Kristján Jóhannsson óperusöngvari er spurður hvað hamingjan sé í huga hans.
„Hamingjan er auðvitað mjög flókið, stórtækt og breytilegt hugtak. Ég held ég tali fyrir hönd flestra þegar ég segi að hamingjan sé mjög djúpstæð og áríðandi. Ég veit til dæmis ekki hvernig ég gæti lifað án hamingjunnar. Ég held að hamingjan sé alger lífsnauðsyn fyrir alla. Hamingjan getur auðvitað verið misdjúpstæð og missterk og jafnvel breytileg á milli daga og klukkustunda en þegar ég er að túlka mína list þá líður mér best þegar ég er hamingjusamastur og það er ekkert sem raunverulega truflar það. Eins og við vitum þá getur ýmislegt truflað hamingjuna þó það sé ekkert endilega mjög djúpstætt og getur ýmislegt komið upp á. Ég held að maður túlki tónlistina betur eftir því sem manni líður betur og er hamingjusamari. Já, mér finnst það vera jafnáríðandi, ef ég má vera svona einfaldur, og morgunverðurinn og að ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir