Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Kristján í Samherja reyndi að láta taka Edduverðlaunin af Helga Seljan

Kristján Vil­helms­son, einn af stof­end­um og eig­end­um Sam­herja, sendi tölvu­póst til Ís­lensku kvik­mynda- og sjón­varps­aka­demí­unn­ar og spurði hvort ekki væri við hæfi að svipta Helga Selj­an Eddu­verð­laun­um. Mál­ið er enn eitt dæm­ið um það að for­svars­menn Sam­herja hafi reynt að leggja stein í götu fólks sem hef­ur gagn­rýnt fyr­ir­tæk­ið eða ís­lenska kvóta­kerf­ið.

Kristján í Samherja reyndi að láta  taka Edduverðlaunin af Helga Seljan

Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri og annar af þáverandi stærstu hluthöfum Samherja, reyndi að láta taka Edduverðlaun Helga Seljan sjónvarpsmanns af honum í byrjun árs 2019. Ástæðan sem Kristján gaf fyrir þessu var umfjöllun Helga um Samherja í Seðlabankamálinu svokallaða. 

Þessi tilraun Kristjáns til að láta svipta Helga umræddum verðlaunum kemur fram í tölvupósti frá honum til Auðar Elísabetar Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA),  sem veitir Edduverðlaunin ár hvert, þann 17. janúar árið 2019. Helgi fékk Edduverðlaunin sem Besti sjónvarpsmaður Íslands á árunum 2016 til 2017 eftir að hafa orðið hlutskarpastur í kosningum meðal almennings. 

Samkvæmt heimildum Stundarinnar er þetta í fyrsta og eina skipti sem einhver utanaðkomandi aðili hefur reynt að láta svipta Edduverðlaunahafa verðlaunum sínum í rúmlega tuttugu ára sögu þeirra.  

Síðan þetta atvik átti sér stað hefur Kristján selt stærstan hluta bréfa sinna í Samherja til barna sinna …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár