Þessi áskita hans, eins sögulega heimskuleg og kærulaus hún er, er aðeins dropi í haf spillingar og hneykslismála sem tengjast honum. Þetta er einfaldlega það sem gerist, og mun halda áfram að gerast, þegar greindarskertur og siðblindur maður þarf aldrei að takast á við afleiðingar gjörða sinna. Áfram gakk á teflonpönnunni.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
FréttirEigin konur
1
„Ég sá bara veikan einstakling“
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
2
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
3
Fréttir
11
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
4
Fréttir
Sorgarsaga Söngva Satans
Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie særðist illa í morðtilræði þegar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dögunum. Svo virðist sem árásarmaðurinn, sem er af líbönskum ættum, hafi ætlað sér að uppfylla trúarlega tilskipun leiðtoga Írans frá 1989 sem sagði Rushdie réttdræpan fyrir guðlast í bók sinni Söngvar Satans. Málið á sér langa og sorglega sögu sem er samofin málfrelsi, trúarofstæki og valdatafli í Mið-Austurlöndum.
5
Pistill
1
Illugi Jökulsson
Sorgleg svör Katrínar við orðum Bjarkar
Blaðamaður The Guardian, Chal Ravens, segir að Björk hafi „nánast hrækt“ í reiði sinni þegar hún lýsti svikum þeim sem henni fannst hún hafa upplilfað af hendi Katrínar Jakobsdóttur.
6
Aðsent
Björn Leví Gunnarsson
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Stjórnmálaflokkar eiga ekki að þurfa fjármagn sem dugar til að keyra gríðarlegar auglýsingaherferðir.
7
Flækjusagan
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Páfinn situr enn í Róm, 1
Mest deilt
1
Fréttir
11
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
2
FréttirPanamaskjölin
2
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
Nafnlausi uppljóstrarinn sem hrinti af stað atburðarásinni sem leiddi til afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra með lekanum á Panamaskjölunum veitir sitt fyrsta viðtal í Der Spiegel. Hann lýsir vonbrigðum með stjórnvöld víða um heim og segir Rússa vilja sig feigan.
3
Fréttir
Drífa Snædal segir af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands
Drífa Snædal hefur sagt af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands. Samskipti við kjörna fulltrúa innan verkalýðshreyfingarinnar og blokkamyndun er ástæðan. Í yfirlýsingu segir hún átök innan hreyfingarinnar verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda.
4
Greining
1
Ekki bara pest að kjósa Framsókn
Framsóknarflokkurinn er óvænt orðin heitasta lumma íslenskra stjórnmála. Ungt fólk, sérstaklega ungar konur, virðast laðast að flokknum. Spillingarstimpillinn sem loddi við hann eins og fluga við skít, virðist horfinn. Hvað gerðist? Gengur vofa bæjarradikalanna ljósum logum í flokknum?
5
Fólkið í borginni
2
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
6
Viðtal
2
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
7
Fréttir
3
Sólveig segir afsögn Drífu tímabæra
„Drífa veit sjálf að það er langt um liðið síðan grafa fór undan trúverðugleika hennar og stuðningi í baklandi verkalýðshreyfingarinnar,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um afsögn forseta ASÍ.
Mest lesið í vikunni
1
Fréttir
2
Tugmilljóna barátta um toppsæti Sjálfstæðisfólks
Hildur Björnsdóttir varði 9,3 milljónum í baráttu sína fyrir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Keppinautur hennar um sætið, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, eyddi 8,8 milljónum. Framboð oddvitans skilaði hagnaði.
2
Fólkið í borginni
2
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
3
FréttirEigin konur
1
„Ég sá bara veikan einstakling“
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
4
MenningHús & Hillbilly
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
Hillbilly hitti Brák Jónsdóttur myndlistarkonu og Þóri Hermann Óskarsson tónlistarmann í byrjun sumars til að ræða listalífið á Norðurlandi.
5
Viðtal
2
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
6
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
7
Fréttir
11
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
Mest lesið í mánuðinum
1
Leiðari
10
Helgi Seljan
Í landi hinna ótengdu aðila
Á Íslandi eru allir skyldir öllum, nema Samherja.
2
ViðtalEin í heiminum
3
„Rosalegt álag“ að vera einhverf úti í samfélaginu
Elísabet Guðrúnar og Jónsdóttir segir að geðræn veikindi sem hún hafi þjáðst af frá barnæsku séu afleiðing álags sem fylgi því að vera einhverf án þess að vita það. Stöðugt hafi verið gert lítið úr upplifun hennar og tilfinningum. Hún hætti því alfarið að treysta eigin dómgreind sem leiddi meðal annars til þess að hún varð útsett fyrir ofbeldi.
3
ReynslaEigin konur
Fékk símtal um barnsföður sinn sem var upphaf að áralangri raun
Freyja Huld fékk símtal um nótt með upplýsingum um að sambýlismaður hennar og barnsfaðir væri að sækja í unglingsstúlkur. Síðar var hann handtekinn fyrir skelfilegt brot. Enn þarf hún að eiga í samskiptum við hann sem barnsföður og veita honum umgengni.
4
FréttirEldgos við Fagradalsfjall
Þetta er gönguleiðin að nýja eldgosinu
Besta gönguleið til að nálgast eldgosið í Meradölum liggur vestan megin hraunsins og eftir upphaflegu gosgönguleiðinni. Gengið er frá bílastæði við Suðurstrandarveg. Björgunarsveitin Þorbjörn sendir kort af gönguleiðinni.
5
Afhjúpun
3
Sigmundur Davíð á ráðstefnu með sænskum þjóðernisöfgamönnum
Gyðingahatarar, nýnasistar, stuðningsmenn við innrás Rússa í Úkraínu og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verða meðal ræðumanna á ráðstefnu í Svíþjóð sem skipulögð er af neti hægriöfgahópa.
6
Viðtal
5
Ísland með augum úkraínskrar flóttakonu
Tania Korolenko er ein þeirra rúmlega þúsund einstaklinga sem komið hafa til Íslands í leit að skjóli undan sprengjuregni rússneska innrásarhersins eftir innrásina í Úkraínu. Heima starfrækti hún sumarbúðir fyrir úkraínsk börn, kenndi ensku og gaf fyrir ekki margt löngu út smásagnasafn. Hún hefur haldið dagbók um komu sína og dvöl á Íslandi og ætlar að leyfa lesendum Stundarinnar að fylgjast með kynnum flóttakonu af landi og þjóð.
7
Pistill
1
Þolandi 1639
Verður þú með geranda mínum um verslunarmannahelgina?
Rétt eins og þú er hann eflaust að skipuleggja verslunarmannahelgina sína, því hann er alveg jafn frjáls og hann var áður en hann var fundinn sekur um eitt svívirðilegasta brotið í mannlegu samfélagi.
Nýtt á Stundinni
Flækjusagan
Við gætum haft þrjú tungl! Hvar eru hin tvö?!
Förunautur okkar Jarðarbúa á endalausri hringferð okkar um sólkerfið, Máninn, er svo gamalkunnur og traustur félagi að það er erfitt að ímynda sér hann eitthvað öðruvísi og hvað þá bara einn af mörgum. Við vitum að stóru gasrisarnir utar í sólkerfinu hafa tugi tungla sér til fylgdar — 80 við Júpíter þegar síðast fréttist, 83 við Satúrnus — en tunglið...
Pistill
1
Illugi Jökulsson
Sorgleg svör Katrínar við orðum Bjarkar
Blaðamaður The Guardian, Chal Ravens, segir að Björk hafi „nánast hrækt“ í reiði sinni þegar hún lýsti svikum þeim sem henni fannst hún hafa upplilfað af hendi Katrínar Jakobsdóttur.
Flækjusagan#40
Stríð í þúsund daga
Illugi Jökulsson fór að skoða hverjir væru fyrirmyndirnar að uppáhaldspersónu hans í uppáhaldsskáldsögu hans, Hundrað ára einsemd eftir García Márquez.
Fréttir
11
Katrín Jakobsdóttir „hefur ekkert gert fyrir umhverfið“
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf um aðgerðir í loftslagsmálum.
Aðsent
Björn Leví Gunnarsson
Fólk - og framlög til stjórnmálaflokka
Stjórnmálaflokkar eiga ekki að þurfa fjármagn sem dugar til að keyra gríðarlegar auglýsingaherferðir.
Fréttir
Sorgarsaga Söngva Satans
Bresk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie særðist illa í morðtilræði þegar hann steig á svið til að halda ræðu í New York á dögunum. Svo virðist sem árásarmaðurinn, sem er af líbönskum ættum, hafi ætlað sér að uppfylla trúarlega tilskipun leiðtoga Írans frá 1989 sem sagði Rushdie réttdræpan fyrir guðlast í bók sinni Söngvar Satans. Málið á sér langa og sorglega sögu sem er samofin málfrelsi, trúarofstæki og valdatafli í Mið-Austurlöndum.
Flækjusagan
Fyrsti Rómarbiskup brenndur á krossi?
Páfinn situr enn í Róm, 1
Viðtal
Túlkur Gorbatsjevs: „Hvernig á að forðast þriðju heimsstyrjöld“
Pavel Palazhchenko, sem var sovéskur og síðar rússneskur diplómati og túlkur Gorbatsjevs á leiðtogafundinum í Reykjavík árið 1986, segir að stöðva eigi hernaðaraðgerðir í Úkraínu eins fljótt og auðið er. 36 árum eftir fundinn í Höfða er Palazhchenko aftur kominn í stutta heimsókn til Reykjavíkur og féllst á að ræða við Andrei Menshenin blaðamann um leiðtogafundinn og þær breytingar sem urðu í kjölfar hans, kjarnorkuvopn og stríðið í Úkraínu. Hann segir að engar allsherjarviðræður um öryggismál hafi orðið milli Rússlands og Evrópu eftir hrun Sovétríkjanna.
FréttirEigin konur
1
„Ég sá bara veikan einstakling“
Maður sem var misnotaður af bróður sínum um árabil lýsir því í viðtali við Eddu Falak hvað það var vont að missa stjórn á aðstæðum eftir að málið komst upp.
Viðtal
2
Í vöku og draumi
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður hefur vakið athygli fyrir hönnun sína sem oft má líkja við listaverk og fyrr á þessu ári opnaði hún ásamt tveimur öðrum hönnuðum verslunina Apotek Atelie. Hún venti kvæði sínu í kross í hittifyrra og hóf nám við Kvikmyndaskóla Íslands og útskrifaðist í vor. Ýr var greind með ADHD fyrir um einu og hálfu ári og segist nú skilja hvernig hún hefur fúnkerað í gegnum árin.
MenningHús & Hillbilly
Brák og Þórir í Freyjulundi lifa með árstíðunum
Hillbilly hitti Brák Jónsdóttur myndlistarkonu og Þóri Hermann Óskarsson tónlistarmann í byrjun sumars til að ræða listalífið á Norðurlandi.
Fólkið í borginni
2
Snýst ekki um trú að hafa þekkingu á Biblíunni
Arnaldur Sigurðsson, bókavörður á Landsbókasafninu, telur klassískar bókmenntir, einkum Biblíuna, grundvöll að læsi.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir