Frumvarp til breytinga á sóttvarnalögum var kynnt af heilbrigðisráðherra til Alþingis þann 23. nóvember síðastliðinn, eftir ábendingar frá umboðsmanni Alþingis. Frumvarpið kveður á um margvíslegar breytingar á núgildandi lögum, en þar er meðal annars verið að skýra betur ákveðin hugtök, svo sem samkomubann. Þá er kynnt nýtt hugtök í íslenskum lögum; útgöngubann. Umdeilt er á þingi hvort þörf sé á því að stjórnvöldum sé heimilt að leggja á útgöngubann. Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið í og mati á afleiðingum þeirra. Þá hafa tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gengið harkalega fram í gagnrýni á stjórnvöld og sagt þau komin á ystu nöf vegna farsóttar sem sé ekki „drepsótt“ og helst hættuleg takmörkuðum hópi fólks. Páll Hreinsson, doktor í stjórnsýslufræðum, hefur hins vegar áréttað fyrir nefndinni að því meiri sem hættan er fyrir líf og heilsu fólks því víðtækari heimildir hafa …
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
2.390 krónum á mánuði.
Athugasemdir