Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Reis upp úr myrkrinu

Þeg­ar Al­ex Guð­jóns­son leit­aði á bráða­mót­töku með djúp­an skurð á hendi og höf­uð­ið fullt af rang­hug­mynd­um grun­aði hann ekki að geðklofagrein­ing yrði upp­haf­ið að nýju og betra lífi. Í gegn­um sér­stakt úr­ræði fyr­ir ungt fólk með al­var­lega geð­sjúk­dóma komst hann aft­ur út á at­vinnu­mark­að. Í dag er hann bú­inn að fá fast­ráðn­ingu í Borg­ar­leik­hús­inu, eig­in íbúð og er út­skrif­að­ur úr lang­tíma­úr­ræði.

„Ég hitti Alex fyrst til þess að bjóða honum aðstoð við fjármálin en hann urraði á mig,“ segir Valur Bjarnason félagsráðgjafi, sem starfaði lengi vel á Laugarás, meðferðargeðdeild Landspítalans fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 25 ára með alvarlega geðrofssjúkdóma á byrjunarstigi. Þar tók Valur á móti Alex Guðjónssyni, ungum strák sem glímdi við alvarleg veikindi vegna geðklofa. Alex lenti á geðdeild eftir sjálfsvígstilraun sem var tilkomin vegna ranghugmynda og dvaldi mánuðum saman inni á lokaðri deild. Í gegnum úrræði sem Valur tók þátt í að innleiða á Laugarási átti Alex eftir að öðlast annað og betra líf.

Úrræðið sem um ræðir byggir á IPS-hugmyndafræðinni og krefst þess að heilbrigðiskerfið, félagsráðgjafi og atvinnuráðgjafi vinni saman að því marki að koma ungu fólki með alvarlega geðsjúkdóma aftur út á atvinnumarkað og í  samkeppnishæf störf. Rík ástæða var til að bregðast við …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár