Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Ekki verið að hvetja alla til að sitja heima hjá sér og hitta engan

Það er ekki ver­ið að hvetja fólk til að sitja inni og hitta ekki nokk­urn mann, seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­lækn­ir. „Það væri lock-down,“ seg­ir Þórólf­ur og seg­ir að það sé ekki ver­ið fara fram á slíkt. Á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna og land­lækn­is í dag var fólk hvatt til að fara að und­ir­búa að­vent­una og jól­in í sam­ræmi við sótt­varn­ir. Draga ætti úr eða sleppa jóla­boð­um.

Ekki er hægt að búa til fyrirsjáanleika varðandi Covid-19 smit þar sem enginn fyrirsjáanleiki er til staðar varðandi veiruna. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Var hann þar að svara spurningu um hvort hægt væri að gefa fólki og rekstraraðilum einhver svör um framhaldið í ljósi þeirra áhrifa sem faraldurinn hefur á efnahagslífið. 

Þórólfur, Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögðu allir mikla áherslu á að fólk gætti að persónulegum sóttvörnum nú sem aldrei fyrr. Búið væri að setja inn á Covid.is leiðbeiningar um sóttvarnir á aðventunni sem myndu verða uppfærðar eftir því sem frá líður. 

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum veiktist af Covid-19 í síðustu viku og greindi frá því á Facebook að nokkur fjöldi fólks hefði komið í heimsókn til hans áður en smitsins varð vart. Hefur Víðir setið undir nokkurri gagnrýni fyrir vikið. Spurður út í þetta sagði Rögnvaldur að ekki væri rétt að ræða einkahagi Víðis. Þórólfur sagði að sóttvarnaryfirvöld væru ekki að hvetja alla til að sitja heima hjá sér og hitta ekki nokkurn mann. „Það væri lock-down,“ segir Þórólfur og ekki sé verið að boða það. Fara á eftir reglunum sem eru til staðar, tíu manna hámarki, tveggja metra reglu, grímuskyldu og persónubundnum sóttvörnum öðrum. Þannig lágmarki fólk hættuna á því að smit berist á milli.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Upplýsingafundir um Covid-19

Enginn afsláttur af sóttkvíarreglum þó smit komi upp í skólum
StreymiUpplýsingafundir um Covid-19

Eng­inn af­slátt­ur af sótt­kví­ar­regl­um þó smit komi upp í skól­um

Komi Covid smit upp í skól­um munu þeir sem út­sett­ir kunna að hafa ver­ið fyr­ir veirunni að fara í sótt­kví líkt og ver­ið hef­ur. Eng­inn af­slátt­ur verð­ur gef­inn þar á nú frem­ur en áð­ur, seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­lækn­ir. Mun meira er um að al­var­lega veik­ir ein­stak­ling­ar komi beint inn á spít­al­ann í inn­lögn en ver­ið hef­ur en hafi ekki við­komu á Covid-göngu­deild fyrst. Það á við um þrjá af þeim níu sjúk­ling­um sem lagst hafa inn á gjör­gæslu­deild í þess­ari bylgju far­ald­urs­ins.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu