Laxárdælingurinn, Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason er að leggja fram á Alþingi ríkisstjórnarfrumvarp um fæðingar- og foreldraorlof. Nýju lögin taka við lögum sem sett voru fyrir tuttugu árum, og þóttu þá framsækin. Helstu breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu er lenging fæðingarorlofs í 12 mánuði vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur frá 1. janúar 2021. Reiknaður kostnaður ríkisins vegna fæðingarorlofsins næsta ár eru rúmir 19 milljarðar. Og þetta segir ráðherra um frumvarpið: „Með þessu frumvarpi erum við að auka enn á réttindi foreldra til samvista með börnunum sínum á fyrstu mánuðunum ævi þeirra.“
Deila
stundin.is/FDNa
Athugasemdir
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Á Hringbrautinni kepptist þessi hjólreiðakappi listilega á móti norðangarranum með forláta hillu. Samkvæmt nýrri reglugerð umhverfis- og samgönguráðherra mega vera allt að fimm manns á einu hjóli, með tengivagni. Ekki má flytja hluti á reiðhjólum sem geta valdið vegfarendum óþægindum. Samkvæmt reglugerðinni skulu reiðhjól vera búin bjöllu, en mega ekki hafa annan búnað sem gefur frá sér hljóð.
Mynd dagsins
7103
Gísli, Eiríkur og Helgi
Á bæ þeim sem á Bakka heitir í Svarfaðardal, bjuggu þrír bræður sem voru orðlagðir fyrir heimsku og heimskupör. Þeir Bakkabræður hétu Gísli, Eiríkur og Helgi. Fyrir átta árum fengu þeir bræður kaffihús, safn og bar í hjarta Dalvíkur. Það verður nóg að gera hjá þeim bræðrum að moka frá innganginum, áður en opnar í hádeginu á föstudag. Kaffihús Bakkabræðra er bara opið um helgar nú í svartasta skammdeginu.
Mynd dagsins
1169
Ekki græna glóru hvað báturinn heitir
Þetta tæplega hundrað ára gamla hús á Hofsósi vekur alltaf hjá manni margar spurningar. Eru eigendurnir ekki sammála um eitt eða neitt, eða eru þeir samstíga að svona eigi þessi bygging að líta út, falleg og umfram allt öðruvísi, eins og veðrið í Skagafirði í dag? Í Fljótunum var öskrandi bylur, á Hofsósi smá snjókoma, meðan Glóðafeykir var baðaður í stillu og sól í 14 stiga frosti. Í Vatnsskarðinu var norðan garri.
Mynd dagsins
20
Hundrað fimmtíu og átta ára
Það var norðanbál við Úlfljótsvatn í morgun, en við þetta 4 km langa vatn stendur kirkja sem kennd er við vatnið. Kirkjan sjálf var byggð úr timbri árið 1863 og síðan var turninum bætt við 98 árum seinna. Hún er ein af rúmlega 360 kirkjum í lýðveldinu - það er semsagt eitt guðshús fyrir hverja þúsund íbúa þessa lands. Vatnið er kennt við Úlfljót, fyrsta lögsögumann Íslendinga, en eftir honum voru einnig fyrstu almennu lög landsins nefnd, Úlfljótslög.
Mynd dagsins
4
Tvö þúsund tonn af vatni
Það streymdu inn 500 lítrar á sekúndu af köldu vatni inn í byggingar Háskóla Íslands snemma í morgun, eftir að rof varð á aðalkaldavatnsæð Veitna við Suðurgötu í nótt. Langmesta tjónið varð á Háskólatorgi og Gimli, þar sem rafmagn fór af öllu húsinu eftir að vatn flæddi upp í rafmagnstöflu hússins. Handritin á Árnastofnun eru óskemmd. Háskóli Íslands er ekki tryggður fyrir þessu mikla tjóni.
Mynd dagsins
468
Bóndi fyrir Bóndadaginn
Á fjár- og kúabúinu Butru búa bændurnir Ágúst Jensson og Oddný Steina Valsdóttir (mynd). „Það sem er brýnast nú fyrir bændur er að hér sé hægt að stunda landbúnað og hafa einhverjar tekjur af. Rauntekjur sauðfjárbænda hafa rýrnað um tugi prósenta á undanförnum árum. Það er líka mikilvægt að gera okkar góðu afurðir betur rekjanlegar,“ segir Oddný Steina, sem situr í stjórn Bændasamtakanna. Nú á föstudaginn er Bóndadagurinn. Til hamingju allir bændur, líka allir þeir sem eru á mölinni.
Nýtt á Stundinni
Mynd dagsins
13
Rétt hilla
Á Hringbrautinni kepptist þessi hjólreiðakappi listilega á móti norðangarranum með forláta hillu. Samkvæmt nýrri reglugerð umhverfis- og samgönguráðherra mega vera allt að fimm manns á einu hjóli, með tengivagni. Ekki má flytja hluti á reiðhjólum sem geta valdið vegfarendum óþægindum. Samkvæmt reglugerðinni skulu reiðhjól vera búin bjöllu, en mega ekki hafa annan búnað sem gefur frá sér hljóð.
Fréttir
17210
Sautján vilja breyta auðlindaákvæði Katrínar í tillögu Stjórnlagaráðs
Þingmenn úr röðum Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins vilja að auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar verði eins og það sem kom upp úr vinnu Stjórnlagaráðs.
Blogg
27
Símon Vestarr
Allt sem þú hélst að þú vissir um popúlisma
Ókei, ég ætla að taka þennan slag einu sinni enn. Ég verð. Hættum að nota orðið popúlisti sem samheiti yfir nýfasíska leiðtoga eða fylgismenn þeirra. Í alvöru. Hættum þessari vitleysu. Ég er að horfa á þig, Eiríkur Bergmann. Þessi hugmynd um að popúlismi feli alltaf í sér útlendingahatur, fjárhagslega einangrunarstefnu og leiðtogadýrkun er ekki aðeins tilbúningur heldur snýr hún benlínis...
Þrautir10 af öllu tagi
3060
276. spurningaþraut: Ragna Kjartansdóttir og Ragnar Kjartansson; þrjár skáldsögur Halldórs Laxness og fleira
Þraut síðan í gær! * Aukaspurningin fyrri: Hver er konan sem hér er með Bono, söngvara U2, fyrir tuttugu árum? Geta má þess að hún hefur fengist við stjórnmál um ævina. * Aðalspurningar: 1. Hvað er minnsta ríki í heimi? 2. Rómverjar lögðu á sínum tíma undir sig England en náðu aldrei Skotlandi, þótt nokkuð væru þeir að þvælast þar....
Mynd dagsins
7103
Gísli, Eiríkur og Helgi
Á bæ þeim sem á Bakka heitir í Svarfaðardal, bjuggu þrír bræður sem voru orðlagðir fyrir heimsku og heimskupör. Þeir Bakkabræður hétu Gísli, Eiríkur og Helgi. Fyrir átta árum fengu þeir bræður kaffihús, safn og bar í hjarta Dalvíkur. Það verður nóg að gera hjá þeim bræðrum að moka frá innganginum, áður en opnar í hádeginu á föstudag. Kaffihús Bakkabræðra er bara opið um helgar nú í svartasta skammdeginu.
Fréttir
9109
Missti bróður sinn í sundi og vill úrbætur: „Hvað þarf mörg mannslíf til?“
Sigrún Sól Ólafsdóttir segir mikilvægt að þrýsta á um úrbætur á öryggismálum í sundlaugum. Þegar þau eru í lagi eigi banaslys ekki að verða. Þegar bróðir hennar drukknaði var því einnig haldið fram að um veikindi hefði verið að ræða, en krufning leiddi annað í ljós. Ekki nóg sé aðhafst til að fyrirbyggja slík slys.
Fréttir
1338
Mistök ástæða vatnstjóns í HÍ
Veitur biðjast afsökunar á mistökum sem urðu til þess að vatn flæddi um Háskóla Íslands og milljónatjón varð.
Þrautir10 af öllu tagi
3364
275. spurningaþraut: Súpernóva, sýruker, Stalíngrad og ástargyðja
Hæ. Hér er hlekkur á þrautina frá í gær. * Fyrri aukaspurning. Myndin hér að ofan — hvaða bygging er þetta? * Aðalspurningar: 1. Hver faldi sig í sýrukeri þegar Flugumýri brann 22. október árið 1253? 2. Hvaða borg í Rússlandi hét áður Leningrad? 3. En hvaða borg þar í landi hét áður Stalingrad? 4. Hvaða fyrirbæri er súpernóva? 5. ...
Mynd dagsins
1169
Ekki græna glóru hvað báturinn heitir
Þetta tæplega hundrað ára gamla hús á Hofsósi vekur alltaf hjá manni margar spurningar. Eru eigendurnir ekki sammála um eitt eða neitt, eða eru þeir samstíga að svona eigi þessi bygging að líta út, falleg og umfram allt öðruvísi, eins og veðrið í Skagafirði í dag? Í Fljótunum var öskrandi bylur, á Hofsósi smá snjókoma, meðan Glóðafeykir var baðaður í stillu og sól í 14 stiga frosti. Í Vatnsskarðinu var norðan garri.
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
106242
Segir fólk ekki þora að verja Jón Baldvin opinberlega
Bryndís Schram segir fólk gleðjast yfir óförum annarra þegar rætt er um meinta kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks gæti varið hann en umfjöllunin sé „samþykkt með þögn heigulsháttarins“.
Fréttir
1864
Mötuneyti Íslandsbanka fær umhverfisvottun
Kaffistofa Samhjálpar fær 65 þúsund máltíðir gefins frá mötuneytinu á ári hverju. Fyrirhugað er að selja allt að 35% hlut ríkisins í bankanum.
Hérna er nú hlekkur á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Hvað heitir loftskipið á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hvað heitir ný bók Einars Kárasonar um og með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni? 2. Hvað hét franska rannsóknarskipið undir stjórn Charcots leiðangursstjóra sem fórst út af Mýrunum árið 1936? 3. Lindsay Vonn settist í helgan stein árið 2019...
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir