Þessi grein er rúmlega 2 mánaða gömul.

Bensíntunnan blikar

Ein­ar Már Jóns­son seg­ir sög­una af af­neit­un lofstslags­breyt­inga.

Bensíntunnan blikar
Diskóflói Ein af röksemdum afneitunar- og frestunarsinna í loftslagsmálum eru að Grænland hafi eitt sinn verið iðagrænt og því hafi áður verið hlýrra en nú. Mynd: Shutterstock

Þeir sem láta sig loftslagsbreytingar jarðarinnar máli skipta virðast ekki hafa mikinn áhuga á því lengur að rifja upp röksemdir þeirra sem eru sannfærðir um að allt þetta tal um aukinn hita á heimskringlunni sé óráðshjal eitt, - ef það er þá ekki ávöxtur af einhverju ljósfælnu undirferli - né heldur leiða hugann að baráttu þeirra gegnum árin. Í þessu skjátlast vistverndarsinnum allverulega; þessi rök eru minningamerk og þrautseigja þessara andófssinna verðskuldar nánari ígrundun. Nú hafa líka heyrst landsföðurlegar raddir við Austurvöll sem segja að það verði líka að gefa ungviðinu kost á að heyra orðræður þeirra sem mæla í móti „hræðsluáróðrinum“ eins og þeir segja, og gerir það enn brýnna að gjóa augunum aftur á bak.

Vistverndarmenn álíta að örlagastundin hafi verið á níunda tug síðustu aldar. Þá hafi menn þegar vitað allt sem þurfti að vita um hættuna hitabreytingum af völdum koltvísýrings í gufuhvolfinu til að grípa til aðgerða. Reyndar hafði Svíinn Svante Arrhenius þegar bent á áhrifin af koltvísýringi árið 1896, og myndhvörfin „gróðurhúsaáhrif“ urðu til snemma á 20. öld, en þá bjóst enginn við því að breytingarnar myndu verða mjög örar, menn sáu ekki fyrir að brennsla jarðeldsneytis myndi aukast eins mikið og raun bar vitni. Árið 1979 var hins vegar svo komið að vísindamenn voru búnir að reikna út tengslin milli koltvísýrings og hitastigs og jafnframt væntanlegar hitabreytingar, niðurstöðurnar birtust í svokallaðri Charney-skýslu, og þar var sýnt fram á að nauðsynlegt væri að draga úr notkun kola og olíu til að forða ósköpum. Þessi vitneskja barst út meðal almennings og það lá þegar í loftinu að til aðgerða þyrfti að grípa. Olíufyrirtækið Exxon lagði fram talsvert fjármagn til rannsókna – ekki til að véfengja loftslagsbreytingarnar heldur til að reikna út hve mikinn þátt framleiðsla fyrirtækisins sjálfs kynni að eiga í þessum breytingum. Um það var semsé að ræða að standa sem best að vígi ef til viðræðna um takmarkanir kynni að koma.

Ári síðar, í janúar 1980, tók Reagan við embætti forseta Bandaríkjanna og varð fljótt augljóst að hann vildi afnema allar þær ráðstafanir til umhverfisverndar sem fyrirrennarar hans í embætti höfðu gert. Þess vegna urðu vísindamenn innan tíðar varir við nokkra tregðu innan veggja Hvíta hússins. Á vegum forsetaembættisins var gerð skýrsla sem var reyndar í tveimur hlutum, annars vegar var álit vísindamanna sem endurtóku það sem þeir höfðu áður sagt, hins vegar var álit hagfræðinga sem töldu að margt væri óþekkt enn, það þyrfti að rannsaka meir og ekki hrapa að neinu. Það var álit hagfræðinganna sem gert var að niðurstöðu skýrslunnar, og hafði það nokkur áhrif um stund.

En svo kom sumarið 1988 með meiri hitabylgju í Bandaríkjunum en áður voru dæmi til, víða var neyðarástand vegna þurrka. Garðyrkjuvörusali í Ohio kvaddi á vettvang skemann af þjóð Sioux-Indíána sem dansað hafði regndansa 127 sinnum með góðum árangri, hann dansaði þrjá daga og þá rigndi einn fjórða úr þumlungi. Ástandið var nú þannig að jafnvel tröllskapur Rauðskinna hrökk ekki til. 23. júní 1988 kom loftslagsfræðingurinn James Hansen fyrir nefnd bandarísku Öldungadeildarinnar, hann gerði grein fyrir niðurstöðum vísindamanna og sagði að engin óvissa væri lengur um breytingarnar, þær væru þegar hafnar. Þetta vakti gífurlega athygli meðal almennings, og þótt sumir héldu því þá fram að vísindamaðurinn hefði verið eilítið fljótur á sér, kom fljótt í ljós að hann hafði á réttu að standa.

Örlagastundin

Fjórum dögum eftir vitnisburð Hansens komu yfir þrjú hundruð vísindamenn og nokkrir stjórnmálamenn saman til fundar i Toronto til að ræða loftslagsvandann sem nú var talinn augljós. Þeim kom saman um að til að stöðva þróunina þyrfti að minnka útblástur koltvísýrings um fimmtung árið 2005. Á þessum tíma virtist það gerlegt, það voru tólf ár til stefnu, og með þessu væri hægt að halda loftslagsbreytingunum innan viðráðanlegra marka. Samkvæmt skoðanakönnunum voru þá 68 af hundraði Bandaríkjamanna meðvitaðir um „gróðurhúsáhrifin“. Auk þess var Bush eldri tekinn við af Reagan og hann hafði lýst yfir í kosningabaráttunni „I am an environmentalist“. Þetta ár var alþjóðlega loftslagsstofnunin IPCC síðan sett á fót á vegum Sameinuðu þjóðanna og skyldi verkefni hennar vera að semja skýrslur með reglulegu millibili um þróun loftslags. Þá virtist allt stefna að því að gerðir yrðu bindandi alþjóðasamningar um takmörkun gróðurhúsalofttegunda, líkt og þegar hafði verið gert til að ráða bót á óson-gatinu svokallaða. Í nóvember 1989 var boðað til alþjóðlegrar ráðstefnu í Hollandi og áttu menn von á að gengið yrði frá þessum samningum, væntanlega á svipuðum nótum og hollensku gestgjafarnir höfðu lagt til: að frysta útblástur gróðurhúsalofttegunda á því stigi sem hann yrði 1990, og skyldi því marki náð árið 2000. En eftir alls kyns leynifundi um nætur og lokuð andlit á sveimi um ganga fór þetta út um þúfur, ekki náðust neinir bindandi samningar heldur aðeins óljósar viljayfirlýsingar sem enginn þurfti að taka mark á, og það voru fyrst og fremst Bandaríkjamenn sem báru ábyrgðina á þessum óförum.

Þarna telja vistverndarsinnar að menn hafi glutrað niður því sem Forngrikkir kölluðu „kairos“, örlagastundinni til að hefjast handa, stundinni sem óvíst er að komi nokkru sinni aftur. Þótt haldin hafi verið hver ráðstefnan eftir aðra hefur það aldrei verið annað en hjakk í sama farinu, nýjar og nýjar viljalýsingar. Og nú komu fram á sviðið alls kyns aðilar sem véfengdu kenningar vísindamanna um loftslagsbreytingur og börðust gegn öllum aðgerðum sem stungið hafði verið upp á til að leysa vandann. Þeir héldu fram sínum kenningum af hörku, leynt og ljóst, með ýmis konar skuggasveina á bak við sig, þeir náðu eyrum stjórnmálamanna og almennings, og þeirra var ríkið.

Sannleikurinn og reykurinn

En fyrir því sem nú gerðist var nokkur forsaga sem teygði sig rúman aldarfjórðung aftur í tímann og rétt er að gefa gaum. Árið 1953 urðu bandarískir tóbaksframleiðendur flemtri slegnir, því læknar komust þá að þeirri niðurstöðu sem marga hafði lengi grunað, að sígarettureykingar væru valdar að krabbameini í lungum – sem áður hafði verið sjaldgæft en blossaði nú upp eins og faraldur – og reyndar ýmsum fleiri fagnaðarlausum pestum, svo sem kransæðastíflu. Tóbaksframleiðendur sáu sæng sína upp reidda, og vildu grípa snarlega til sinna ráða, það þyrfti að koma í veg fyrir að þessi vitneskja næði til almennings,- að hann gerði sér fulla grein fyrir því sem í húfi væri. Hinn 15. desember þetta sama ár héldu fulltrúar fjögurra stærstu tóbaksfyrirtækja Bandaríkjanna fund með forstjóra stærsta almannatengslafyrirtækis landsins, „Hill and Knowlton“, og leituðu ráða. Niðurstaðan varð sú að það þyrfti að koma því inn hjá almenningi að það væri enginn vísindalegur grundvöllur fyrir tengslum milli reykinga og lungnakrabbameins, skýrsla læknanna væri ekki annað en brambolt athyglissjúkra manna til að auglýsa sjálfa sig og fá meiri peninga til sinna rannsókna. Ákveðið var að setja á fót sérstaka rannsóknarstofnun til að sýna fram á að engar sönnur væru komnar fram fyrir skaðsemi tóbaks – hún hlaut nafnið „The Tobacco Industry Research Committee“ – og almannatengslafyrirtækið tók að sér að útbreiða fagnaðarerindi sígarettunnar. Löngu síðar orðaði bandaríska dómsmálaráðuneytið þetta svo að fundarmenn hefðu ákveðið að „blekkja bandarískan almenning um áhrif tókbaks á heilsufar“. 

Söluvaran er efinn

Í næstu fimmtíu ár fóru tóbaksframleiðendurnir að ráðum „Hill and Knowlton“,  og í hvert skipti sem nýjar rannsóknir voru birtar um skaðsemi tóbaks hertu þeir áróðurinn. Þeir dreifðu alls kyns bæklingum til lækna, stjórnmálamanna, fjölmiðla og almennings, meðal þeirra flugritið Smoking and Health, sem prentað var í 350 000 eintökum. Þannig komu þeir því inn hjá almenningi að skaðsemi reykinga væri enn álitamál, - löngu eftir að læknisfræðin hafði komist að ótvíræðri niðurstöðu. „Doubt is our product“ skrifaði einn tóbaksmangarinn um þennan áróður.

Árið 1987 var þó svo komið að stór hluti Bandaríkjamanna gerði sér grein fyrir hættunni af reykingum, og þá urðu tóbaksframleiðendur fyrir nýjum skell og síst betri. Það kom nefnilega í ljós að þeir sem stóðu og púuðu út í loftið voru ekki aðeins sjálfum sér skaðlegir heldur einnig þeim sem stóðu hjá í sakleysi sínu og drógu að sér mengað loftið. Nú gátu rettumakararnir ekki lengur haldið því fram að þegar öllu væri á botninn hvolft væru reykingar fyrst og fremst spurning um einstaklingsfrelsi, hver og einn yrði að gera það upp við sig, eins og sannur homo oeconomicus, hvort væri þyngra á metunum nautnin eða áhættan. Aðrir voru komnir með í spilið. Og meðal þessara óbeinu reykingamanna voru blessuð börnin smá. Nú voru ráðin dýr. 

Fram að þessu höfðu tóbaksframleiðendur fyrst og fremst setið við sinn eigin leysta en nú hlaut sviðið að víkka. Óbeinu reykingarnar voru þáttur í því sem kallað var „loftmengun“ og urðu því hluti af almennum umræðum um umhverfisvernd. Og þá fara þessir þræðir að koma saman. Þegar leið að árinu 1989 voru olíu- og kolaframleiðendur í svipaðri stöðu og tóbaksframleiðendur rúmum aldarfjórðungi áður, þeir sáu sinn dómsdag upprennandi við sjóndeildarhring, bisnissinn hruninn og æran rúin. Eftir ráðstefnuna í Hollandi í árslok 1989 hafa þeir vafalaust hugsað „hér skall hurð nærri hælum“. Og lausnin var sú að læra af reynslu tóbaksframleiðenda, fara sömu leið og þeir. Til þess að reynslan mætti nýtast sem best voru sumir af spunadoktorum tóbaksins fengnir til nýrra og  víðtækari starfa.

Efinn færður yfir á loftslagið

Strax í október 1989 – þegar ráðstefnan í Hollandi var í aðsigi – fóru ný samtök að skjóta upp kollinum, þau nefndust „Global Climate Coalition“ og byrjuðu á því að endurnýta rök tóbaksframleiðenda í byrjun, óvissuþættirnir væru svo miklir að ekki mætti hrapa að neinu. Þau settu á fót þankatanka út um hvippinn og hvappinn og vörðu miljón dollurum á ári í áróðurinn. En þau fengu strax enn voldugri bandamann, „Marshall-stofnunin“ sem svo var kölluð. Hún var sprottin upp úr frjórri gróðurmold kalda stríðsins og leit á það sem köllun sína að berjast gegn kommúnistum hvar á landi sem væri. En þetta sama örlagaár 1989 hrundi múrinn, enginn var eftir til að berjast við, hinir vösku stríðsmenn stóðu uppi með sárt ennið á auðum vígvelli, og þá var farið að leita að nýjum og verðugum andskota. Og hann reyndist auðfundinn: það voru umhverfisverndarmenn af hvaða tagi sem væri, þeir væru ekki annað en kommúnistar í nýju gervi, þeir væru „grænklæddir rauðliðar“,  - eða þá eins og vatnsmelónur, „grænir að utan en rauðir að innan“. Þessi líking varð afskaplega fleyg og hefur verið það æ síðan.

Þegar niðurstöður rannsókna á óbeinum reykingum tóku að birtast – fyrsta stig þeirra voru athuganir á eiginkonum reykingamanna sem reyktu ekki sjálfar – fannst tóbaksframleiðendum ekki nóg að versla með efann, þeir hjóluðu beint í vísindamennina, tilgangur þeirra væri sá að ráðast með blekkingum sínum á sjálft einstaklingsfrelsið, fá stjórnmálamenn til að setja á fót einhverjar reglugerðir, sem hlytu samkvæmt eðli sínu að vera af hinu vonda. Vissu lesendur Hayeks ekki að hin minnstu afskipti ríkisvaldsins af efnahagslífinu, - sem hér mátti teygja til að fela í sér tóbakskaup og -brúkun – væru ekki annað en fyrsta skrefið á „brautinni til ánauðar“, hinn háli vegur sem leiddi til sósíalisma og síðan til kommúnisma? 

Gegn hinum frjálsa markaði

Úr þessari átt fór nú Marshall-stofnunin og fleiri slíkar stofnanir og þankatankar að sækja gegn umhverfisverndarmönnum, á öllum þeim sviðum þar sem þeir létu til sín taka, hvort sem það var mengun lofts og vatns, óbeinar reykingar, óson-gatið eða loftslagsbreytingar; nú var það kjarni málsins að leiða fram í dagsljósið roðann í iðrum melónunnar. Talpípur stofnananna héldu því fram að þessir menn hefðu sína „földu stefnuskrár“ („hidden agendas“),  þeir berðust ekki aðeins fyrir umhverfisvernd heldur vildu þeir fyrst og fremst umbylta sjálfu hagkerfinu. Sumir þessara „nauðungarútópista“ væru sósíalistar, aðrir væru lúddítar sem hötuðu vélar og tækni, en flestir vildu beygja allt mannlíf undir ríkisvald og eins víðtækar reglugerðir og unnt væri. Þeir væru á móti bisnis, frjálsum markaði og kapítalísku hagkerfi.

En meðal umhverfisverndunarsinna voru menn sem virtust einlægir í sinni baráttu og erfitt var að finna nokkurn roða á. Því hljómaði einnig annað stef sem hafði áður heyrst árið 1962, þegar Rachel Carson sýndi fram á skaðsemi skordýraeiturs, einkum DDT, í bók sinni „The Silent Spring“. Þeir sem höfðu hagsmuna að gæta básúnuðu þá út að hún væri ekki annað en „hysterísk kelling“, vaðandi fram með „tilfinningavæmni“, og hættuleg afturhaldskona að auki, sem vildi færa heiminn aftur til nýrra miðalda, morandi af öllum tegundum skorkvikinda og petum sem þeim fylgja. Þetta hefur hljómað æ síðan, einkum í tali manna á milli þegar umhverfismál ber á góma og er gjarnan fyrsta setningin sem stekkur út fyrir varir bílglaðra manna.

Gott fyrir gróðurinn?

Talpípur þankatanka vildu ekki heldur láta rökum vísindamanna ósvarað, og komu með ýmis konar mótrök. Patrick J. Michaels nokkur sem gaf út tímarit að nafni „The World Climate Review“ og véfengdi þar allt sem kom frá IPCC, hélt því fram að auki að tvísýringur í andrúmsloftinu væri síst skaðlegur heldur þvert á móti hinn gagnlegasti fyrir gróðurinn, ef hann færi vaxandi, uppskeran myndi aukast til muna. Samkvæmt þessu ættu bændur að keyra sína jeppa án afláts kringum tún sín og akra. Þessi röksemd flæddi um netið og hefur  jafnvel sést á Íslandi, en menn áttu erfitt með að taka hana alvarlega. Þessi sami Michaels var stjörnuvitni á nefndarfundum  í bandarísku fulltrúadeildinni árið 1994, þar sem Repúblikanar voru í meirihluta.

Þegar árið 1989 birti Marshall-stofnunin sína fyrstu skýrslu  um loftslagsmálin og sendi hana aftur frá sér í aukinni útgáfu tveimur árum síðar. Hún viðurkenndi breytingar á hitastigi, sem sumir véfengdu með öllu, með tilvísun til gervitunglamælinga, en hélt því fram að þær væru ekki af mannavöldum, þær stöfuðu af aukinni útgeislun frá sólinni. Þessi „sólarkenning“ breiddist út og fékk talsverðan hljómgrunn. Hún vakti athygli í Hvíta húsinu og Bandaríkjaþingi, þar sem menn lögðu eyru við kenningum Marshall-stofnunarinnar.

En svo voru leidd fram rök gegn þessari kenningu  og birtust þau í skýrslum IPCC. Ef hitaaukningin kæmi frá aukinni útgeislun frá sólinni, semsé að utan, stóð þar, ættu bæði efri og neðri loftlög að hitna jafnt, en svo er ekki, það eru neðri loftlögin sem hitna en efri loftlögin kólna (kannske var það einmitt þessi kólnun sem gervitunglin mældu). Þess vegna hlýtur hitunin að koma að neðan, vera af mannavöldum. Þessu svaraði Marshall-stofnunin með heiftarlegum árásum á vísindamanninn og IPCC, - niðurstöðurnar sem skýrslan birti væru að einhverju leyti falsaðar. Þannig var reyndar hægt að flækja málið svo mjög að almenningur hætti að botna í því.

Fjármagni dælt í andstöðuna

Næstu ár hörðnuðu deilurnar til muna. Á tíunda áratugi síðustu aldar fimmfaldaðist tala þeirra bóka sem vísuðu á bug öllum kenningum um loftslagsbreytingar, miðað við áratuginn á undan, og olíuframleiðendur gáfu morð fjár í þennan áróður – á fáum árum varði Exxon eitt átta miljónum dollara í ýmsar útgáfur og þankatanka. Jafnframt hófst sú þróun sem síðan hefur orðið æ skýrari: það er Repúblikanaflokkurinn sem hefur orðið aðalvígi þeirra sem berjast gegn umhverfisvernd í hvaða mynd sem er, í takt við hina róttæku og grimmu þróun sem orðið hefur í bandarískum stjórnmálum. Þessi afstaða Repúblikana er nú meginþáttur í sjálfsmynd flokksins.

Rachel CarsonNáttúruverndarsinninn skrifaði bókina Silent Spring árið 1962, sem ásamt öðrum framlögum hennar átti lykilþátt í framþróun umhverfisverndar.

Skýrt dæmi um þessa auknu hörku er vafalaust árásin á Rachel Carson sem hófst í lok tíunda áratugarins, án þess að ljóst sé hverjir hrundu henni af stað. Málið virtist útkljáð fyrir löngu, skaðsemi DDT var sönnuð og notkun þess ekki lengur leyfð. Sjálf var Rachel Carson löngu komin upp í æðra tilverustig. En nú fóru að hljóma raddir sem básúnuðu það út að bannið hefði ekki aðeins verið ástæðulaust heldur og beinlínis skaðlegt, skordýraeitrið hefði ekki lengur verið tiltækt þar sem þess var brýnust þörf, - í baráttunni gegn mýrarköldu. Semsé, vegna dillu einnar hysterískrar kellingar hefðu miljónir saklausra barna í þriðja heiminum látið lífið, og henni voru ekki vandaðar kveðjurnar: hendur hennar væru blóðugar, hún hefði drepið fleiri en nasistar, hún væri verri en Hitler ... Einhver setti á netið „teljara“ sem átti að sýna hve margir væru látnir á hverri stund, talan hækkaði óðum. Tilgangurinn með öllu þessu var augljós, það átti að koma sem mestu óorði á umhverfisvernd af hvaða tagi sem væri, sýna fram á að hún leiddi einungis illt af sér, og afskipti ríkisvaldsins, sem léti „hysteríuna“ hlaupa með sig í gönur, til ills eins. En þetta var allt saman rangt, notkun DDT var einungis bönnuð í bandarískum landbúnaði, en alls ekki þar sem það var notað gegn malaríu. Þar héldu menn áfram að beita því, uns það lagðist af vegna ástæðna sem áttu alls ekkert skylt við neinar móðursjúkar kellingar: það hætti semsé að virka, fram voru komnar flugnategundir sem voru ónæmar fyrir því, eins og mörg dæmi eru um. Maður veltir því fyrir sér hvort þeir sem komu þessari sögu á flot hafi ekki vitað þetta. En hún náði fótfestu svo um munaði og það til langs tíma, hún varð locus communis allra þeirra sem vildu berja á umhverfisvernd, sérlega hentug til að slá fram í sjónvarpsviðræðum. Og hún hefur líka heyrst á Íslandi.

Kyoto-sáttmálinn afskrifaður

Þegar leið á tíunda áratuginn áttu umhverfisverndarmenn æ meir undir högg að sækja. Í júlí 1997, áður en Kyoto-sáttmálinn var gerður, samþykkti bandaríska Öldungadeildin einróma ályktun sem útilokaði fyrirfram að nokkurt mark væri á honum tekið. Á þeirri stund þegar hækkun hita var orðin vísindaleg staðreynd, var sú staðreynd „pólitískt dauð“ eins og sagt er. Árið 2003 kallaði bandarískur Öldungadeildarþingmaður hana „The greatest hoax ever perpetuated on the American people“.

Árið eftir, 2004, rithöfundurinn Michael Crichton út skáldsögu sína „State of Fear“, sem fór víða enda eftir metsöluhöfund. Þar lýsti hann umhverfisverndarsinnum sem kaldrifjuðum og miskunnarlausum glæpamönnum, þeir réðu yfir allri hinni fullkomnustu tækni, og gott betur, og notuðu hana til að hrinda sjálfir af stað náttúruhamförum, svosem tsúnamí, - til að fá menn til að trúa því að forspár þeirra væru sannar, þær rættust. Þeir nota jafnframt exótískar eiturtegundir til að ryðja saklausum og vel meinandi andstæðingum sínum úr vegi, jafnvel post coitum. Þarna eru reyndar höfð hausaskipti á kenningunum um eyðileggingu náttúrunnar af mannavöldum, það eru vissulega menn sem standa á bak við hamfarirnar, en það eru umhverfisverndarmenn sjálfir. Kenning af sama tagi reis reyndar aftur upp, þegar því var haldið fram að einhverjir úr þeirra hópi hefðu sjálfir borið eld í tré þegar skógareldarnr fóru að geysa í Ástralíu.

Spunninn tilbúningur

En svo kom árið 2009, þegar boðað var til ráðstefnu í Kaupmannahöfn, og miklar vonir voru við hana bundnar. En fáum vikum áður en hún átti að hefjast var birtur sægur af tölvubréfum sem vísindamönnum við breskan og bandaríska háskóla höfðu farið á milli, og var því haldið fram að þau sýndu og sönnuðu að kenningar um breytingar loftslags væru hreinn tilbúningur vísindamanna, fyrir þeim væri ekki nokkur minnsti fótur. Úr þessu varð mikill hvellur, sem bergmálaði yfir Atlansála allar götur til Íslands, og átti hann sennilega verulegan þátt í því að ráðstefnan í Kaupmannahöfn fór út um þúfur. En þegar farið var að athuga málið betur kom í ljós að þótt þessi tölvupóstur gæfi heldur ófrýnilega mynd af vísindamönnunum, hégómagirnd þeirra og valdabrölti, var þar alls ekki neitt að finna sem sýndi að kenningar þeirra væru uppspuni þeirra sjálfra. En menn hafa velt því fyrir sér síðan hverjir þessir póstræningjar hafi verið sem stálu bréfunum. Ljóst er að þeir bjuggu yfir verulegri tækni – þó ekki eins magnaðri og söguhetjur Crichtons – mikilli elju og staðgóðri þekkingu á loftslagsvísindum til að kunna að velja úr og túlka á sinn hátt. 

Þetta væri í rauninni smáatvik enda nokkurn veginn fennt yfir það, ef ekki hefði annað komið á eftir. Í lok þessa sama árs og í janúar 2010 var gerð herferð gegn formanni IPCC í breskum blöðum, var honum gefið að sök að hafa dregið sér fé frá stofnuninni og jafnvel beitt til þess hræðsluáróðri um bráðnun jökla í Himalajafjöllum. En að lokum kom í ljós að fyrir þessu var enginn fótur.

En Grænland?

Claude AllègreFyrrverandi menntamálaráðherra Frakklands skrifaði bókina Loftslagssvindlið.

Og þá víkur sögunni yfir Ermarsund. Þar óð fram á ritvöllinn fyrrverandi menntamálaráðherra, Claude Allègre, – einn sá óvinsælasti maður sem gegnt hefur því embætti fyrr og síðar – og gaf út þetta sama ár 2010, bók sem hann nefndi „L´imposture climatique“, en það mætti kannske þýða sem „Loftslags-svindlið“. Þar lýsti hann vísindamönnum á sviði loftslagsmála sem „mafíu“, þeir hefðu hrundið af stað samsæri um að fá menn til að trúa sem vísindalegum sannleika einhverri lygasögu um hitun loftslags af mannavöldum. Sannleikurinn væri sá að hitastigið hefði sveiflast fram og aftur gegnum aldirnar og árþúsundin án afskipta mannkindarinnar og óháð breytingum á koltvísýringi, og dró hann margt fram því til sönnunar. Hann vitnaði í vísindamannin mikla „Sine“ sem hefði sýnt fram á það að fyrir 125.000 árum hefði hitinn verið sex stigum meiri en nú, en þá hefði verið mun minni koltvísýringur í loftinu. Þessu treystu menn enda var ráðherrann fyrrverandi sjálfur vísindamaður, reyndar jarðeðlisfræðingur en engan veginn sérfræðingur í loftslagsmálum.  En gallinn var sá að þegar farið var að leita að þessum „Sine“ fannst hvergi tangur né tetur af honum, né heldur af vísindaritgerð hans og datt það mál niður. En önnur röksemd féll í kramið hjá lesendum, ráðherrann fyrrverandi benti á nafnið „Grænland“, það sannaði að árið 985 hefði þessi stóra eyja verið iðagræn, „og þó voru þá engir bílar“. Þessi lærðu rök hef ég síðan lesið í blaðagrein eftir frægan heimspeking og heyrt af vörum alþýðu.

MótmæliNáttúruverndarsinnarnir í Extinction Rebellion (XR) mótmæla í París með sýnilegum aðgerðum. Hér 11. október síðastliðinn.

Sigur frestunarstefnunnar

Ritsmíð Allègre seldist í 190.000 eintökum að sögn útgefanda,  hann fór berserksgang í fjölmiðlum, og því fylgdi í sömu fjölmiðlum breiðsíða gegn kenningum um loftslagsbreytingar. Hún fékk þó að lokum takmarkaðan hljómgrunn, en nokkrum árum síðar fundu fylgismenn ráðherrans fyrrverandi sér nýjan baráttuvöll, að æsa sig upp út af Gretu Thunberg, á því sviði hafa þeir slegið hvert met eftir annað.

Þetta vekur ýmsar spurningar. Kannske munu sagnfræðingar geta svarað því eftir nokkra áratugi hvort einhver tengsl kunni að vera milli þessara þriggja atburða sem nú hafa verið taldir, bréfastuldarins, blaðaherferðarinnar í Englandi gegn yfirmanni IPCC og krossferðar jarðeðlisfræðingsins í Frakklandi. En eitt er þó víst, boðskapurinn var alls staðar sá sami, að vísindamenn í loftslagsfræðum væru e.k, „mafía“ sem hefðu spunnið upp sínar kenningar frá rótum. Þetta bar vitni um aukna hörku í kringum ráðstefnuna í Kaupmannahöfn, hörku sem bar árangur á þeim tíma og reyndar allar götur síðan. Ef litið er á stefnuna í umhverfismálum, í Frakklandi a.m.k., má best einkenna hana með latneska orðinu procrastinatio, að lofa öllu mögulegu en finna svo í sífellu átyllur til að slá því á frest. 

En ef litið er aftur til þessara deilna eru þær reyndar auðskildar. Þeir sem fóru af stað, Marshall-stofnunin og fleiri, höfðu Friedmann að sínu átrúnaðargoði, þeir dýrkuðu hina almáttugu tvenningu, frelsi og kapítalisma, sem væri óaðskiljanleg eins og Síamstvíburar og myndi leysa öll vandamál á himni og jörð. En nú voru skelfilegir atburðir að gerast, það kom í ljós að hinn frjálsi markaður hafði skapað yfirþyrmandi vandamál sem hinn frjálsi markaður var með öllu ófær um að leysa. Kapítalisminn reyndist sjálfseyðandi eins og Marx hafði haldið fram þótt það væri reyndar á öðrum forsendum (en þessar tvennar forsendur þurfa þó ekki að útiloka hvorar aðrar). Til að geta haldið veislunni áfram varð að grípa til örþrifaráða.

En ef það skyldi nú fara svo að umhverfismálin ríði kapítalismanum að fullu, hvort sem hann tekur heimsbyggðina með sér í fallinu eða ekki, það er í rauninni önnur saga, þá munu menn kannske gjóa augunum á legstaðinn og sjá í nýju ljósi orð skáldsins:

„Á gröf hins látna blikar bensíntunna

frá British Petroleum Company“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Anton ennþá með stöðu sakbornings
1
FréttirMorð í Rauðagerði

Ant­on enn­þá með stöðu sak­born­ings

Lög­mað­ur Ant­ons Krist­ins Þór­ar­ins­son­ar seg­ir Ant­on laus­an úr gæslu­varð­haldi en hann hafi enn stöðu sak­born­ings í rann­sókn á morð­inu í Rauða­gerði 28.
Landsréttur fellir úr gildi frávísun í máli Jóns Baldvins
2
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin

Lands­rétt­ur fell­ir úr gildi frá­vís­un í máli Jóns Bald­vins

Hér­aðs­dóm­ur mun taka mál Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar til efn­is­með­ferð­ar. Mál­flutn­ingi hans um að meint kyn­ferð­is­leg áreitni hans sé ekki refsi­verð sam­kvæmt spænsk­um lög­um er hafn­að.
Kvikan er að brjóta sér leið upp: Þúsund ára atburður á Reykjanesi
3
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Kvik­an er að brjóta sér leið upp: Þús­und ára at­burð­ur á Reykja­nesi

Tal­ið er að eld­gos geti haf­ist á næstu klukku­st­un­um suð­ur af Keili. „Þetta er mjög krí­tísk staða,“ seg­ir Frey­steinn Sig­munds­son jarð­eðl­is­fræð­ing­ur. Ragn­ar Stef­áns­son jarð­skjálfta­fræð­ing­ur seg­ir að sér virð­ist kvik­an hafa far­ið stutt upp í sprung­una.
Katrín Júlíusdóttir: Prófkjör Samfylkingarnar var góð tilraun sem heppnaðist ekki
4
Fréttir

Katrín Júlí­us­dótt­ir: Próf­kjör Sam­fylk­ing­arn­ar var góð til­raun sem heppn­að­ist ekki

Sú að­ferð sem beitt var hent­aði frek­ar ný­lið­um á list­an­um held­ur en reynd­um þing­mönn­um, seg­ir fyrr­ver­andi vara­formað­ur flokks­ins.
311. spurningaþraut: Handbolti, tölvuleikur, kvenhetja, borgir
5
Þrautir10 af öllu tagi

311. spurn­inga­þraut: Hand­bolti, tölvu­leik­ur, kven­hetja, borg­ir

Þraut­in í gær sner­ist um borg­ir. * Fyrri auka­spurn­ing: Hver á eða átti svarta bíl­inn sem hér að of­an sést? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Guð­mund­ur Guð­munds­son er þjálf­ari ís­lenska karla­lands­liðs­ins í hand­bolta. Hann tók við því starfi í þriðja sinn ár­ið 2018. Hvern leysti hann þá af hólmi? 2.   Í Net­flix-mynd­inni News of the World leik­ur rosk­inn Banda­ríkja­mað­ur að­al­hlut­verk­ið. Hvað heit­ir...
Britney Spears: Frelsi og fjötrar
6
Greining

Brit­ney Spe­ars: Frelsi og fjötr­ar

Brit­ney Spe­ars skaust upp á him­in­inn sem skær­asta popp­stjarna þús­ald­ar­inn­ar. Ló­lítu-mark­aðs­setn­ing ímynd­ar henn­ar var hins veg­ar byggð á brauð­fót­um hug­mynda­fræði­legs ómögu­leika. Heim­ur­inn beið eft­ir því að hún myndi falla. Hún var svipt sjálfræði að­eins tutt­ugu og sex ára göm­ul, en #freebrit­ney hreyf­ing­in berst nú fyr­ir end­ur­nýj­un sjálfræð­is henn­ar.
Þá var kátt í höllinni
7
Mynd dagsins

Þá var kátt í höll­inni

Í morg­un var byrj­að að bólu­setja með 4.600 skömmt­um frá Pfizer, ald­urs­hóp­inn 80 ára og eldri í Laug­ar­dals­höll­inni. Hér er Arn­þrúð­ur Arn­órs­dótt­ir fædd 1932 að fá sinn fyrsta skammt. Alls hafa nú 12.644 ein­stak­ling­ar ver­ið full bólu­sett­ir gegn Covid-19, frá 29. des­em­ber, þeg­ar þeir fyrstu fengu spraut­una. Ís­land er í fjórða neðsta sæti í Evr­ópu með 1.694 smit á hverja 100 þús­und íbúa, Finn­ar eru lægst­ir með ein­ung­is 981 smit á hverja 100 þús­und íbúa. Andorra er með flest smit á heimsvísu, eða 14.116 smit á hverja 100 þús­und íbúa.

Mest deilt

Kvikan er að brjóta sér leið upp: Þúsund ára atburður á Reykjanesi
1
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Kvik­an er að brjóta sér leið upp: Þús­und ára at­burð­ur á Reykja­nesi

Tal­ið er að eld­gos geti haf­ist á næstu klukku­st­un­um suð­ur af Keili. „Þetta er mjög krí­tísk staða,“ seg­ir Frey­steinn Sig­munds­son jarð­eðl­is­fræð­ing­ur. Ragn­ar Stef­áns­son jarð­skjálfta­fræð­ing­ur seg­ir að sér virð­ist kvik­an hafa far­ið stutt upp í sprung­una.
Landsréttur fellir úr gildi frávísun í máli Jóns Baldvins
2
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin

Lands­rétt­ur fell­ir úr gildi frá­vís­un í máli Jóns Bald­vins

Hér­aðs­dóm­ur mun taka mál Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar til efn­is­með­ferð­ar. Mál­flutn­ingi hans um að meint kyn­ferð­is­leg áreitni hans sé ekki refsi­verð sam­kvæmt spænsk­um lög­um er hafn­að.
Almannavarnir biðja fólk um að fara ekki að gossvæðinu
3
StreymiSkjálftahrina á Reykjanesi

Al­manna­varn­ir biðja fólk um að fara ekki að gossvæð­inu

Mik­ið af fólki er að fara inn á af­leggj­ar­ann að Keili. „Þetta er mjög krí­tísk staða,“ seg­ir jarð­eðl­is­fræð­ing­ur sem bið­ur um vinnu­fr­ið á vett­vangi. Vara­samt get­ur ver­ið að fara mjög ná­lægt gos­inu vegna gasmeng­un­ar.
312. spurningaþraut: Hvar rignir mest í heiminum? og fleiri spurningar
4
Þrautir10 af öllu tagi

312. spurn­inga­þraut: Hvar rign­ir mest í heim­in­um? og fleiri spurn­ing­ar

Þraut­in í gær er hér. * Auka­spurn­ing: Á mynd­inni hér að of­an er hluti (að­eins hluti!) af um­slagi einn­ar fræg­ustu hljóm­plötu 20. ald­ar. Hver er plat­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað heit­ir hund­ur Mikka Músar? 2.   Hver lék að­al­kven­hlut­verk­ið í víð­frægri banda­rískri gam­an­mynd frá 1959? Mynd­in hét, með­al annarra orða, Some Like It Hot. 3.   Um 1980 hófst hið svo­kall­aða „ís­lenska...
311. spurningaþraut: Handbolti, tölvuleikur, kvenhetja, borgir
5
Þrautir10 af öllu tagi

311. spurn­inga­þraut: Hand­bolti, tölvu­leik­ur, kven­hetja, borg­ir

Þraut­in í gær sner­ist um borg­ir. * Fyrri auka­spurn­ing: Hver á eða átti svarta bíl­inn sem hér að of­an sést? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Guð­mund­ur Guð­munds­son er þjálf­ari ís­lenska karla­lands­liðs­ins í hand­bolta. Hann tók við því starfi í þriðja sinn ár­ið 2018. Hvern leysti hann þá af hólmi? 2.   Í Net­flix-mynd­inni News of the World leik­ur rosk­inn Banda­ríkja­mað­ur að­al­hlut­verk­ið. Hvað heit­ir...
313. spurningaþraut: Þrír ungir bræður frá eyjunni Mön ... þar koma nú eigi margir til mála, ha?
6
Þrautir10 af öllu tagi

313. spurn­inga­þraut: Þrír ung­ir bræð­ur frá eyj­unni Mön ... þar koma nú eigi marg­ir til mála, ha?

Hér er hlekk­ur á þraut gær­dags­ins, ekki orð um það meir. * Fyrri auka­spurn­ing: Hvar er mynd­in hér að of­an tek­in? Beð­ið er um ná­kvæmt svar. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Ár­ið 1958 stofn­uðu þrír ung­ir bræð­ur frá eyj­unni Mön á Ír­lands­hafi hljóm­sveit. Um svip­að leyti fluttu þeir reynd­ar frá Bret­lands­eyj­um með fjöl­skyldu sinni, og þeir voru síð­an oft kennd­ir við þann...
Þorvaldur Gylfason
7
Blogg

Þorvaldur Gylfason

Auð­lind­ir í stjórn­ar­skrá

Hér fer á eft­ir í einni bendu fimm greina flokk­ur okk­ar Lýðs Árna­son­ar lækn­is og kvik­mynda­gerð­ar­manns og Ól­afs Ólafs­son­ar fv. land­lækn­is um auð­linda­mál­ið og stjórn­ar­skrána. Grein­arn­ar birt­ust fyrst í Frétta­blað­inu 24. sept­em­ber, 20. októ­ber, 19. nóv­em­ber og 23. des­em­ber 2020 og loks 26. fe­brú­ar 2021. 1. VIT­UND­AR­VAKN­ING UM MIK­IL­VÆGI AUЭLINDA­Heims­byggð­in er að vakna til vit­und­ar...

Mest lesið í vikunni

Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
1
RannsóknMorð í Rauðagerði

At­hafna­mað­ur­inn Ant­on kort­lagð­ur: Hvað­an koma pen­ing­arn­ir?

Ant­on Krist­inn Þór­ar­ins­son hef­ur yf­ir fjölda ára kom­ið að stofn­un, stjórn og prókúru ým­issa fé­laga sem hafa mest­an sinn hagn­að af sölu og kaup­um fast­eigna. Hann seldi „Garða­bæj­ar­höll“ og bygg­ir nú hús á Arn­ar­nes­inu.
Nýjasta sviðsmyndin fyrir eldgos gerir ráð fyrir mögulegu hraunflæði yfir Reykjanesbraut
2
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Nýj­asta sviðs­mynd­in fyr­ir eld­gos ger­ir ráð fyr­ir mögu­legu hraun­flæði yf­ir Reykja­nes­braut

Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóp­ur Há­skóla Ís­lands hef­ur upp­fært spálík­an fyr­ir eld­gos á Reykja­nesi vegna breyttr­ar skjálfta­virkni í dag.
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
3
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili

„Það eina sem ég vildi var að deyja“

Ásta Önnu­dótt­ir, sem var vist­uð um tveggja ára skeið á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi, lýs­ir því að hún hafi orð­ið fyr­ir slíku and­legu of­beldi þar að það hafi dreg­ið úr henni lífs­vilj­ann. Hún hafi ver­ið glað­vært barn en fram­kom­an í henn­ar garð á heim­il­inu hafi bar­ið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveim­ur ára­tug­um síð­ar, sem hún sé að jafna sig.
Iðkar þakklæti: „Ekkert getur gert okkur hamingjusöm nema við sjálf“
4
ViðtalHamingjan

Iðk­ar þakk­læti: „Ekk­ert get­ur gert okk­ur ham­ingju­söm nema við sjálf“

Hrafn­hild­ur Haf­steins­dótt­ir seg­ir að ham­ingj­an sé ákvörð­un, hún sé einnig ferða­lag en ekki ákvörð­un­ar­stað­ur. Hún seg­ist iðka þakk­læti dag­lega með því að taka eft­ir því góða í kring­um sig.
Anton ennþá með stöðu sakbornings
5
FréttirMorð í Rauðagerði

Ant­on enn­þá með stöðu sak­born­ings

Lög­mað­ur Ant­ons Krist­ins Þór­ar­ins­son­ar seg­ir Ant­on laus­an úr gæslu­varð­haldi en hann hafi enn stöðu sak­born­ings í rann­sókn á morð­inu í Rauða­gerði 28.
Landsréttur fellir úr gildi frávísun í máli Jóns Baldvins
6
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin

Lands­rétt­ur fell­ir úr gildi frá­vís­un í máli Jóns Bald­vins

Hér­aðs­dóm­ur mun taka mál Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar til efn­is­með­ferð­ar. Mál­flutn­ingi hans um að meint kyn­ferð­is­leg áreitni hans sé ekki refsi­verð sam­kvæmt spænsk­um lög­um er hafn­að.
Misstu vinnuna í Covid og opnuðu hringrásarverslun
7
Viðtal

Misstu vinn­una í Covid og opn­uðu hringrás­ar­versl­un

Hjón­in Dav­íð Örn Jó­hanns­son og Jana Mar­en Ósk­ars­dótt­ir opn­uðu hringrás­ar­versl­un með fatn­að og fylgi­hluti við Hlemm og vilja stuðla að end­ur­nýt­ingu á fatn­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
1
RannsóknMorð í Rauðagerði

At­hafna­mað­ur­inn Ant­on kort­lagð­ur: Hvað­an koma pen­ing­arn­ir?

Ant­on Krist­inn Þór­ar­ins­son hef­ur yf­ir fjölda ára kom­ið að stofn­un, stjórn og prókúru ým­issa fé­laga sem hafa mest­an sinn hagn­að af sölu og kaup­um fast­eigna. Hann seldi „Garða­bæj­ar­höll“ og bygg­ir nú hús á Arn­ar­nes­inu.
„Ég lærði að gráta í þögn“
2
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili

„Ég lærði að gráta í þögn“

Á því rúma ári sem Sigurósk Tinna Páls­dótt­ir var vist­uð á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi var hún brot­in þannig nið­ur að allt henn­ar líf hef­ur lit­ast af því. Hún lýs­ir ótt­an­um og van­líð­an­inni sem var við­var­andi á heim­il­inu. Þeg­ar Tinna greindi frá kyn­ferð­is­brot­um sem hún hafði orð­ið fyr­ir var henni ekki trú­að og hún neydd til að biðj­ast af­sök­un­ar á að hafa sagt frá of­beld­inu. „Ég gerði ekki neitt, það voru þau.“
Dagný Halla Ágústsdóttir
3
Aðsent

Dagný Halla Ágústsdóttir, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir

Dökka hlið TikT­ok al­gór­i­þm­ans

Op­ið bréf til for­eldra um notk­un barna á TikT­ok - frá þrem­ur ung­ling­um sem nota TikT­ok.
„Ég var svo bugaður að mig langaði helst að hefja nýtt líf“
4
Viðtal

„Ég var svo bug­að­ur að mig lang­aði helst að hefja nýtt líf“

Síð­asta ár­ið hef­ur Vil­helm Neto tek­ið á kvíð­an­um og loks­ins kom­ist á rétt ról á leik­list­ar­ferl­in­um.
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
5
ViðtalHeimavígi Samherja

Mað­ur­inn sem plokk­aði Sam­herja­merk­ið af vinnu­föt­un­um sín­um: „Það átti bara að vera til ein skoð­un“

Guð­mund­ur Már Beck, fyrr­um starfs­mað­ur Sam­herja, seg­ir sér hafa lið­ið mjög illa eft­ir að hafa fylgst með frétta­flutn­ingi af fram­ferði Sam­herja í Namib­íu, svo illa að hann lýs­ir því sem áfalli.
Bragi Páll Sigurðarson
6
Pistill

Bragi Páll Sigurðarson

Hvít­ur, gagn­kyn­hneigð­ur karl­mað­ur tal­ar frá Reykja­vík

Í þessu sam­fé­lagi hönn­uðu fyr­ir hvíta, gagn­kyn­hneigða, ófatl­aða sæmi­lega stæða karla, ætti að vera rými fyr­ir alla hina að hafa jafn­há­vær­ar radd­ir.
Nýjasta sviðsmyndin fyrir eldgos gerir ráð fyrir mögulegu hraunflæði yfir Reykjanesbraut
7
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Nýj­asta sviðs­mynd­in fyr­ir eld­gos ger­ir ráð fyr­ir mögu­legu hraun­flæði yf­ir Reykja­nes­braut

Eld­fjalla­fræði- og nátt­úru­vár­hóp­ur Há­skóla Ís­lands hef­ur upp­fært spálík­an fyr­ir eld­gos á Reykja­nesi vegna breyttr­ar skjálfta­virkni í dag.

Nýtt á Stundinni

Dómsmálaráðherra bregst við bið eftir fangelsisvistun með samfélagsþjónustu
Fréttir

Dóms­mála­ráð­herra bregst við bið eft­ir fang­elsis­vist­un með sam­fé­lags­þjón­ustu

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­mála­ráð­herra hef­ur lagt fram frum­varp sem mun heim­ila afplán­un allt að tveggja ára fang­els­is­dóma með sam­fé­lags­þjón­ustu. Til­gang­ur­inn er að draga úr bið eft­ir afplán­un og bregð­ast við aukn­um fjölda fyrn­inga dóma.
313. spurningaþraut: Þrír ungir bræður frá eyjunni Mön ... þar koma nú eigi margir til mála, ha?
Þrautir10 af öllu tagi

313. spurn­inga­þraut: Þrír ung­ir bræð­ur frá eyj­unni Mön ... þar koma nú eigi marg­ir til mála, ha?

Hér er hlekk­ur á þraut gær­dags­ins, ekki orð um það meir. * Fyrri auka­spurn­ing: Hvar er mynd­in hér að of­an tek­in? Beð­ið er um ná­kvæmt svar. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Ár­ið 1958 stofn­uðu þrír ung­ir bræð­ur frá eyj­unni Mön á Ír­lands­hafi hljóm­sveit. Um svip­að leyti fluttu þeir reynd­ar frá Bret­lands­eyj­um með fjöl­skyldu sinni, og þeir voru síð­an oft kennd­ir við þann...
Kvikmynd Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós
Menning

Kvik­mynd Ól­afs Arn­alds lít­ur dags­ins ljós

Tón­list­ar­mynd­in When We Are Born af­hjúp­ar per­sónu­lega sögu síð­ustu plötu Ól­afs Arn­alds. Hún var tek­in upp síð­asta sum­ar, en verð­ur frum­sýnd á net­inu 7. mars.
Hjartans kveðja frá Reykjanesi
Mynd dagsins

Hjart­ans kveðja frá Reykja­nesi

Þessi ferða­lang­ur á Bleik­hóli, við suð­urenda Kleif­ar­vatns, ætl­aði að finna fyr­ir hon­um stóra sem kom svo ekki. Það voru fá­ir á ferli, enda hafa Al­manna­varn­ir beint því til fólks að vera ekki að þvæl­ast að óþörfu um mið­bik Reykja­nesskag­ans. Krýsu­vík­ur­kerf­ið er und­ir sér­stöku eft­ir­liti vís­inda­manna, því það teyg­ir anga sína inn á höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Síð­deg­is í gær mæld­ust litl­ir skjálft­ar óþægi­lega ná­lægt Krýsu­vík­ur­svæð­inu, sem er áhyggju­efni vís­inda­manna.
Auðlindir í stjórnarskrá
Blogg

Þorvaldur Gylfason

Auð­lind­ir í stjórn­ar­skrá

Hér fer á eft­ir í einni bendu fimm greina flokk­ur okk­ar Lýðs Árna­son­ar lækn­is og kvik­mynda­gerð­ar­manns og Ól­afs Ólafs­son­ar fv. land­lækn­is um auð­linda­mál­ið og stjórn­ar­skrána. Grein­arn­ar birt­ust fyrst í Frétta­blað­inu 24. sept­em­ber, 20. októ­ber, 19. nóv­em­ber og 23. des­em­ber 2020 og loks 26. fe­brú­ar 2021. 1. VIT­UND­AR­VAKN­ING UM MIK­IL­VÆGI AUЭLINDA­Heims­byggð­in er að vakna til vit­und­ar...
Katrín Júlíusdóttir: Prófkjör Samfylkingarnar var góð tilraun sem heppnaðist ekki
Fréttir

Katrín Júlí­us­dótt­ir: Próf­kjör Sam­fylk­ing­arn­ar var góð til­raun sem heppn­að­ist ekki

Sú að­ferð sem beitt var hent­aði frek­ar ný­lið­um á list­an­um held­ur en reynd­um þing­mönn­um, seg­ir fyrr­ver­andi vara­formað­ur flokks­ins.
800 skjálftar frá miðnætti
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

800 skjálft­ar frá mið­nætti

Kvika hef­ur ekki náð upp á yf­ir­borð­ið, en skjálfta­virkni jókst aft­ur und­ir morg­un.
312. spurningaþraut: Hvar rignir mest í heiminum? og fleiri spurningar
Þrautir10 af öllu tagi

312. spurn­inga­þraut: Hvar rign­ir mest í heim­in­um? og fleiri spurn­ing­ar

Þraut­in í gær er hér. * Auka­spurn­ing: Á mynd­inni hér að of­an er hluti (að­eins hluti!) af um­slagi einn­ar fræg­ustu hljóm­plötu 20. ald­ar. Hver er plat­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað heit­ir hund­ur Mikka Músar? 2.   Hver lék að­al­kven­hlut­verk­ið í víð­frægri banda­rískri gam­an­mynd frá 1959? Mynd­in hét, með­al annarra orða, Some Like It Hot. 3.   Um 1980 hófst hið svo­kall­aða „ís­lenska...
Víðir varar við: Fólk reynir að komast á gossvæðið og gæti fest sig
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Víð­ir var­ar við: Fólk reyn­ir að kom­ast á gossvæð­ið og gæti fest sig

Fólk hef­ur streymt að af­leggj­ar­an­um að Keili, sem ligg­ur í átt að mögu­legu gossvæði. Kvika er að brjóta sér leið upp á yf­ir­borð­ið.
Tæpir tuttugu milljarðar
Mynd dagsins

Tæp­ir tutt­ugu millj­arð­ar

Hann virk­ar ekki stór, hjól­reiða­mað­ur­inn sem dá­ist að Ven­usi frá Vopna­firði landa loðnu hjá Brim í Akra­nes­höfn nú í morg­un. Ís­lensk upp­sjáv­ar­skip mega í ár, eft­ir tvær dauð­ar ver­tíð­ir, veiða tæp sjö­tíu þús­und tonn af loðnu, sem ger­ir um 20 millj­arða í út­flutn­ings­verð­mæti. Verð­mæt­ust eru loðnu­hrogn­in, en á seinni mynd­inni má sjá hvernig þau eru unn­in fyr­ir fryst­ingu á Jap­ans­mark­að. Kíló­verð­ið á hrogn­un­um er um 1.650 krón­ur, sem er met.
Almannavarnir biðja fólk um að fara ekki að gossvæðinu
StreymiSkjálftahrina á Reykjanesi

Al­manna­varn­ir biðja fólk um að fara ekki að gossvæð­inu

Mik­ið af fólki er að fara inn á af­leggj­ar­ann að Keili. „Þetta er mjög krí­tísk staða,“ seg­ir jarð­eðl­is­fræð­ing­ur sem bið­ur um vinnu­fr­ið á vett­vangi. Vara­samt get­ur ver­ið að fara mjög ná­lægt gos­inu vegna gasmeng­un­ar.
Ákvörðun flugfélaga hvort flug raskast
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Ákvörð­un flug­fé­laga hvort flug rask­ast

Hefj­ist eld­gos mun verða óheim­ilt að fljúga yf­ir ákvæð­ið svæði í um hálf­tíma til klukku­tíma. Eft­ir það er það í hönd­um flug­fé­laga hvernig flugi verð­ur hátt­að.