Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
2
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
59390
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
Ásta Önnudóttir, sem var vistuð um tveggja ára skeið á meðferðarheimilinu Laugalandi, lýsir því að hún hafi orðið fyrir slíku andlegu ofbeldi þar að það hafi dregið úr henni lífsviljann. Hún hafi verið glaðvært barn en framkoman í hennar garð á heimilinu hafi barið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveimur áratugum síðar, sem hún sé að jafna sig.
3
FréttirMorð í Rauðagerði
15
Anton ennþá með stöðu sakbornings
Lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar segir Anton lausan úr gæsluvarðhaldi en hann hafi enn stöðu sakbornings í rannsókn á morðinu í Rauðagerði 28.
4
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
4104
Landsréttur fellir úr gildi frávísun í máli Jóns Baldvins
Héraðsdómur mun taka mál Jóns Baldvins Hannibalssonar til efnismeðferðar. Málflutningi hans um að meint kynferðisleg áreitni hans sé ekki refsiverð samkvæmt spænskum lögum er hafnað.
5
MenningMetoo
11116
Nýtt leikrit veitir kvenskörungi uppreist æru
„Ég finn mig skylduga til að segja þessa sögu,“ segir Tinna Sverrisdóttir sem grét nánast á hverri æfingu fyrstu vikurnar í undirbúningi fyrir leikrit sem varpar nýju ljósi á ævi Sunnefu Jónsdóttur. Sunnefa var tvídæmd til dauða á 18. öld fyrir blóðskömm.
6
Þrautir10 af öllu tagi
2957
309. spurningaþraut: Katrínar, sjómílur, jökull og Halla Signý
Þið finnið þrautina frá í gær hér. * Fyrri aukaspurning: Hvar voru — eftir því sem best er vitað — aðal bækistöðvar þeirrar menningar sem skóp myndina hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hinrik 8. Englandskóngur átti fleiri eiginkonur en algengt er um evrópska kónga. Hve margar? 2. Hve margar þeirra hétu Katrín? 3. Og fyrst við erum á þessum...
7
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
20126
Kvikan er að brjóta sér leið upp: Þúsund ára atburður á Reykjanesi
Talið er að eldgos geti hafist á næstu klukkustunum suður af Keili. „Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir að sér virðist kvikan hafa farið stutt upp í sprunguna.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 12. mars.
Í KringlunniFólk beið í vikunni í hópi fyrir utan verslanir í Kringlunni, samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra um 10 manna hámark í almennum verslunum.Mynd: Heiða Helgadóttir
Það má segja að Brynjar Níelsson og Sigríður Andersen, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, hafi rétt fyrir sér í því að stjórnvöld valdi tjóni með viðbrögðum sínum við Covid-faraldrinum. „Þetta-reddast“-hugmyndafræði þeirra er hins vegar ekki líkleg til annars en að skaða samfélagið enn meira.
Veiran er eins og viðskipti, lifir með tengslum milli fólks.
Þegar stjórnvöld banna viðskipti, til dæmis með áfengi, verður til svartur markaður. Til þess að takast á við það þarf sífellt meiri valdbeitingu og valdheimildir.
Aðferðin til að berjast gegn óviljandi veiruviðskiptum fólks þarf ekki að vera algilt bann, eins og í fíkniefnastríði, heldur getur nálgunin verið flóknari, eins og forvarnir, fræðsla, inngrip og hagræðing aðstæðna.
Markmið án framfylgdar
Í upphafi faraldursins settu stjórnvöld sér skýrt markmið: Að vernda viðkvæmustu hópana. Þegar á hólminn kom ákváðu stjórnvöld að það væri ekki hægt, án þess að það væri sérstaklega rætt. Eftir að ein stærsta hópsýking faraldursins átti sér stað á öldrunarlækningadeildinni á Landakoti, sem orsakar nánast allt mannfallið í seinni bylgjunni, var umræða yfirvalda á þá leið að sjálfgefin sannindi hefðu verið að aðstæður þar væru hættulegar og óumflýjanlega svo.
Þau töldu sig ekki geta hólfaskipt starfsemi á Landakoti, þar sem veikir og aldraðir voru samankomnir. Þau gátu ekki tryggt loftræstingu og ekki fjarlægð milli fólks, þannig að fólk lá jafnvel í rúmi með 60 sentímetra bili á sama tíma og yfirvöld kröfðu almenna borgara úti í samfélaginu um tveggja metra bil í stystu samskiptum. Enginn taldi sig hafa vald eða umboð til þess að framfylgja höfuðmarkmiðinu. Landspítalinn gat ekki tryggt mönnun, einstakir starfsmenn gátu litlu breytt og heilbrigðisráðherra taldi síðan málið ekki vera á sínu borði, þegar spurt var eftir á.
Niðurstaðan var að hindrunin hefði verið þríþætt: Það var ekki hægt að byggja nýjan spítala á nokkrum mánuðum, ekki fékkst starfsfólk og veiran var lúmsk. Svarið var því nauðhyggja á þessu sviði, en á öðrum sviðum var gripið til fordæmalausra aðgerða.
Á sama tíma beittu stjórnvöld þeim tækjum sem fyrir hendi voru: Að banna starfsemi í samfélaginu. Eins konar geislameðferð, sem eyddi fyrst og fremst jákvæðum samskiptum eða viðskiptum, til að ná þeim samskiptum sem væru varasöm.
Gamalt orðatiltæki segir að þegar þú ert með hamar leitir þú að nagla. Þannig mótuðust viðfangsefnin af tólunum.
Einfalt tól – einfaldar aðgerðir
Eitt af megintækjum stjórnvalda er að setja á bann og fjöldatakmarkanir. Tækið miðast hins vegar ekki við raunverulegar aðstæður nema að hluta. Því er ætlað að hindra hópamyndun, sem þýðir að það á að draga úr fjölda manneskja á tilteknum yfirborðsfleti innanhúss. Aðgerðin tekur hins vegar ekki mið af fermetrafjölda. Þannig eru leyfðir tíu inni í stórri sem lítilli verslun, fyrir utan matvöru- og lyfjaverslanir.
Niðurstaðan af hömlunum, sem hindra eiga hópamyndun, er hópamyndun fyrir utan verslunina. Þannig dvelur fólk í mun lengri tíma innan um aðra, heldur en það ætlaði sér eða þyrfti án hamla. Og sökum þess að fólk er mennskt en ekki vélrænt eins og líkan, er það nær hvort öðru en tveir metrar og snertir fleti meðan það dvelur í röðinni. Fyrir utan stórar verslanir er núna regla frekar en undantekning að mesta mannþröngin sé í biðröðinni fyrir utan, samkvæmt tilmælum sóttvarnayfirvalda um 10 manna hámark óháð fermetrafjölda.
Stjórnsýslulega er aðferðin ekki ólík því að fasteignagjöld væru innheimt í þremur gjaldflokkum: Einbýli, raðhús og fjölbýli.
Ein helsta orsök smitdreifingar er léleg loftræsting, en í aðgerðum stjórnvalda er enginn greinarmunur gerður á vel loftræstu rými eða illa loftræstu, væntanlega vegna þess að það er metið of flókið að taka það út.
Þess vegna eru aðeins tvenns konar viðmið notuð: Mannfjöldi og eðli starfseminnar.
Svo kom mennskan
Í seinni stóru bylgju faraldursins, sem við erum nú í halanum á, var helsta dreifileið veirunnar líkamsræktarstöðvar, vínveitingastaðir og starfsemi Landspítalans.
Ekki hefur tekist að útrýma veirunni á Íslandi, vegna þess að fólk lætur ekki af þeirri grunnþörf sinni að hittast. Samkvæmt upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum eru fjölskylduboð helsti drifkrafturinn í dreifingu veirunnar nú, sem og vinnustaðir. Dreifingin er hins vegar lítil og þótt talað hefði verið um línulegan vöxt veirunnar í lok nóvember hafa greinst undir tuttugu tilvik alla daga frá 10. nóvember nema einn.
Víðir Reynisson, talsmaður almannavarna, er einn af þeim tugum sem hafa smitast undanfarna daga vegna fjölskylduboða, eftir að hann fékk tíu manns í heimsókn til sín, þar af fimm sem smituðust. Áherslan í umræðunni hefur verið á það að Víðir sé manneskja og viðbúið sé að fólki verði á mistök. Smitin á heimili yfirlögregluþjóns almannavarna eru því markverður hluti allra smita síðustu vikur. En við ætluðum hvort sem er ekki að eyða veirunni.
Í lok september sagði Víðir: „Skilaboð okkar inn í daginn eru að fólk takmarki eins og það geti þá hópa sem það er að hitta og skoði hvort það sem fólk er að gera þurfi raunverulega að fara fram með því að hittast eða hvort fólk getur gert það með öðrum leiðum.“
Spurningin er því hvort þetta er sanngjörn krafa yfirhöfuð eða raunhæft. Hvort það sé hægt að biðja fólk, Víði sem okkur hin, að hitta helst ekki aðra í heilt ár?
Einfaldar leiðbeiningar
Ef ekki á að banna alla samveru er kvarðinn mismikil áhætta, en ekki engin áhætta eða áhætta. Þetta er ekki svart eða hvítt.
Sumum lykilatriðum til að forðast smit hefur lengi vel ekki verið komið skipulega til fólks. Það var haldið áfram að beina því fyrst og fremst til okkar að knúsast seinna og að þvo hendur, þótt loftbornir eiginleikar veirunnar hefðu komið fram og nýjar áherslur mikilvægar.
Í leiðbeiningum á Covid.is undir heitinu „Að forðast smit – Þú getur varið þig og aðra gegn smiti með því að fylgja þessum ráðum“, er hvergi minnst á loftræstingu, þótt komið hafi í ljós að hún hafi lykilhlutverk í veiruvörnum. Ekki er sérstaklega ávörpuð áhættan af matar- og drykkjarneyslu í hópi eða af því að tala hátt.
Eftir að Víðir Reynisson smitaðist var bætt úr þessu með sérstökum jólatilmælum. Þar kemur fram að forðast beri hlaðborð, söng, hávært tal og sagt að lofta eigi út meðan á jólaboðum stendur.
Líklegt er að breytt hegðun og aðstæður geti minnkað verulega líkurnar á smiti. Þótt veiran sé lúmsk er það ekki ástæða eitt og sér. Hópsmitið á Landakoti orsakaðist ekki eingöngu af eiginleikum veirunnar sjálfrar, heldur því að fyrir misgáning var notuð vél sem dreifði veirunni um loftið í illa loftræstum, þröngum rýmum án viðeigandi hólfaskiptingar.
Engin smit í verslunum
Engin staðfest tilfelli eru um smit í verslunum, eins og Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, hefur greint frá. Það kann að hluta að vera vegna þess að þau eru illrekjanleg, en það kann líka að vera vegna þess að smit séu ólíkleg þar og að grímur, spritt og almenn viðmið um fjarlægð séu nægileg til að fyrirbyggja nánast öll möguleg smit.
Fréttir um smit í Kringlunni reyndust þannig vera misskilningur. Þau áttu sér stað á skrifstofu í Kringlunni.
Þótt engin smit hafi greinst í verslunum, allir gangi þar með grímur og greind smit utan sóttkvíar séu fá, er enn bannað með reglugerð að fleiri en 10 séu staddir í verslun, annarri en matvöru- eða lyfjaverslun, óháð stærð.
Misvísandi markmið
Eftir því sem takmarkið verður óljósara, verða aðferðirnar ómarkvissari. Þannig virðist stundum sem markmiðið sé að útrýma veirunni í samfélaginu, en svo kemur fram að við þurfum að lifa með veirunni. Og ef við ætlum að lifa með veirunni er aðferðin önnur. Við getum fórnað miklu til skamms tíma, en til lengri tíma ekki.
Víðir Reynisson sagði í lok október að markmiðið væri ekki að skapa veirufrítt samfélag, heldur:
„Það er í fyrsta lagi að verja heilbrigðiskerfið, það er í öðru lagi að takmarka innflæði veirunnar við landamæri, og í þriðja lagi að hefta samfélagsleg smit, þannig að hægt sé að hafa sem opnasta samfélagið með minnstu takmörkunum. Umræður um veirufrítt samfélag eða að láta veiruna flæða hér um eru ekki frá okkur komin,“ sagði hann.
„Umræður um veirufrítt samfélag eða að láta veiruna flæða hér um eru ekki frá okkur komin“
Þegar tekin er ákvörðun um bönn virðist stundum of lítill greinarmunur gerður á því hvort verið er að banna heilbrigða hegðun sem hefur jákvæð áhrif, eða eitthvað sem skiptir minna máli fyrir aðra en rekstraraðila. Það að banna íþróttir afreksíþróttamanna og barna er til dæmis annars eðlis en að þrengja að rétti fólks til að sækja og reka vínveitingastaði eftir klukkan níu á kvöldin. Og það að banna íþróttir innandyra, en gera engan greinarmun á íþróttahöllum eða litlum sölum, ræðst ekki af raunveruleikanum heldur þeim þörfum yfirvalda að hafa regluverkið einfaldara og búa því til grófar flokkanir á atferli fólks og banna út frá þeim óháð raunverulegum aðstæðum og afleiðingum. Veitingastaður í kjallara með enga opna glugga er því það sama fyrir yfirvöldum eins og vel loftræstur veitingastaður, þótt smithættan sé bersýnilega afar mismikil.
Þau sem fara ekki í jólakúluna
Þegar ljóst varð að tilfellum fjölgaði lítillega í lok nóvember þrátt fyrir ströng bönn, með því að nokkur greind smit bárust milli heimila dag hvern, virtist næsta skref vera að þrengja meira að heimildum fólks til að hittast á heimilum. Þetta hefur verið gert með óformlegri hætti. Fólk er beðið um að þrengja þann hóp sem það hittir um jólin og búa til félagslega „jólakúlu“. Þetta hljómar fallega og saklaust, en fyrir marga þýðir þetta að þeir verða skildir eftir utan jólakúla. Á ári þar sem vísbendingar eru um mikla fjölgun sjálfsvíga ætti þetta að hringja viðvörunarbjöllum.
Hættan á móti er bersýnilega sú að viðkvæmt fólk hefur auknar dánarlíkur og að fólk getur orðið fyrir langtímaáhrifum sem eru enn lítið þekkt.
Andlátin í seinni bylgjunni hafa hins vegar nánast eingöngu verið bundin við fólk sem smitaðist á öldrunarlækningadeild Landspítalans eða komust í samband við smitaða þaðan.
Forystu- og eftirlitsleysi
Viðbrögðin við hópsmitunum á Landakoti leiddu í ljós að það var gap í ábyrgðinni. Þegar fjöldi fólks hafði látist vegna hópsýkingarinnar í kjöraðstæðum smitdreifingar, kom fram að vitað hefði verið allan tímann að aðstæður á Landakoti væru hættulegar. Forsætisráðuneytið hefur enn ekki svarað spurningum Stundarinnar um hvort þessar þekktu, hættulegu aðstæður á Landakoti hefðu verið ræddar í ríkisstjórn þegar mat var lagt á hættuna og markmiðin í faraldrinum.
Á sama tíma og almannavarnaþríeykið leiddi viðbrögðin við faraldrinum sem slíkum, hefur það ekki valdheimildir til að grípa til ýmissa frumlegra og stórtækra aðgerða sem hefðu getað komið í veg fyrir að viðkvæmasta hópnum væri sérstaklega komið fyrir í hámarkshættuaðstæðum. Þau hafa ekki vald eða greiningargetu til að stofnsetja tímabundið bráðasjúkrahús, setja lög um sérþóknun til starfsfólks eða greina heildaráhrifin af sóttvarnaraðgerðum, svo dæmi séu nefnd. Það er hins vegar hlutverk framkvæmdavaldsins, í þessu tilfelli helst heilbrigðisráðherra, að greina heildræn áhrif aðgerðanna og leiða brýnar bráðabreytingar.
Síðan er það hlutverk Alþingis að veita stjórnvöldum aðhald og eftirlit. Og þar kemur að Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. „Ég lít bara á þetta sem mitt hlutverk,“ sagði hann um gagnrýni sína á sóttvarnaaðgerðir í október. Brynjar er jafnframt varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Hann hefur uppskorið mikla athygli fyrir gagnrýni sína en mætir ekki á fundi nefndarinnar sem á að veita valdinu aðhald.
Nefndin hefur meðal annars fjallað um afleiðingarnar af ákvarðanatöku yfirvalda og hefur vald til þess að krefjast upplýsinga. „Ég hef einfaldlega bara sagt að ég er ekki til í að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ útskýrði hann. Ástæðan fyrir því að hann mætir ekki er meðal annars að nefndin fjallaði um mögulegt vanhæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra vegna vinatengsla hans við forstjóra Samherja, í ljósi þess að hann fundaði með honum og mútugreiðendum frá Namibíu, auk þess sem nefndin fjallaði um harða valdbeitingu lögreglu gegn hælisleitendum á Austurvelli. Undirliggjandi ástæða er auðvitað sú að ríkisstjórnin ákvað í stefnuyfirlýsingu sinni, undir forystu sáttamiðlarans Katrínar Jakobsdóttur, að „efla Alþingi“ með „þverpólitískri nálgun“ og leyfa stjórnarandstöðunni að hafa formennsku í tilteknum nefndum, þar á meðal stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þannig er Brynjar mótfallinn stjórnvaldsaðgerðum til veiruvarna, blessar valdbeitingu á hælisleitendum og forðast þverpólitíska nálgun í eftirlitshlutverki Alþingis eins og pestina.
Stéttbundnar afleiðingar
Einn af stjórnmálaforingjum landsins birti mynd á samfélagsmiðlum af sér blautum og berum að ofan í garðinum skömmu eftir upphaf faraldursins í vor með titlinum: Heimapotturinn.
Veitur, hitaveita höfuðborgarsvæðisins, greina frá því að svo mikil, óvænt aukning er í heitapottanotkun að hætta er á að skammta þurfi heita vatnið í köldu veðri.
Nú þegar almenningi er bannað að fara í sund og fara á líkamsræktarstöðvar er hægt að gefa sér að tiltekinn hópur hefur það betra en annar. Meðaltekju- og lágtekjufólk getur fæst farið í heimapottinn í staðinn fyrir sund, notað líkamsræktaraðstöðuna heima eða búið við nægt rými til að bjóða mörgu fólki heim með tveggja metra bil á milli.
Það má líka gera ráð fyrir því að börn á erfiðum heimilum, eða með erfiða foreldra sem til dæmis eru í mikilli neyslu á heimilinu, fari verr út úr aðstæðunum en aðrir. Eins og bent er á í úttekt Stundarinnar hefur tilkynningum til barnaverndar fjölgað verulega á þessu ári.
Nálgumst hjarðeðli
Núna erum við að læra að lifa með veirunni. Lært hjálparleysi er hins vegar þekkt hugtak í sálfræðinni. Rannsóknir á dýrum og mönnum hafa sýnt tilhneigingu til að aðlagast sýnilegum eða ósýnilegum hindrunum og reyna ekki að yfirstíga þær þótt þær séu horfnar. Rannsóknir hafa líka sýnt að í hópi hugsum við síður gagnrýnið og sjálfstætt.
Við munum ná hjarðónæmi á næsta ári. En þótt við ástundum samstöðu þurfum við ekki hjarðeðli. Það er ekki nóg að fólk hlýði Víði eða það gjaldi Rögnvaldi, þótt rétt sé að fólk hólfi með Þórólfi.
Þótt við óttumst veiruna er ekki sjálfgefið að við höfum sameiginlegan rétt til þess að banna afreksíþróttafólki að æfa sig með fullnægjandi hætti, að við ættum að viðhalda bönnum, sem virðast hafa öfugar afleiðingar, án sannaðrar hættu, og látum vera að láta reyna á væg eða valkvæð úrræði.
Við ættum að standa saman um að læra úrræðasemi frekar en hjálparleysi. Veiran er ekki lúmsk. Það erum við sem dreifum henni.
Skýr afstaða var tekin þegar fyrstu frásagnir bárust af harðræði á vistheimilunum Varpholti og Laugalandi. Forstjóri Barnaverndarstofu lýsti fullu trausti á hendur meðferðarfulltrúanum. Eftir sat stelpa furðu lostin, en hún lýsir því hvernig hún hafði áður, þá sautján ára gömul, safnað kjarki til að fara á fund forstjórans og greina frá slæmri reynslu af vistheimilinu.
Leiðari
194615
Jón Trausti Reynisson
Harmleikur Katrínar Jakobsdóttur
Ólíkt fyrri forsætisráðherrum talar Katrín Jakobsdóttir ekki niður til fólks.
Leiðari
84523
Jón Trausti Reynisson
Draumrof: Ameríski kæfisvefninn
Íslenskir stjórnmálamenn komu Donald Trump til varnar þótt augljóst væri að hann græfi undan lýðræðinu.
Sem betur fer er það að verða búið, árið sem hófst með snjóflóðum fyrir vestan og lauk með aurskriðum fyrir austan. Eftir vetur rauðra viðvarana tók veiran við. Um óttann, samkenndina og litlu augnablikin sem skipta máli í lífinu.
Leiðari
98520
Jón Trausti Reynisson
Við ætluðum að vernda þau viðkvæmustu
Á meðan okkur var sagt að við værum almannavarnir, stóðust yfirvöld ekki ábyrgð sína á því að framfylgja höfuðmarkmiði okkar í faraldrinum: Að vernda þá viðkvæmustu. Ástæðan: Það vantaði starfsfólk.
Leiðari
5182
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðir að réttlátara samfélagi
Stundum þurfum við að taka afstöðu gegn því sem okkur þykir rangt, eins og því að börn fari svöng að sofa vegna þess að það er ekki til matur á heimilinu.
Mest lesið
1
RannsóknMorð í Rauðagerði
33154
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
2
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
59390
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
Ásta Önnudóttir, sem var vistuð um tveggja ára skeið á meðferðarheimilinu Laugalandi, lýsir því að hún hafi orðið fyrir slíku andlegu ofbeldi þar að það hafi dregið úr henni lífsviljann. Hún hafi verið glaðvært barn en framkoman í hennar garð á heimilinu hafi barið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveimur áratugum síðar, sem hún sé að jafna sig.
3
FréttirMorð í Rauðagerði
15
Anton ennþá með stöðu sakbornings
Lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar segir Anton lausan úr gæsluvarðhaldi en hann hafi enn stöðu sakbornings í rannsókn á morðinu í Rauðagerði 28.
4
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
4104
Landsréttur fellir úr gildi frávísun í máli Jóns Baldvins
Héraðsdómur mun taka mál Jóns Baldvins Hannibalssonar til efnismeðferðar. Málflutningi hans um að meint kynferðisleg áreitni hans sé ekki refsiverð samkvæmt spænskum lögum er hafnað.
5
MenningMetoo
11116
Nýtt leikrit veitir kvenskörungi uppreist æru
„Ég finn mig skylduga til að segja þessa sögu,“ segir Tinna Sverrisdóttir sem grét nánast á hverri æfingu fyrstu vikurnar í undirbúningi fyrir leikrit sem varpar nýju ljósi á ævi Sunnefu Jónsdóttur. Sunnefa var tvídæmd til dauða á 18. öld fyrir blóðskömm.
6
Þrautir10 af öllu tagi
2957
309. spurningaþraut: Katrínar, sjómílur, jökull og Halla Signý
Þið finnið þrautina frá í gær hér. * Fyrri aukaspurning: Hvar voru — eftir því sem best er vitað — aðal bækistöðvar þeirrar menningar sem skóp myndina hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hinrik 8. Englandskóngur átti fleiri eiginkonur en algengt er um evrópska kónga. Hve margar? 2. Hve margar þeirra hétu Katrín? 3. Og fyrst við erum á þessum...
7
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
20126
Kvikan er að brjóta sér leið upp: Þúsund ára atburður á Reykjanesi
Talið er að eldgos geti hafist á næstu klukkustunum suður af Keili. „Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir að sér virðist kvikan hafa farið stutt upp í sprunguna.
Mest deilt
1
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
59390
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
Ásta Önnudóttir, sem var vistuð um tveggja ára skeið á meðferðarheimilinu Laugalandi, lýsir því að hún hafi orðið fyrir slíku andlegu ofbeldi þar að það hafi dregið úr henni lífsviljann. Hún hafi verið glaðvært barn en framkoman í hennar garð á heimilinu hafi barið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveimur áratugum síðar, sem hún sé að jafna sig.
2
RannsóknMorð í Rauðagerði
33154
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
3
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
20126
Kvikan er að brjóta sér leið upp: Þúsund ára atburður á Reykjanesi
Talið er að eldgos geti hafist á næstu klukkustunum suður af Keili. „Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir að sér virðist kvikan hafa farið stutt upp í sprunguna.
4
MenningMetoo
11110
Nýtt leikrit veitir kvenskörungi uppreist æru
„Ég finn mig skylduga til að segja þessa sögu,“ segir Tinna Sverrisdóttir sem grét nánast á hverri æfingu fyrstu vikurnar í undirbúningi fyrir leikrit sem varpar nýju ljósi á ævi Sunnefu Jónsdóttur. Sunnefa var tvídæmd til dauða á 18. öld fyrir blóðskömm.
5
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
4104
Landsréttur fellir úr gildi frávísun í máli Jóns Baldvins
Héraðsdómur mun taka mál Jóns Baldvins Hannibalssonar til efnismeðferðar. Málflutningi hans um að meint kynferðisleg áreitni hans sé ekki refsiverð samkvæmt spænskum lögum er hafnað.
6
Þrautir10 af öllu tagi
3062
310. spurningaþraut: Hér er spurt um erlendar borgir, hverja af annarri
Hér er þraut gærdagsins! * Allar spurningar dagsins snúast um erlendar borgir. Fyrri aukaspurning: Í hvaða borg má finna styttuna sem sést á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Osló er fjölmennasta borg Noregs. Hver er sú næstfjölmennasta? 2. Oscar Niemeyer var arkitekt sem fékk það draumaverkefni að hanna fjölda stórhýsa og opinberra bygginga í alveg splunkunýrri borg sem...
7
Þrautir10 af öllu tagi
2957
309. spurningaþraut: Katrínar, sjómílur, jökull og Halla Signý
Þið finnið þrautina frá í gær hér. * Fyrri aukaspurning: Hvar voru — eftir því sem best er vitað — aðal bækistöðvar þeirrar menningar sem skóp myndina hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hinrik 8. Englandskóngur átti fleiri eiginkonur en algengt er um evrópska kónga. Hve margar? 2. Hve margar þeirra hétu Katrín? 3. Og fyrst við erum á þessum...
Mest lesið í vikunni
1
RannsóknMorð í Rauðagerði
33153
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur uppfært spálíkan fyrir eldgos á Reykjanesi vegna breyttrar skjálftavirkni í dag.
3
FréttirHeimavígi Samherja
1670
Þorsteinn Már og Helga skulduðu fyrirtækjum Samherja í Belís og Kýpur milljónir án gjalddaga
Ársreikningar félaga Samherja á Kýpur sýna innbyrðis viðskipti við Þorstein Má Baldvinsson og Helgu Steinunni Guðmundsdóttur. Þau voru sektuð vegna brota á gjaldeyrishaftalögunum eftir hrunið vegna millifærslna inn á reikninga þeirra en þær sektir voru svo afturkallaðar vegna mistaka við setningu laganna.
4
ViðtalHamingjan
37519
Iðkar þakklæti: „Ekkert getur gert okkur hamingjusöm nema við sjálf“
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir segir að hamingjan sé ákvörðun, hún sé einnig ferðalag en ekki ákvörðunarstaður. Hún segist iðka þakklæti daglega með því að taka eftir því góða í kringum sig.
5
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
59390
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
Ásta Önnudóttir, sem var vistuð um tveggja ára skeið á meðferðarheimilinu Laugalandi, lýsir því að hún hafi orðið fyrir slíku andlegu ofbeldi þar að það hafi dregið úr henni lífsviljann. Hún hafi verið glaðvært barn en framkoman í hennar garð á heimilinu hafi barið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveimur áratugum síðar, sem hún sé að jafna sig.
6
Viðtal
2233
Misstu vinnuna í Covid og opnuðu hringrásarverslun
Hjónin Davíð Örn Jóhannsson og Jana Maren Óskarsdóttir opnuðu hringrásarverslun með fatnað og fylgihluti við Hlemm og vilja stuðla að endurnýtingu á fatnaði.
7
FréttirMorð í Rauðagerði
15
Anton ennþá með stöðu sakbornings
Lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar segir Anton lausan úr gæsluvarðhaldi en hann hafi enn stöðu sakbornings í rannsókn á morðinu í Rauðagerði 28.
Mest lesið í mánuðinum
1
RannsóknMorð í Rauðagerði
33151
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
2
ViðtalVarnarlaus börn á vistheimili
127994
„Ég lærði að gráta í þögn“
Á því rúma ári sem Sigurósk Tinna Pálsdóttir var vistuð á meðferðarheimilinu Laugalandi var hún brotin þannig niður að allt hennar líf hefur litast af því. Hún lýsir óttanum og vanlíðaninni sem var viðvarandi á heimilinu. Þegar Tinna greindi frá kynferðisbrotum sem hún hafði orðið fyrir var henni ekki trúað og hún neydd til að biðjast afsökunar á að hafa sagt frá ofbeldinu. „Ég gerði ekki neitt, það voru þau.“
3
Aðsent
991.266
Dagný Halla Ágústsdóttir, Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir
Dökka hlið TikTok algóriþmans
Opið bréf til foreldra um notkun barna á TikTok - frá þremur unglingum sem nota TikTok.
4
Viðtal
16460
„Ég var svo bugaður að mig langaði helst að hefja nýtt líf“
Síðasta árið hefur Vilhelm Neto tekið á kvíðanum og loksins komist á rétt ról á leiklistarferlinum.
5
ViðtalHeimavígi Samherja
94548
Maðurinn sem plokkaði Samherjamerkið af vinnufötunum sínum: „Það átti bara að vera til ein skoðun“
Guðmundur Már Beck, fyrrum starfsmaður Samherja, segir sér hafa liðið mjög illa eftir að hafa fylgst með fréttaflutningi af framferði Samherja í Namibíu, svo illa að hann lýsir því sem áfalli.
6
Pistill
358871
Bragi Páll Sigurðarson
Hvítur, gagnkynhneigður karlmaður talar frá Reykjavík
Í þessu samfélagi hönnuðu fyrir hvíta, gagnkynhneigða, ófatlaða sæmilega stæða karla, ætti að vera rými fyrir alla hina að hafa jafnháværar raddir.
Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur uppfært spálíkan fyrir eldgos á Reykjanesi vegna breyttrar skjálftavirkni í dag.
Nýtt á Stundinni
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
Víðir varar við: Fólk reynir að komast á gossvæðið og gæti fest sig
Fólk hefur streymt að afleggjaranum að Keili, sem liggur í átt að mögulegu gossvæði. Kvika er að brjóta sér leið upp á yfirborðið.
Mynd dagsins
4
Tæpir tuttugu milljarðar
Hann virkar ekki stór, hjólreiðamaðurinn sem dáist að Venusi frá Vopnafirði landa loðnu hjá Brim í Akraneshöfn nú í morgun. Íslensk uppsjávarskip mega í ár, eftir tvær dauðar vertíðir, veiða tæp sjötíu þúsund tonn af loðnu, sem gerir um 20 milljarða í útflutningsverðmæti. Verðmætust eru loðnuhrognin, en á seinni myndinni má sjá hvernig þau eru unnin fyrir frystingu á Japansmarkað. Kílóverðið á hrognunum er um 1.650 krónur, sem er met.
StreymiSkjálftahrina á Reykjanesi
8
Almannavarnir biðja fólk um að fara ekki að gossvæðinu
Mikið af fólki er að fara inn á afleggjarann að Keili. „Þetta er mjög krítísk staða,“ segir jarðeðlisfræðingur sem biður um vinnufrið á vettvangi. Varasamt getur verið að fara mjög nálægt gosinu vegna gasmengunar.
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
17
Ákvörðun flugfélaga hvort flug raskast
Hefjist eldgos mun verða óheimilt að fljúga yfir ákvæðið svæði í um hálftíma til klukkutíma. Eftir það er það í höndum flugfélaga hvernig flugi verður háttað.
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi
20126
Kvikan er að brjóta sér leið upp: Þúsund ára atburður á Reykjanesi
Talið er að eldgos geti hafist á næstu klukkustunum suður af Keili. „Þetta er mjög krítísk staða,“ segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur segir að sér virðist kvikan hafa farið stutt upp í sprunguna.
Greining
46
Britney Spears: Frelsi og fjötrar
Britney Spears skaust upp á himininn sem skærasta poppstjarna þúsaldarinnar. Lólítu-markaðssetning ímyndar hennar var hins vegar byggð á brauðfótum hugmyndafræðilegs ómöguleika. Heimurinn beið eftir því að hún myndi falla. Hún var svipt sjálfræði aðeins tuttugu og sex ára gömul, en #freebritney hreyfingin berst nú fyrir endurnýjun sjálfræðis hennar.
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
4104
Landsréttur fellir úr gildi frávísun í máli Jóns Baldvins
Héraðsdómur mun taka mál Jóns Baldvins Hannibalssonar til efnismeðferðar. Málflutningi hans um að meint kynferðisleg áreitni hans sé ekki refsiverð samkvæmt spænskum lögum er hafnað.
Þrautin í gær snerist um borgir. * Fyrri aukaspurning: Hver á eða átti svarta bílinn sem hér að ofan sést? * Aðalspurningar: 1. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Hann tók við því starfi í þriðja sinn árið 2018. Hvern leysti hann þá af hólmi? 2. Í Netflix-myndinni News of the World leikur roskinn Bandaríkjamaður aðalhlutverkið. Hvað heitir...
Mynd dagsins
121
Þá var kátt í höllinni
Í morgun var byrjað að bólusetja með 4.600 skömmtum frá Pfizer, aldurshópinn 80 ára og eldri í Laugardalshöllinni. Hér er Arnþrúður Arnórsdóttir fædd 1932 að fá sinn fyrsta skammt. Alls hafa nú 12.644 einstaklingar verið full bólusettir gegn Covid-19, frá 29. desember, þegar þeir fyrstu fengu sprautuna. Ísland er í fjórða neðsta sæti í Evrópu með 1.694 smit á hverja 100 þúsund íbúa, Finnar eru lægstir með einungis 981 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Andorra er með flest smit á heimsvísu, eða 14.116 smit á hverja 100 þúsund íbúa.
FréttirMorð í Rauðagerði
15
Anton ennþá með stöðu sakbornings
Lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar segir Anton lausan úr gæsluvarðhaldi en hann hafi enn stöðu sakbornings í rannsókn á morðinu í Rauðagerði 28.
RannsóknMorð í Rauðagerði
33154
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
Þrautir10 af öllu tagi
3062
310. spurningaþraut: Hér er spurt um erlendar borgir, hverja af annarri
Hér er þraut gærdagsins! * Allar spurningar dagsins snúast um erlendar borgir. Fyrri aukaspurning: Í hvaða borg má finna styttuna sem sést á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Osló er fjölmennasta borg Noregs. Hver er sú næstfjölmennasta? 2. Oscar Niemeyer var arkitekt sem fékk það draumaverkefni að hanna fjölda stórhýsa og opinberra bygginga í alveg splunkunýrri borg sem...
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir