Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Blessuð þokan

Ári eft­ir stríðs­lok fædd­ist Krist­ín Steins­dótt­ir sem ólst upp á Seyð­is­firði þar sem líf­ið var lit­að af stríð­inu löngu eft­ir að því lauk. For­eldr­ar henn­ar og eldri systkini upp­lifðu það og sjálf lék hún stríðs­leiki í byrgi sem hafði ver­ið byggt uppi á fjalli. Í bók­inni Yf­ir bæn­um heima seg­ir hún sögu stór­fjöl­skyldu sem ger­ist í seinni heims­styrj­öld­inni.

Yfir bænum heima er þrítugasta og þriðja skáldsaga Kristínar Steinsdóttur en í ár eru 33 ár síðan hún gaf út sína fyrstu bók, Franskbrauð með sultu. Það var árið 1987 og fyrir hana hlaut Kristín Íslensku barnabókaverðlaunin. Hún skrifaði mikið fyrir börn og unglinga en langaði þá að skrifa fyrir fullorðna og hefur nú gert það um árabil. 

Sagan sem kom út í lok október er fjölskyldusaga sem gerist á Seyðisfirði í seinni heimsstyrjöldinni en sjálf er Kristín fædd þar og uppalin.

Foreldrar mínir upplifðu stríðsárin á Seyðisfirði, eldri systkini, nágrannar, frændur og frænkur líka. Sjálf er ég fædd ári eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk en samt fannst mér eins og stríðinu hefði aldrei lokið. Það lifði með okkur í endalausum sögum og leikjum í gömlum loftvarnabyrgjum í hlíðunum heima. Stundum var upplifunin svo sterk að ég heyrði hvininn frá flugvélum og loftvarnabyssum. Og sprengjurnar féllu allt í kringum mig. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jólabókaflóðið 2020

Saga gerð úr tárum
MenningJólabókaflóðið 2020

Saga gerð úr tár­um

Bók Elísa­bet­ar Jök­uls­dótt­ur Apríl­sól­arkuldi spratt fram á nokkr­um vik­um en hún hafði ver­ið bú­in að reyna að skrifa hana í tíu ár. Sag­an er um föð­ur­missi, ást, geð­veiki og hugg­un. Elísa­bet seg­ist vera bú­in að bera föð­ursorg­ina með sér í fjöru­tíu ár en með nýju bók­inni hafi hún hnýtt enda­hnút­inn. Henni hafi ver­ið gef­in þessi sorg til að skrifa um hana. Sorg­in sé gjöf.
Nútímaafinn hlustar á Fræbbblana og Q4U
MenningJólabókaflóðið 2020

Nú­tíma­af­inn hlust­ar á Fræbbbl­ana og Q4U

Gerð­ur Krist­ný seg­ir að það sé gam­an að vera ís­lensk­ur rit­höf­und­ur vegna þess að við sitj­um hér að bók­mennta­þjóð. Hún seg­ir að sér hætti til að yrkja mjög drama­tíska ljóða­bálka og að það sé mik­il hvíld í því að semja létt­ar, skemmti­leg­ar en raun­sæj­ar barna­bæk­ur eins og nýj­ustu bók­ina, Ið­unn og afi pönk. Gerð­ur seg­ir að líta eigi á lest­ur barna eins og hvert ann­að frí­stund­astarf.
Konan sem elskaði fossinn
MenningJólabókaflóðið 2020

Kon­an sem elsk­aði foss­inn

Sig­ríð­ur Tóm­as­dótt­ir frá Bratt­holti var mik­ið nátt­úru­barn og dýra­vin­ur en átti erfitt með mann­leg sam­skipti. Sig­ríð­ur er þekkt­ust fyr­ir bar­áttu sína gegn áform­um um að virkja Gull­foss og gekk svo langt að hóta að enda líf sitt með því að kasta sér í foss­inn ef hann fengi ekki að vera í friði. Kon­an sem elsk­aði foss­inn er sögu­leg skáld­saga eft­ir Eyrúnu Inga­dótt­ur sem skrif­aði fyrst um Siggu frá Bratt­holti fyr­ir þrjá­tíu ár­um. Hún seg­ir mik­il­vægt að vekja at­hygli á bar­áttu­kon­um fyrri tíma.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu