Bessastaðabóndinn fékk í dag fjóra tíma og fimmtíu og fimm mínútur af sól. Sólarupprás á Álftanesinu í morgun var klukkan 10:49 og settist rétt vestan við Keili á Reykjanesinu klukkan 15:44. Í dag eru réttar þrjár vikur í vetrarsólstöður, eftir það er bjartara framundan. Miklu, meira að segja.
Deila
stundin.is/FDO1
Athugasemdir
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Það streymdu inn 500 lítrar á sekúndu af köldu vatni inn í byggingar Háskóla Íslands snemma í morgun, eftir að rof varð á aðalkaldavatnsæð Veitna við Suðurgötu í nótt. Langmesta tjónið varð á Háskólatorgi og Gimli, þar sem rafmagn fór af öllu húsinu eftir að vatn flæddi upp í rafmagnstöflu hússins. Handritin á Árnastofnun eru óskemmd. Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir þessu mikla tjóni.
Mynd dagsins
360
Bóndi fyrir Bóndadaginn
Á fjár- og kúabúinu Butru búa bændurnir Ágúst Jensson og Oddný Steina Valsdóttir (mynd). „Það sem er brýnast nú fyrir bændur er að hér sé hægt að stunda landbúnað og hafa einhverjar tekjur af. Rauntekjur sauðfjárbænda hafa rýrnað um tugi prósenta á undanförnum árum. Það er líka mikilvægt að gera okkar góðu afurðir betur rekjanlegar,“ segir Oddný Steina, sem situr í stjórn Bændasamtakanna. Nú á föstudaginn er Bóndadagurinn. Til hamingju allir bændur, líka allir þeir sem eru á mölinni.
Mynd dagsins
474
Tveir plús tveir eru fimm
Í svona árferði leggjast auðvitað nokkrar Lundabúðir á Laugaveginum á hliðina, en það kemur líka auðvitað eitthvað annað í staðinn - eins á og Laugavegi 48. Á föstudaginn opnaði þar nýtt gallerí, MUTT Gallery, með stórgóðri sýningu Úlfs Karlssonar (mynd) sem ber heitið: 2+2 = 5. Miðbærinn okkar er alltaf að breytast, er bestur þegar þar verður til áhugaverð blanda af menningu, veitingastöðum og fjölbreyttum verslunum sem gerir miðbæinn bæði lifandi og áhugaverðan fyrir gesti og gangandi.
Mynd dagsins
2
Fuglar, jólatré, gamalt skrifborð, plast og síðan olía
Á Álfsnesi voru urðuð hvorki meira né minna en 103 þúsund tonn af sorpi á síðasta ári, að sögn Arnórs Gunnarssonar hjá Sorpu. Innan um stórvirkar vinnuvélar voru hundruð fugla að finna sér æti í morgun, áður en mokað var yfir úrganginn. Næsta stóra verkefni Sorpu er að hefja þróunarstarf með PVD ehf. og í sameiningu ætla fyrirtækin að vinna olíu úr öllu því plasti sem berst í flokkunarstöð fyrirtækisins í Gufunesi. „Það að nýta plast í olíuframleiðslu gerir Sorpu kleift að endurnýta allt það plast sem áður hefur farið í brennslu erlendis."
Mynd dagsins
115
Tíræður Blíðfari
„Hann var á grásleppu í fyrravor, en þá fór skrúfan af, orðin gegnryðguð. Enda er hann Blíðfari kominn á tíræðisaldur,“ sagði Hlöðver Kristinsson þar sem hann var að huga að bátnum niður við höfnina á Vogum á Vatnsleysuströnd fyrr í dag. Nái frumvarp Sjávarútvegsráðherra fram, sem var lagt fram á Alþingi nú um daginn, verður mikil breyting á veiðunum. Í stað veiðidaga, eins og verið hefur mörg undanfarin ár, verður útgefinn kvóti á grundvelli veiða undanfarinna ára. Grásleppuvertíðin hefst venjulega upp úr miðjum mars.
Mynd dagsins
369
Sigtryggur gíraffi
Það er einn gíraffi í Hlíðunum, hann heitir Sigtryggur og er úr járni. Í Afríku eru um 70.000 villtir gíraffar og hefur þeim fækkað um 40% á síðustu árum. Þetta eru stórar skepnur, fullorðnir vega þeir tonn og karldýrin verða um 5,5 metra há, kvendýrin eru 40 cm lægri. Gíraffar eru hæstu skepnur jarðar og verða að meðaltali 35 ára gamlir. IUCN samtökin hafa nýverið sett gíraffa á lista yfir þau dýr sem eru í alvarlegri hættu, næsta stig er rautt: útrýmingarhætta.
Nýtt á Stundinni
FréttirCovid-19
222
Aldraðir mótmæla opnun mötuneytis og óttast Covid-19 smit
Íbúar á öldrunaheimilinu Seljahlíð eru mjög ósáttir við fyrirhugaða opnun mötuneytis þar fyrir fólk utan heimilisins. Þau telja að með því sé verið að setja þau í hættu. Forstöðukona segir að um nauðsynlega þjónustu sé að ræða fyrir skjólstæðinga Seljahlíðar.
Karlmennskan - Hlaðvarp#15
Hvít forréttindi, rasismi og fordómar - Sara Mansour
„Ég held að rót allra vandamála sé skortur á gagnrýnni hugsun. Að geta litið í eigin barm og séð samfélagið og ósýnilegar hindranir sem liggja ekki í augum uppi. Það er ekkert nema gagnrýnin hugsun.“ segir Sara Mansour laganemi og aktívisti fyrir mannréttindum og aukinni lýðræðisvitund. Sara hefur talað fyrir mannréttindum, málefnum flóttafólks og femínisma frá 13 ára aldri. Í þessum 15. podcast þætti Karlmennskunnar ræðum við um hvít forréttindi, rasisma, valdatengsl og fordóma sem sannarlega fyrirfinnast á Íslandi eins og víða.
Þrautir10 af öllu tagi
2648
271. spurningaþraut: Hvað heitir eyjan á Kollafirði þar sem lundar verpa í stórum stíl, og fleiri spurningar
Landafræðiþrautin frá í gær. * Aukaspurning fyrri: Á myndinni hér að ofan má sjá (til vinstri) bandarískan forseta sem sat í embætti á stríðstímum. Lengi eftir hans dag virtu menn hann mikils fyrir hugmyndir hans um samvinnu þjóða eftir stríðið. Nú á seinni árum hefur hann fallið í áliti því kastljósinu hefur verið beint að því að hann var í...
Fréttir
37257
Ísland styður ekki bann við kjarnorkuvopnum
Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum verður fullgiltur á morgun. Ísland sniðgekk ráðstefnuna þar sem hann var saminn og skipar sér á bekk með kjarnorkuveldunum. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona VG, vill að Ísland hafi kjark til að standa á eigin fótum og samþykki sáttmálann.
Mynd dagsins
1
Tvö þúsund tonn af vatni
Það streymdu inn 500 lítrar á sekúndu af köldu vatni inn í byggingar Háskóla Íslands snemma í morgun, eftir að rof varð á aðalkaldavatnsæð Veitna við Suðurgötu í nótt. Langmesta tjónið varð á Háskólatorgi og Gimli, þar sem rafmagn fór af öllu húsinu eftir að vatn flæddi upp í rafmagnstöflu hússins. Handritin á Árnastofnun eru óskemmd. Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir þessu mikla tjóni.
Myndband
48221
Myndbönd sýna flóðið fossa í Háskóla Íslands
„Sem betur fer urðu engin slys á fólki,“ segir upplýsingafulltrúi Veitna. Yfir tvö þúsund tonn af vatni flæddu um háskólasvæðið eftir að lögn brast. Myndband sýnir vatnsflæðið.
Þrautir10 af öllu tagi
4372
270. spurningaþraut: Lögun landa og borgir tvær
Þraut, þessi síðan í gær. * Þessi þraut er öll um landafræði. Ég birti myndir af útlínum tíu landa sem þið eigið að þekkja. En aukaspurningarnar eru um borgir. Sú fyrri á við myndina hér að ofan. Í hvaða borg var þessi mynd tekin? En þá eru það aðalspurningarnar. 1. Hvaða land er hér fyrir neðan? ** 2. Hvaða...
Fréttir
26200
Trump ei meir: Biden er forseti
Joe Biden er formlega orðinn forseti Bandaríkjanna. Donald Trump er kominn til Flórída. Biden mun snúa mörgum lykilákvörðunum Trumps strax á fyrstu klukkustundum forsetatíðar sinnar.
Mynd dagsins
360
Bóndi fyrir Bóndadaginn
Á fjár- og kúabúinu Butru búa bændurnir Ágúst Jensson og Oddný Steina Valsdóttir (mynd). „Það sem er brýnast nú fyrir bændur er að hér sé hægt að stunda landbúnað og hafa einhverjar tekjur af. Rauntekjur sauðfjárbænda hafa rýrnað um tugi prósenta á undanförnum árum. Það er líka mikilvægt að gera okkar góðu afurðir betur rekjanlegar,“ segir Oddný Steina, sem situr í stjórn Bændasamtakanna. Nú á föstudaginn er Bóndadagurinn. Til hamingju allir bændur, líka allir þeir sem eru á mölinni.
Fréttir
527
Ágúst Ólafur verður ekki á lista Samfylkingarinnar - Þáði ekki þriðja sæti
Ágúst Ólafur Ágústsson mun ekki verða í framboði fyrir Samfylkinguna í Reykjavík fyrir Alþingiskosningar í haust. Uppstillingarnefnd bauð honum þriðja sæti en hann hafnaði því.
FréttirSamherjamálið
893
Namibíski lögmaðurinn í Samherjamálinu: Tilraun „til að ráða mig af dögum“
Namibíski lögmaðurinn Marén de Klerk býr að sögn yfir upplýsingum sem sýna að forseti Namibíu hafi skipulagt greiðslur frá fyrirtækjum eins og Samherja til Swapo-flokksins til að flokkurinn gæti haldið völdum. Hann segir að líf sitt sé í rúst vegna mistaka og að hann vilji hjálpa til við rannsókn Samherjamálsins.
Blogg
17
Símon Vestarr
Töffari kann að taka L-inu
Fyrir fjórum árum flaug mér fjarlægur möguleiki í hug í tengslum við innvígsludaginn í Ameríku. Ég sá fyrir mér hinn nýkjörna, nýfasíska auðkýfingsson stíga fram í pontu og halda ræðu sem væri eitthvað á þessa leið: Ég þakka öllum sem komu. Við alla sem buðu sig fram gegn mér vil ég segja: hvernig líst ykkur á mig núna?...
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir