Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Leita svara vegna dularfulls andláts í Mosfellsbæ

Mariuszi Robak var lýst sem lífs­glöð­um og and­lega stöð­ug­um ung­um manni sem elsk­aði fjöl­skyld­una sína, vini og Ís­land. Það kom því öll­um á óvart þeg­ar hann tók svipti sig lífi síð­ast­lið­ið sum­ar. Bróð­ir hans og besti vin­ur hafa báð­ir efa­semd­ir um að Mario, eins og hann var kall­að­ur, hafi lát­ist án þess að ut­an­að­kom­andi að­il­ar hafi haft þar áhrif á. „Eina skýr­ing­in sem ég sé er að hann hafi gert það vegna þess að hann ótt­að­ist um vini sína eða fjöl­skyldu.“

Skilja ekki hvað gerðist Ættingjar og vinir Mariuszar Robak skilja ekki hvað olli því að hann stytti sér aldur. Þau telja að einhver hafi orðið þess valdandi að hann sá ekki aðra leið.

Hinn 26. júlí síðastliðinn hafði Agata Robak samband við pólsku lögregluna og tilkynnti að eiginmaður hennar, Mariusz Robak, væri horfinn á Íslandi. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var gert viðvart samstundis. Agata hafði einnig samband við mág sinn, Pawel Robak, sem er lögreglumaður í Póllandi og upplýsti hann um að Mariusz hefði sent sér talskilaboð sem mátti skilja sem svo að hann væri örvinglaður og hugsanlegt væri að hann myndi stytta sér aldur. Agata hafði sömuleiðis samband við besta vin eiginmanns síns, Aaron Glowacki, sem einnig var búsettur hér á landi. Aaron brást við með því að hefja strax leit að vini sínum Mariuszi. Hann fór vítt og breitt og talaði við alla sem mögulega gætu vitað eitthvað um ferðir Mariuszar en án árangurs.

Að tveimur dögum liðnum var Aaron staddur í Mosfellsbæ við leit að vini sínum, á stað sem hann hafði kynnt fyrir Mariuszi þegar hann kom fyrst til landsins …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár