Segir fólk ekki þora að verja Jón Baldvin opinberlega
Bryndís Schram segir fólk gleðjast yfir óförum annarra þegar rætt er um meinta kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks gæti varið hann en umfjöllunin sé „samþykkt með þögn heigulsháttarins“.
2
Fréttir
9107
Missti bróður sinn í sundi og vill úrbætur: „Hvað þarf mörg mannslíf til?“
Sigrún Sól Ólafsdóttir segir mikilvægt að þrýsta á um úrbætur á öryggismálum í sundlaugum. Þegar þau eru í lagi eigi banaslys ekki að verða. Þegar bróðir hennar drukknaði var því einnig haldið fram að um veikindi hefði verið að ræða, en krufning leiddi annað í ljós. Ekki nóg sé aðhafst til að fyrirbyggja slík slys.
3
Mynd dagsins
1169
Ekki græna glóru hvað báturinn heitir
Þetta tæplega hundrað ára gamla hús á Hofsósi vekur alltaf hjá manni margar spurningar. Eru eigendurnir ekki sammála um eitt eða neitt, eða eru þeir samstíga að svona eigi þessi bygging að líta út, falleg og umfram allt öðruvísi, eins og veðrið í Skagafirði í dag? Í Fljótunum var öskrandi bylur, á Hofsósi smá snjókoma, meðan Glóðafeykir var baðaður í stillu og sól í 14 stiga frosti. Í Vatnsskarðinu var norðan garri.
4
Fréttir
1338
Mistök ástæða vatnstjóns í HÍ
Veitur biðjast afsökunar á mistökum sem urðu til þess að vatn flæddi um Háskóla Íslands og milljónatjón varð.
Hérna er nú hlekkur á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Hvað heitir loftskipið á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hvað heitir ný bók Einars Kárasonar um og með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni? 2. Hvað hét franska rannsóknarskipið undir stjórn Charcots leiðangursstjóra sem fórst út af Mýrunum árið 1936? 3. Lindsay Vonn settist í helgan stein árið 2019...
6
Fréttir
1864
Mötuneyti Íslandsbanka fær umhverfisvottun
Kaffistofa Samhjálpar fær 65 þúsund máltíðir gefins frá mötuneytinu á ári hverju. Fyrirhugað er að selja allt að 35% hlut ríkisins í bankanum.
7
Þrautir10 af öllu tagi
3364
275. spurningaþraut: Súpernóva, sýruker, Stalíngrad og ástargyðja
Hæ. Hér er hlekkur á þrautina frá í gær. * Fyrri aukaspurning. Myndin hér að ofan — hvaða bygging er þetta? * Aðalspurningar: 1. Hver faldi sig í sýrukeri þegar Flugumýri brann 22. október árið 1253? 2. Hvaða borg í Rússlandi hét áður Leningrad? 3. En hvaða borg þar í landi hét áður Stalingrad? 4. Hvaða fyrirbæri er súpernóva? 5. ...
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. janúar.
Mynd: EDUARDO SOTERAS / AFP
Augu heimsins beinast að átökunum í Tígraí héraði Eþíópíu og mikið er sagt og skrifað í fjölmiðlum, flest án nokkurs skilnings á því sem í raun er að gerast. Það er óneitanlega merkilegt að sjá þá óheillavænlegu blöndu þekkingarleysis og fullyrðingagleði sem einkennir fréttir af aðdraganda og forsögu þess sem nú er að gerast. En mönnum er kannski vorkunn, það er langt í frá auðvelt að skilja eþíópísk stjórnmál eða flókna sögu þessa merkilega lands.
Yfirstandandi átök hófust 4. nóvember þegar stjórnmálahreyfingin TPLF, „Tigray People's Liberation Front“, gerði tilraun til vopnaðs valdaráns gegn ríkisstjórn landsins, en sjálfir voru þeir hraktir úr ríkisstjórninni í apríl 2018 í þeirri lýðræðisbyltingu sem enn stendur yfir. Stjórnmálahreyfingin TPLF stjórnaði landinu beint og óbeint frá því 1991, sannkölluð harðstjórn fámennrar klíku sem hikaði ekki við að raka fé til sín og sinna en beita andstæðinga sína harðræði.
Snýst ekki um sjálfstæði Tigraí
Núverandi átök snúast alls ekki um frelsi eða sjálfstæði Tigraí héraðs, þetta eru ekki átök Tígraí þjóðar gegn miðstjórnarvaldinu. TPLF stjórnaði öllu landinu í nærri 3 áratugi, TPLF skrifaði stjórnarskrá landsins þar sem skýrt er tekið fram að þjóðir og þjóðarbrot geta lýst yfir sjálfstæði sínu ef þau vilja. TPLF hefur aldrei sýnt því áhuga að Tigraí væri sjálfstætt, og þeir hafa ekki haft neinn áhuga á frelsi þess héraðs eða velferð íbúanna.
En þeim sem ekki til þekkja er vorkunn því TPLF, „Tigray People's Liberation Front“, útleggst sem þjóðfrelsisfylking Tigraí. Uppruni nafngiftarinnar má rekja til skæruliðahreyfingar sem stofnuð var á áttunda áratug síðustu aldar. TPLF ásamt bandamönnum sínum EPLF (þjóðfrelsisfylking Erítreu) barðist í rúman áratug við kommúnistastjórn Mengistu og unnu sigur 1991. Eritreumenn vildu sjálfstæði frá Eþíópíu, sem þeir og fengu, en TPLF taldi að sjálfstætt Tigraí myndi aldrei eiga sér framtíð. Hins vegar voru þeir komnir með töglin og haldirnar í ríkisstjórn Eþíópíu og héldu þar fast um stjórnartaumana næstu áratugina.
„Núverandi átök snúast alls ekki um frelsi eða sjálfstæði Tigraí héraðs.“
Samkvæmt stjórnarskrá landsins skal halda kosningar á fimm ára fresti. Ríkisstjórnin, samsteypa fjögurra flokka en í raun undir stjórn TPLF, vann auðveldlega 1995 og 2000, en í kosningunum 2005 fóru þeir nálægt því að tapa. Til að forðast endurtekningu var mjög hert á stjórnartaumum, ritfrelsi og stjórnmálafrelsi verulega skert og leyniþjónusta stórefld, andstæðingar hnepptir í fangelsi og stjórnmálahreyfingar lýstar hermdarverkasamtök. Enda unnu ríkisstjórnarflokkarnir þægilega næstu tvær kosningar, nærri 100% þingsæta.
ÁramótEþíópísk áramót eru að hausti, að regntímanum loknum. Hluti áramótanna er hátið krossins, Meskal, sem hefst um miðja nótt með kyndilgöngu og áramótabrennu við sólarupprás.
Mynd: Brynjólfur Þorvarðsson
Lýðræðisbylting innan frá
En samstarfsaðilar TPLF í ríkisstjórninni voru sífellt óánægðari með stjórnarfarið. Hópur ungs fólks innan hinna þriggja stjórnarflokkanna lögðu á ráðin um að ýta TPLF til hliðar. Hópur þessi kenndi sig við forsprakka sinn, Lemma nokkurn Megersa, og markmiðið var að koma á lýðræði og nútíma stjórnarháttum.
Óeirðir hófust í kjölfar kosninganna 2015 og fjölmennar mótmælagöngur og óeirðir einkenndu árin 2016 og 2017, en öryggissveitir og lögregla Amhara og Oromo héraða ásamt höfuðborginni Addis Ababa héldu sig til hlés, trúlega að yfirlögðu ráði undir stjórn Lemma hópsins. Að lokum fór svo að í apríl 2018 var TPLF ýtt endanlega til hliðar, og núverandi forsætisráðherra tók við stórnartaumunum við mikinn fögnuð.
Dr. Abiy Mohamed, oftast nefndur Dr. Abiy, en Eþíópíumenn nefna hvorn annan eiginnafni eins og Íslendingar, er hálfur Amhara, hálfur Oromo, en þessi tvö þjóðarbrot eru annars vegar um fjóðungur og hins vegar þriðjungur þjóðarinnar. Móðir hans tilheyrir réttrúnaðarkirkjunni, faðir hans er múslími en sjálfur er hann hallur undir meþódíska mótmælendatrú að bandarískri fyrirmynd.
„Það mátti því öllum vera ljóst að TPLF voru að búa sig undir vopnuð átök gegn ríkisstjórn landsins.“
Meðal fyrstu stjórnarverka Dr. Abiy var að opna fyrir málfrelsi og prentfrelsi, sleppa pólítískum föngum úr fangelsi og endurlögleiða þá stjórnmálaflokka sem TPLF hafði bannað. Hann setti saman ríkisstjórn með hnífjafna kynjaskiptingu og boðaði til alfrjálsra kosninga sem hefðu að öðru óbreyttu átt að fara fram á þessu ári.
OpinberunarhátíðinFjölskyldan klæðir sig í sitt fínasta kirkjufararpúss í tilefni opinberunarhátíðar Maríu sem fellur á þrettánda dag jóla og er ein fjölda trúarhátíða sem lífgar upp á lífið og tilveruna.
Mynd: Brynjólfur Þorvarðsson
Þrengir að TPLF
Dr. Abiy hóf einnig herferð gegn þeirri spillingu sem hafði grasserað á tímum TPLF og óhjákvæmlega voru þeir margir af Tigraí-uppruna sem reyndust hafa verið með puttana í sjóðum hins opinbera. Böndin bárust sífellt nær TPLF mönnum sjálfum, þeir stjórna miklum fjölda fyrirtækja í samsteypu sem kallast EFFORT (Endowment Fund For the Rehabilitation of Tigray) en þrátt fyrir gríðarleg auðævi þessarar samsteypu fer lítið fyrir framförum og endurbótum í Tigraí héraði sjálfu.
Segja má að eftir að ný ríkisstjórn tók við 2018 hafi TPLF hrakist sífellt lengra frá miðstjórnarvaldinu, og í raun flúið heim í hérað en samkvæmt því stjórnkerfi sem þeir höfðu sjálfir komið á þá fór TPLF einnig með völdin í Tigraí héraði. Fljótlega fóru að berast fréttir af mikilli hernaðaruppbyggingu Tígraí héraðs, vopnaðar sveitir tugþúsunda ungra manna áttu að vera í þjálfun og því haldið fram að herstyrkur Tigrái héraðs væri 250 þúsund manns eða meira.
Það mátti því öllum vera ljóst að TPLF voru að búa sig undir vopnuð átök gegn ríkisstjórn landsins, en auðvitað var ríkisstjórn Dr. Abiy einnig meðvituð um að slík átök gætu orðið óumflýjanleg. Eþíópíski herinn, ENDF (Ethiopian National Defence Force), telur líklega nærri 100.000 manns og eru mjög vel vopnum búnir, en vegna langvarandi ófriðarástands við landamærin að Eritreu var verulegur hluti þungavopna og mannafla ENDF einmitt staðsettur í Tigraí, þar sem svonefndur norðurher ENDF hafði bækistöðvar sínar.
Segja sig úr lögum við ríkisstjórnina
Eins og áður sagði stóð til að kosningar yrðu haldnar á þessu ári og áttu þær að vera fyrstu frjálsu kosningarnar í 15 ár. Margir stjórnarandstöðuflokkar töldu að tíminn væri of naumur og vildu láta fresta kosningunum, og heyra mátti að vinsældir Dr. Abiy færu heldur minnkandi, enda gerðu menn sér sjálfsagt óraunsæjar hugmyndir um hverju hann gæti fengið áorkað og hversu hratt það gæti gerst.
Þegar kórónuveirufaraldurinn virtist vera að komast á flug og margir spáðu að ástandið hér gæti orðið mjög svo alvarlegt var ákveðið að fresta kosningunum í einhverja mánuði. Stjórnlagadómstóll landsins komst að þeirri niðurstöðu að slíkt væri heimilt undir þessum óvenjulegu kringumstæðum. Fresta mætti kosningum fram á næsta ár, en núverandi ríkisstjórn héldi umboði sínu fram að því. Kórónuveirufaraldurinn hefur hins vegar að mestu farið framhjá Eþíópíu til allrar hamingju.
En hér sáu TPLF menn sér leik á borði. Þeir neituðu að fresta kosningunum, og héldu því fram að stjórnarskráin leyfði slíkt ekki. Enda voru haldnar kosningar í Tígraí héraði, þar sem TPLF vann sín hefðbundnu 98%, en fréttir bárust af því að sveitir vopnaðra manna hefðu tekið að sér að fylgja lítt spenntum kjósendum á kjörstað.
Hér með voru TPLF menn í raun búnir að segja sig úr lögum við ríkisstjórnina. Þeir neituðu að viðurkenna lögmæti þingsins eða ríkisstjórnarinnar, og töldu stjórnlagadómstólinn fara með þvælu. Þeir skipuðu öllum félögum í TPLF að yfirgefa þingið og stjórnkerfið (margir þeirra sögðu sig úr TPLF og sátu sem fastast), en þingið svaraði með því að taka Tigraí hérað af fjárlögum.
LandbúnaðurÞrir fjórðu íbúa hafa lífsviðurværi af landbúnaði sem enn er víðast hvar á miðaldastigi tæknilega séð. Með áveitum og nútíma aðferðum mætti margfalda matvælaframleiðslu landsins.
Mynd: Brynjólfur Þorvarðsson
Markvisst stefnt að átökum
Allur málflutningur TPLF manna og fréttaflutningur af hernaðaruppbyggingu í Tígraí héraði benti til þess að þeir vildu koma af stað vopnuðum átökum við ríkisstjórnina. Og aðfararnótt 4. nóvember síðastliðinn létu þeir slag standa, reyndu með launárás að komast yfir vopnabúnað norðurhers ENDF, en mistókst illilega, feilhögg sem væntanlega markar endalok hreyfingarinnar.
Laumumenn TPLF innan miðstsjórnar hersins í höfuðborginni Addis Ababa lokuðu á öll samskipti milli norðurhersins og miðstjórnarinnar, og reyndu að komast yfir stýrikóða og rafbúnað sem þarf til að nýta þann nútíma herbúnað sem norðurherinn býr yfir, svo sem meðaldrægar eldflaugar, nútíma skriðdreka og sjálfkeyrandi stórskotalið.
„En þeim mistókst, og þar með var spilið í raun búið.“
Á sama tíma réðust huldumenn TPLF innan norðurhersins gegn félögum sínum, drápu nokkurn fjölda en tóku aðra í gíslingu. Markmiðið var að komast yfir þann mikla vopnabúnað sem norðurherinn býr yfir, en ekki síst að reyna að vinna á sitt band með góðu eða illu þá einstaklinga sem kunna með þann búnað að fara, á meðan félagar þeirra í Addis reyndu að komast yfir þá stýrikóða sem þarf til að virkja búnaðinn.
Valdaránstilraun þessi mistókst að mestu eða öllu leyti, norðurherinn neitaði að yfirgefa sig eða ganga á hönd TPLF og var haldið í gíslingu ásamt vopnabúnaði sínum. Stýrikóðar virðast ekki hafa skilað sér til TPLF frá flugumönnum þeirra í Addis og þeir hafa því ekki getað nýtt sér nema lítils hluta þess búnaðar sem þeir þó komust yfir.
Hefði TPLF tekist ætlunarverk sitt hefðu þeir getað ógnað ríkisstjórninni beint, hugsanlega hafa þeir látið sig dreyma um að þeir gætu marsérað til höfuðborgarinnar eins og 1991. Í það minnsta hefðu þeir getað krafist afsagnar forsætisráðherra og tryggt sér völdin aftur í landinu. En þeim mistókst, og þar með var spilið í raun búið.
Áróður gegn þjóðarmorði
Það er erfitt fyrir utanaðkomandi að skilja þá ofboðslegu reiði sem framferði TPLF manna hefur vakið hér í Eþíópíu. Dr. Abiy er vinsæll sem aldrei fyrr, og aðgerðir ríkisstjórnarinnar njóta gríðarlegs stuðnings. Í raun væri ríkisstjórninni ekki stætt á öðru en að halda sínu striki, sérhver tilraun til samningaviðræðna væri pólítískt sjálfsmorð.
Tigraí menn eru ekki nema um 6% íbúa landsins, hérað þeirra er harðbýlt og fátækt og meðal annarra íbúa Eþíópíu eru þeir taldir þóttafullir og einþykkir. Það verður einnig að viðurkennast að þeir eru lítt vinsælir, langvarandi óvinsældir TPLF hafa smitast yfir í andúð á Tígraí mönnum almennt.
Áróður ríkisstjórnar Dr. Abiy eins og hann birtist landsmönnum snýst fyrst og fremst að því að gera greinarmun á TPLF og Tigraí mönnum. Hann hefur marg endurtekið að íbúar Tígraí héraðs séu landar annarra Eþíópíubúa og beri enga ábyrgð á framferði TPLF manna. Það sem menn óttast er auðvitað þjóðarmorð, að reiði almennings leiði til morða og stríðsglæpa gagnvart Tígraí mönnum hvar sem þá er að finna.
Enn sem komið er virðist lítið benda til þess að almenningur í Tigraí héraði, eða Tígraí menn annars staðar í landinu, hafi verið beittir ofbeldi vegna uppruna síns. Þó er mjög líklegt að slíkt eigi sér stað í einhverjum mæli þar sem átök geisa, eþíópíski herinn og aðrar vopnaðar öryggissveitir eru ekki þekktar af virðingu sinni fyrir mannréttindum.
Eini stríðsglæpurinn sem hefur verið staðfestur er morð á yfir 600 einstaklingum af Amhara uppruna í þorpinu Mai Kadra í vesturhluta Tígraí. Samkvæmt rannsóknum Amnesty og mannréttindasamtaka í Eþíópíu voru hér um skipulögð morð að ræða, framin af sveit úr ungliðahreyfingu TPLF áður en þeir flúðu yfir til Súdan.
Áróður fyrir samningaviðræðum
TPLF hefur rekið mikinn og markvissan áróður gagnvart erlendum fjölmiðlum sem hafa reynst furðu ginnkeyptir. Strax eftir að valdarán þeirra mistókst virðast þeir hafa gert sér grein fyrir því að eina von þeirra væri samningaviðræður við ríkisstjórnina, og að eina leiðin til að knýja fram samningaviðræður væri að alþjóðavæða átökin, gera sem mest úr eigin styrk og reyna að draga nágrannaþjóðir inn í átökin.
Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO, Tedros Adhanom sem er fyrrum liðsmaður TPLF, hefur orðið uppvís að því að beita sér gagnvart alþjóðastofnunum og ríkisstjórnum sem málsvari TPLF manna og þrýst á um afskipti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Norðmaðurinn Kjetil Tronvoll, sem hefur haft mikil og náin samskipti við ríkisstjórn TPLF til margra ára og er óneitanlega með fróðari mönnum um málefni Eþíópíu, hefur komið upp um sig sem áróðursmeistari TPLF í nýlegum greinaskrifum.
Það er athyglisvert að skoða muninn á því sem blaðamenn skrifa og þeirra skilaboða sem koma frá ríkisstjórnum og alþjóðastofnunum eftir að menn þar hafa kynnt sér málið. Sameinuðu þjóðirnar boðuðu til fundar í Öryggisráðinu, en sá fundur var blásinn af eftir að menn kynntu sér málið nánar. Evrópusambandið hvatti sterklega til samningaviðræðna, en lýsti því svo yfir að hér væri um innanríkismál að ræða og að ríkisstjórn Dr. Abiy nyti fulls stuðnings þeirra.
„TPLF hefur rekið mikinn og markvissan áróður gagnvart erlendum fjölmiðlum.“
Bandaríkjamenn virðast hafa verið vel með á nótunum frá upphafi. Yfirlýsing utanríkisráðherra Pompeo frá upphafi átakanna lýsti yfir eindregnum stuðningi við ríkisstjórnina, og á blaðamannafundi 19. nóvember í sendiráði BNA í Addis, þar sem sendiherrann Michael Raynor og aðstoðarráðherra málefna Afríku í stjórn BNA, Tibor Nagy, sátu fyrir svörum, kom klárlega í ljós að þar hafa menn séð í gegnum spunavef TPLF, sem að þeirra sögn hefði mistekist illilega áætlunarverk sitt, og að sú þjóðernisvakning sem átökin hefðu leitt af sér og stóraukinn almennur stuðningur við ríkisstjórnina, sé þvert á það sem þeir hafi ætlað sér. Þeir bentu einnig á að það væri enginn fótur fyrir samningaviðræðum, hvorugur aðlinn gæti boðið hinum nokkuð það sem gæti verið grundvöllur sátta.
EþíópíubúarÞrátt fyrir mikla fátækt eru Eþíópíubúar fulllir lífsgleði og framtakssemi. Þessir ungu piltar selja litlar styttur af fjallageit sem þeir búa til úr móbergssandi og munnvatni.
Mynd: Brynjólfur Þorvarðsson
Ofmetinn styrkur TPLF
Sjálfir gera TPLF menn mikið úr hernaðarstyrk sínum og kalla sig stríðsvana, en önnur mynd blasir við þegar betur er að gáð. TPLF menn hafa engar hersveitir sjálfir en stýra hersveitum Tígraí héraðs. Stjórnarskrá landsins leyfir héraðsstjórnum að byggja upp herafla og öryggissveitir, og einkum sérsveit tígraíska hersins er talin nokkuð öflug, en ekki sérlega fjölmenn.
Eins og áður hefur komið fram hafa þeir markvisst fjölgað í liði vopnaðra manna í héraðinu, svo mjög að tölur á borð við 250 þúsund manns hafa heyrst. En þessar sveitir eru líklega að mestu illa vopnum búnar og ólíklegar til stórræða.
Við upphaf átakanna, þegar EDF réðst inn í vesturhluta Tígraí, virðast sérsveitir Tígraí hafa verið til varnar og minnst ein orrusta var háð með talsverðu mannfalli Tígraí megin. Stuttu síðar hófst straumur flóttamanna til Súdan og þar eru núna taldir vera um 45.000 flóttamenn, að langmestum hluta ungir menn á herskyldualdri.
Svo virðist sem ENDF hafi haldið nokkuð föstu striki inn eftir aðal þjóðvegum héraðsins, tryggt stöðu sína og umkringt þá staði þar sem TPLF var til varnar. Lítið hefur heyrst af beinum átökum eftir orrusturnar fyrstu dagana, en ENDF heldur því fram að hersveitir Tígraí manna gefist upp í stórum stíl og að andstaða sé miklu minni en búist var við. Einnig sé stöðugur straumur hermanna yfir fjölin til austurs, inn í Afar hérað, þar sem þeir gefast upp um leið og þeir koma til byggða.
Yfirstandandi átök munu án efa enda í falli TPLF og handtöku eða dauða helstu forsprakka þeirra. Sjálfir eru þeir farnir að hóta skæruliðahernaði en slíkar hótanir eru innihaldslitlar. TPLF nýtur einskis stuðnings erlendis frá, og íbúar Tígraí héraðs sjálfs eru varla mjög heitir fyrir málstaðnum sem er reyndar enginn þegar að er gáð.
En þeir hafa grafið um sig í höfuðborginni Mekele og í skrifuðum orðum er með öllu óljóst hversu miklar og öflugar varnir þeir hafa getað reist sér. Hálf milljón manna býr í borginni og eins og yfirmenn hersins hafa bent á þá gæti þurft að beita stórskotaliði gegn varnarvígstöðum TPLF. Íbúar borgarinnar eru því hvattir til að forða sér og halda sig fjarri átökum.
Af hverju núna? Af hverju svona?
Ríkisstjórnin hefur í raun engra kosta völ annarra en að halda hernaði áfram. Glæpur TPLF manna er slíkur að engin lausn önnur en handtaka þeirra eða dauði kemur til greina, allt annað teldist aumkunarverð uppgjöf ríkisstjórnarinnar og gæti leitt til hörmungar fyrir landið allt.
Valdaránstilraun TPLF var vandlega undirbúin en mistókst illilega. Tvennt gæti hafa orðið til að forsprakkar TPLF hafi talið sig nauðbeygða að grípa til aðgerða. „Fyrirbyggjandi varnarárás“ eins og þeir sjálfir kalla launsátrið 4. nóvember.
Ein ástæða þess að þeir gripu til aðgerða núna gæti verið sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að skera verulega niður í norðurhernum og flytja megnið af vopnabúnaði og mannafla nær miðju landsins í kjölfar friðarsamkomulags við Eritreu. Hershöfðingja þeim sem átti að skipuleggja og framkvæma þessa flutninga var meinaður aðgangur að Tígraí héraði nokkrum dögum áður en átökin hófust. Án vopnabúnaðar norðurhersins voru líkur á velheppnuðu valdaráni litlar sem engar eins og á daginn hefur komið.
Önnur ástæða gæti verið myntbreyting sú sem ríkisstjórnin ákvað fyrr á þessu ári. Gömlum peningaseðlum skyldi skipt út fyrir nýja og gömlu seðlarnir gerðir verðlausir við lok þessa mánaðar. Á sama tíma var sett þak á hámarks úttektir úr banka. Ríkisstjórnin taldi að umtalsvert magn svartra peningaseðla væri í umferð, og eitt helsta markmið myntbreytingarinnar var að koma peningunum inn í bankakerfið og þar með inn í löglega hluta hagkerfisins.
„Yfirstandandi átök munu án efa enda í falli TPLF og handtöku eða dauða helstu forsprakka þeirra.“
En það sem síðar hefur komið á daginn er að TPLF virðist hafa setið á heilu gámunum af peningaseðlum. Vígamenn þurfa líka að fá sitt launaumslag, og sjálfsagt hefur það verið hluti af langtíma áætlunum TPLF að geta borgað miklum fjölda manna laun bak við tjöldin. Þær vígasveitir sem þeir þóttust hafa verið búnir að þjálfa síðustu mánuði hefðu þurft launagreiðslur upp á einn og hálfan milljarð BIRR á mánuði (um 5,3 milljarða ISK), og ekki kemur sá peningur úr tómum héraðssjóðum Tígraí.
Eftir á að hyggja gæti myntbreytingin hafa verið markvisst beint gegn TPLF. Sérfræðingar sem skrifuðu um myntbreytinguna og þær tölur sem ríkisstjórnin hafði lagt til grundvallar bentu á að miðað við reynslu annarra landa væri ríkisstjórnin trúlega að ofmeta magn svartra peningaseðla í umferð svo næmi um 8 milljörðum BIRR. En kannski var ekki um neitt ofmat að ræða, heldur vitneskju um það mikla magn peninga sem TPLF var búið að skjóta undan og ríkisstjórnin vildi núna koma inn í hagkerfið aftur og úr lúkunum á TPLF.
Lögregluaðgerð en ekki borgarastríð
Þegar allt kemur til alls er hér því í raun frekar um lögregluaðgerð að ræða en styrjöld eins og ríkisstjórnin hefur marg bent á. Forsprakkar TPLF gerðust sekir um fjölda glæpa 4. nóvember síðastliðinn, en hafa einnig í vaxandi mæli orðið uppvísir að því að stjórna landinu áratugum saman sjálfum sér til framdráttar eins og hver önnur glæpaklíka.
Líkur á langvarandi átökum eru litlar sem engar, og í raun hefur sjaldan verið minna um átök annars staðar í landinu en þessar síðustu þrjár vikur sem rennir óneitanlega stoðum undir þá staðhæfingu ríkisstjórnarinnar að TPLF hafi staðið að baki margra þeirra ódæðuverka sem framin hafa verið í þeim augljósa tilgangi að koma af stað þjóðernisátökum.
Styrkur TPLF er lítill, stuðningur við þá enginn utan eigin héraðs, og væntanlega lítill innan héraðs einnig. Snöggur sigur ríkisstjórnarinnar núna myndi styrkja stöðu Dr. Abiy til mikilla muna, og ýta mjög undir þær kröfur um stjórnarskrárbreytingar sem hafa orðið sífellt háværari eftir brotthvarf TPFL úr ríkisstjórninni.
TPLF stundaði þá pólítík að sundra þjóðinn, Dr. Aiby hefur lagt áherslu á sameiningu og samvinnu. Það væri sannkölluð kaldhæðni örlaganna ef yfirstandandi fjörslitrur TPLF reynist vera sú driffjöður sem gerir Dr. Abiy kleift að knýja fram stefnu sína.
Núverandi átök munu væntanlega í framtíðinni teljast einn lokahnykkurinn í þeirri lýðræðisbyltingu sem hófst upp úr kosningunum 2015, náði ákveðnum hápunkti með valdatöku Dr. Abiy og mun vonandi ná endapunkti sínum í alfrjálsum kosningum snemma á næsta ári.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
106242
Segir fólk ekki þora að verja Jón Baldvin opinberlega
Bryndís Schram segir fólk gleðjast yfir óförum annarra þegar rætt er um meinta kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks gæti varið hann en umfjöllunin sé „samþykkt með þögn heigulsháttarins“.
2
Fréttir
9107
Missti bróður sinn í sundi og vill úrbætur: „Hvað þarf mörg mannslíf til?“
Sigrún Sól Ólafsdóttir segir mikilvægt að þrýsta á um úrbætur á öryggismálum í sundlaugum. Þegar þau eru í lagi eigi banaslys ekki að verða. Þegar bróðir hennar drukknaði var því einnig haldið fram að um veikindi hefði verið að ræða, en krufning leiddi annað í ljós. Ekki nóg sé aðhafst til að fyrirbyggja slík slys.
3
Mynd dagsins
1169
Ekki græna glóru hvað báturinn heitir
Þetta tæplega hundrað ára gamla hús á Hofsósi vekur alltaf hjá manni margar spurningar. Eru eigendurnir ekki sammála um eitt eða neitt, eða eru þeir samstíga að svona eigi þessi bygging að líta út, falleg og umfram allt öðruvísi, eins og veðrið í Skagafirði í dag? Í Fljótunum var öskrandi bylur, á Hofsósi smá snjókoma, meðan Glóðafeykir var baðaður í stillu og sól í 14 stiga frosti. Í Vatnsskarðinu var norðan garri.
4
Fréttir
1338
Mistök ástæða vatnstjóns í HÍ
Veitur biðjast afsökunar á mistökum sem urðu til þess að vatn flæddi um Háskóla Íslands og milljónatjón varð.
Hérna er nú hlekkur á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Hvað heitir loftskipið á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hvað heitir ný bók Einars Kárasonar um og með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni? 2. Hvað hét franska rannsóknarskipið undir stjórn Charcots leiðangursstjóra sem fórst út af Mýrunum árið 1936? 3. Lindsay Vonn settist í helgan stein árið 2019...
6
Fréttir
1864
Mötuneyti Íslandsbanka fær umhverfisvottun
Kaffistofa Samhjálpar fær 65 þúsund máltíðir gefins frá mötuneytinu á ári hverju. Fyrirhugað er að selja allt að 35% hlut ríkisins í bankanum.
7
Þrautir10 af öllu tagi
3364
275. spurningaþraut: Súpernóva, sýruker, Stalíngrad og ástargyðja
Hæ. Hér er hlekkur á þrautina frá í gær. * Fyrri aukaspurning. Myndin hér að ofan — hvaða bygging er þetta? * Aðalspurningar: 1. Hver faldi sig í sýrukeri þegar Flugumýri brann 22. október árið 1253? 2. Hvaða borg í Rússlandi hét áður Leningrad? 3. En hvaða borg þar í landi hét áður Stalingrad? 4. Hvaða fyrirbæri er súpernóva? 5. ...
Mest deilt
1
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
106242
Segir fólk ekki þora að verja Jón Baldvin opinberlega
Bryndís Schram segir fólk gleðjast yfir óförum annarra þegar rætt er um meinta kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks gæti varið hann en umfjöllunin sé „samþykkt með þögn heigulsháttarins“.
2
Fréttir
13171
Sautján vilja breyta auðlindaákvæði Katrínar í tillögu Stjórnlagaráðs
Þingmenn úr röðum Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins vilja að auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar verði eins og það sem kom upp úr vinnu Stjórnlagaráðs.
3
Fréttir
9107
Missti bróður sinn í sundi og vill úrbætur: „Hvað þarf mörg mannslíf til?“
Sigrún Sól Ólafsdóttir segir mikilvægt að þrýsta á um úrbætur á öryggismálum í sundlaugum. Þegar þau eru í lagi eigi banaslys ekki að verða. Þegar bróðir hennar drukknaði var því einnig haldið fram að um veikindi hefði verið að ræða, en krufning leiddi annað í ljós. Ekki nóg sé aðhafst til að fyrirbyggja slík slys.
4
Mynd dagsins
396
Gísli, Eiríkur og Helgi
Á bæ þeim sem á Bakka heitir í Svarfaðardal, bjuggu þrír bræður sem voru orðlagðir fyrir heimsku og heimskupör. Þeir Bakkabræður hétu Gísli, Eiríkur og Helgi. Fyrir átta árum fengu þeir bræður kaffihús, safn og bar í hjarta Dalvíkur. Það verður nóg að gera hjá þeim bræðrum að moka frá innganginum, áður en opnar í hádeginu á föstudag. Kaffihús Bakkabræðra er bara opið um helgar nú í svartasta skammdeginu.
5
Mynd dagsins
1169
Ekki græna glóru hvað báturinn heitir
Þetta tæplega hundrað ára gamla hús á Hofsósi vekur alltaf hjá manni margar spurningar. Eru eigendurnir ekki sammála um eitt eða neitt, eða eru þeir samstíga að svona eigi þessi bygging að líta út, falleg og umfram allt öðruvísi, eins og veðrið í Skagafirði í dag? Í Fljótunum var öskrandi bylur, á Hofsósi smá snjókoma, meðan Glóðafeykir var baðaður í stillu og sól í 14 stiga frosti. Í Vatnsskarðinu var norðan garri.
Hérna er nú hlekkur á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Hvað heitir loftskipið á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hvað heitir ný bók Einars Kárasonar um og með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni? 2. Hvað hét franska rannsóknarskipið undir stjórn Charcots leiðangursstjóra sem fórst út af Mýrunum árið 1936? 3. Lindsay Vonn settist í helgan stein árið 2019...
7
Þrautir10 af öllu tagi
3364
275. spurningaþraut: Súpernóva, sýruker, Stalíngrad og ástargyðja
Hæ. Hér er hlekkur á þrautina frá í gær. * Fyrri aukaspurning. Myndin hér að ofan — hvaða bygging er þetta? * Aðalspurningar: 1. Hver faldi sig í sýrukeri þegar Flugumýri brann 22. október árið 1253? 2. Hvaða borg í Rússlandi hét áður Leningrad? 3. En hvaða borg þar í landi hét áður Stalingrad? 4. Hvaða fyrirbæri er súpernóva? 5. ...
Mest lesið í vikunni
1
Myndband
57270
Myndbönd sýna flóðið fossa í Háskóla Íslands
„Sem betur fer urðu engin slys á fólki,“ segir upplýsingafulltrúi Veitna. Yfir tvö þúsund tonn af vatni flæddu um háskólasvæðið eftir að lögn brast. Myndband sýnir vatnsflæðið.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
51552
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
3
ViðtalFangar og ADHD
64787
Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
Talið er að sjö til átta prósent fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Nauðsynlegt er að greina ADHD á fyrstu árum grunnskóla og bjóða upp á viðeigandi meðferð, því ómeðhöndlað getur það haft neikvæð áhrif á einstaklinginn og fólkið í kringum hann. Ef barn með ADHD fær ekki aðstoð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir, sem geta orðið mun alvarlegri en ADHD-einkennin.
4
ViðtalFangar og ADHD
42103
Fann frið í fangelsinu
Á sínum yngri árum var Völundur Þorbjörnsson óstýrilátur og sótti í spennu án þess að vita að hann væri með ADHD. Þörfin fyrir athygli ágerðist eftir móðurmissi, spennan stigmagnaðist og ákærur hrönnuðust inn. Í fangelsi fann hann loks frið og upplifði dvölina ekki sem frelsissviptingu heldur endurræsingu. Í kjölfarið upplifði hann ameríska drauminn í Kanada og styður nú við son í kynleiðréttingarferli.
5
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
106242
Segir fólk ekki þora að verja Jón Baldvin opinberlega
Bryndís Schram segir fólk gleðjast yfir óförum annarra þegar rætt er um meinta kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks gæti varið hann en umfjöllunin sé „samþykkt með þögn heigulsháttarins“.
6
Fréttir
9107
Missti bróður sinn í sundi og vill úrbætur: „Hvað þarf mörg mannslíf til?“
Sigrún Sól Ólafsdóttir segir mikilvægt að þrýsta á um úrbætur á öryggismálum í sundlaugum. Þegar þau eru í lagi eigi banaslys ekki að verða. Þegar bróðir hennar drukknaði var því einnig haldið fram að um veikindi hefði verið að ræða, en krufning leiddi annað í ljós. Ekki nóg sé aðhafst til að fyrirbyggja slík slys.
7
Þrautir10 af öllu tagi
4679
270. spurningaþraut: Lögun landa og borgir tvær
Þraut, þessi síðan í gær. * Þessi þraut er öll um landafræði. Ég birti myndir af útlínum tíu landa sem þið eigið að þekkja. En aukaspurningarnar eru um borgir. Sú fyrri á við myndina hér að ofan. Í hvaða borg var þessi mynd tekin? En þá eru það aðalspurningarnar. 1. Hvaða land er hér fyrir neðan? ** 2. Hvaða...
Mest lesið í mánuðinum
1
Myndband
57270
Myndbönd sýna flóðið fossa í Háskóla Íslands
„Sem betur fer urðu engin slys á fólki,“ segir upplýsingafulltrúi Veitna. Yfir tvö þúsund tonn af vatni flæddu um háskólasvæðið eftir að lögn brast. Myndband sýnir vatnsflæðið.
2
FréttirSamherjaskjölin
169470
Sonur Þorsteins Más kemur fram sem talsmaður Samherja
Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, kemur fram sem talsmaður fyrirtækisins í grein þar sem rætt er um markaðssetningu á íslenskum fiski. Fyrr á árinu, í kjölfar Namibíumáls Samherja, var sagt frá því að Þorsteinn Már hefði selt hlutabréf sín í Samherja til barna sinna.
3
Fréttir
7652.900
Þau fá listamannalaun 2021
2.150 mánuðum af listamannalaunum var úthlutað til samtals 453 listamanna í dag.
4
ViðtalDauðans óvissa eykst
51582
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
5
Fréttir
3071.313
Kvarta undan tapi og kaupa 150 milljóna króna aukaíbúð
Björn Leifsson, eigandi World Class, hefur hagnast verulega á rekstri líkamsræktarstöðvanna, en vildi að fjármálaráðherra bætti sér upp tap vegna lokana í Covid-faraldrinum. Um sama leyti keypti eiginkona hans og meðeigandi 150 milljóna króna aukaíbúð í Skuggahverfinu.
6
ViðtalDauðans óvissa eykst
51552
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
7
ViðtalDauðans óvissa eykst
9325
Dauðinn veitir manni þolinmæði
Karólína Helga Símonardóttir var enn í sorgarferli vegna föðurmissis þegar eiginmaður hennar varð bráðkvaddur á sama ári. Sorgin kenndi henni að taka lífinu með æðruleysi, enda ráði fólk örlögum sínum ekki sjálft.
Nýtt á Stundinni
Mynd dagsins
13
Rétt hilla
Á Hringbrautinni kepptist þessi hjólreiðakappi listilega á móti norðangarranum með forláta hillu. Samkvæmt nýrri reglugerð umhverfis- og samgönguráðherra mega vera allt að fimm manns á einu hjóli, með tengivagni. Ekki má flytja hluti á reiðhjólum sem geta valdið vegfarendum óþægindum. Samkvæmt reglugerðinni skulu reiðhjól vera búin bjöllu, en mega ekki hafa annan búnað sem gefur frá sér hljóð.
Fréttir
13171
Sautján vilja breyta auðlindaákvæði Katrínar í tillögu Stjórnlagaráðs
Þingmenn úr röðum Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins vilja að auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar verði eins og það sem kom upp úr vinnu Stjórnlagaráðs.
Blogg
14
Símon Vestarr
Allt sem þú hélst að þú vissir um popúlisma
Ókei, ég ætla að taka þennan slag einu sinni enn. Ég verð. Hættum að nota orðið popúlisti sem samheiti yfir nýfasíska leiðtoga eða fylgismenn þeirra. Í alvöru. Hættum þessari vitleysu. Ég er að horfa á þig, Eiríkur Bergmann. Þessi hugmynd um að popúlismi feli alltaf í sér útlendingahatur, fjárhagslega einangrunarstefnu og leiðtogadýrkun er ekki aðeins tilbúningur heldur snýr hún benlínis...
Þrautir10 af öllu tagi
3060
276. spurningaþraut: Ragna Kjartansdóttir og Ragnar Kjartansson; þrjár skáldsögur Halldórs Laxness og fleira
Þraut síðan í gær! * Aukaspurningin fyrri: Hver er konan sem hér er með Bono, söngvara U2, fyrir tuttugu árum? Geta má þess að hún hefur fengist við stjórnmál um ævina. * Aðalspurningar: 1. Hvað er minnsta ríki í heimi? 2. Rómverjar lögðu á sínum tíma undir sig England en náðu aldrei Skotlandi, þótt nokkuð væru þeir að þvælast þar....
Mynd dagsins
396
Gísli, Eiríkur og Helgi
Á bæ þeim sem á Bakka heitir í Svarfaðardal, bjuggu þrír bræður sem voru orðlagðir fyrir heimsku og heimskupör. Þeir Bakkabræður hétu Gísli, Eiríkur og Helgi. Fyrir átta árum fengu þeir bræður kaffihús, safn og bar í hjarta Dalvíkur. Það verður nóg að gera hjá þeim bræðrum að moka frá innganginum, áður en opnar í hádeginu á föstudag. Kaffihús Bakkabræðra er bara opið um helgar nú í svartasta skammdeginu.
Fréttir
9107
Missti bróður sinn í sundi og vill úrbætur: „Hvað þarf mörg mannslíf til?“
Sigrún Sól Ólafsdóttir segir mikilvægt að þrýsta á um úrbætur á öryggismálum í sundlaugum. Þegar þau eru í lagi eigi banaslys ekki að verða. Þegar bróðir hennar drukknaði var því einnig haldið fram að um veikindi hefði verið að ræða, en krufning leiddi annað í ljós. Ekki nóg sé aðhafst til að fyrirbyggja slík slys.
Fréttir
1338
Mistök ástæða vatnstjóns í HÍ
Veitur biðjast afsökunar á mistökum sem urðu til þess að vatn flæddi um Háskóla Íslands og milljónatjón varð.
Þrautir10 af öllu tagi
3364
275. spurningaþraut: Súpernóva, sýruker, Stalíngrad og ástargyðja
Hæ. Hér er hlekkur á þrautina frá í gær. * Fyrri aukaspurning. Myndin hér að ofan — hvaða bygging er þetta? * Aðalspurningar: 1. Hver faldi sig í sýrukeri þegar Flugumýri brann 22. október árið 1253? 2. Hvaða borg í Rússlandi hét áður Leningrad? 3. En hvaða borg þar í landi hét áður Stalingrad? 4. Hvaða fyrirbæri er súpernóva? 5. ...
Mynd dagsins
1169
Ekki græna glóru hvað báturinn heitir
Þetta tæplega hundrað ára gamla hús á Hofsósi vekur alltaf hjá manni margar spurningar. Eru eigendurnir ekki sammála um eitt eða neitt, eða eru þeir samstíga að svona eigi þessi bygging að líta út, falleg og umfram allt öðruvísi, eins og veðrið í Skagafirði í dag? Í Fljótunum var öskrandi bylur, á Hofsósi smá snjókoma, meðan Glóðafeykir var baðaður í stillu og sól í 14 stiga frosti. Í Vatnsskarðinu var norðan garri.
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
106242
Segir fólk ekki þora að verja Jón Baldvin opinberlega
Bryndís Schram segir fólk gleðjast yfir óförum annarra þegar rætt er um meinta kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks gæti varið hann en umfjöllunin sé „samþykkt með þögn heigulsháttarins“.
Fréttir
1864
Mötuneyti Íslandsbanka fær umhverfisvottun
Kaffistofa Samhjálpar fær 65 þúsund máltíðir gefins frá mötuneytinu á ári hverju. Fyrirhugað er að selja allt að 35% hlut ríkisins í bankanum.
Hérna er nú hlekkur á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Hvað heitir loftskipið á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hvað heitir ný bók Einars Kárasonar um og með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni? 2. Hvað hét franska rannsóknarskipið undir stjórn Charcots leiðangursstjóra sem fórst út af Mýrunum árið 1936? 3. Lindsay Vonn settist í helgan stein árið 2019...
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir